Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 3
biaSjð* Miðvikudagur 1. september 1976 FRÉTTIR 3 ÞAÐ FER AÐ VERÐA ÞRÖNGT UMOKKUR Ibúafjöldi heimsins hefur meira en tvö- faldast undanfarin 25 ár og við lok ársins 1975 voru ibúar jarðar nærri þvi 4 milljarðar. Samkvæmt skýrslum frá viö- skiptaráðuneyti Bandarikjanna voru jaröarbúar 2,5 milljaröar i árslok 1950. Um fjóröungur allra jarðarbúa voru Kinverjar. En eftir fyrstu 6 mánuði ársins 1975 haföi talan hækkaö 13.9 milljaröa. Hlutur Kinverja er enn stærstur og i fyrra voru þeir um 21% allra ibúa jarðar, eða 843 milljónir. Næst i rööinni kemur Indland með 15.4% allra jaröarbúa (615 milljónir). Aftur á móti hefur fólkið fækkaö langmest i Evrópu. Áriö 1950voru jafn margir ibúar i Ind- landi og i Evrópu (15.4%) en nú eru um 11.9% jarðarbúa búsettir i Evrópu. Ibúum Noröur-Ameriku hefur einnig fækkaö, en þó ekki eins mikiö og ibúum Evrópu. Fækkun- in nemur um 0.6% og eru þeir nú 5.9% allra þeirra sem jörðina byggja. Hlutur Suður-Ameriku hefurafturá móti hækkaöúr 5.5% í 7.1%. Hlutföllin hafa þó breytzt einna mest i Afriku. Fyrir 25 árum voru þar 8.6% allra jarðarbúa, en i fyrra voru þeir orðnir 18.6%. Samt sem áöur býr enn langflest fólk i Asiu — eða 54.4%. Landbúnaður á bronsöld Moskvu (APN). Uppgröftur i sunnanveröri Kirgisiu hefur leitt i ljós, aö þaö hefur veriö stundaöur raunverulegur landbúnaöur á bronsöld fyrir 5000 árum. Fundist hafa leifar af leirkofum meö hlöðnum göröum umhverfis og I þeim leirker og plógur úr bronsi. Rangt farið með föðurnafn Ingvars Gíslasonar Áberandi prentvilla varö á for- siöu Alþýðublaösins i gær þegar Ingvar Gisiason, alþingismaöur og varaformaöur Kröflunefndar var I yfirfyrirsögn sagður Helga- son. Rétt nafn Ingvars var hins vegar á öllum stööum I fréttinni sjálfri — og eru hann og iesendur allir beönir innilega velviröingar á þessum mistökum. Heilbrigðisráð tekur upp viðræður við Mj ólkursamsöluna Fyrir skömmu lagöi Björgvin Guðmundsson fram svohljóð- andi tillögu i Borgarráði: „Borgarráð samþykkir aö taka upp viðræður við Mjólkur- samsöluna og Kaupmannasam- tök Islandsum þaunýju viöhorf, er skapazt hafa i mjólkursölu- málum I Reykjavik. Tilgangur þessara viöræðna skal vera sá að koma I veg fyrir, að neyt- endur i borginni verði fyrir óþægindum, er hið nýja skipu- lag mjólkursölu tekur gildi 1. febrúar n.k. M.a. skal þess freistaö i viðræðunum að fá samkomulag við Mjólkursam- sóluna um þaö, að hún reki áfram mjólkurbúöir i hverfúm, þar sem matvöruverzlanir hafa ekki aöstöðu til mjólkursölu.” Tillagan var afgreidd I borgarráöi I gær og var hún efnislega samþykkt, en Heil- brigðisráöi falið meðferð máls- ins Björgvin Guömundsson sagöi I viðtali viö Alþýöublaðiö I gær að hann teldi þetta mál vera komiö i svo mikiö óefni aö nauö- synlegt væriað borgin léti til sin taka og reyndi aö leysa vand- ann. Þaö væri fyrirsjáanlegt aö vegna strangra krafa sem Heil- brigöiseftirlitiö geröi til þeirra sem hyggðust selja mjólk I framtiöinni, yröu ýmsar smá- söluverzlanir aö hverfa frá slikrisölu.Þvi væri nauðsynlegt aö komast aö samkomulagi viö Samsöluna, til aö ekki yrði mjólkurlaust I ýmsum hverfum borgarinnar. Ég álit aö þaö hafi aldrei verið ætlun þeirra manna, sem aö tillögunni stóöu á þingi, aö Mjólkursamsalan yröi einungis heildsöluaðili, sagöi Björgvin enn fremur, heldur snérist máliö um að einkarétturinn til skikrar sölu yröi tekinn af henni.” Þá tel ég einnig að nauösyn- legt sé aö borgin taki þetta mál fyrir sem fyrst til aö eyða þeirri óvissu sem rikt hefur meöal starfsstúlkna mjólkurbúöanna varöandi atvinnumissi.” JSS Stjórn A.S.B. styður undirskriftasöfnunina Stjórn Félags afgreiöslu- stúlkna I brauð og mjólkurbúö- um hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem segir aö undir- skriftasöfnun sú.sem nú stendur yfirj sé ekki hafin eöa fram- kvæmd í andstööu viö A.S.B. eöa stjórn þess. Er visað i þessu tilefni til ályktana A.S.B. i mál- inu þegar þaö lá fyrir Aiþingi svo og þeirrar staöreyndar aö stjórn félagsins hafi léö undir- skriftaöfnuninni húsnæöi sitt. Þá telur stjórnin aö þátttaka félagskvenna og neytenda f und- irskriftasöfnuninni sanni mikla óánægju meö alia meöferö