Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI Miðvikudagur 1. september 1976 MsSm* 1. Hver er maðurinn? 2. Hver urðu úrslit i leik Breiðabliks og Fram sem leikinn var á sunnudag? 3. A mánudag var afhjúpaður á Seyöisfirði minnisvarði um merkt fslenzkt tónskáld, hvaða tónskáld var það? 4. Hvað eru taldir margir ibú- ar í Nepal? 5. Hvað heita umsjónarmenn útvarpsþáttarins Þistlar? 6. Nýlega færði styrktarfélag Sjúkrahúss Keflavikurlæknis- héraðs sjúkrahúsinu gjöf, hver var sú gjöf? 7. Hvernig eiga góðir skaft- pottar að vera? 8. Hvaða apótek annast kvöld og næturvörzlu þessa viku? 9. Hvaö heitir sjávarútvegs- ráðherrra Noregs? 10. Hver hefur hug á að smiða 40-50 tonna fiskibát á Skaga- strönd ? FRETTA- GETRAUN fiátan ■ 4 % 3 BIM A B C E D I s E F S I Q Svör •aeuossnupT jepunuiQno QojseQ[uisedi>(s '01 aiioe puiAig 6 •5(ajodE saujeðneq 80 iptpde sjipgui 'g •>lip[ui uins nuia inga ‘qia euuajq ijaqqa ejpi ‘e||aq ’ Qe naAQne bjoa qb p uiia<l jn ‘neqs Qejgueuia -eijq ejeq ‘upfu §o jujet eujn| :qb eSja jeuodjjeqs JiQpO 'L •QjoqjeQjnqs -9 •uosspimui -Qno JPW JEU13 ‘uosspunuiQno J9PIIBH ‘uossjoqx JnjipujQ S ■jiupfiQui zi t •uossnjpo ‘x iSui •£ •nguo u3að umqjoui jnUIOJlf Q3UI uuea uiejj ‘z •jnQjpASQjefiQpfif 3o jnjsajd uossqjjja 'f jnqjjia 'I RÖLUR Eru leikvellirnir hafðir eins og börn vilja hafa þá? Hópur visindamanna i Englandi tók að sér að kanna þetta, og séu ensk börn ekki öðruvisi en önnur börn, gæti verið áhugavert að aðgæta málið. Fyrst og fremst sýna rann- sóknirnar, að hætta er á að börnin sæki ekki leikvellina, ef leikþörf barna undir tólf ára aldri er ekki fullnægt. Þá leita þau frá öryggi leikvallarins út á hættulegri staöi, svo sem götur og byggingar, en þar verða slys oft. Kannaðar voru aðstæöur I London, Manchester, Scheffield og Skelmersdale, og það kom I ljós að börn eru hrifnust af rólum og rennibrautum. Sum börn hafa gaman af klifur- — EKKI HRINGEKJUR Sama máli gegnir um ruggu- hesta, sem allir kannast vist við. Vandamáliö i Englandi er það, að flestslysin verða I rólum eða rennibrautum. Ensku visindamennirnir mæla þess vegna með þvi, að það séu hafðar rólur og rennibrautir á leikvöllum, en að þær séu hafðar þannig, að slysahættan minnki að mun. Það er t.d. hægt með þvi að hafa undirstöðuna mýkri. Þessi vandamál eru ekki á starfsvöllunum. Lafði Allen of Hurtwood, sem kom þessari snjöllu hugmynd C.Th. Sören- sens og John Bertelsens á fram- færi I Englandi og mörgum öðrum löndum, lést nýlega 78 ára að aldri. FASTA LÆKNAR OFFITU AÐEINS UM STUNDARSAKIR Eftir þvi sem prófessor Hans Dit schuneit frá Ulm sagði á þýska læknaþinginu i Wies- baden, er fasta enn besta leiöin til að léttast. • Prófessor Ditschuneit sagöi frá sex hundruð sjúklingum, sem föstuðu undir lækniseftirliti heima eða á sjúkrahúsi. Þessir sjúklingar, sem þjáðust af offitu, léttust yfirleitt um tólf kiló á fjórum vikum. Karlmennirnir léttust meira en konurnar. Sjúklingar, sem föstuðu heima léttust meira en þeir, sem voru á sjúkrahúsi. Yfirleitt léttust sjúklingarnir um 350 grömm á dag. Þeir voru látnir drekka þrjá litra af vatni á dag og hlaupa allt að tiu kiló- metrum daglega. Prófessor Ditschuneit sagði, að algjör fasta undir lækniseftirliti ,, væri hættulaus og mjög áhrifarik,” nema ef um alvarleg veikindi er að ræða. Sjúklingarnir komu i eftirlit fimmtán mánuðum siðar. Aöeins 3% höfðu haft varanlegt gagn af meðferðinni, helmingur sjúklinganna hafði þyngst aftur og 20% voru þyngri en áður. Læknar og starfsfólk sjúkra- húsanna ætlu ekkí að reykja Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna birti á sið- asta ári álit sérfræðinganefndar um skaðsemi tóbaksreykinga. Þar er visað til margra rann- sókna, er sýna að reykingar eru mikilvægur orsakaþáttur lungna- krabba, langvinnra lungnasjúk- dóma, kransæðasjúkdóma og æöaþrengsla, , auk þess sem tóbaksreykingar hafa ýmis önnur heilsuspillandi áhrif. Rétt þykir að benda á ráðlegg- ingar nefndarinnar til heil- brigðisstétta, sem „ættu að gera sérljóst mikilvægi þess að vinna gegn reykingum meðal annars með þvi' að reykja