Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. september 1976 STJÚRNMÁL 5 HVAÐ Mikil alda afbrota og glæpaverka hefur riðið yfir okkar litla samfé- lag að undanförnu. Er svo langt gengið að i þessum efnum, að þeir eru orðnir nokkuð margir, sem telja sig ekki lengur óhulta á götum úti eftir að skyggja tekur á kvöldin. í kjölfar þessa af- brotafaraldurs hefur fylgt mikil umræða um hvort birta eigi nöfn af- brotamanna, og hafa menn eigi verið á einu máli um réttmæti slikra nafnbirtinga. Vissulega hafa þeir mikið til sins máls, sem segja að nafnbirtingar séu nauðsynlegar, þegar grunur geti fallið á alsaklausa menn að öðrum kosti og þar með eyðilagt mannorð þeirra. Atburðir sið- ustu tima sýna það og sanna, að slikar grun- semdir i garð sak- lausra manna er ekki hægt að fyrirbyggja nema birta nöfn hinna seku. Lækning mein- semdarinnar. Þaö er hins vegar alger firra, aö ætla aö birtingar á nöfnum afbrotamanna komi I veg fyrir hvers kyns glæpi og óáran og eyöi þar meö þeirri meinsemd I þjóöarlikamanum. Þaö er svo margt annaö en eöli mannsins sjálfs sem stuölar aö þvi aö. hann veröi smáþjófur eöa stór- glæpamaöur og skal nú vikiö aö fáeinum atriöum sem ég ætla aö ER TIL RÁÐA? flestir séu á ein’u máli um aö megi fara betur. Eins og flestir vita er dóms- kerfiö afar þungt I vöfum og oft biöa mál manna dóms svo vikum eða mánuöum skiptir. Þetta m.a. torveldar lögregl- unni mjög aö hafa hemil á þeim hópi manna sem flokkast undir si'afbrotamenn. Þessir menn brjóta af sér á einhvern hátt, eru teknir og þeim stungið inn i skamman tima. Um leiö og þeir hafa verið sleppt út fyrir fang- elsisdyrnar eru þeir teknir til viö fyrri iðju. Svona getur þetta gengiö viku eftir viku, og hiö eina sem þeir þurfa aö gera milli afbrota er að játa sekt sina, og biöa dóms. En þaö hefur i flestum tilfellum runnið mikiö vatn til sjávar áöur en sá dómur sér dagsins ljós. Fangelsin. Aðbúnaöur sá sem afbrota- menn hér á landi hljóta, er ekkert sem hægt er að hrópa húrra fyrir. Fangelsisrúm og vinnubúöir eru hér af svo skornum skammti, að ekki er hægt að taka þá menn, sem hafa af einhverjum orsökum veriö dæmdir til refeivistar, nema eftir dúk og disk. Verður þvi að „salta” menn þar til röðin er komin aö þeim aö sitja af sér dóminn. Gefur auga leiö að slfkt fyrirkomulag bætir ekki eöa auöveldar þeim sem allir eru af vilja geröir aö snúa frá villu sins vegar. Auk þessa er þaö húsnæöi, sem ætlað er til þessara hluta, oftheldur napurlegt, ogmá ætla aö mörgu ungmenninu, sem er aö afplána sina fyrstu refsingu, renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar klefadyrnar skella aftur. Allir á sama staðinn. En það,sem hér hefur veriö drepiö á, er þó smámunir samanboriö við þá staöreynd, að þeir sem hafa verið dæmdir til refeivistar eru allir sendir á Hvað er til ráða? einn og sama staöinn. Það skiptir engu máli hvortum er aö ræða óharönaöa unglinga eöa gamla glæpajaxla, smáþjófa eðamoröingja, öllum er sankaö saman á einn staö. Þaö má nærri geta hvaöa áhrif slikur „félagsskapur” kann að hafa á ómótuö ung- menni sem lenda bak viö lás og slá i fyrsta