Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. september 1976 bÍaSld1 19. september nk. verða kosningar í Svíþjóð og verður Ijósara eftir því sem nær dregur kjördegi, að baráttan milli jafnaöar- mannastjórnar Palmes og borgaraf lokkanna verður geysihörð. Spurningin sem nú brennur á allra vörum þar í landi er þessi: Tekst ja f naðarmannastjórninni/ studdri af kommúnistum (VPK) að halda velli, eða heppnast Miðflokknum, „Alþýðu"f lokknum og Hægfara sameiningar- flokknum (Moderata Samlingspartiet — gamli Hægri f lokkurinn með nýju nafni) að tryggja sér borgaralegan meirihluta á sænska ríkisþinginu? Eftir siðustu kosningar, áriö 1973, kom upp þaö ástand á þinginu, að stjórn og stjórnarand- staða höfðu sama þingmanna- fjölda 175-175. Þetta hefur gert það að verkum að oröið hefur undir nokkrum kringumstæðum að varpa hlutkesti um ákveðin mál og jafnvel hafa ný lög verið ákveöin með þvi að draga um þaö hvort þau hlytu samþykki eða ekki. Og jafnvel þótt þetta fyrir- komulag hafi gengiö þolanlega hjá þessum nágrönnum okkar siðustu þrjú árin, virðast þeir ekki hafa hugsað sér að svona ástand gæti skapazt aftur þvl nú hefur þingmannatölu verið breytt i 349 úr 350. Stærðfræðin Menn velta þessa dagana mikið vöngum i Sviþjóö um úrslit komandi kosninga. Það er ljóst, að borgaraöflin fá meirihluta á rikisþinginu ef þeir flokkar þrlr fá samtals 48.5 af hundraði at- kvæöa. Fái hins vegar jafnaðar- menn og kommúnistar samanlagt 48,5 prósent, er Palme öruggur sem forsætisráðherra næstu þrjú ár til viðbótar. Fái VPK 4,1 prósent verða jafnaðarmenn aö útvega að minnsta kosti 44,5 prósent I púkkið. Ef hins vegar VPK fá 4,5 af hundraði nægja jafnaðarmönnum 44,1 prósent. Thorbjörn Faldin: Passið ykkur á miðstjórnar- valdi, skrifræði og þverrandi lýðræði sósialísks stjórnarfars. Dregur að þingkosningum í Svíþjóð: Þetta er stæröfræöilega hliðin á vangaveltunum I stuttu máli. Á venjulegu mæltu máli þýðir þetta að ef kommúnistar fá það atkvæðamagn sem búizt er við á Norrlandi, þá veröur þaö það lóð sem skapar stjórn Palmes aö minnsta kosti eins atkvæðis meirihiuta. Kommúnistahræðslan Sænsku kosningarnar nú eru I raun kosningar um stjórnmála- kerfi. Þær snúast um sóslalisma eöa ekki sósialisma. Meö öðrum orðum eru þær kosningar milli hugmyndafræðilegra fylkinga. Hinir þrlr leiðtogar borgara- flokkanna, Thorbjörn Faldin frá Miöflokknum, Per Ahlmark hjá ,,Alþýðu”flokknum og Gösta Bohman frá Hægfara sameiningarflokknum, hafa nú meö samstilltu átaki kallað fram þjóðnýtingardrauginn. Og i Sviþjóö er þegar fyrir „kommúnistahræösla” sem gæti á skömmum tima tekið á sig sams konar mynd og sú sem herjar Bandarikin og hefur gert undanfarna áratugi. Kosningarnar snúast sem sagt um hugmyndafræði, en þær snúast einnig um jaröbundna stefnu I efnahagsmálum. Og það er einmitt efnahagsstefnan sem er helzta tromp jafnaöarmanna I Efnahagsmálin eru helzta tromp Palmes þessum þingkosningum. Stjórn Palmes hefur tekizt að halda Sviþjóð I efsta sæti 1. deildar- keppni alþjóðaefnahagsmála. A meðan aðrar vestrænar þjóöir hafa átt I mestu vandræðum á efnahagssviðinu hefur Sviþjóð tekizt aö halda stööugt upp á við. Iðnaöarverkamenn hafa fengið kjör sln stórbætt og sama máli gegnir um aðrar stéttir þjóð- félagsins. Segja má að það hafi kostað mikla verðbó'lgu én' þvl gleyma kjósendur þegar Strang fjármálaráðherra býöur þeim I sjónvarpsheimsæokn á skattstofu rikissin, svo þeir geti af eigin raun kynnzt fjármagnsskipting- unni I þjóðfélaginu — I litum. Hægri leiðtoginn Gösta Boh- man hefur sprengt stærstu kosn- ingasprengjuna til þessa. Hann bauðst til að veöja við iönaöar- Sprengjutilræði við Assad forseta Sýrlenskir byltingarsinnar sem andstæðir eru Ihlutun sýr- lendinga I borgarastyrjöldina i Libanon, hafa gert tilraun til aö drepa Hafes al-Assad