Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 3
asjf*- Föstudagur 27. ágúst 1976 FRÉTTIR 3 Óbreytt staða í Stykkishólmi Norræna húsið: FYRIRLESTUR UM NORRÆNA LÝÐHÁSKÓLA Sjómenn á Stykkis- hólmi halda fast við þá ákvörðun sina, að halda ekki áfram hörpudisksveiðum fyr- ir það verð sem ákveð- ið hefur verið að greiða þeim. Eins og Alþýðu- blaðið skýrði frá i gær hættu þeir róðrum þeg- ar i ljós kom, að verð á hverju kg hafði verið lækkað um 9 krónur og sú ákvörðun látin gilda frá 12. ágúst. Þeim hafði ekki verið sagt frá þvi, að kaupendur sögðu upp verðinu. Þá munu sjómenn frá Ölafs- vikhafa samþykkt að hefja ekki veiðar á hörpudiski til löndunar á Stykkishólmi, en Skelvinnslan á Stykkishólmi mun hafa leitað eftir þvi til að afla hráefnis. Hinn nýi sendiherra ávarpar gesti við athöfn er fram fór þegar hann tók við sendiherraembætt- inu. Fyrir aftan standa siða- meistarinn Stuart Rockwell, Frú Blake og Charles W. Robinson, aðstoðarutanrikisráðherra. Nýr amerískur sendiherra á Islandi Fimmtudaginn 2. september er væntanlegur hingað til landsins James J. Blake, en hann mun taka við störfum Ameriska sendi- herrans á íslandi. James J. Blake er fæddur 5. marz 1922 i New York borg. Hann lauk B.A. prófi frá Quen’s College árið 1946 og M.A. prófi ár- ið 1963, frá George Washington skólanum. Hann hóf störf við utanrikis- þjónustu Bandarikjanna árið 1947 og hefur starfað þar æ siðan. Fyrst var hann ræðismaður og verzlunarfulltrúi i Brussel. A ár- unum 1953-57 var hann alþjóða- efnahagsfræðingur utanrikis- ráðuneytisins, en siðan var hann skipaður efnahagsfulltrúi i Cal- cutta. Hr. Blake hefur gegnt ýms- um öðrum mikilsverðum störfum hjá utanrikisþjónustu Bandarikj- anna. Arið 1974 varð hann vara utanrikisráðherra afrisku deild- arinnar i utanrikisráðuneyti Bandarikjanna. bvi starfi gegndi hann þar fil Ford forseti útnefndi hann sendiherra á Islandi. James J. Blake er kvæntur Dolores Quaid og eiga þau fjögur börn. Yngsti sonur þeirra, Robert, mun koma meö til lands- ins. Hin börn þeirra hjóna eru öll við háskólanám i Bandarikjun- um. Sjómenn á Stykkishólmi æfir vegna verðlækkunar á skeKiski Þtgar sjómenn i tkób fiskMtvm. stm gtrö.r tru út frá SfykkishólmL komu I Und á mánixUg vtr þelm tilkynnt. aó þaö rtrð stm þtir ftngju fyr- ir hvtrt kg af Mrpudltki htfM vtrið hefckað um » krónur. Jafnframt var þtlm sagt, að þtssi iakk- un gitti vtku aftur I tlm- ann. Sjómtnn hafa slðtn ntitað að róa og ðll vinna við tkelfiskinn I Undi Ugzt niður. Atvinna t}0 ibúa staðarins htfur stöðvast. A mSnudag Skvaó yflnefad VertUgsrSÓ* sjAvarOlvrgslna ">*l li»m«rta»«rt » Mrpss- ósnkl, SSkréwsr h»«r1kg. VartW tkjrktl glldn frá U ...... Ef reynt verður að fá aðra að- komubáta til að stunda þessar veiðar munu sjómenn i Hólmin- um loka höfninni og koma þann- ig i veg fyrir löndun. Svo virðist sem sjómennirnir séu mjög vantrúaðir á þær upplýsingar kaupenda, að verð á skelfiski hafi fallið jafn mikið á markaði erlendis eins og haldið hefur verið fram. Segjast þeir hafa reynt að fá áreiðanlegar upplýs- ingar um þetta en gengið illa. Eins og fram kom i fréttum Alþýðublaðsins i gær um þetta mál hefur þessi deila haft i för með sér atvinnumissi fyrir um 150 manns. Að vonum hefur þetta orðið talsvert hitamál i Stykkishólmi og fullyrðingar forstjóra Skelvinnslunnar um hátt kaup sjómanna hafa vakið mikla gremju meðal þeirra, enda segja þeir réttu máli hall- að. Enn sem komið er hafa litlar tilraunir verið gerðar i sátta- skyni. Hins vegar er Ijóst, að áriðandi er að þetta mál veröi leyst sem allra fyrst. — SG Kristján Jónsson skipaður rafmagns- veitustjóri