ekki”. A aðalfundi Læknafélags Is- lands 1975 var samþykkt tillaga frá Bjarna Bjarnasyni, lækni, sem nú er látinn, en B jarni var öt- ull baráttumaður gegn reyking- um og einn af forystumönnum Krabbameinsfélagsins frá stofn- un þess. 1 tillögunni er skorað á ýmsa aðila, sem geta haft áhrif meö fordæmi sinu, að ihuga á- byrgi sina hvað reykingar varö- ar. Stjórn L.l. vill meö bréfi þessu koma þessari áskorun á fram- færi. Tillagan hljóðar svo: „Vegna hins geigvænlega heilsutjóns, sem tóbaksreykingar valda, skorar aðalfundur lækna- félags Islands á: — lækna, að reykja ekki, — stjórnir og starfsmannaráð sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana að reyna að draga úr reykingum starfsfólks á vinnustað, — kennara að reykja ekki f skól- um eða á umráðasvæði þeirra, — foreldra að íhuga ábyrgðina gagnvart börnum sinum og vernda þau gegn reykingahætt- unni með þvi að reykja ekki sjálf, — stjórnendur og starfsfólk sjón- varpsins, að hlutast til um að þeir, sem þar koma fram reyki ekkimeðan á útsendingustendur. Fréttatilkynning frá Læknafélagi tslands. FRAMHALDSSAGA Komdu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir ,,En sætt,” sagði Sara ófyrir- leitnislega. „En ég er viss um, að hún var fegin að sleppa. Hver ætli taki ekki glæsilegan íra fram yfir leiðinlegan pabba?” „Kannski ungi maðurinn hafi reynt að biðla til hennar á réttan og hefðbundin hátt,” sagði Ruth og reyndi að lita raunsæjum aug- um á málið, orð Söru um for- dómanahöfðu stungiö hana dálit- ið. „OgDouglasshefurálitiðhann óhæfan sem eiginmann.” „Auðvitað,” sagði Pat. „Hann var kaþólskur.” .Jfvernig veistu —ó, þetta meö að tæla hana frá trú sinni. Og þetta er irskt nafn, auðvitað...” „Kaþólskur og sjálfstæðismað- ur,” sagði Pat. „Campbell var afturhaldssamur mótmælandi og konungssinni. Hún heföi ekki get- að valið sér óheppilegra manns- efni.” „Þú fullyrðir útibláinn,” sagði Bruce hæðnislega. „Mér finnst þetta góð rök- semdafærsla,” sagði Ruth, sem varað reyna að halda friöinn. Pat hafði roðnað aftur. „Allt I lagi, allt I lagi,” muldraði Bruce. „Er ykkur sama, þó að...” „Hvað var Doyle að gera i Georgetown?” sagði Sara. „Voru einhver átök hérna?” „Hér hlýtur að hafa veriö her- deild til að gætu bresku fanganna,”sagði Pat. „Hann hef- ur kannski verið yfir henni.” „Við skulum fletta honum upp i herskjölum,” sagði Ruth. „Svo vitum viö ekkert, hvaðan hann var. Kannski hann hafi farlö með Ammi heim til sin.” „ICamden, New Jersey,” sagði Pat viðutan. Hann hrukkaði ennið eins og eitthvað nýtt og óþægilegt angraði hann. „Stóð það lika I blöðunum?” spurði Bruce. Hann var grafkyrr og augu hans virtust elta augu Pats að læstum dyrunum. Pat svaraði engu. Bruce gekk varlega til hans. „Pat, ég veit ekki, hvað timan- um liður, en heldurðu að við gæt- um farið að leggja af staö núna? Það er orðið framorðið.” „Jú, jú,” sagði Pat. „Það er leiðindaveður. Það byrjaði að rigna.þegar ég fór frá Wisconsin, og vindhraðinn eykst.” Orðin voru hversdagsleg og þvi ástæöulaustað ótti vaknaði I huga Ruthar. Þegar hún kom upp stig- ann, stundi hún. Það var ekki orðið dimmt, en rökkvað. Hún hljóð að skápnum á ganginum, en þar geymdu þær kápurnar sinar, og kallaði á Söru. Bruce var þriðji upp stigapn og jafnákafur að komast burtu og Ruth. Pat, sem hélt á frakkanum sinum, elti þau. Ruth fannst hann óvenju hljóður og áleit að það væri vegna þess, hve dauflega þau tóku fréttunum. Hún ákvað að bæta honum það upp, þegar þau kæmu heim til hans. A örugg- an stað. öruggan... Ekki voru þau það hér. Hún heyrði húsið næstum suða eins og rafmagnstæki sem stungið hefur verið i samband og er að hlaða sig... „Biddu,” sagði Pat, þegar Bruce tók frakkann sinn. „Hvar er hundurinn?” KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Slini 74200 — 74201 & %% (D P0STSENDUM TROLOFUNflRHRINGA leifeson WjB InnsnUrgi j&inil 19 209 Dúnn Síðumúla 23 /íffll 94200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst alla málningarvinnu úti og inni — gerum upp gömul húsgögn >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.