Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1
í BLAÐINU í DAG Filma í framköllun Marga fýsir eflaust aö vita hverja með- höndlun filmur fá hjá framköllunarstof- um. Blaðamaður og ljósmyndari Alþýðu- blaðsins brugðu sér á eina slika fram köllunarstofu fyrir skömmu og árangur inn af þeirri heimsókn birtist hér i blað inu. Sjá opnu FRÉTTIR Búverðshækkun frestað Hinn fyrsta september átti að taka gildi hækkun búvöruverðs. Af þeirri hækkun varð þó ekki vegna þess að 6 manna nefndin gat ekki komið sér saman um ein- stök atriði hennar. Málið er nú i höndum sáttasemjara, en ef samkomulag næst ekki verður þvi visað til yfirnefndar. Sjá baksíðu otlOnd Þingkosningar í Svíþjóð Hinn 19. september næstkomandi verða haldnar þingkosningar i Sviþjóð. Barátt- an stendur milli stjórnar jafnaðarmanna studdri af kommúnistum, annars vegar og borgaraflokkanna hins vegar. Helzta tromp Olofs Palmes forsætisráðherra i kosningunum er gott efnahagsástand i Sviþjóð. Sjá bls. 4 A li.LJgea>* Frjáls útvarpsrekstur „Frjáls” útvarpsrekstur er eitt þeirra mála sem mikið hafa verið rædd undan- farið, bæði i útvarpi og blöðum. Svo sem eðlilegt er, sýnist sitt hverjum. Margir halda þvi fram að „frjáls” útvarpsstöð muni koma að miklu gagni og ekki sé van- þörf á að hressa örlitið upp á það dag- skrárefni sem hlustendum er boðið upp á. Vafasöm lögmál Morgunblaðið hefur lýst þvi yfir að full atvinna landsmanna hafi verið látin ganga fyrir ráðstöfunum til þess að lækka verðbólguna. t augum Morgunblaðs- manna virðist það vera óvéfengjanlegt náttúrulögmál að verðbólga og full at- vinna fari saman, en hvernig vilja þeir þá skýra hagstjórn jafnaðarmanna i Sviþjóð, Noregi og Austurriki. Sjá bls. 2 Rætt um sölu á 60 þúsund tunnum af síld til Sovét Síldveiðar í reknet hófust fyrir nokkrum dög- um og hafa gengið vel. Allflestir Hornaf jarðar- bátar stunda þessar veiðar og söltun er í fullum gangi á Höfn. Yfirnefnd Verðlagsráös sjávarútvegsins fjallar nú um sildarverðið. Nefndin hélt fund i fyrradag og annar fundur var boðaður síðdegis i gær. 1 samtali við Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóra L.Í.U. kom fram, að sjómenn og útgerðar- menn leggja áherzlu á verð- ákvörðun strax. Sagði Kristján að verð yrði að ákveða þegar veiðar væru hafnar og vonaðist hann til að verðið lægi fyrir um helgina. Aðalsildveiðin hefst eltki fyrr en 25. september þegar leyft verður að veiða i i hringnót. Er þvi liklegt að núna verði ákveðið eitthvað verð til bráðabirgða, enda ekki búið að ganga frá samningum um sölu á saltsfld til annarra landa. Alþýðubiaðinu er kunnugt um, að samningaumleitanir um sölu hafa staðið yfir i hinum ýmsu markaðsiöndum. Lokaviðræður varðandi sölu til Sovétrikjanna hefjast i Moskvu þann 13. september. Magnið sem rætt hef- ur verið um að selja þangað mun vera um 60 þúsund tunnur, enda eru Sovétrikin stærsta markaðs- land saltsfldar. —SG j GÓÐ SKIPTI „Nú er komið hrimkalt haust/ horfin sumarbliða” — segir i visunni, en öðru visi ber það þó að hjá okkur að þessu sinni. Nú er horfin hrimköld veðrátta rign- ingarsumars, en allt útlit fyrir að bliðviðri ætli að setja svip sinn á haustið. Við þreytumst seint á þvi að mynda það fólk, sem notar veður- bliðuna til að sýna sig og sjá aðra, rekast á kunnuga og rabba saman. Þessa mynd tók — JEG i miðborginni i svölu en mildu sið- degi i septemberbyrjun. Morðmálið: Taskan ófundin Lögreglumenn voru i gær enn að leita eftir töskunni sem Ásgeir Ingólfsson fleygði á öskuhagana. I þessari tösku voru ýmsir hlutir m.a. lykillinn að ibúðinni i Miklu- braut 26, bareflið og hanzkar sem Ásgeri hafði á höndum þegar hann fór inn i ibúðina. Mjög erfitt er að leita á haugun- um, enda koma þarna mörg tonn af sorpi á dag og jarðýta jafnar það út. Rannsóknarlögreglan leggur talsvert upp úr þvi að finna töskuna, en segja má að þetta sé eins og að leita að nál i heystakk. Siðdegis i gær var taskan enn ófundin. —SG - ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.