ríkisins Iðnaðarráðherra skipaði i gær Kristján Jónsson, verkfræðing, Hvassaleiti 24, Reykjavik, rafmagnsveitustjóra rikisins frá 1. október n.k. að telja. Kristján er 37 ár að aldri. Hann lauk prófi i rafmagnsverkfræði við Tækniháskólann i Munchen, býzkalandi, áriö 1966. Hefur starfað hjá Brown, Boveri & Cie i Baden i Sviss 1966-1968, hjá Smith & Norland h.f. i Reykjavik 1968-1971 og frá 1971 hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur sem deildarverkfræðingur verkfræöideildar og frá 1974 sem deildarverk- fræðingur verkfræði- og framkvæmdadeildar. Hugmyndin um stofnun lýðhá- skóla i Danmörku kom fram á öldinni sem leið, að frumkvæði skáldsins Grundtvig. Stofnun slikra skóla var i mjög nánum tengslum við þá trúarhreyfingu, sem hann stóð að. Nú á dögum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi lýðháskól- anna frá þvi sem áður var. Nú eru lýðháskólarnir mjög mikilvægur liður I fullorðinsfræöslu og endur- menntun þeirra, sem m.a. hafa misst atvinnuna vegna aukinnar vélvæðingar. bannig hafa lýðhá- skólarnir öðlast nýtt gildi og eru orðnir mikilvægur þáttur i danska menntakerfinu. Mánudaginn 30. ágúst mun skólastjóri Snoghöj lýðháskólans i Danmörku halda fyrirlestur i Norræna húsinu. Mun hann ræða um lýðháskóla almennt, en þó sérstaklega um Snoghöj skólann. Snoghöj lýðháskólinn hefur sér- hæft sig i stuttum og löngum námskeiðum, sem einkum fjalla um norræn og evrópsk vandamál. Mjög margir Islendingar hafa stundað nám við skólann, þannig að hér á landi er stór hópúr gam- aila nemenda skólastjórans, Jakobs Krögholt. 1 fyrirlestri sinum mun hann segja frá starfsemi skólans og einnig mun hann ræða um þá þýð- ingu, sem lýðháskólar geta haft fyrir norræna samvinnu. Ollum er heimill aðgangur aö fyrirlestri þessum, en hann hefst kl. 20.30. AV. Hveragerði: Nota hverahita við fiskverkun Siðastliöið haust var sett á laggirnar fiskverkunarstöð i Hveragerði. Við höfðum samband við Guðberg Ingólfsson eiganda stöðvarinnar og inntum hann m.a. eftir hvernig framleiðslan hefði gengið. Sagði Guðbergur að þetta hefði gengið vonum framar. Stöðin hefði tekið til starfa 10. sept. i fyrra og siðan hefðu verið þar að jafnaði 12-15 manns i vinnu. Tæk- in sem notuð væru við fiskverkun- ina væru mjög fullkomin og skemmtilegt að vinna með þeim, auk þess sem hveragufan væri notuð við að þurrka fiskinn og væri mun ódýrara að verka hann á þann hátt. Hins vegar væri þetta alls ekki eina leiðin til að nýta þessa orku. Augu manna væru að opnast fyrir þvi, að hægt væri að nýta hana á marga vegu. Þá sagði Guðbergur að nú færi að liða að þvi að útflutningstima- bilið hæfist, en það yröi um næstu áramót. Þeir ættu þvi nú á lager 700 tonn af saltfiski sem hefði ver- iö verkaður siöustu átta mánuði, einungis i þessari stöð. Væru söluhorfur nokkuð góðar eftir að verðið hefði lagast, og nú lti þetta hreint ekki iUa út. —JSS VAXTAAUKAREIKNINGARNIR EINS K0NAR EIGNAKÖNNUN? Mikil eftirspurn varð eftir svonefndum vaxtaaukareikn- ingum i bönkum, þegar þeir voru boðnir á þessu ári, og varð mikiU fjármagnsflutningur af öðrum bankabókum yfir á þessa vaxtaaukareikninga, eins og skýrt hefur verið frá i fjölmiðl- um, enda eru vextir mun hærri en i öðrum bókum —- og hlið- stæðir þeim sem köUuðust okur- vextir fyrir örfáum árum. A þessum verðbólgutlmum hafa margir sparifjáreigendur að sjálfsögðu gripið fegins hendi þessa leið tU að ávaxta fjár- magn sitt á'árangursrlkan máta en samt innan ramma laganna, ogþað er auðvitað meginástæða þeirra vinsælda, sem vaxta- aukareikningarnir njóta. Tviþættur tilgangur? En þær raddir hafa heyrzt, að tilgangurinn