Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 14
Föstudagur 3. september 1976 iSSS■ FRETTA- GETRAUN . . - 'M fm ffm œ&L 1. Hver er maðurinn? 2. Sverrisbraut á Kjalarnesi var opnuð fyrir skömmu, hver var kostnaðurinn við þetta mann- virki? 3. Hver er simi slysavarðstof- unnar? 4 Hvað tekur langan tima að fullþjálfa starfsfólk hjá skatt- stofunni? 5. Hvert verður jólaleikrit bjóð- leikhússins? 6. Fyrsta götuljósið i Reykjavik var tendrað fyrir 100 árum, hvar stóð það? 7. Hverjir eru umsjónarmenn útvarpsþáttarins Nasasjón? 8. Hvert er miðaverð á venju- legar sýningar i Þjóðleikhús- inu? 9. Hver skrifaði leiðara Alþýðu- blaðsins i gær? 10. Hvervar efstur á Reykjavik- urskákmótinu eftir 7 umferðir? ÞAÐ ER HÆGT AÐ GRÆÐA Á GÖMLUM SKÓLABÓKUM Æ fleiri eru nú að kom- ast að þvi, að gamlar og notaðar skólabækur geta fært gróða í aðra hönd - bæði þeim sem kaupir þær og þeim sem selur. Þessi siður hefur við- gengizt í mörgum fram- haldsskólum hérlendis um áraraðir. Fyrir skömmu rákumst við á viðtal við norskan bóksala sem hefur nú sett upp sérstaka deild í verzlun sinni, þar sem einungis fást notaðar skólabækur. „Við kaupum gamlar bækur fyrir þriðjung þess verðs er fengist fyrir nýjar bækur og seljum þær siöan fyrir tvo- þriðju hluta þessa verðs. Verð bókanna er fastákveðið og ekki tekið tillit til ástands þeirra. bað skiptir heldur ekki neinu máli þó búið sé að skrifa i bæk- urnar og strika undir setningar. Margir vilja lika heldur fá bæk- ur með glósum og athugasemd- um fyrri eiganda. Við setjutn aðeins það skilyrði að bækurnar séu læsilegar. Bækur, sem bera þess greinilega merki aö þær hafi verið lesnar við matboröiö, eru ekki keyptar. Bækurnar mega vera slitnar, en lesandinn á ekki að eiga það á hættu að finna spægipylsusneiðar á milli siðnanna.” Bóksali þessi hefur keypt bækur i allt sumar. Segir hann marga losa sig við bækur sinar strax eftir vorprófin, en margir koma einnig þegar sumarfriinu lýkur. Hann telur það aðallega vera skort á vasapen- ingum, sem ýtir á eftir nemend- um með að selja bækur sinar. „Það er þó ekki hægt að koma með allar skólabækur til okkar. A hverju ári eiga sér stað breyt- ingar á námsefni skólanna og við verðum að fylgjast með þvi. Við getum hvorki keypt né selt kennslubækur, sem ekki eru lengur lesnar eða orðnar eru úr- eltar. Bókaforði okkar nær til flest- allra stiga skólakerfisins. Mest erum við þó með bækur fyrir hina hefðbundnu gagnfræða, mið-, og menntaskóla. Við- skiptin aukast frá ári til árs og i fyrra mynduðust oft langar bið- raðir. 1 ár höfum við fjölgað starfsfólki til þess að viðskiptin gangi greiðar. En það má þó alltaf búast við mikilli ös fyrstu dagana, þvi nemendur fá allir bókalistana sina á sama tima. Oátan jHI % 3 [béb’I A B 3 C 0 D 1 ■ 0 E F 0 1 H G A: góðmálmur B: óþéttC: mori D: hálendingur E: baunin F: tónn G: geta um 1: reiknings- merki 2: listamann 3: keyri 4: hreini 5: árásin 6: lá: agnir 6 ló: iðulega 7 lá: mátt 7 ló: óviss 8: ögn 9 lá: gelt 9 ló: 2 eins 10: fleyta CwXr ueuiunx 01 inpupjQ PRPðuag '6 jnupj5| oooi ‘8 uoss|pdjn9|S J|u9ia ujpfg 9o uossuijejotj íujy i (!)æj|sei|uea) euniptajqejeijea ubqou jijí j -9 uossupjajg qjabo JRja ‘QiQHM eupno £ JP £•» OOZ18 ‘8 buojij upf[jiiu JE z UOSSJ|OUn>l JIJJ9AS I :JQa s FRAMHALPSSAGAN kipptistvið, þvi að gusturinn var ekki rakur vetrarkaldii Washing- ton. Hann var mildur og bar með sér liljuilm; ilmur aprilnætur, sem var fyrir tveim öldum. 10. kafli „Kaliaðu á hann^Ruth!” Röddin kom úr fjarska. Ruth hristi höfuðið, þvi að hlýr blærinn strauk um augnalok hennar. Liljuilmurinn var höfgur i her- berginu. „Kallaðu á hann. Nefndu nafn hans. Ruth! Hjálpaðu mér.” Röddin nálgaðist. Hún þekkti hana. betta var karlmannsrödd. Gusturinn blés og næddi um Korndu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir vanga hennar. Hann var kaldur og regndropar feyktust með. Ruth opnaði augun. Hún leit beint á Bruce, sem stóð og sveigðist fram og aftur á óstöðugum fótunum, gráfölur i framan, enaugu hans störðu beint á hitt andlitið eins og augnaráðið eitt héldi honum upp. Svo gekk þessi risavera eitt skref fram, og Bruce lyfti hægri hendinni. Enn rann blóð úr skurðunum á henni; blóðidrifnir fingurnir héldu þéttingsfast um skörunginn. „Kallaður i hann, Ruth, vittu, hvort hann heyrir ekki i þér...