Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 7
*J»I ió Fðstudagur 27. ágúst 1976 VETTVANGUR 7 Alheimsbylting — draumur einn Undir rauðum fánum og dynj- andi tónlist stillti setulið Moskvuséruppá Rauða torginu i marz 1919. ,,International-inn” var sunginn á nær öllum málum og af þúsundum manna i Stóra leikhúsinu i Moskvu. — Alþýðubylting alheimsins er trygg. Grundvöllur alþýðu- veldisins er lagður. Þetta sagði Lenin á fæðingar- degi alþýðuveldisins, eftir þvi sem Aftonbladet segir. Hvað varð annars um heims- kommunismann? Alþjóðastefn una, sem kommúnistar tala svo hátiðlega um i kröfugöngum 1. mai? Kommúnistahættuna, sem bandariski utanrikisráðherr- ann, Henry Kissinger, berst gegn á ferðum sinum um heim allan? Það er heldur litið eftir af þeirri einingu, sem átti að sam- einaheim allan, 57 árum eftir að Komintern var stofnað i mai 1919 iMoskvu. Bæði trú og sann- færing hefur verið fórnað á altari þessarar byltingar. Sagan um alþýðubyltingu kommúnista er jafnspennandi og skemmti- saga. Ihenni úir og grúir af ævi- sögu manna, sem reyndu að tengja öll riki Evrópu I eitt bræðralag. Rithöfundurinn Stefán Szende kom til Sviþjóðar sem flótta- maður fasismans heima rétt fyrir 1940. Hann lýsir ævidögum nokkurra manna i tiltölulega nýrri bók „Milli ofbeldis og um- byrðarlyndis”. Einn þeirra er Thomas, fædd- ur i Varsjá rúmlega 1880. Rétta nafn hans veit enginn. Fyrstu afskipti hans af stjórnmálum voru við sprengjuárás á rúss- neska landstjórann i Póllandi 1905. 1920 kom Thomas frá Moskvu til Berlinar með gnótt peninga og eðalsteina, eftir þvi sem Szende segir. Hann var útsend- ari Komintern og átti að koma af stað byltingu i Þýzkalandi. Það úir og grúir af svona sög- um viðvikjandi Komintern. Flestar eru án efa tilbúningur andstæðinganna. Hins vegar þarf enginn að efast um, að Komintern hafi skapazt I þeirri trú, að alþýðu- bylting hlyti að verða innan skamms um heim allan. Sú trú lifði milli 1930 og 1940. ,,Lifi sovét-Sviþjdð” stendur i ályktun sænska kommúnistaflokksins 1933. Sendimenn nitján flokka sam- einuðust 2. marz 1919 i ráðhús- inu i Kreml til að stofna Þriðja alþjóðasamband verkalýðsins. Fyrstu árin stóð Trotski við hlið Lenins og vakti yfir vötnunum. Jósef Stalin efaðist um fyrstu skref kommúnista I þá átt, aö Evrópa yrði bolsariki innan árs. Menn voru ekki jafnbylting- arsinnaðir á næsta þingi Kominterns árið 1920. Þá var að hefjast það hlutverk Kominterns að vernda hið unga sovétveldi. A þinginu 1920 voru kenni- setningar Lenins, 21 að tölu, við- urkenndar. Þær fjalla um aðild og inngöngu i kommúnista- flokkinn.Tilgangurinn var sá að allir vafasamir byltingasinnar flokkuðust frá. Það voru margs- konar kommúnistar árin 1920-30, ekki siður en nú. Markmið Lenins var að sam- eina flokka Kominterns i einn flokk eins og tekizt hafði I Rúss- landi. Það varð Stalin, sem sá um framkvæmdirnar. Kommúnistar I Evrópu háðu grátt striö um kennisetningarn- ar. Bæði i Sviþjóð og Noregi leiddu þær til flokksrofa, þvi að hluti flokksfélaga varð eftir i Komintern, en aðrir mynduðu aiþýðuflokk. Arin 1930-40 eru þau leikræn- ustu i sögu Komintern, þvi að þá hófst baráttan gegn sósialdemó- krötum. Vigorðið var „sósial- fasistar”! En þá byrjaði sigurför Hitlers i Þýzkalandi. AUt frá 1934 að- hylltust kommúnistar svokall- aða alþýðufylkingu, sem átti ekki aðeins að spanna sósi'al- demókrata, heldur og venjulega demókrata. Itölsku kommúnist- arnir gengu svo langt, að þeir teygðu fram hendurnar til Mússólinis 1936: „Tökum hönd- um saman, fasistar og kommúnistar, kaþólskir, sósial- istar, menn aUra flokka” (vitn- að i Social-Demokraten 27/11 1936). Siðasta þing Komintern var haldið i júlilok 1935. Þar var Stalin hylltur sem leiðtogi iLenin i miðdepli á Rauða torginu 1919 Trotskí verkamanna og alþýðustefnan mótuð. En vorið 1942, meðan heims- styrjöldin siðari geisaði, boðaði Moskva dauðdaga Kominterns. „Nú vitum við, að Sovétrikin geta ekki innlimað önnur riki i Ráðstjórnarrikin,” sagði