Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 11
SiSíS" Föstudagur 3. september 1976 11 Nýja badmintonhöllin tekin í notkun Um 700 vallartfmar í stað 120 Nú eru badmintonmenn og konur í óöa önn að dusta rykið af spað- anum sínum. Sumir hafa æft í allt sumar, en aðrir taka sér alveg frí yfir sumarmánuðina. Nýlega var vetrardagskrá TBR (tennis- og badminton- félags Reykjavikur) kynnt. Kom þar fram, að hið nýja og glæsilega hús þeirra, við hliðina á Glæsibæ, mun verða tekið i notkun í byrjun oktober. Verður mikil breyting á aðstöðu badmintonmannna með tilkomu þessa nýja húss. 1 fyrra hafði TBR um 120 vallartima til ráð- stöfunar, en núna verður hægt að ná allt að 700 vallartfmum, um 630 i TBR-húsinu og 72 i Laugardalshöllinni. Tímar fyrir hádegið. Húsmæðrum, vaktavinnufólki og öðrum skal sérstaklega bent á það, að nú verður hægt að fá tima fyrir hádegið og á hinum ýmsum timum dagsins. Einnig geta þetta verið góðir timar fyrir skólafólk. 1 þvi sambandi má geta þess, að unglingastarf TBR mun verða stóraukið i vet- áður ur. Sigurður Haraldsson og Ottó Guðjónsson eru nýkomnir heim af þjálfaranámskeiði og munu þeir sjá um þjálfunina hjá fé- laginu i vetur. Æfingar i Laugardalshöllinni hefjast 20. september, en TBR- húsið verður ekki opnað fyrr en i fyrstu viku október. Alla næstu viku, eða frá mánudegi til föstu- dags,milli klukkan6og7 veröur hægt að panta tima i nýju Badmintonhöllinni. Æfingar hafnar. Sem kunnugt er, verður hald- ið Norðurlandamót i badminton hér á landi i haust. Er það i fyrsta skipti, sem slikt mót er haldið hér á landi. Eru beztu badmintonmenn Norðurlanda að sjálfsögöu væntanlegir, en þeir eru með beztu badminton- mönnum i heimi. Valið hefur veriðmilli 15 og 20manna hópur héðan til að æfa fyrir mótið. Hófust æfingar i ágúst og hafa verið þrjár þrekæfingar á viku. Or þessum hópi verður svo valið það lið, sem tekur þátt i Norðurlandamótinu fyrir okkar hönd. Það er þvi greinilega nóg að gera hjá badmintonmönnum um' þessar mundir. reykjavíkurskAkmótið 8. umferðin á Reykjavikur- skákmótinu var telfd i gær. úrslit urðu sem hér segir: Haukur Angantýsson og Guðmundur Sigurjónsson gerðu jafntefli. Friðrik gerði jafntefli við Timman. Najdorf gerði jafntefli við Björn Þorsteinsson. Tukmakov og Antoshin gerðu jafntefli. tfevkiarik /f wmimmmmrMMmsmx 1 Helgi ólafsson □ \m, 'Á 7 'A V* Gunnar Gunnarsson X o 0 o 0 3 Ingi R Jóhannsson i L x ~U o i L y Margeir Pétursson X O Hi 0 0 i f Milan Vukcevich 'A L L X Ö s & o 6 Heikki Westerinen L X IJz o 7 Raymond Keen I X \ 0 \á % fí 8 Salvatore Matera X 1 t i 'A o o 9 Vladimir Antoshin % \ lÁ i /6 Björn Þorsteinsson 0 Oí pi - é o 0 ’A 0 f/ Jan Timman L JL 1 í XI L m / /J —■ Guðmundur Sigurjónsson !á E t/t / 0 i 'A f$ Friðrik ólafsson % S i /' hl 'lk X /y Miguel Najdorf T i Á A '/; / 'll X /s Vladimir Tukmakov T o i L Im í í X (L Haukur Angantýsson 1 T SL K l: L. ( Q 2 JL Margeir Pétursson tapaði fyrir Vukcevich. Skákir Helga Ólafssonar og Matera, Gunnars Gunnarssonar og Keene og Inga R. Jóhannsson- ar og Westerinen fóru i bið. Staða efstu manna er nú þessi: Timman er efstur með 6 v. og bið- skák, Friðrik með 6 v., Tukmakov með 5 1/2 v., Najdorf með 5 v. og Guðmundur með 4 v. og biðskák. 