Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 9
8 UR YMSUM ÁTTUM Fimmtudagur 12. ágúst 1976 blaöfð1 Olíubirgðir á Austur- landi 1 fréttabréfi NAUST sem út er gefið af stjórn Náttúruverndar samtaka Austurlands er vakin athygli á skýrslu sem Siglinga- málastofnunin sendi frá sér fyrr á þessu ári. 1 þessu riti stofnun- arinnar er gerð grein fyrir ástandi oliustöðva á Austur- landi og auk þess eru gerðar til- lögur um framtiöarskipulag. í fréttabréfinu segir að þetta sé fyrsta úttekt sem gerð hefur verið á þessum málum hér á landi. I lokaorðum skýrslunnar segir svo: „Það verður að segj- ast að engu er likara en algjört skipulags- og hugsunarleysi hafi að mestu ráðið ferðinni þegar oliubirgðageymarnir á flestum þeim stöðum, sem fjallað er um i skýrslunni, voru settir niöur. Viða standa oliubirgðageymar i miðjum fjallshlfðum og á svæðum sem vitað er að snjófióð hafa fallið eða aurskriður, en viða eru svæðin sem oliubirgða- geymarnir standa á allt að þvi jafnmörg og geymarnir. Má I þvisambandi nefna Seyðisfjörö, Neskaupstað og Fáskrúðsfjörð. Faroe Isles Review Bókagarður heitir öflugt bókaútgáfufélag i Færeyjum og er það i eigu 4 þúsund einstakl- inga. Félagið hefur nýverið hafið útgáfu á alþjóðlegu riti um Færeyjar. Blaðið ber heitið Faroe Isles Review, og er þaö i nokkru keimlíkt Iceland Review enda er hér um kynningarrit að ræöa. í fyrsta eintakinu eru fimm greinar um Færeyjar og færeysk málefni, auk skáldsög- unnar Gamli Halgir eftir Héðin Brú. William Heinesen skál- jöfur Færeyinga skrifar grein um veðurlag eyjanna, Arni Thorsteinsson skrifar um forn- leifafræði, John West um Fær- eyjar og Færeyinga, Heini Olsen skrifar um samgöngumál og Birgir Danielsen skrifar um fiskvinnslu Færeyinga. Blaðið er prýtt fjölda lit- mynda sem færeyskir ljós- myndarar hafa tekið. Blaðið kemur út tvisvar á ári I fyrstu og er þaö prentaö i 30 þúsund eintökum. Gert er ráð fyrir þvi sem tiðkast hefur hér á Islandi að Utanrikismálaráðu- neytið og stærri fyrirtæki kaupi blaðið og dreifi þvi til þeirra aðila út um heim, sem þau hafa viðskipti við. Emil Thomsen, sem annast útgáfu ritsins, segir svo i viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn: Þetta er tilraun sem við vonum að takist. Færeyjar eru litið land i miðju Atlantshafi en það hefur upp á allt það að bjóða sem önnur samfélög hafa. Okkur hefur tekizt að byggja upp samfélag okkar, og þó við séum smáir þá ber okkur skylda til þess að láta rödd okkar heyrast meðalþjóðanna.Þaðáað gefa slikt blað út i Færeyjum -þvi við höfum nægu hæfu fólki á að skipa sem getur greint um- heiminum frá okkur og landi okkar.” Merkilegur Við skulum ekki skilja svo við það færeyska blað Sósialurinn án þess að geta greinar i þvi sem fjallar um vetrarstarf Fróðaskaparseturs Færeyja. Þar verður almenningi boðið upp á að sækja átta kvöldnáms- skeið i vetur og verða þauieftir- töldum greinum: Færeysku, Islenzku, ensku, frönsku og rússnesku, hér eru þó aöeins talin þau fyrrnefndu og vekja þau trúlega litla athygli, en það sama verður ekki sagt um þau sem hér koma á eftir. Náms- skeið I ættfræðum, húsarann - sóknirog söfnun þjóðminja og handritalestur. Þessar greinar eru næsta merkilegar og til fyrirmyndar að þær séu teknar til kennslu I skóla. Ragnarök neyzlusam- félagsins 1 sjötta tölublaði Frjálsrar verzlunar er grein eftir Alex- ander M. Johnson sem er há- skólaprófessor i bandariskri viðskipta- og verzlunarsögu. Greinin ber heitiö Eru dagar neyzlusamfélagsins senn taldir. 1 lokaorðum greinarinnar segir m.a.:Þróunin siðari hluta sjöunda áratugarins og það sem af er áttunda áratugnum bendir til þess að dagar neyzlusamfé- j lagsins i venjulegri mynd séu taldir. Bandarikjamenn sem eru 6% af fbúum heimsins, hafa neytt rúmlega þriðjung af auð- lindum jarðarinnar. í stað upp- talningar á þeim hráefnum, ; sem menn töldu að gnótt yrði að heima fyrir um aldur og ævi, lengist stöðugt listinn yfir þau hráefni sem flytja verður inn. Bandariska neyzlusamfélagið neytir ekki aðeins af eigin arf- leifð, heldur gengur einnig á forðabúr alls heimsins. Orku- kreppan áriö 1973 og afleiöingar hennar hafa opnað augu manna fyrir þvi hve háð bandariska þjóðin er innfluttri oliu. Umskólun neytendasam- j félagsins i ljósi þeirra nýju stað-: reynda, er við blasa, er krefj-j andi verkefni, sem Bandaríkja- menn eiga nú fyrir höndum. Þaö i veröur erfiðara en áður að selja | neytandanum. Tæknin, sem j áður þróaðist vegna þess aðj menn vildu örva lyst manna á i vörum og þjónustu, er nú æ j meira notuð til áróöurs gegn j óhóflegri neyzlu.” eb. Foroelslesl|evíew VOLUME1.Nei.1976 i* m■ ,4V < mr m t m, Forsíðan á nýggja altjóða tíðarritinum um F0royar Farið yfir Hvítá á heimleið Farþegar hafa góða matarlyst i tæru útiloftinu Vföir bilstjóri og kona hans, Adda, við fossinn I Drekagiii tTtt íaXfö* Fimmtudagur 12. ágúst 1976 VETTVANGUR 9 óbyggða- og öræfa- ferðir njóta sívaxandi vinsælda jafnt erlendra ferðamanna sem inn- lendra. Nú er orðið sæmi- lega greiðfært mikinn hluta sumars um helztu hálendisleiðir. Þaö eru ekki sizt útlendingar s sem sækjast eftir óbyggðaferð- um hérlendis, vilja burt frá hávaða, mengun og streitu. Þeir koma hingað i þeim tilgangi að njóta kyrrðar og fegurðar landsins en láta það ekki á sig fá þótt veður séu misjöfn. Erlendir ferðalangar virðast upp til hópa kunna betur að meta öræfakyrrðina heldur en innfæddir. Það er fátitt að rek- ast á útiendinga upp á regin- fjölium, berandi kasettusegul- band meö dynjandi músik, en slikt er ekki óalgengt þegar landar eiga i hlut. Hávaði af ein- hverju tagi virðist vera orðin svo samgróinn sumu fólki, að Þvottur og rakstur við Mývatn ÓBYGGÐAFERÐIR NJÓTA SÍVAXANDI VINSÆLDA ERLENDRA FERÐAMANNA þvi liöur beinlinis illa i þögn fjallanna. Njáll Simonarson hjá Ferða- skrifstofu Olfars Jacobsen sagði i samtaliviö Alþýðublaðið, að i júlimánuði hefði Ferðaskrif- stofan flutt fleiri farþega heldur en allt sumarið 1 fyrra, en þá sló farþegafjöldinn öll fyrri met. Sagði Njáll, að sumir væru þeirrar skoöunar, að vegna hit- anna i Vestur Evrópu hefðu margir ákveðið ferð til íslands i leit að svalara loftslagi. Ferða- skrifstofan býður meðal annars upp á 13 daga hálendisferöir og meðfylgjandi myndir eru tekn- ar i einni slikri. Einn bilstjór- anna, Halldór Júliusson, tók þessar myndir fyrir Alþýöu- blaðið. 1 þessum ferðum eru farþegar 50-80 talsins, nær eingöngu útlendingar. Farið er norður Sprengisand og komið viö á öll- um fegurstu stööunum, Þórs- mörk, Eldgjá, Veiðivötnum, Landmannalaugum og Jökuldal við Tungnafellsjökul. Komið er viö á Húsavik, ekið um Tjörnes og Hljóðaklettar skoðaðir. 1 Mývatnssveit er staldrað viö i tvo daga og einnig i Herðu- breiðarlindum. Er þá annar dagurinn notaður til að skoða Oskju og Viti. Siðan er ekið i Skagafjörð og suður Kjöl. Sið- ustu nóttina er gist við Hvera- velli. Farþegum er séð fyrir gist- ingu i tjöldum og eldhúsbilar eru með i förinni. Þeir sem ekki hafa svefnpoka geta fengið þá leigða og þarf fólk þvi ekki að hafa með sér nema nauösynleg- ustu föt tii skiptanna. Njáll Simonarson sagði, aö erlendu ferðalangarnir kynnu yfirleitt að klæða sig vel og kæmu ekki hingað til að liggja i sólbaði. Margir yröu beinlinis heillaðir af kyrrð óbyggðanna og auönin hefði sérstök áhirf á þá. Það kæmi t.d. oft fyrir þegar ekiö væri eftir Sprengisandi, að beö- iö væri um að útvarp væri ekki opið og leiðsögumenn töluöu sem minnst. Fjölmennastir i hópi útlend- inga eru Þjóðverjar, en Hol- lendingum fer sifjölgandi og Frökkum sömuleiðis. Einnig sækja Svisslendingar og Austurrikismenn i þessar feröir i vaxandi mæli og i sumar voru fyrstu Spánverjarnir meöal far- þega. Þekktar feröaskrifstofur á meginlandinu hafa öræfaferð- ir Úlafars Jacobsen inn i sinum áætlunum og vinsældir þeirra spyrjast viöa. Sumir útlending- ar eru nú aö fara i sina aðra eða jafnvel þriðju hálendisferö og alltaf eru nokkrir sem dvelja lengur og fara t.d. i dagsferð til Vestmannaeyja. En hvað er til ráöa þegar bil- ar, fullir af fólki, bila skyndi- lega upp á reginfjöllum? Njáll sagði að slikt kæmi fyrir, en vanalega hefðu slik óhöpp ekki umtalsverða erfiðleika i för með sér. Bilstjórarnir hefðu flestir langa reynslu og væru vanir viðgerðum. Það kæmi stundum fyrir að öxull brotnaði og þá væri bara skipt um og farþegar fylgdust jafnan gaumgæfilega með þeirri vinnu, enda er þetta eflaust i fyrsta sinn sem obbinn af þeim verður vitni af sliku. Nú eru þegar farnar að streyma fyrirspurnir um feröir og verð á þeim næsta sumar, er- lendis frá. Auk ferðanna noröur er einnig boðið upp á 12 daga hringferðir um iandið svo og vikuferðir austur á bóginn og um sanda til baka. Lögð er áherzla á að ganga vel um þar sem viðdvöl er höfð og valda engum skemmdum á landi og gróöri. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.