Alþýðublaðið - 09.01.1977, Síða 1
Sunnudagur 9. janúar 1977 6-tbl.—1977 —57.árg.
7
SUWWUDAGSmÐABI
Stíómskipun á undanhaldi
Það blæs ekki byrlega fyrir kommúnismanum um
þessi áramót. Frá Póllandi til Peking glíma einræðis-
stjórnir kommúnista við margvísleg þjóðfélags-
vandamál — og fara halloka.
Því meira sem frést hefur frá Kfna, því Ijósara er,
að átökin eftir lát Mao f ormanns haf a verið hrikalegri
en nokkurn grunaði utan landsins. Nú er viðurkennt í
Peking, aðtil óeirða hafi komið og tæpt á hugsanlegu
borgarastríði. Þessir atburðir sýna, að stjórnkerfi
kommúnismans ræður ekki við það verkefni að skipta
um forustu, en einmitt það hefur tekist tvívegis í
Bandaríkjunum eftir Watergate, þrátt fyrir mikil
áföll lýðræðis þar vestra.
I Sovétríkjunum er persónudýrkun að verða meiri
en nokkru sinni f yrr, og er Breshnev enginn eftirbátur
fyrirrennara sinna að því leyti. í nýjasta hefti hins
glæsilega tímarits, „Fréttir frá Sovétríkjunum," sem
Rússar gefa út á íslenzku í Reykjavík, voru 29 myndir
af Breshnev í tilefni af afmæli hans!
I seinni tíð hefur komiðæ betur í Ijós, að enn logar í
glæðum frelsis og mannréttindabaráttu eftir tæplega
60 ára alræði öreiganna í Sovétríkjunum. Tækninni er
fyrir að þakka, að fólk austan og vestan járntjaldsins
á mun léttara með að ná sambandi hvort við annað, og
ekki er lengur unnt að halda þeirri leynd yfir málum
eystra, sem áður var. Það er mannréttindahreyf ing í
Sovétríkjunum, lýðræðishreyfing, ný-marxistahreyf-
ing, þjóðernishreyf ing Úkrana, Grúsa og fleiri þjóða,
andspyrnuhreyf ing Tatara og brottfararhreyf ing
Gyðinga. Það eru gefin út leynileg blöð í landinu og
bannaðar bækur ganga manna á milli í afskriftum.
Ráðamenn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna finna,
að þeir eru undir smásjá og komast ekki upp með að
láta andófsmenn hverfa eða stytta þeim aldur, eins og
Stalin gerði. Allttalar þetta sínu máli um stjórnkerf ið.
í Póllandi hefur ríkisstjórn kommúnista engan veg-
inn ráðið við efnahagsmál og er að sökkva í fen risa-
vaxinna uppbóta, erlendra skulda og verðbólgu.
Verkamenn hafa hvað eftir annað svarað verð-
hækkunum með svo öflugum mótmælum, að stjórnin
hefur gugnað— en síðan sent lögregluna á vettvang.
Pólskt verkafólk er nú að koma á svo sterku skipu-
lagi í verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum, að f ram
hjá því verður ekki gengið, og eiga þessi samtök ekk-
ert skylt við hið opinbera alþýðusamband kommún-
ista. Þá hafa verið mynduð samtök mennta- og lista-
manna, sem vinna að stuðningi við þá verkamenn,
sem handteknir hafa verið eftir uppþotin í fyrra. í
þriðja lagi er kaþólska kirkjan enn gífurlega sterk í
landinu og stendur svo föstum fótum með þjóðinni, að
stjórnin í Varsjá getur ekki annað en umborið kirkj-
una og samið við hana.
Þegar þessi þrjú andstöðuöfl koma saman í Pól-
landi, er í raun um stjórnarandstöðu að ræða, sem
kommúnistar geta ekki hundsað. Þeir verða annað
hvort að semja við þessa andstöðuhópa — eða beita
valdi til að kúga þá. Af þessu er Ijóst, að hið kommún-
istíska stjórnkerfi með einum stjórnmálaf lokki er að
liðast í sundur. Ef pólska stjórnin beitir valdi, verður
það enn meiri ósigur, sem mundi blása anda Helsinki-
samkomulagsins út í veður og vind.
Enn berast f regnir af þeirri athyglisverðu þróun, að
kommúnistastjórnir Ungverjalands, Póllands og
Austur-Þýskalands kalla nú á hjálp „hinna litlu auð-
valdssinna," þaðer slátrara, bakara, bifvélavirkja og
fjölda annarra manna, sem hafa með höndum smá-
rekstur og alls konar þjónustu.
í Ungverjalandi tóku ný lög gildi um áramótin, þar
sem margs konar smáatvinnurekendum er heitið
skattfríðindum, ef þeir setjast að í smábæjum. Þeir
losna við tekjuskatt í þrjú ár og sæta lægri sköttum en
aðrir eftir það. I' Póllandi hefur einnig verið sett lög-
gjöf, sem lofar smáatvinnurekendum lægri skött-
um, hærri fjölskyldubótum og ellilífeyri. Þar ætla
stjórnvöld einnig að greiða fyrir smáfyrirtækjum ein-
staklinga við útvegun húsnæðis og hráefna en fólk af
pólskum ættum í öðrum löndum er hvatt til að flytja
heim og setja upp smáf yrirtæki. Því er lofað, að gróð-
ann megi flytja aftur til Vesturlanda.
Þessi þróun er augljóst merki uppgjafar af hálfu
kommúnismans á þýðingarmiklu sviði efnahagslífs.
Ríkisrekin smáfyrirtæki hafa algerlega brugðist, hin
mikla miðstjórn skriffinnskuvaldsins ræður ekki við
verkefnið.
Oll þessi tíðindi eru umhugsunar verð fyrir þá, sem
hneigjast til að trúa þeirri f irru, að kommúnisminn sé
þjóðskipulag framtíðarinnar.
— O —