0LNB0GABARNIÐ Um langan aldur hefur efnahagsleg afkoma islenzks þjóð- félags verið grund- völluð á einni atvinnu- grein. Undanfarna ára- tugi hafa fiskveiðar og sjávarútvegur verið meginuppistaðan i atvinnulifi lands- manna, áður var land- búnaður allsráðandi. Sú reynsla sem við búum að frá fyrri öldum, þegar eitt til tvö hallæri gátu stefnt þjóðarskútunni á land upp, ætti að færa okkur heim sanninn um að áherzlu beri að leggja á uppbyggingu fjöl- breyttara atvinnulifs. Olnbogabarnið Tölfróðir sérfræðingar sem vinna á ýegum rikisins hafa látið þess getið i skýrslum um þróun islenzks iðnaðar, sem kom út i október á sl. ári, að i framtiðinni muni verða að efla aðrar atvinnugreinar en sjávar- útveg og landbúnað að miklum mun, þar sem þessir tveir fyrr- nefndu atvinnuvegir séu svo til fullmannaðir. Iðnaður eða framleiösluiðn- aður, er sú atvinnugrein, sem þessir menn binda hvað mestar vonir við. En þess er jafnframt getið i skýrslunni að iðnaður hafi nánast verið olnbogabarn i samanburði við aðra atvinnu- vegi. Framlag rikisins til fjár- festingarlánastjóða i iðnaði, hefur veriðáberandi lægra en til samsvarandisjóða i landbúnaði og sjávarútvegi. Arið 1974 var framlag i iðnlánasjóö 50 milljónir A sama tima var framlag til stofnlánadeildar landbúnaðarins 121 milljón króna og i Fiskveiðasjóö 210 milljónir króna. Ariö 1975 voru sambærilegar tölur til iönaöar 50 milljónir, til landbúnaðar 312 milljónir og til sjávarútvegs 202 milljónir króna. Þrátt fyrir að iðnaður hafi á sfðustu árum skilað langmestri heildararð- semi allra atvinnugreina h.efur minnst áherzla verið lögð á aukningu fjármuna innan hans. Við inngönguna i EFTA fylltust margir bjartsýni. Nú hlaut að renna upp blómaskeið islenzks iðnaðar og islenzks efnahagslifs. Stjórnmála- foringjar gáfu mörg og fögur fyrirheit. Hrundið skyldi i' fram- kvæmd áætlunum sem miöuðu aðþvi að efla, styrkja og vernda islenzkan iðnað. Efndirnar urðu illa hugsaðar og ósamræmdar aðgerðir. Skattakerfi okkar hefði þurft að samræma skattakerfi helztu viðskiptalanda okkar, og árið 1971 tóku gildi ný skattalög. En þau lög urðu aldrei nema pappirsgagnið eitt, þvi ný stjórn sem tók viö næsta ár nam þau úr gildi. Slikur vingulsháttur hefur mikil og slæm áhrif á stöðuga atvinnugrein eins og iðnað. Þá eru tollalögin alls ekki til þess fallin að hlúa að innlendum iðnaði. Sem dæmi um það má nefna framleiðslu islenzkrar handfæravindu. Vindurnar eru hannaðar hér á landi og eru seldar út um allan heim. Þær eru verndaðar með einkaleyfum i 9 löndum. Tollar á hráefni til framleiðslunnar eru litil 25%. Á sama tima eru fluttar inn norskar handfæravindur, sem keppa við þær islenzku. Tollur af þeim er heil 3%. Þetta litla dæmi er alls ekki einhlýtt. Fyrirtæki sjá sér ekki hag i aukinni hag- ræðingu 1 viðtali sem Alþýðublaðið átti við Leó M. Jónsson, rekstrar-og hagtæknifræðing i vor sagði hann aðspurður um hagkvæmni