Ég vil ekki drepa hann...” Um leið og Hinn gekk aftur eitt skref, hörfaði Bruce undan og leit hræðslulega um öxl sér. Hann gat ekki hörfað öllu lengur. Bak við hann var lokaður glugginn og Sara, sem lá eins og liðið lik við vegginn. , J’at”, sagði Ruth. „Pat, það er ég, Ruth. Heyrirðu til min?” Andartak fannst henni axlaburðurinn breytast. En að- eins andartak. „Pat — elskan min. Heyrðu mig, Pat...” „Það er ekki til neins,” sagði Bruce. „Farðu frá, Ruth. Það er jafnsterkt og uxi. Það þekkir þig ekki... Guð minn góður!” Siðustu orðin voru likt og stuna, þvi að Það geta hreyft sig hraðar núna. Og það var Bruce, sem brást. Hægri hönd hans hófst á loft og seig með skörunginn reiðu- búinn til að falla á rautt höfuð Pats, en hikaði, gat það ekki... og Það stökk. Þeir féllu báðir á gólfið. Bruce rotaðist um leið og hann datt á hnakkann. Hann lá kyrr meö lokuö augu og hafði misst skörunginn, en þreklegir fingurnir gripu um nakinn háls hans og kreistu. Ruth stóð svo nálægt, að hún sá rauðgullin likhárin á hand- leggjunum og hún sá meðan vangarBruceogennibreyttust úr hvitu i rautt og dökkrautt. Alltaf siðar átti hún eftir að velta þvi fyrir sér, hvaða vilji stýrði hönd hennar — blind heppni eða ómeðvituð vitneskja — eða eitthvað annað. Það, sem hún tók upp var nægilega þungt til að rota og nauðsynin stjórnaöi stefnunni. En þetta geröistog þvi gat hún aldrei gleymt. Um leiö og Bókin féll úr hönd hennar reisti álútur likaminn á gólfinu sig og lyfti krepptum höndunum til að ógna eða mótmæla, en andlit Þess leit á Bókina. Varir bess opnuðust til að urra og stór Bókin lenti beint framan i Það, huldi andlit Þess andartak og féll siðan á bringuBruce. Það féll einnig yf- ir likama drengsins, en ekki fyrr en Ruth hafði komið auga á svipinn, og skilið, aö nú sá hún aftur það andlit, sem hún þekkti andlit manns, sem nú var meðvitundarlaus. Hún þaut að gluggunum og opnaði krækjumar og vindurinn nauðaði ákaft inn um gluggann. Hún heyrði Söru stynja, þegar regndroparnir féllu á hana, en hún mátti ekki vera að þvi að hugsa um litið særða. Pat lá á grúfu á gólfinu meö framréttar hendur. Hún tók undir handlegg- ina á honum og tosaði. Ekkert gerðist, hann var of þungur fyrir hana. Ruth stundi. Hún var að koma honum út áður en hann vaknaði og meiri átök myndu kannski vekja hann. Hún heyrði Söru stynja og leit við. Sara var staðin upp og starði stóreyg á Bruce. Drengurinn var aftur orðinn hvitur en förin eftir fingur og neglur Pats sáust enn á hálsi hans. Það var ekki hægt að nota hann til neins strax, hugsaði Ruth köld. Hún tók i hárlokk af Söru. ,,Það er allt i lagi með hann, en þú verður að h jálpa mér að koma Pat út áður en hann vaknar,” sagði hún. Sara leit þjáningaraugum á Bruce, en hlýddi. Þeim tókst að drösla Pat að gluggunum, en þá áttaði Sara sig. „Hannfær lungnabólgu,” sagði hún og tennurnar glömruðu i munni hennar. „Og það er þriggja metra fall niður I rósa- runnana. Þú getur ekki, Ruth...” „Vi'st get ég það.” Pat var byrjaður að bæra á sér. óttinn veitti Ruth krafta til að ýta hon- um upp á brúnina og var það eitt gott stuð og hann datt. Hún heyrði á hljóöinu að hann hafði lent illa. Hún snéri sér að Söru og tók um axlirnar á henni. „Ot meðþig,” sagðihún og ýtti. Hún beið ekki eftir þvi að sjá, hvað gerðist, heldur snéri sér að Bruce. Hún kraup á kné við hlið >hans, en hún var ekki að hugsa um drenginn.Þaðvar skörungur- inn, sem hún hafði augastaö á. Hún yrði að nota hann, ef Pat reyndi að klifra inn um gluggann. Hljóðin fyrir utan gluggann hresstu hana. öskur og óhljóð, já,. en þetta varPat, vakandi og hann sjálfur. Skörungurinn var slimkenndur af blóði, enda var ljótt að sjá höndina á Bruce. Hún hafði ekki fengið sjálfa sig til að llta á hann, þvi að þrátt fyrir fullyröingar hennar við Söru, var hún hrædd KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 71201) — 74201 TROLOFUNARHRINGA ^3fól)*umesltífS0on UmiBnUtgi 30 feimi 19 209 DÚflA Síðumúla 23 /ími 04200 ZR-a-jf-h-JUL Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Sfmar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumsfalla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.