Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 14
14 FRA MORGNI... Fimmtudagur 12. ágúst 1976 jo Útvarp FIMMTUDAGUR 12. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson les söguna „Otungunarvélin” eftir Nikolaj Nosoff (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjöinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tönleikar. Morg- untónleikar kl. 11.00: Gervase de Peyer, Neill Sanders og fél- agar i Melos-hljómlistarflokkn- um leika Sextett fyrir klarin- ettu, horn og strengjakvartett eftir John Ireland / Karl-Ove Mannberg og Sinfóniuhljóm- sveitin i Gavle i Sviþjóð leika Fiðlukonsert op. 18 eftir Bo Linde: Rainer Miedel stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. A frivaktinniSigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Blómið blóðrauða” eftir Johannes Linnankoski Axel Thorsteinson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Dinorah Varsi leika Ballöðu og pólonesu fyrir fiðlu og pianó op. 18 eftir Henri Vieuxtemps. Bracha Eden og Alexander Tamir leika Fanta- siu fyrir tvö pianó op. 5 eftir Sergej Rakhmaninoff. Andrés Segovia og hljómsveitin Symphony of the Air i New York leika Gitarkonsert i E-dúr eftir Luigi Boccherini: Enrique Jorda stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleik- ar. 16.40 Litli barnatiminn Sigrún Björnsdóttir hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Minningar Austur-Skaft- fellings, Guðjóns R. Sigurðs- sonar Baldur Pálmason les annan hluta. 18.00 Tónleikar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 í sjónmáliSkafti Harðarson og Steingrímur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Samleikur i útvarpssal: Bernard Wilkinson og Lára Rafnsdóttir leika saman á flautu og pianó. a. Sónata i g- moll eftir Johann Sebastian Bach. b. Sónata eftir Francis Poulenc. 20.00. Leikrit: „Hvarf séra Odds” eftir Agnar Þórðarson Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. Persónur og leikendur: Gisli: : Steindór Hjörleifsson, Stlna : Margrét Guðmundsdótt- ir,Lauga : Anna Guðmunds- dóttir, Madama Guðrún : Briet Héðinsdóttir, Séra Oddur : Jón Sigurbjörnsson, Sólveig Steinunn Jóhannesdóttir, Steini : Randver Þorláksson, Siggi : Klemenz Jónsson, Mað- ur : Jón Aðils, Stúlka : Helga Stephensen. 21.10 Frá tónleikum Tónlistarfél- agsins I Háskólabiói 15. mai: Emil Gilels pianósnillingur frá Rússiandi leikur. a. Fjórar ballöður eftir Johannes Brahms, — og b. Tónmyndir (Images) eftir Claude Debussy. 21.50 „Leiðin heim”, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur Hjörtur Páls- son les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Mariumyndin” eftir Guð- mund Steinsson Kristbjörg Kjeld leikkona les (3). 22.45 A sumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir tónlist um hrafna, næturgala og fleiri fugla. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Með bros á vör Það ætti nú ekki að verða svo erfitt að finna þennan. Úr kvikmyndahúsunum Þar er persónan aðalatriðið Harry & Tonto Framleiðandi og leikst.: Paui Mazursky Handrit Mazursky og Josh Grannfieid Aðalmyndatökumaður: Michael Butler Tóniist: Biil Conti Aðaihlutverkið er f höndum Art Carney. Hann hlaut óskars- verðlaun fyrir leik sinn i þessari mynd 1975. i myndinni „Harry & Tonto" er umhverfið aukaatriði — þar er það persónan, einstaklingur- inn# sem mestu máli skiptir. Það veltur þvi eðlilega mikið á því hvernig leikurunum tekst til i leik sínum. Söguþráðurinn Myndin fjallar um Harry (Art