Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL / FRÉTTIR Föstudagur 3. septem ber 1976 í!BS- alþýöu' blaöið Otgcfandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri |,og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúia 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Biaðaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur I lausasölu. Ótíðindi frá Indlandi Skuggaleg tiðindi berast frá Indlandi, þar sem Kon- gressflokkurinn undir forustu Indiru Gandhi gengst nú fyrir stjórnarskrárbreytingu, sem enn mun auka völd forsætisráðherrans og festa í sessi þá einræðis- stjórn, sem nú hefur leyst af hólmi lýðræðið. Eftir valdarán Indiru Gandhi var í fyrstu gefið í skyn, að það væri sprottið af illri nauðsyn og mundi ekki standa lengi. Reynslan sýnir þvert á móti, að harðstjórn hef ur verið aukin jaf nt og þétt, og Indland, sem einu sinni var talíð fjölmennasta lýðræðisríki veraldar, er ekki lengur í þeim f lokki.Mikið má vera, ef faðir forsætisráðherrans, Jawaharlal Nehru, snýr sér ekki við í gröfinni, er dóttir hahs gerist einvaldur og kollveltir því stjórnarfari lýðræðislegs sósíalisma, sem Nehru vann að. Rikisstjórn Indlands hefur undanfarin misseri beitt öllum illræmdustu stjórnaraðferðum einræðisríkja, svo sem ritskoðun og fangelsunum andstæðinga sinna i stórum stíl. Meðal þeirra þúsunda pólitískra fanga, sem varpað hefur verið í dýflissur, eru allir helztu foringjar jafnaðarmanna á Indlandi, og fjöldamargir aðrir. Hinn f rjálsi heimur verður að mótmæla harðlega og halda uppi þrýstingi á Kongressf lokkinn í þeirri von, að hann sjái sig um hönd og snúi aftur af þessari óheillabraut. Vafasöm lögmál 1 hvert sinn sem Alþýðublaðið gagnrýnir ríkis- stjórnina fyrir hina slælegu frammistöðu hennar í baráttunniviðdýrtíðina, svarar Morgunblaðið því til, að hér á landi haf i f ull atvinna verið látin qanqa fyrir ráðstöfunum til að lækka verðbóguna. Hins vegar hafi jafnaðarmenn, sem stjórna Danmörku, Vestur- Þýzkalandi og Bretlandi, látið mikið atvinnuleysi ganga yfir lönd sin til þess að halda verðbólgu niðri. Það er alkunn hagf ræðileg kenning, að verðbólga og full atvinna fari saman, en harkalegar aðgerðir gegn verðbólgu hljóti að leiða til atvinnuieysis. Eru til dæmi, sem bent er á þessu til sönnunar. Þess ber þó að gæta, að hagfræðileg lögmál, sem f jalla um mannleg viðbrögð við ýmsum þjóðfélagsað- stæðum, geta verið harla fallvölt. Efnahagskerfi nútímarikja eru orðin svo flókin, að einfaldar regiur eins og sú sem hér var nefnd, standast ekki alltaf. Morgunblaðið forðast að minnast á stjórn jaf naðar- manna í Noregi, Svíþjóð og Austurríki þar sem tekizt hef ur betur en í f lestum öðrum ríkjum að sigla fram- hjá kreppunni undanfarin ár, verðbólgu hefur verið haldið innan viðráðanlegra marka og atvinnuleysi er sáralítið. Af hverju nefnir Morgunblaðið þetta ekki, þegar það er að f ræða lesendur sína á hagstjórn jafn- aðarmanna í Vestur-Evrópu? Efnahagsvandamál Danmerkur og Bretlands eru miklu dýpri en svo, að hið einfalda hagfræðilögmál fái þar staðizt. Þrátt fyrir atvinnuleysi tókst þessum þjóðum aldrei að hemja verðbólguna og hún fór yfir 25% í Bretlandi, sem þótti ægilegt — er þó ekki 55% eins og hér varð, heldur áþekkt því, sem enn er hér. Og haldi Morgunblaðið, að ekki sé verðbólga í Danmörku nú, gæti það tekið upp símann og spurt einhvern í Kaupmannahöfn. Þjóðverjar hafa valið að senda ekki heim mörg hundruð þúsund erlenda verkamenn, og treysta því að þeir komist yfir versta atvinnuleysið á skömmum tíma. Annars væri fróðlegt að fá að vita nákvæmlega, hvaða aðgerðir ríkisstjórnin hefur neitað sér um að gera gegn verðbólgu til þess að halda við atvinnu. Var þar um visvitandi ákvörðun og stef numörkun að ræða — eða er gripið til atvinnuheppninnar eftirá til að stjórnin hafi þó einhverja rós í hnappagatinu? Frá aðalfundi S.B. Stór hætta á stöðvun framkvæmda í landbúnaði - vegna óhagstæðra stofnlána Nýlokiö er aðalfundi Stéttarsambands bænda, en hann var haldinn að Bifröst í Borgarfirði. i upphafi fundar flutti Gunnar Guðbjartsson skýrslu stjórnar og ræddi þróun landbúnaðarins á siðastliðnu ári. Ræddi hann m.a. lánamál bænda og sagði að stórhætta væri éstöðvunframkvæmda í landbúnaði með þeim reglum sem lánað er eftir hjá Stofnlánadeild. Kæmi þetta einkum illa við þau byggðalög sem dregizt hafa aftur úr. bá fór Gunnar nokkrum orðum um þann mismun sem er á aðflutningsgjöldum og sölu- skatti á vélum landbúnaðarins annars vegar og hins vegar til sjávarútvegs og iðnaðar, en