þessa máls og þá löggjöf sem samþykkt var á sföasta þingi. Stjórnin hefur einnig þungar áhyggjur af atvinnumissi flestra afgreiöslustúlkna I mjólkurbúöum. I yfirlýsingunni segir enn fremur aö stjórnin telji aö fram haldi undangenginnar baráttu félagsins og stuönings neytenda sé nú timabært aö stjórn A.S.B. taki aö nýju upp viöræöur viö Mjólkursamsöluna, Kaup- mannasamtökin, og fulltrúa rikisstjórnarinnar um þau vandamál, sem hin nýja skipan mjólkursölunnar kunni aö skapa. —JSS Islendingar í alþjóða samband um leit á týndum farangri Þess er getiö i „Flugfréttum” aö íslendingar séu nú komnir I beint samband um leit aö týndúm farangri, sem bandariska flugfé- lagið Eastern Airlines rekur I borginni Charlotte I Noröur- Karólinu. Hér ræöir um tölvukerfi, sem er ákaflega fljótvirkt og er á sam- bandi allan ársins hring allan sólarhringinn. Tugþúsundir mála berast á fjörur tölvunnar mánaöarlega um glataöan farangur og farangur, sem eng- inn eigandi finnst aö. Tölvan er sögö geyma upp- lýsingar um glataöa farangurinn I 60 daga og hinn I 90 daga nema málin leysist innan viku. Hér er um aö ræöa mikilsverða þjónustu, en jafnframt er þá vert að benda farþegum á, aö hafa I höndum glögga lýsingu á hinum glataða farangri, þar eö þaö myndi flýta málinu. Þess er getiö, að starfsmenn á Keflavikurflugvelli, sem hafa farangursleit meö höndum, telja árangur oft stórkostlegan. Frá Cargolux. Flugfréttir segja frá þvi, að mikil aukning hafi orðiö a vöru- flutningum Cargolux, eöa 22% á fyrstu sex mánuöum þessa árs, miðaö viö sama tima á liönu ári. Þessa gætir ekki hvaö minnst i flutningum til og frá Hong Kong. Cargolux er nú taliö langafkasta- mesti flutningsaöili þangaö og þaðan og flytur aö meöaltali 6-800 lestir á mánúöi. Hong Kong hefur um árabil veriö miöstöö vöruflutninga I lofti frá fjarlægum Austurlöndum. SALA Á SEMENTI DREGST SAMAN I frétt frá Sementsverksmiöju rikisins kemur fram, aö sala á sementi á almennum markaöi fyrstu sjö mánuöi ársins hefur dregizt saman um 7% miöað viö áriö 1975. Arið 1975 var heildar- sala Sementsverksmiöju rikisins á almennum markaði 1/1-31/7 samtals 68.729 t. en á sama timabili i ár aöeins 63.799 t. Sement á almennum markaöi er selt laust og ósekkjaö til steypustöðva i Reykjavik, Sel- fossi, og Ytri-Njarðvik, en sekkjaö til allra annarra. Skipting ofangreinds magns i sekkjað og ósekkjaö er sem hér segir fyrstu 7 mánuöi áranna 1975 Og 1976. 1975 selt laust 31.7471. 46% selt sekkjað 36.9821. 54% 68.7291. 100% 1976 seít laust 28.6311. 45% selt sekkjaö 35.1681. 55% 63.7991. 100% Af þessu má sjá aö sala á sekkjuöu sementi, sem að lang- mestu leyti fer út á land, hefur dregizt saman um 5% I ár miðað við sama tima i fyrra. Þá hefur sala á lausu sementi til steypu- stöðva I Reykjavik og nágrenni minnkaö um tæp 10% milli þess- ara tveggja ára. — gek HM - liðið gegn Belgum Igær var tilkynnt hverjir heföu verið valdir til að leika I Islenzka landsliöinu gegn Belgum næst komandi sunnudag. Sem kunnugt er, er þetta fyrsti leikur okkar I undankeppni Heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu. Eftirtaldir leikmenn voru valdir i liöið: Arni Stefánsson, Sigurður Dagsson, Ólafur Sigurvinnsson, Marteinn GeirsSon, Jóhannes Eðvaldsson, Jón Pétursson, Gisli Torfason, Halldór Björnsson, Guðgeir Leifsson, Asgeir Sigurvinnsson, Ásgeir Eliasson, Ingi Björn Albertsson, Matthias Hallgrimsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Leikurinn á sunnudaginn hefst klukkan 6.15 á Laugardalsvellin- um. jeg. Loks fékk aðveitu- stöðin lóð Loks er séö fyrir endann á aö- veitustöðvarmálinu svonefnda en eins og menn muna snerist þaö einkum um hvar ætti aö reisa væntanlega aöveitustöö Raf- magnsveitna Rikisins. A borgarráösfundi i gær var svo gengið endanlega frá málinu og ieystist þaö þannig aö biskupsem- bættiö féllst á aö barnaheimiliö, sem upphaflega átti aö risa fyrir neöan Barónsstiginn veröur á sömu lóö og væntanleg biskups- stofa. Aöveitustööin margumdeilda veröur reist á lóöinni fyrir neöan Barónsstiginn á milli Heilsu- verndarstöövarinnar og Sund- haUarinnar. Er þess nú aö vænta aö allir geti unað glaöir viö sitt. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.