með þessum nýju reUcningum sé tvenns konar: Annars vegar að fá bundið i bönkum sparifé til lengri tirna, en féð var bundið tU minnst 12 mánaða, og þvi ekki hægt aö fá það laust án tafar tU að kaupa vlsitölubundin sparisklrteini rikissjóðs. Hins vegar að skrá- setja eigendur sparifjár, sem geymt hefur verið i nafnlausum bókum, og þvi ekki verið hægt að henda reiöur á hver greiöa skuli tekjuskatt af vöxtunum. Þessi siðari meintur tilgang- ur hefur þó að sjálfsögðu ekki verið staðfestur, þótt hann myndi i sjálfu sér teljast fylli- lega löglegur. En þar sem hann hlyti að teljast I ætt við eigna- könnun hefur það ekki þótt við hæfi að staðfesta að svo væri. En þarna er komið aö við- kvæmu og vandmeðförnu máli, þar sem varðar sumt sparifé aldraðsfólks, sem hefur af með- ræktaðri sparsemi lagt til hliðar fé til að eiga sem lltinn öryggis varasjóð ef gripa þyrfti til vegna óvæntra útgjalda á elliár- unum. Fáir af yngri kynslóöinni myndu gera þetta eftir að hafa alizt upp eða átt manndómsár sin á verðbólguskeiði, þvl sú röskun hugarfarsins sem þar hefur oröið hefur gerbreytt öllu verömætamati fólks og viðhorf- um til sparnaðar. Sitja ekki við sama borð En sumir, einkum eldra fólk, hafa af fyrirhyggjusemi lagt til hliðar örlitla upphæðtil að eiga i viðlögum og vilja nú reyna að hlifa þessu sparifé við neista- flugi verðbólgubálsins. Veröi þessir háu vextir nú skattlagðir sem tekjur njóta þeir, þótt að- eins séu verðbætur að hálfu, ekki sömu skattaverndar og annar „verðbólgugróði” eins og slikt hefur verið nefnt, sem eykst aö verðgildi til jafns við verðbólguna. Fyrir þessu fólki er þarna um að ræða eignakönnun — og verði vextirnir skattlagðir sem gróði er um vafasaman ávinning aö ræða að setja féð á vaxtaauka- reikning. Gleymið ekki uppsagnarfrestinum En það eru lika aðrar hliðar á vaxtaaukareikningum, sem ekki hafa verið auglýstir svo rækilega sem hin ávinningslega hlið þeirra. A sérprentuöu blaði, sem fáanlegt er I öllum bönkum og bankaútibúum, og ber nafnið „Cr reglum um vaxtaauka- reikninga”getur að lita ákvæði, sem vert er að gefa gaum áður en fé er fastbundið á þessum reikningum. Til dæmis: Stofnskirteiniö er ekki veö- hæft og veröur ekki framselt. Óheimilt er aö gefa út sparisjóösbók eöa annaö veösetjanlegt viöskiptabréf fyrir innstæöu á vaxtaauka- reikningi. Vextir færastárlega eftir á og vaxtakjör eru hreyfanleg án fyrirvara skv. ákvöröun Seölabanka tslands. Fé, sem lagt er á vaxta- aukarekninga, er þvi aöeins laust til útborgunar, aö þvi hafi veriö sagt iausu skrif- iega meö tóif mánaöa fyrir- vara á þar til geröu eyöu- blaöi. Aö þeim tima liönum er uppsögö fjárhæö laus til útborgunar eöa ráöstöfunar fyrir eiganda i 15 daga. Hafi fjárhæöinni ekki veriö ráö- stafaö fyrir lok þess tima, binst hún á ný meö 12 mán- aöa uppsagnarfresti. Vextir eru lausir til út- borgunar i 12 mánuöi eftir aö þeir eru færðir til tekna, en veröa eftir þaö háöir regium um 12 mánaöa uppsögn. Útborgun getur aöeins far- iö fram i afgreiðsludeild reikningsins, Innstæöa verö- ur aöeins greidd reiknings- eiganda eöa þeim, er hefur lögfullt umboö til útuttektar úr reikningnum. Framvisa ber þeim heim- ildargögnum, sem innláns- stofnunin kann aö áskilja. Ekki er allt gull sem glóir An þess að vilja letja fólk eða beinlinis hræða þaö frá þvi aö verðtryggja sparifé sitt á arö- vænlegastan löglegan máta — þá er rétt að benda á „hinar” hliðar þessa nýja forms sparn- aðar. Hún er ekki svo gull sem hún glóir — og aðeins dæmi um það að enn er langt I land að sparnaður sé upphaf auðs. —BS AV.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.