Carney), kennara, sem látið hefur af störfum fyrir aldurs- sakir. Hann hefur miss| konu sina og býr nú ásamt ketti sín- um Tonto i hrörlegu húsi. New York stækkar stöðugt og þvi verða gömlu húsin að vikja fyrir þeim nýrri. Er þvi ákveöið að rifa húsið hans Harrys. Gamli maðurinn er litt hrifinn af þvi að þurfa að flytja I nýtt hverfi og neitar að yfirgefa hús- ið. En eftir að lögreglan hafði borið hann út, flytur hann heim til sonar sina. Vistin þar verður gamla manninum ekki til ánægju. Harry ákveður að fara til dóttur sinnar I Chicagó. En það er ekki auðvelt að ferðast með húsdýr og Harry kemst fljótlega að þvi. Hann ákveður þvi að kaupa sér bil og á honum heldur hann áfram ásamt sinum eina félaga/Tonto. En Harry og Tonto staldra ekki lengi við I Chicagó. Afram er ferðinni heitiö og nú til vesturstrandarinnar. Á ferða- lagi sinu hitta þeir hinar ólik- legustu persónur en alltaf er gamli maðurinn jafn umburða- lyndur. „Þaö versta við að verða gamall er..." Þetta 'er mynd um gamlan mann/ mann sem er orðinn einn Eða eins og hann segir sjálfur á einum stað i myndinni: „Það versta við að vera orðinn gam- all, er að þá eru allir vinir manns dánir”. Þessi mynd lýsir á mjög góð- an hátt þessum manni. Hvað á hann að gera, hættur störfum og allir vinirnir komnir undir græna torfu, að Tonto undan- skyldum? Mazursky leikstýrir myndinni vel. Honum tekst að skapa sannfærandi mynd, en umfram allt, mynd, sem laus er við alla yf irborðsmennsku. En Mazursky er ekki einn að verki. Art Carney I hlutverki Harrys er óborganlegur. Aður en Carney lék i þessari mynd hafði hann aðallega fengizt við leik I leikhúsum. Það er engu likara en hann hafi fæðzt til að leika þetta hlutverk i Harry og Tonto. Ef þú vilt sjá góða mynd þá farðu I Nýja bió.Harry og Tonto er mynd sem maður gleymir ekki svo fljótt. jeg. Rislágur vestri - með „watergatebragði” Það hlaut að koma að þvi. Jafnvel vestrarnir eru ekki óhultir fyrir Watergate — og þegar saman fara móralskar umþenkingar um hlut- verk og skyldurfrétta- blaða annars vegar og hins vegar mynd fram- leidd af Kirk Douglas, stjórnað af Kirk Dou- glas með Kirk Douglas i aðalhlutverki — þá leynist hættan við hvert fótmál. En þrátt fyrir allt að þvi ein- læga ieit að þvi augnabliki að myndin Handtökusveitin, sem sýnd er þessa dagana I Háskóla- blói, félli um þessa hættu — þá gerðist það aldrei — beinltais. Kirk Douglas verður þó aldrei leikari úr þessu, hann er búinn að missa af þeirri lest. Hins vegar verður að segja honum til hróss, sé maður þess umkominn, að gerðmynd- arinnar fórst honum hreint ekki illa úr hendi. Bruce Dern i aþalhlutverki myndarinnar naut þess hins vegar aö hafa enga samkeppni frá öðrum gangsterhlutverkum, og heftir þar enginn borið af öörum, né risið hátt, hvaö leik snertir. Sagan sjálf um frambjóð- andann Howard Nightingale og aðferðir hans til að veröa kjörinn öidungadeildarþing- maður er i senn heföbundinn afþreyingarvestri, sem ætti ekki að draga nokkurn frá McCloud eða Colombo, og enn ein watergatemyndin þar sem sögusviðið frá þvi skömmu fyrir siðustu aldamót. —BS Aftökusveitin sjálf: „statistalið" sem enga tilburði sýndi til leiks frekar en aðrir nafntogaðri leikarar. K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 <*¥%**>* >»* ® S PÓSTSENDUM TRDLOFUNARHRINGA AdR Jól)Minr8 leilsson l.iugnbrgi &imi 19 209 Dunfl Síðumúla 23 /fmi 84200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn > I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.