þessir tveir atvinnuvegir njóta mun hagstæðari kjara en land- búnaðurinn við vélakaup. í ræðu Gunnars kom m.a. fram að afkoma bænda hafi veriðlakariá árinu 1975 en 1974. Bæði var það, að skilaverð afurða varð lægra en átti að vera samkvæmt verðlagningu og verðþensla var ör svo að verðlagning fylgdi ekki verð- þenslunni. Er þvi augljóst að enn má gera ráð fyrir að fram komi hlutfallsleg lækkun á tekj- um bænda á móti tekjum við- miðunnarstéttanna og einnig að sá munur eigi eftir að vaxa verulega. óviðunandi ástand. Á aðalfundinum voru lánamál landbúnaðarins tekin til umræðu og voru fundarmenn á einu máli um að óviðunandi ástand rikti i þeim efnum. Gerir fundurinn kröfu til að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur þar á nú þegar. Var einkum lögð áherzla á úrbætur varðandi stofnlán, afurðalán og rekstrar- lán. Voru m.a. eftirfarandi á- lyktanir gerðar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 átelur stjórnvöld og Framkvæmdastofnun rikisins fyrir að hafa ekki útvegað Stofnlánadeild landbúnaðarins nægilegt fjármagn á viðráðan- legum kjörum s.l. 2 ár. Aukinn fjármagnskostnaður i landbún- aði eykur mjög tekjumun bænda, sem er þó nægur fyrir. Fundurinn bendir á, að stjórnvöld nágrannaþjóða okk- ar hafa tekiö þá stefnu að veita ódýrt fjármagn til landbúnaðar i löndum sinum og hvetur til slikrar stefnu i landbúnaði. Fundurinn telur það ótvirætt verkefni Byggðasjóðs að veita viðbótarlán til fjárfestinga i landbúnaði meðal annars til jarðakaupa, bústofnskaupa, vélakaupa og byggingarfram- kvæmda. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 skorar á stjórnvöld að veita nú þegar viðbótarfram- lag til Búnaðardeildar Bjarg- ráðasjóðs, svo að henni verði gert kleyft að sinna þvi hlut- verki, sem biður hennar lögum samkvæmt á komandi hausti vegna hinna miklu óþurrka, serrgengið hafa yfir stóran hluta landsins nú tvö sumur i röð. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að sjóðurinn verði efldur og bendir I þvi sambandi á eftirfarandi. Framl ■ sveitarfélaga hefur staðið ó- breytt að krónutölu undanfarin ár. Fundurinn leggur þvi til, að framlagið verði hækkað til sam- sæmis við verðlagsþróun undanfarinna ára og fylgi siðan á hverjum tima kaupgjaldi i landinu. 1 öðru lagi verði gjald af búvörum bænda hækkað úr 0,25% i 0,30%. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 beinir þvi til stjórn- ar Stéttarsambandsins, að hún láti fara fram athugun á þörfum bænda til að breyta lausaskuld- um i föst lán og beiti sér siðan fyrir þvi að sett veröi löggjöf um slikar skuldabreytingar, telji hún þess þörf. Þá voru verölagsmál tekin til umræðu og lögöu fundarmenn áherzlu á, að auka alla söfnun gagna varðandi alla þætti verö- lagningar landbúnaðarvara. Heimilaði fundurinn stjórn sambandsins að verja fé svo sem þurfa þykir til slikrar gagnasöfnunar. Minnkandi m jólkurf ramleiðsla. A aðalfundinum kom enn fremur fram að bændur hafa á sl. árum fjarlægzt mjólkur- framleiðslu. Hefur þessi þróun verið áberandi undanfarin ár og bendir allt til þess að framhald verði þar á. Undanfarna vetur hefir orðið að flytja mjólk og rjóma i vaxandi mæli með miklum kostnaði norðan úr landi til neyzlustaða sunnan- og vestanlands. Fundurinn beinir þvi til Framleiðsluráðs, hvort réttmætt kynni að vera að hækka hlutfallslega meira verð á mjólk en á öðrum vörum, til aö hamla á móti þessari þróun. Einnig telur fundurinn nauðsyn- legt, að Framleiðsluráð fái lagaheimild til að greiða hærra verð fyrir mjólk á sölusvæðum þar, sem árstiðabundinn skort- ur er á mjólk til neyzlu og fram- leiðsluskilyrði erfið, enda fáist fjármagn til þess. Það er stað- reynd, að mjólkurframleiðsla er mjög bindandi og óvinsæl af þeim sökum og þvi nauðsynlegt, að þeir, sem þá atvinnugrein stunda, beri ekki minna úr bit- um fyrir vinnu sina en aðrir bú- vöruframleiðendur. Að siðustu var fjallað um framleiðslumál og voru fundar- menn sammála um, að hin fornu hlunnindi bújarða, s.s. æðarvarp, hrognkelsi og sel- veiöi væru nú viða i hættu vegna ört vaxandi netalagna upp við land. Skorar fundurinn þvi að Stéttasamband bænda að vinna aö Lögverndun þessara hlunn- inda með auknum takmörkun- um á netalögnum eða á annan hátt, þar sem nýting heima- manna getur ráðið úrslitum um búsetu i vissum byggðalögum. —JSS m 'A® M VS. :kí\ '9 Umboðsmaður: Helgi Sigurlásson, Brimhólabraut 5, sími 98-1819 Útsölust: Kráin, Kirkjuvegi Kráin, Bogaslóð Tótaturn Friðarhafnarskýli Vestmanna- ey'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.