Sýrlands- forseta meö sprengju, að þvi er sýrlenzka útvarpiö segir. Það var fréttastofan MENA I Egyptalandi sem skýrði frá þessari frétt sýrlenzka útvarps- ins á sunnudaginn var. iÉÉkihu. k'v ’ < <' * >, V I 1 mHMHIB Gösta Bohman formaður hægrimanna tapaði veðmáli sínu viö verkamenn en hefur ekki enn greitt veðmálsféö. verkamenn um efnahagsmál. Bohman hélt þvi fram að þessir verkamenn hefðu engar kjara- bætur fengið i raun og veru á þessum áratug. Þúsundir verka- manna tóku þessu veðmáli og söfnuðu fé I sjóö til þess. Það kom i ljós að Bohman hafði reiknað dæmið vitlaust og það sem sýnu er verra: hann hefur enn ekki reitt veömálsféö af hendi til verkamannanna. Gösta Bohman hafði áður en til þessa veðmáls kom þótt öruggur um fjármálaráðherraembættið I borgaralegri stjórn ef hún yrði mynduð að loknum kosningunum. En nú spyr Strang kjósendur og reyndar Bohman sjáifan einnig: ,,Er hægt að treysta manni sem ekki greiðir einu sinni veðmáls- skuldir sinar, til aö vera fjár- málaráðherra i Sviþjóð?” í raun og veru er þaö sænska alþýöusambandiö sem kastaö hefur þrætueplinu inn á hinn póli- tiska leikvöll I Sviþjóð. Þaö er efnahagssérfræöingur alþýðu- sambandsins, Rudolf Meidner, sem með uppástungu sinni um, launajöfnunarsjóð hefur hleypt lifi I umræðum um efnahagslegt lýðræði og þjóðnýtingu. Þvi er jafnvel haldiö iram af þeim sem fylgjast náiö með sænskum stjórnmálum, að aöalpersónur komandi kosninga heiti ekki Olof Palme, Thorbjörn FSldin, Per Ahlmark eða Gösta Bohman. Kosningarnar hafi ekki upp á að bjóða nema eina aöalpersónu og hún heiti Rudolf Meidner. Meidner hefur verið leiöandi I efnahagsm áladeild sænska alþýðusambandsins siöan 1971 og á þingi sambandsins I júni sl. voru hugmyndir hans sam- þykktar sem afgerandi tillögur um sameiginlega fjármagns- bindingu meö tilstilli launa- jöfnunarsjóðs. Þetta þýðir að I framtiðinni skuli atvinnutæki Sviþjóöar ekki vera i einkaeign heldur sameiginleg eign allra launþega. Fyrirtækin skulu eins og nú stjórnast af forstjórum og stjórnum, en i stjórnum fyrir- tækja framtlðarinnar skal skipt á núverandi hlutafjáreigendum og fulltrðum verkafólks. Rikisstjórnin hefur sett á lagg- irnar nefnd til aö kanna spurn- inguna um efnahagslegt lýöræði. En ijóst er að árangur þeirrar könnunar litur ekki dagsins ljós fyrr en i fyrsta lagi áriö 1979 og jafnaðarmenn hafa út frá þvi haldið fram, aö málið sé ekki brennandi og reyna sem mest þeir mega að halda þessu efna- hagslega sprengiefni Meidners utan kosningabaráttunnar. Kjósendur fá þó tækifæri til að taka afstöðu til efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar og stefnu alþýðusambandsins um launa- jöfnuö i kosningúnum 1979 og siðar. Sú staðreynd'að Meidner er svo þýöingarmikiil við komandi kosningar er annars vegar vegna þess hve hugmyndir hans eru byltingarkenndar og hins vegar vegna þess, að þetta er i fyrsta sinn sem sænska alþýöusam- bandið stendur einhuga aö baki tillögum um afnám einkaeignar- formsins. Pappírskarfan Vinstriflokkurinn kommúnist- arnir vill ganga enn lengra en Meidner. Það nægir ekki að leiða til lykta hugmyndir hans, segir VPK. Þótt það sé gert, finnst samt i þjóðfélaginu fjármagn, sem verður aö færast til saméigin legrar neyzlu þegnanna i ein- hverri mynd. Per Ahlmark formaður ,,Alþýðu”flokksins hefur stutt og laggott visað tillögum Meidners beina boðleiö I pappirskörfuna. Miðflokkurinn varar alvarlega viö miðstjórnarvaldi og skrifræði sósialisks þjóöfélags samfara þverrandi lýöræði. Gösta Bohman frá Hægfara sameiningarflokknum hefur aftur á móti ekki veriö mjög lánsamur i umræðum sinum um efnahags- málin, eins og rakiö var hér aö framan, og litið látið I sér heyra á þeim vettvangi eftir að veðmáliö fræga tapaðist. (Endursagt —hm)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.