Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 6
Föstudagur 3. september 1976 ðu- «a Viðtal við Björn Jónsson, forseta ASI, sem á 60 ára afmæli í dag: ÞETTA ER MERKISÁR, 1916 Björn Jónsson forseti Alþýðusambands fs- lands, er 60 ára i dag. t tilefni dagsins heimsótti blaðamaður Alþýðu- blaðsins Björn og átti við hann viðtal. Að visu er það rétt, að lands- menn þekkja mikið til Björns Jónssonar, enda hefur hann gegnt ýms- um mikilvægustu ábyrgðarstörfum hér- lendis um langt árabil. Öll mín hugsun og allt mitt starf bundið einu áhugamáli Björn segist i raun og veru, ein- ungis eiga eitt áhugamál. Svo bætir hann viö: „Og ég hef verið bundinn við það. 011 min hugsun og allt mitt starf hefur verið bundin við það frá upphafi.” Þetta áhugamál Bjöms er að sjálfsögðu verkalýðsbaráttan. „Eg hef aldrei álitið mig stjórnmálamann. Ég hef verið verkalýðsfélagsmaður. Onnur af- skipti, sem hafa tengst pólitik hafa verið afleiðing þess en ekki frumorsök.” Eins og margir aðrir sem alizt hafa upp 1 verkalýðsstétt var Björn Jónsson mjög ungur þegar hann fór að hafa afskipti af bar- áttumálum verkalýðsins. A árun- um milli fermingar og tvitugs byrjaði hann fyrir alvöru að taka þátt i verkalýösbaráttunni. A þessum árum var verkalýðs- hreyfingin klofin á Akureyri og ástandið allt nokkuö erfitt og sér- kennilegt. Björn var meðal þeirra manna sem tókst að sameina verkalýðs- hreyfinguna á Akureyri og gera hana að þvi' afli, sem hún hefur verið æ síðan. Björn var þá strax kjörinn i varastjórn félagsins, en árið 1946tók hann viö formennsku Verkamannafélags Akureyrar og var formaður þess, og siðan Einingar, samfellt til ársins 1971 eða 1 25 ár. Þá var Björn forseti Alþýðu- sambands Noröurlands i sjö ár og i stjórn ASN frá stofnun, þ.e. frá 1947. Björn hefur átt sæti i stjórn ASl frá 1952. Hann var kjörinn varaforseti 1968 og svo forseti 1971. Hefur Björn gegnt þvi starfi siðan að undanskildu þvi timabili erhann gegndi ráöherraembætti. Björn hefur setið á Alþingi I 18 ár frá 1946 til 1974. Þá var Björn ritstjóri Verkamannsins á Akur- eyri, bæjarfulltrúi þar frá 1952 til 1958 þar af fjögur ár í bæjarráöi. Veðráttan hefur áhrif á hugarfar manna Björn flutti alfarið til Keykja- vikur 1974 en hafði reyndar þar áður átt vetursrtu i höfuðborginni aUan þann tima er hann sat á þingi. ,,Ég átti afskaplega erfitt með að sætta mig við vetursetu hér I Reykjavik. Eftir svona 15 ár tókst mér svona sæmilega að verða sáttur við það hlutskipti. Núna kann ég orðið nokkuö vel við mig hér. Að visu sakna ég norðlenzku veöráttunnar. Ég held að góð veiörátta og faUegt umhverfi hafi sitt að segja upp á hugarfar manna. Það er þvi ekkert undar- legt þótt menn sakni þeirrar veðursældar, sem maöur ólst upp við frá blautu barnsbeini og þyki rigningin heldur leiðinleg.” Eftir nokkurthlé leit Björn upp og sagöi: „Enda þó held ég nú oröið að ég vildi ekki skipta á snjóþyngslunum fyrir noröan að vetrinum og vUdi þá jafnvel heldur hafa rigninguna héma.” í prófum á daginn og verkfallsvakt á nóttinni „Það er mjög margt minnis- stætt úr verkalýðsbaráttunni, átök ýmisskonar og verkfóll. Mér er t.d. ákaflega minnisstætt fyrsta verkfallið.sem égtók þátt i. Þaövar sjómannaverkfaUiö 1935. Þá stóð svo á aö ég var að taka stúdentspróf. Ég var i prófum á daginn og verkfaUsvagt á nótt- inni. Þetta var fyrsta árið sem stærðfræðideild var starfrækt við Menntaskólann á Akureyri. Viö vorum þá aöeins fjórir nemendur deildarinnar. Þaö hefur mikið breytzt siðan þetta var.” „Mér er mjög minnisstætt þegar baráttan var hörðust i verkalýðsmálunum bæöi á kreppuárunum, þegar ég var mjög ungur og jafnvel þegar ég sem smá poUi laumaðist inn á fundi. Ég gekk svo i hreyfinguna straxog ég hafði aldur til og tæp- lega það. Ég fór snemma að skipta mér af þessum málum lika pólitikinni.” „Atökin verða manni minnis- stæð vegna þess að i þeim er það einmitt sem guUið skýrist i mönn- um. Svo eru það mjög oft sterk vináttubönd sem menn tengjast þegar átökin eru hörð.” Konur hafa ávallt verið sterkar í barátt unni „Konur