Stalin i ræðu sinni við Bandamenn i Englandi og Bandarikjunum. Upplausn Kominterns var m.a. lýst i Pravda sem söguleg- um mun á þróun mismunandi rikja. Alþjóðasamband kommún- istarikja var stofnað aftur með kalda striðinu, og nú sem Kom- inform (upplýsingaþjónusta kommúnista). Kominform var stofnað i Var- sjá 1946 af kommúnistaflokkum Sovétríkjanna, Búlgariu. Júgóslaviu, Póllands, Tekkó- slóvakiu, Ungver jalands, Frakklands og Italiu. Markmið- iðvar, i orði kveðnu, að sameina baráttu kommúnistarikja gegn heimsveldasinnuðum Vestur- löndum. En Júgóslavia var rek- in úr Kominform og bækistöðv- arnar fluttar frá Belgrad til Búkarest. Kominform hafði aldrei nein stjórnmálaáhrif, og var leyst upp i april 1956. Sambandið við Kinverja varð meira i brennidepli siðar, og loks komu misheppnaðar til- raunir Krustsjovs til að sam- eina alla kommúnistaflokkana i einn allsherjarflokk, eftir þvi sem Aftonbladet segir. Skáklífið í haust og vetur 8 tðfij Til vinstri M. Taimanov, væntanlegur til skákkennslu hjá Mjölni. Til hægri M. Najdorf frá Argentínu, keppir nú i sjöunda Reykjavíkurmótinu. Fram undan er skáklífið, sem sinum hér á landi. Horfurnar fer nú aö vakna úr sumardvala virðast framar öllum vonum. M. Taimanov stórmeistari frá Sovétrikjunum er væntanlegur til landsins i október. Skákfé- lagið Mjölnir I Reykjavik hefur haft forgöngu um það mál og hefur það hvilt I traustum höndum Þorsteins Guðlaugs- sonar, ogauðvitaðermjög erfitt að gera svona nokkuð án hjálpar Friðriks Ólafssonar enda var hún svo sannarlega veitt. Taimanov mun þjálfa og kenna skákmönnum okkar klækina hvar i félagi sem þeir eru. Áætlaður dvalartimi hans er sex mánuðir. Illa leit út um tima að tækist að manna sjöunda Reykja- vikurmótið (Alþjóðamót), en eins og venjulega þegar öll sund virðast lokuð, kemur Friðrik Olafsson til aðstoðar og leysir hnútinn. Mótið virðist nokkuð frambærilegt og má ætla að Helga Olafssyni gæti tekizt að næla sér I seinni hluta titils sér til handa. Friðrik Ölafsson og Timman frá Hollandi eru stigahæstir keppenda (2550). Mótiö er af styrkleikagráðunni niu. Sex landa keppnin hefst 12. september og stendur yfir um vikutima. Þar keppa eftirtalin lönd: Danmörk, Finnland, Isiand, Noregur, Sviþjóð og Vestur-Þýzkaland. Islenska sveitin er svo skipuð: Ingvar Asmundsson, Jón Kristinsson, Július Frið- jónsson, Magnús Sólmundar- son, á unglingaborðinu teflir Ömar Jónsson og fulltrúi kvenna er Guðlaug Þorsteins- dóttir. Tefldi hún einvigi við Birnu Norðdal, sem átti að vera fjórar skákir, þegar þrem skákum var lokið og staðan var 2:1 Guðlaugu ivil varð Birna að hætta sökum veikinda. Farar- stjóri verður Þráinn Guð- mundsson, sem verið hefur um ótalin ár i stjórn Skáksambands Islands. Sýnishnrn af taflmennsku M. Taimanovs. Taimanov: Averbach, KandidatamÓíið 1953. Nimzo-indversk vörn. 1. d4, Rf6. 2. c4 e6. 3. Rc3, Bb4. 4. e3,0-0. 5. Bd3, d5. 6. Rf3, b6. 7. 0-0, Bb7. 8. a3, Bxc3. 9. bxc3, dxc4. 10. Bxc4, c5. 11. Bd3, Rbd7.12. Hel, Re4.13. Bb2, Hc8. 14. c4, Rdf6. 15. Re5, Hc7. 16. a4, Rd6. 17. a5, Rd7. 18. axb6, axb6. 19. Dh5, g6. 20. Dh6, Rxe5. 21. dxe5, Re4. rT7” WW' A i WB i ÉH i ém, i ii * má IS VzzÆ wm 4 Æfr/ áll pp ÉL If öf HP iH ItP m wm ÍttÆ l&. w® £3, & wm, AAfyjlv/ m Guðlaug Þorsteins- dóttir teflir fjöltefli i Breiðholtsskóla 1976. 22. Bd3xe4! Taimanov sér fram á að svörtu reitirnir verða veikir I herbúðum svarts. 22.... Bbxe4. 23. Hedl, Hd7. 24. Hd6! Bb7. Ef svartur drepur á d6 með hrók tapar hann umsvifalaust skákinni, þvi þá kemur exd6, f6 hjá svörtum til varnar mátinu á g7 og þá kemur Ha7 og hvitur vinnur. 25. Hadl, Hxd6. 26. exd6, f6. 27. d7! Bc6. 28. h4, Bxd7. 29. h5, gxh5. 30. e4, e5. 31. f4, exf4. 32. Hd6, De8. 33. Bxf6, Hf7. 34. Hd5, og svartur gaf. Ar er nú liðið siðan ég hóf að rita þessa þætti og þakka ég samvinnuna. Skákþátturinn birtistnú einsog i siðustu skipti á fimmtudegi og veröur svo framvegis. Svavar Guðni Sva varsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.