Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 16
Kona gær- kvöld fannst látin í íbúð í - Rannsóknarlögreglan leitaði vopna A ellefta timanum I gærkvöld fannst lik af konu I ibúö á Miklu- braut 26 hér i borg. Konan haföi komið i ibúð þessa til að vökva blóm, en eigendur Ibúðarinnar voru fjarverandi. Þegar Alþýðublaðið fór i prent- un var ekki ljóst hvernig konan hafði látist, en taldar voru nokkr- ar líkur á að áverkar hefðu verið á likinu. Af þeim sökum var Alþýðublað- inu kunnugt um að rannsóknar- lögreglan leitaði vopna, sem hugsanlega hefðu getað orðið konunni að bana, i nágrenninu, en ekki tókst að fá nánari upplýsing- ar um málið i gærkvöld. — JSS LEIÐRETTING VEGNA GENGISSIGS ÍS- LENZKU KRÓNUNNAR „Hér er ekki um að ræða beina hækkun á fargjöldum, heldur leiðréttingu vegna gengissigs islenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaid- miðli”. Þetta sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, er blaðamaður innti hann eftir þvi, hvort fyrirhugaðar væru fargjaldahækkanir á þessu hausti. „Hér áður fyrr voru fargjöld jafnan ákveðin á tveggja ára fresti, en verðbólguþróunin hef- ur haftþað iför meðsér, aðtaka þarf flugfargjöld til sifelldrar endurskoðunar. Þau flugfar- gjöld sem i gildi hafa verið frá 1. april voru ákveðin haustið áður, en vegna gengissigs islenzku krónunnar hefur gætt töluverðs misræmis i verði hér heims og Flugfargjöld 20% hærri eftir 1. október erlendis. Nú er til dæmis um 40% dýrara að fljúga frá Dan- mörku til tslands en frá tslandi til Danmerkur. Þaðer þetta misræmi sem nú á að leiðrétta. Leiðréttingin hef- ur i för með sér um 20% hækkun i islenzkum krónum, en verð farðseðla i erl. gjaldmiðli t.d. BandarikjadoDurum, breytist ekki. Þessi leiðrétting flugfar- gjalda mun taka gildi 1. október næstkomandi. Nýjar gjaldskrár varðandi breytingarnar verða væntanlega sendar ferðaskrif- stofum i næstu viku,” sagöi Sveinn Sæmundsson að lokum. AV MS ber hönd fyrir höfuð sér: Mj ólkursamsalan er ekki að svíkja neytendur — en henni ber að fara að lögum, segir Stefán Björnsson, forsljóri I vikunni boðaði stjórn Mjólk- ursamsölunnar til fundar með fréttamönnum vegna mjölkur- málsins svonefnda, en það hefur eins og kunnugt er verið ofar- lega á baugi undanfarið. Agnar Gislason rakti sögu Samsölunnar i stuttu máli, og siðan gerði Stefán Björnsson grein fyrir afstöðu hennar til væntanlegra breytinga á sölu mjólkur. Sagði Stefán m.a. að mjög hefði verið vegið að Samsölunni vegna þessa máls og hefði hún sætt ómaklegri gagnrýni. Vildi hann minna á að forsvarsmenn hennar hefðu verið skammaðir eins og hundar siðustu 3 áratug- ina vegna einokunar á mjólkur- sölu og lélegrar þjónustu. „En með þessu var verið að undir- byggja að við hættum þessari starfsemi einn góöan veðurdag, sagði Stefán ennfremur. Þó var það ekki fyrr en kom til kasta Alþingis aö alvara fór aö færast i þetta mál. Það kom fram frumvarp til laga um breytingu ámjólkursölu. Siðan var skipuð nefnd, sem skyldi fjalla um málið og ég vU vekja athygli á þvi, að það var ekki Mjólkur- samsalan sem skipaði þá nefnd, eða átti þar hlut að máli, heldur var það landbúnaðarráðherra. Kaupmenn vildu mjólkina Þá sagði Stefán að ne&idin hefði talið rétt að breyta sölu- fyrirkomulagi mjólkur þannig að Mjólkursamsalan yrði heild- söluaðili, Þetta hefði orðið þró- unin i nágrannalöndunum og hefði hún gengið hávaðalaust fyrir sig á sinum tima. Siðan hefði þessi breyting verið sett i lög, sem tóku af öll tvfmæli um að Samsalan yrði heildsöluaðili. Stefán kvað það ekkert laun- ungamál, að nokkrir kaupmenn hefðu róið að þvi öllum árum að fá mjólkina i verzlanir sinar og hefðu þeir verið hinn sterki aðili sem stóð að baki þessum breyt- ingum Þeir hefðu taliðsig fullfæra að veita viðskiptavinunum þessa þjónustu. „Okkur datt þvi ekki annað i hug, en að fólk myndi fagna þessum breytingum, sagði Ste- fán. En þess i stað hefur það tekið upp harða baráttu gegn þeim og ekki er annað að sjá en að við séum þeir einu sem get- um veitt þessa þjónustu, en kaupmennirnir séu hins vegar ekki verðir neins lofsné trausts. Það virðist svo sem fjöldi fólks hafi skilið málið svo, að hér geti þróast tvö mjólkursölu- kerfi þ.e.a.s. annars vegar kaupmenn með tilskilin leyfi og hins vegar Samsalan. En það hefur sýnt sig erlendis að þeir kaupmenn