hafa ávallt verið sterk- ar i verkalýðsbaráttunni. Eftir að verkalýðsfélögin á Akureyri voru sameinuð urðu konur i meirihluta i félaginu. Ég man t.d. eftir verk- föUunum 1955. Þá var ég annan daginn fyrir norðan að stjóma verkfallinu og hinn daginn á samningafundum. Þá var ekki alltaf hægt að sofa mikið. Eina nóttina áttum við von á verkfalls- Björn Jónsson forseti ASl brjótum úti á Hjalteyri. Við láum þá á gólfinuniðri i verkalýðshúsi. Svo kom að þvi að við þurftum að fá mannskap tU að koma i veg fyrir að skipið fengi afgreiðslu. Ég hringdi i 37 menn. Allstaðar svöruðu konur. Enginn karl- maður svarar i sima klukkan 3 eða 4 á nóttinni. En þær sögðu aU- ar: Við skulum drifa þá framúr og eftir hálftima var komið fjöru- tiu manna lið. Við tókum á móti skipinu. Það er einmitt við slikar aðstæðursem iljóskemur hverjir duga i baráttunni.” Þá var hægt að beita menn atvinnukúgun — Er atvinnurekendavaldið orðið samningsliprara en áður? KVEÐJA FRA FORMANNI ALÞYÐUFLOKKSINS: Björn Jónsson sextugur: Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands tslands, er sextugur i dag. Hann á að baki langan og viöburðarikan starfs- ferU i verkalýðs- og stjórn- máium, en stendur á hátindi hvað snertir áhrif og ábyrgl, eins og vera ber um oddvita al- þýðusamtakanna I frjálsu vel- ferðarrUci. Björn kom fram á sjónarsvið- ið sem harðduglegur forustu- maður verkafólks á Akureyri og gerði samtiUi þess að einum sterkasta kjarna launþegasam- taka á landinu. Þar nyrðra hafði staðið vagga jafnað arstefnunnar á Islandiog þaöan höfðu komiö ýmsir merkustu foringjar sósiölu flokkanna, svo að á nokkrum kjarna var aö byggja. Björn hallaðist að Sóslalista- flokknum á stjórnmálasviöinu og varð frambjóðandi hans nyrðra. Hlaut hann mikið fylgi, bæði flokksins og ekki siður sem persónulega viðurkenningu fyr- ir störf hans og augljósa hæfi- leika. Þaðan lá leiðin til sala Alþingis. Alkunn er sú saga, er Hannibal VaUmarsson, frækinn verkalýðsforingi úr öðrum landshluta, gekk tU samstarfs við sósialistaflokkinn og mynd- aði Alþýðubandalagið. Það var lengi vel ekki stjórnmálaflokkur heldur lauslegt kosningabanda- lag, en von Hannibals hefur án efa verið, að lyfta þvi merki, er gæti sameinað alla vinstrimenn og verkalýðssinna á landinu. 1 innri átökum næstu ára lágu leiöir þeirra Björns æ meir saman, og svo fór aö lokum, að þeir stóröu hlið við hlið I loka- uppgjöri, er Hannibal viður- kenndi, að draumur hans gæti aldrei rætzt i samstarfi við þau öfl, er mestu réðu i SósiaUsta- flokknum. Leiddu þeir félagar stóran hóp manna út úr Alþýðu- bandalaginu og söfnuðu um sig frekari Uðskosti til stofnunar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Samtökin unnu sigur, settu tvo menn i ráðherrastóla og virtust ætla að verða þriðji verkalýðsflokkurinn i landinu, þótt yfirlýst takmark þeirra væri að sameina alla vinstri- menn. Fóru fram allmiklar könnunarviðræður milli Samtakanna og Alþýðuflokks- ins, og voru gerðar áætlanir um sameiningu flokkanna eftir fyrirmyndum frá þeirri tið, er sameining leiddi til stofnunar Norska Verkamannaflokksins. En ekki reyndi á þetta, þvi að Samtökin sundruðust I fjörbrot-- um Vinstri stjórnarinnar, og stóðu þeir þá enn saman Björn og Hannibal. Björnlá þá daga á sjúkrahúsi og hafði átt við erfiða vanheilsu að striða um sinn. En hann fyllgdist vel með öllu og lagði mat sitt á þau tiðindi, sem voru að gerast. Hann kallaði for- mann Alþýðuflokksins til sin og tjáði honum, að hann óskaði að ganga i flokkinn og mundr styðja hannog starfa fyrirhann á hvern þann hátt, sem flokkur- inn teldi æskilegt. Hér voru engin hrossakaup á ferð heldur málefnaleg afstaða, byggð á reynslu og viti. Kosningahorfur voru ekki ýkja góðar fyrir Alþýðuflokkinn og Björn tók sæti á framboðsUsta, þar sem á hann reyndi, án þess að nokkur von væri um þingsæti. A þeirri stundu varð heldur ekki betur séð en að Björn tefldi i hættu forustu sinni i Alþýðusamband- inu, sem ég hygg að sé honum kærari en beinn pólitiskur frami.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.