Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Þriðjudagur 15. marz 1977 •Steffa' MIÐSTÝRING-MISSTYRING Skólamálin hafa nú komiö upp á yfirbor&iö í umræöum manna á meöal eftir all langt hlé. Gagnrýni Björns Jónssonar skólastjóra Hagaskóla á ný- breytni i einkunnagjöf varð til \>ess að ýta við málinu og hrinda af stað umræðum á Alþingi. Ellert B. Schram benti á, að samkvæmt grunnskólalögunum bæri skólastjórum og kennurum að fylgjast vandlega með náms- árangri nemenda sinna. Einn höfuð kostur þessara laga væri einmitt sú stefna, að tekið skyldi tillit til hvers einstaklings meö hliðsjón af námshæfileikum og andlegum og likamlegum þroska. Sagöist Ellert óttast aö hér væri veriö aö stiga spor i gagn- stæða átt og spurði hvort verið væri aö „jafna æskuna út i ein- hverja meðaltalsmanneskju”. Þingmennirnir Páll Péturs- son og Jónas Arnason tóku einnig mjög i sama streng og gagnrýndu harölega þá auknu miöstýringu, sem nú væri verið aö taka upp af menntamála- ráðuneytinu. t Dagblaðiö Visir ræddi þetta mál í leiðara sinum og vikur það að sjónar- miði þeirra Ellerts, Páls og Jón- asar. I lok leiðarans segir svo: ,,Þó að gagnrýni þessara þriggja þingmanna sé seint fram komin er hún vissulega 'þörf. Við komumst ekki hjá þvi að byggja talsvert á reynslu og þekkingu annarra þjóða bæöi i fræðslumálum og öörum efnum. En um leið er rétt aö gjalda var- hug við takmarkalausri eftiröp- un, en hennar hefur gætt um of I skólakerfinu. Miöstýring skólakerfisins hef- ur farið vaxandi i kjölfar grunn- skólalaganna, þó a& markmiðið meö þeim hafi e.t.v. verið ann- að. Reynslan sýnir, að em- bættismannastjórnin er sterkari en áður. Það leiöir óhjákvæmi- lega til fleiri mistaka, alvar- legri árekstra milli kennara og miðstjórnarvalds og meiri hóp- mennsku i staö einstaklings- bundinnar meðferðar i kerf- inu”. Sambandsleysiö algert. Það fer aö sjálfsögöu ekki á milli mála, að við íslendingar höfum alla tið fært okkur I nyt þær nýjungar og framfarir á sviði tækni og visinda, sem oröið hafa i heiminum. Það skiptir engu máli hvaðan gott kemur i þessum efnum. Hitt er rétt, að miklu varöar aö nýjungar, sem teknar eru i notkun, falli sem best að við- komandi þjóðfélagsháttum. Það er m.a. þess vegna sem viö ts- lendingar leggjum oft áherzlu á reynslu Norðmanna, Svia og Dana, þegar rætt er um nýjung- ar, sem mjög oft eiga uppruna sinn að rekja til annara landa, s.s. Bandarikjanna, Japans, Sovétrikjanna eða einhverra landa utan Noröurlanda. Viðurkenning okkar á reynslu „frænda vorra á Noröurlöndun- um” er fyrst og fremst staðfest- ing á þvi, að tiltekin nýjung hafi gengiö vel þar sem samfélags- hættir eru að einhverju leyti svipaðir þvi sem er hjá okkur íslendingum. Það sem þingmennirnir virð- ast óttast er einmitt það, að til- tekin nýbreytni i einkunnagjöf falli ekki aö aðstæðum hér á landi. Þessi ótti þingmanna á fullan rétt á sér. Það er ekki veriö að gagnrýna framfarir eða tækni I sjálfu sér, heldur er verið aö gagnrýna framkvæmd tiltekinna mála hér á landi, sem heyra undir menntamálaráð- herra. Það hefur þvi miður alltof oft hent, að menntamálaráðuneytiö hafi fleygt inn I skólana ótima- bærum og illa gerðum pappirs- haugum, sem hvorki kennarar, nemendur eöa foreldrar höfðu aöstööu til að meta eða skilja. Sambandsleysið milli menntamálaráðuneytisins og þeirra sem eru að vinna i kennslustofunum hefur lengi veriö mikið, en hefur þó aldrei verið eins átakanlegt sem nú. Það hefur einmitt verið stefna þeirra sem stjórna þessu ráöu- neyti, að starfsmenn mennta- málaráðumeytisins hefðu sem allra minnst afskipti af þvi sem verið er að gera i kennslustofun- um. Ollu sliku ætti aö fjarstýra frá skrifborðunum i mennta- málaráðuneytinu. Þegar heilt skólakerfi verður að tilraunastöð. Það hefur verið unnið mark- visst að þvi nú allra siöustu ár- in, að gera skólana á skyldu- námsstigi að einni allsherjar til- raunastöð. Slikt þekkist