sem hafa selt mjólk ásamt fleiri vörum hefur gengið vel. En hinir sem enga mjólk hafa selt hafa dáið hægum dauödaga. Það gefur þvi auga leið að ekki er grundvöllur fyrir rekstri svo einhæfra búöa sem mjólkurbúða. vaji til að leysa vandann Þá vék Stefán aö dreifingu mjólkur eftir breytinguna. Sagði hann m .a. að liklega yrðu þau hverfi fá, sem yrðu illa úti hvað dreyfinguna snerti. Kaup- menn sæju sæng sma útbreidda með það að að þeir yrðu aö taka mjólkina inn til að halda verzlununum gangandi. Þó að nú liti óneitanlega illa út sum- staðar, þá væri vilji fyrir hendi að leysa vandann. Þá sagði Stefán það vera skoðun sina, að nú þegar kaup- mennirnir væru búnir að ná þvi takmarki sem þeir hefðu stefnt að, þá gætu þeir og ættu að standa við orð sin hvað varðaði þjónustu við viðskiptavinina. Það væri opin leið fyrir þá sem ekki teldu sig hafa aðstöðu til að taka mjólkina inn, að taka á leigu eða kaupa mjólkurbúðirn- ar i viðkomandi hverfum tii að leysa þann vanda sem ella kynni að skapast. „Við gerðum okkur strax i upphafi grein fyrir þvi vanda- máli sem myndi skapast i sam- bandi við atvinnumissi búða- stúlknanna, hjá okkur. Þetta var m .a. það mál sem við rædd- um fyrst við kaupmennina. Við fórum fram á það við þá að þeir tækju þessar stúlkur til sin i vinnu. Þetta reyndum við að fá þá til að samþykkja en þeir sáu sérþaðekkifært. Þess i stað lof- uðu þeir að koma á vinnumiðlun sem væri þessum stúlkum til þjónustu i a.m.k. eitt ár og þá jafnaframt að stúlkurnar gengju fyrir störfum hjá þeim ef einhver losnuðu. Verðum að vona hið bezta Hinsvegar verða atvinnulaus- ar stúlkur ekki eins margar og margir halda. Sumar þeirra eru þegar búnar að segja upp hjá ókkur vegna þess að þær hafa fengið aðra vinnu. Aðrar eru að leita fyrir sér um atvinnu og er i mörgum lilfellum kominn skirð- ur þar á. Þó sagði Stefán að þvi væri ekki að neita að sumar af- greiðslustúlknanna væru orðnar það fullorðnar að það yrði erfitt fyrir þær að fá vinnu I stað þeirrar sem þær nú misstu. Það yrði bara að vona allt hið bezta fyrir þeirra hönd og reyna að aðstoða þær eftir föngum. Varðandi þá undirskriftasöfn- un sem nú er i gangi, sagði Ste- fán að þeim hjá Samsölunni hefði ekki borizt einn einasti slikur listi, enda væri enginn til- gangur með þvi að senda þá til Samsölunnar. Það væri nær að senda slikar áskoranir til Al- þingis eða ráðherra þar sem all- ar breytingar væru i hendi lög- gjafans, Samsalan gæti engin á- hrif haft á málin úr þvi sem komið væri. —JSS FOSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 alþýdu blaðiö Lesið: 1 fundargerð borg- arráðs Reykjavikur: „Al- bert Guðmundsson óskaði bókað vegna vals á feg- ursta einbýlishúsi borgar- innar i ár: ,,Ég tel fráleitt val á húsinu Njarðargötu 9, sem fegursta húsi borgar- innar, en tel hins vegar að hinir nýju eigendur hafi unnið tU viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang hússins og lóðarinnar, sem gott fordæmi ö'órum, sem breyta vilja og lagfæra gömul hús og mannvirki”. o Heyrt: Að hugmynd Arons Guðbrandssonar um leigu- gjald fyrir aðstöðu banda- riska varnarliðsins, aukizt stöðugt fylgi. Ýmsir telja, að þetta geti orðið eitt helzta kosningamálið i næstu þingkosningum og að óháð framboð, sem setti þetta mál á oddinn myndi fá mikiðfylgi. Þá er ekki talið óliklegt, að einhver óháður stjórnmálaflokkur sjái dagsins ljós áður en langt um liður. o Séð: Að Omar Einarsson hefur verið ráðinn fulltrúi hjá Æskulýðsráði Reykja- vikur. o Frétt: Að ráðin sé sú gáta hvers vegna Norðmenn hafi svo feitt hár, sem raun ber vitni. Olian hefur stigið þeim til höfuðs. o Heyrt: Að mikil rógsher- ferð hafi verið sett i gang gegn þeim mönnum i Seðlabankanum, sem heið- urinneiga af þvi að hulunni hefur verið svipt af ýmsum fjárglæframálum að und- anförnu. Oddamenn her- ferðarinnar eru þeir, sem telja sig eiga um sárt að binda vegna aðgerða Seðlabankans. o Frétt: Að mikil reiði sé nú i röðum starfsmanna Orku- stofnunar, sem telja, að iðnaðarráðuneytið hafi beinlinis reynt að varpa á- byrgðinni á Kröflu-ævin- týrinu yfir á Orkustofnun með brengluðum og ósönn- um upplýsingum um rann- sóknir og niðurstöður Orkustofnunarmanna. Þeir muni ekki una þessum til- tektum ráðuneytisins og birta harðorð andmæli gegn þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.