i rekstri iðnfyrirtækja hér á landij „Það er eitt dæmið um það fádæma skipulags- og tillitsleysi sem rikir i málefnum fclenzks iðnaðar, að ef þú, með aukinni hagræðingu, eykur framleiöni i fyrirtæki þinu, átt þú á hættu að tapa svo og svo miklu. Alagning framleiðenda á iðnaðarvörur er ákveöin af verðlagsnefnd hverju sinni og skal hún leggjast á það sem nefnt er „sannanlegur fram- leiðslukostnaður”. Ef þér með hagræðingu tekst að auka framleiðnina um 40% litur dæmið þannig út. Fyrir hagræðingu: Kostnaður við 1 stk. framleidda einingu Leyfilegálagning 25% 10.000 2.500 Söluverð til smásala 12.500 Eftir hagræöingu: lstk. framleiddeining Leyfileg álagning 25% 6.000 1.500 Söluverð til smásala 7.500 Þvi er beint tap iðnrekandans af hagræðingunni 1000 kr. á hvert framleitt stykki. Nú gæti einhver sagt sem svo: ,,En eykst ekki framleiðslan og þar af leiðandi salan”? Við allar eðlilegar aðstæður, jú. En.hér er markaðssvæðið það litið, að ekki er hægt að gera ráð fyrir umtalsverðri söluaukningu og möguleikar til útflutnings eru litlir vegna slæmrar sam- keppnisaðstöðu á erlendum mörk uðum.” Er nokkur furða þótt ekki leggi allir trúnað á ræður orð- margra stjórnmálamanna þegar þeir segjast skilja til hlitar vandamál atvinnulífcins. Stóriðja og virkjanir Verðmæt jarðefni eigum við fá, nema ef vera kynni að sá draumur margra rættist aö olia fyndist undir hafsbotninum norðaustur af landinu. Ekki erum við þó alveg snauðir Islendingar, af náttúru- gæðum, þvi orkulindir eigum við nægar, og ef til vill meiri en okkur órar fyrir. - Þegar nýting þessara orku- linda er annars vegar er um tvær leiðir aö velja. 1 fyrsta lagi sú fljótfarnari og auðveldari, að reyna að laða hingaö erlenda auðhringi i þeim tilgangi að koma hér á fót orkufrekri stóriðju. Þessu fylgja margir gallar. Stóriðja skapar fá atvinnutækifæri, en það er ein meginforsendan fyrir frekari iðnaðaruppbyggingu að hann taki við mannaflaaukningu næstu ára. Eitt stórfyrirtæki, sem hefur tiltölulega þröngan markað vegna einhæfrar framleiðslu hlýtur að vera veikara fyrir áföllum en mörg smærri sem starfa á breioari grundvelli. Ennfremur fylgja stóriðju ýmis umhverfisvandamál, sem ef til vill verða ekki séð fyrir, en geta þegar fram i sækir haft alvar- legar afleiðingar. önnur leið er einnig fær, að vinna markvisst að uppbygg- ingu framleiðsluiðnaðar, með það fyrir augum að skjóta traustari fótum undir efnahags- og athafnalif landsmanna. Ef sú leiöyrði valin þyrfti að láta fara fram markmiðarannsókn til þess að við getum gert okkur grein fyrir að hverju við stefnum. Eftir að niðurstöður slikrar rannsóknar liggja fyrir ætti að láta færustu visinda- menn okkar vega það og meta á hvað leggja beri mesta áherzlu, i stað þess að láta handahófc- kenndar pólitiskar ákvarðanir ráða ferðinni. Auðvitað tekur þetta lengri tima og er vafalaust erfiðara i framkvæmd, en hvað viljum við ekki á okkur leggja til þess að skapa börnum okkar viðunandi lifskjör og næga atvinnu i hollu umhverfi. Einar Sigurðsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.