Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 27. ágúst 1976 Jakob Krögholt, skólastjóri Snoghöj lýöháskólans i Dan mörku heldur fyrirlestur um norræna lýöháskóla i Nor- ræna húsinu mánudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir -■ Vélarlok — ■v Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á . einum degi meö \iagsfyrirvara fvrir ákvebiö verö. Reynift viöskiptin ■ Bitasprautun Garðars Sigmundssortar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Lóðaúthlutun í Garðabæ Garðabær mun i næsta mánuði úthluta nokkrum einbýlishúsalóðum i austan- verðu byggðahverfi. Uppdráttur af úthlut- unarsvæðinu og umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum bæjarins Sveina- tungu v/Vifilsstaðaveg. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri um- sóknir, eigi þær að koma til greina við út- hlutiunina. Bæjarstjóri. Ritstjórn Álþýðublaðsins er í Síðumula 11 - Sími 8Í866 HRINGEKJAN Burt með brennivínið - og E N G A N B J Ó R inn í landið „Ef ekki væri neitt vln I landinu, þá myndi unga fóikið venjast á hollari lifsvenjur en aö hanga dauöa- drukkiö á skemmtistöðum.” Ég las mér það til hrellingar i gær, að nú ætti að fjölga áfengis- útsölunum hér i bæn- um. Ekki var á það bætandi. Það hefði ver- ið nær að fækka þeim, eða það sem enn betra er, að loka alveg fyrir ósómann. Á ekki aö taka tillit til alls þess fjölda fólks, sem hefur krafizt þess, aö sala áfengis á íslandi veröi bönnuö meö lög- um. A þessi bölvaldur aö fá aö halda áfram ósvinnu sinni i þjóðfélaginu, með þvi aö eyöi- leggja hvern manninn á fætur öðrum. Fyrir utan þau áhrif, sem vin- iö hefur á æskuna i landinu. Ef ekki væri til neitt vin i landinu, þá myndi unga fólkiö venjast á hollari lifsvenjur en aö hanga dauöadrukkiö á skemmtistöö- um, sem reyndar eru engir skemmtistaöir, heldur sam- komusalir fyrir drukkiö fólk. Þegar ég var ung, þá kunni ungafólkiöaö skemmta sér. Þá komum viö saman, krakkarnir, á sólbjörtum sumarkvöldum. Þá var fariö i alls kyns leiki, svo sem reiptog, boltaleiki, kveöizt var á,ogeldri krakkarnir gengu ofttvöog tvö saman niður aö sjó og þar var horft á sólarlagið. Stundum var slegið upp dans- leik, en ef einhver var fullur, þá töluðum við stelpurnar ekkert við hann, svo það mættu fáir fullir. Svona eiga menn að skemmta sér, án brennivins. Og þess vegna. Burt með brenniviniö, lokið áfengisútsölunum, og i guðanna bænum: Engan bjór inn I landið! Tveggja barna amma. Framhald á „A hverfanda hveli?” Það var ekki við öðru að bú- ast, en að einhverjum hug- kvæmdist að skrifa framhald á verkinu ,,Á hverfanda hveli” slikra vinsælda sem samnefnd kvikmynd hefur notið. Hún er stöðugt sýnd einhvers staðar i heiminum og bókin sem hún er gerð eftir hefur verið þýdd á ótal tungumálum, auk þess sem hún hefur selzt I milljónum ein- taka. En hvað hefur gerzt hjá þeim Scarlett O’Hara og Rhett Butler eftir að bókin yfirgaf þau? Vafalaust vilja margir fá að vita það og biða spenntir eftir framhaldinu. Það eru þeir félagar Richard Zanuck og David Brown sem ætla nú að s vala forvitni manna og skrifa framhald sögunnar. Þeir eru þegar i upphafi sam- mála um, að ógerlegt verði að búa framhaldið þannig úr garöi að það standist samanburð viö fy. rihiutann sem fyrst kom út 1938 og hefur siöan hlotiö hvoiki meira né minna en 10 óskars- verðlaun. En þaö er alltaf þess viröi, að gera tilraun meö aö skrifa framhald segja þeir fé- lagar. Ciark Gable og Vivian Leigh i hlutverkum sinum I myndinni ,,Á hverfanda hveli”. Margaret Mitchell sem skrif- aði ,,A hverjanda hveli” á árun- um 1926-1936 fékk 50.000 dollara fyrir aö leyfa kvikmyndun á verkinu. Hún mun einnig hafa fengiö beiöni frá kvikmynda- framleiöendum um aö skrifa framhald, en hún fórst I um- ferðaslysi áöur en af þvi gæti oröiö. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir þaö skotiö aö fólk geti fengið aö vita meira um þessar eftirlætispersónur sinar, þegar timar liða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.