sinn. Fæstir láta sér detta i hug að þau frelsist af vistinni einni saman. Þetta fólk snýr þvi siður frá villu sins vegar, ef birt hafa verið nöfn þess og helzt myndir, til aö meðborgararnir geti varað sig á illfyglunum. I til- fellum sem þessum gera slikar aðgeröir aöeins illt verra. Þaö er nógu erfitt fyrir þá sem einu sinni hafa komizt i kast við lögin aö veröa sér úti um vinnu og þá jafnframt aö vinna traust meö- borgaranna á nýjan leik, þó nöfn þeirra hafi ekki verið birt i fjölmiðlum og þeir úthrópaöir sem óalandi og óferjandi. En hvað má þá veröa til aö koma i veg fyrir glæpaverk, sem þegar hafa verið unniö á siðustu mánuöum. Sjálfsagt er ekki til nein augnabliksiausn á þeim vanda. En skyldi það ekki geta hjálpaö, ef þegar i upphafi væri leitazt við að leysa þau vanda- mál sem þessir vesalings menn og konur eiga viö aö striöa, i stað þess aö hola þeim öllum á einn stað eins og grisum i stiu. Þaö er stundum sagt aö enginn sé fæddur algóöur — en þaö er enginn alvondur heldur. Það ætti þvi að leggja rika áherzluá,aðreyna aðhjálpaaf- brotamönnum með öllum til- tækum ráöum, áöur en þeir eru afskrifaöir sem manneskjur. Eg ætlast þó ekki til aö orö min séu skilin svo að sleppa eigi öllum nafnbirtingum og refs- ingum, síður en svo. En þaö veröa allir aö fá sin tækifæri, ekki sizt þeir sem minnst mega sin og hafa eina „stóra” bak við sig til að kippa i spottann. Og vitaskuld verður aö draga skýr mörk milli þess hvenær beri að birta nöfn afbrotamanna og hvenær eigi aö láta þaö ógert. Nafnbirtingar mega aldrei verða matsatriði, þvi þá er hætt við aö sá kunnings- og kliku- skapur sem viö þekk jum svo vel yröu skynseminni yfirsterkari. Jóhanna S. Sigþorsdottir Kjánaháttur og kokhreysti Flas gerir ekki flýti Kalla má, aö þaö sé aö bera i bakkafullan læk, aö minnast á hiö þráttnefnda Kröfluæfintýri frekar en oröiö er. En meö þvi aö þaðan er sifellt eitthvaö aö fréttast, þó ekki séu þær firéttir allar geöfelldar, má það vera nokkur afsökun. Stundum ber svo viö, aö Is- lendingar kjósa sér það hlut- skipti, aö bera sig að vera frum- legir. Og liklega hefur sá þáttur ekki komið ljósar fram i öðru en tilburöunum viö þessa einstæöu orkuöflun. Þó aö þvi sé sleppt, að stofnanir, sem aö henni standa virðast vera mjög svo ó- sammála, jafnvel um grund- vallaratriöi, er þaö ekki nýtt fyrirbæri á landi hér. Eftir stendur samt ýmislegt, sem vekja má furöu. Jarögufu- virkjanir eru vissulega ekki ó- þekkt fyrirbæri hér og þar um heimsbyggöina. En þessi fyrir- hugaöa virkjun hefur um þaö nokkra sérstöðu. Aðrar þjóöir, sem virkjaöhafa jaTÖgufu, hafa taliö þaö meö öllu frumskilyröi, að orkan, sem virkja átti væri fyrir hendi i sýnilegri mynd, áð- ur en hafizt var handa um að beizla hana. öllum sæmilega vitibomum mönnum mætti sýn- ast aö slikt væri hyggilegt. Þvi miður stendur þetta dæmi ekki svo vel viö Kröflu. Þrátt fyrir það, að þegar hafa veriö boraö- ar sex holur I iöur jaröar og meö ærnum tilkostnaöi, er árangur- inn næsta magur. Raunar hefur tekizt aö fram- leiða einn hver, sem er alls ónothæfur til virkjunar — þriðja „vltiö” á þessu svæði — og viö þaö situr enn. Hvort betur gengur meö þær borholur — sjöundu og áttundu — sem nú eru á döfinni, veröur framtiöin aö skera úr um. Bent var á þaö hér i blaðinu um þaö leyti, sem allt irafáriö var aðhefjast, að jaröfræöingar teldu þess fulla þörf annarsstaö- ar, að láta borholur blása og jafna sig i eitt til eitt og hálft ár, áöur en hafizt væri handa um virkjunina sjálfa. Jón Jónsson, jaröfræðingur, hefur nýlega stabfest þetta i blaöagrein, og veröur þvi naumastsagt, aöhér sé á feröinni neitt, sem kalla má aö vera vitur eftirá. Þaö er vit- anlega ekki á færi neinna hvers- dagsmanna, aö reikna út, hvaö felst i öllu þvi orðagjálfri, sem milli t.d. Orkustofnunar og Kröflunefndar fer og hefur farið um vinnubrögöin, sem viöhöfö hafa verið. Þar ber hver af sér. Um hitt verður vist ekki villzt, aö hér hefur Kröflunefndin ráð- ið ferðinni. Telja verður til sérstakra ó- happa, að jarðeldur skyldi brjótast út á þessu svæði, og ekki um enda gert hvort fram- hald verður þar á, þó margt bendi til að svo veröi. En tals- verða furðu má vekja um viö- brögöin viö þeirri hættu. Vis- indamenn okkar I jarðfræði og jaröeðlisfræöi, sem nærhendis hafa veriö, hafa bent á, aö elds- umbrot geti hafizt með litlum fyrirvara, og allt eins i stöðvar- byggingunni sjálfri eða rétt viö hana. Samt er látiö viö þaö sitja, aö hrúga saman verðmætum — milljarða virði — sem engar lik- ur eru á aö nota þurfi innan tveggja til þriggja ára! En Kröflunefnd þykist nú ekki aldeilis varbúin, þó svo færi aö eldur brytist þarna út. Nýjasta tilkynning þeirra Sólness og Co., er að allt sé tryggt i bak og fyr-. ir! Sérstaka athygli má vekja, aö þar er tilnefndur Viðlagasjóður, sem nýstofnaöurer og þvi næsta félitill, að vonum. Honum er ætlað að bæta spjöll af náttúru- hamförum, þar á meöal af jarö- eldum. Hvað sem þvi liöur, og hvaö sem þvi liöur aö þjóöin öll baktryggi Viölagasjóð, virðist takmörkuð skynsemi i aö stofna til tjóns á verðmætum, sem enn- þá eiga ekkert erindi á þann vettvang, sem þar nú eru á. Allir mega vita, aö Viölaga- sjóöur er samt sem áöur ekki neinn eilifðarsjóður, og hætt viö, aö grunnt verbi oröið I kassan- um þegar búiö er aö herja út úr honum nokkrar milljónir til þessaö byggja varnargarða, og greiöa verðmætatjóniö viö Kröflu ef illa fer. Þaö hefur lika láðst að tryggja þjóöina fyrir þvi, sem mest þörf hefði þó ver- ið — fyrir flasi og heimskupör- um ráðamanna i þessum mál- um. Spurning er einnig, hvort það væri ekki þarflegasta bygging varnargarðs, sem reistur yröi utanum þessa „Pamfila”, enda yrði hann nægilega hár og traustur, til þess að forða lands- mönnum frá framhaldsafglöp- um þeirra. Við þaö myndi Viö- lagasjóður án efa ráða, fjár- hagslega! Kokhreysti Jóns Sólness, þeg- ar hann lýsti þvi yfir i áheyrn landsmanna, að hann tæki á sig ábyrgð næstu 100 árin af fram- kvæmdum viö þetta sérstæða orkuver, var vissulega athyglis- verö. Spumingin er svo hversu mik- ils viröi sú ábyrgðer I ljþsi þess sem á undan er gengið. En úr þvi veröur framtiðin að skera. Oddur A. Sigurjónsson í HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.