ekki i nokkru öðru landi i viðri veröld. Tilraunir I skólamálum eru sjálfsagðar og tilraunaskólar elga fullan rétt á sér, en til- raunastarfsemi sú sem mennta- málaráðuneytið stendur fyrir I skólum landsins er hreinasta glapræöi. Það er rétt, sem fram kom hjá þeim Ellert Schram, Páli Péturssyni og Jónasi Arnasyni að miðstýringin væri oröin meiri I skólakerfinu en góðu hófi gegndi. I sannleika sagt er mið- stýringin I skólakerfinu orðin ógnvekjandi. Nefna má eitt örlitið dæmi. I grunnskólai ögunum er gert ráö fýrir, að dregið verði úr mið- stýringunni, m.a. með þvi aö landinu verði skipt f fræðsluum- dæmi undir stjórn fræöslustjóra fyrir hvert umdæmi. Eftir að frumvarpið var sam- þykkt gerði ráöuneytisstjóri persónulega nokkrar breytingar á reglugerð fyrir ráöuneytið. Að visu lagði hann tillögumar að þessum breytingum fyrir : ráðherra, sem skrifaði undir þegjandi og hljóðalaust. Ein af þeim breytingum, sem nú stendur skýrum stöfum i reglugerð fyrir menntamála- ráðuneytiö er, að fræðslustjór- arnir heyra beint undir ráðu- neytisstjóra. Það væri fróðlegt að vita hvort alþingismenn vissu almennt um þetta ákvæði, sem að visu fæst ekki staðizt lagalega ef litiö er á reglugerö- ina i heild og lögin um Stjórnar- ráð islands. Eigi að siöur gefur þetta nokkra visbendingu um að embættismennskan getur stigiö mönnum til höfuðs. Sú er ein- mitt raunin á i menntamála- ráðuneytinu. Að visu mætti um- bera þessa miðstýringu i skóla- málum, ef aö henni væri unnið af röggsemi og skynsemi, en þvi miður er hvorugu fyrir aö fara. Bragi Jósepsson ÚR YMSUM ATTUM Deilurnar um Alþýðuleikhúsið Aö undanförnu hefur talsvert • veriö deilt um Alþýðuleikhúsið, sem á uppruna sinn á Akureyri. Hefur ýmsum þótt starf þess einkennast um of af pólitiskum ástriðum, sem kenndar eru viö tiltekna stjórnmálastefnu. Þetta séu bara ómengaðir kommar, sem noti listina til á- róöurs. Það fer þó ekki á milli mála að fjölmargir hafa haft gaman af og notið þess, sem Alþýðuleikhúsiö hefur fram borið. Þö má deila um það hvort Akureyrarbæ beri aö styrkja þetta leikhús með fjármagni, sem tekið er úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa. f þann sjóö greiða „réttlátir” og „ranglát- ir”, og ekkert er skritiö við það þótt til dæmis Sjálfstæðismenn séu ekki tilbúnir að greiða fyrir list AlbÝðuleikhússins. En þaö eru aðrir, sem virð- ast tilbúnir aö aðstoða Alþýðu- leikhúsiö i menningarbar- áttunni. Leikhópurinn kom til Lundar i byrjun desember- mána&ar s.l. og sýndi þar Krummagull við góðar undir- tektir. í frétt frá stjórn íslendingafélagsins i Lundi seg- ir, aö þaö hafi vakið athygli, að Islenzkur leikhópur treysti sér til aö kynna á þennan hátt Islenzka menningu, án þess a& njóta nokkurra opinberra styrkja, en opinberir styrkir til hliðstæðra leikhúsa hafi nýlega veriö hækkaöir mikiö i Sviþjóð. Bæði i þakkarskyni fyrir heimsóknina og til þess að styðja framtak Alþýöuleikhúss- ins hafi aöalfundur Islendinga- félagsins i Lundi hinn 20. febrú- ar s.l. samþykkt, aö kaupa tvö styrktarkort Alþýðuleikhússins. Einnig býðst félagið til aö greiða götu leikhússins eftir beztu getu, ef það á nýjan leik vill ferðast um Norðurlönd og kynna þannig islenzka leiklist. Þannig má með sanni segja, að menn hafi misjafnar skoðan- ir i stjórnmálalegri leiklist. Til Rússlands fór 10,8% af heildarút- flutningi og 29,2% til Bandaríkjanna í grein eftir Ingvar A. Sigfús- son I siðustu Fjármálatiðindum erfróðlegt yfirlit um utanrikis- viöskipti Islendinga árið 1975. Þar er meöal annars kafli um viöskipti við einstök lönd, og er eftirtektarvert að glugga 1 upplýsingarnar, sem þar koma fram um helztu viðskiptalönd Islands. Helztu viðskiptalöndin 1975 að þvier varðar innflutning voru: Bandarikin, Rússland, Vestur- Þýzkaland, Holland, Danmörk, Bretland, Sviþjóö og Noregur. Innflutningurinn frá þessum löndum nam 74 af hundra&i heildarinnf lutnings. Innflutningur -frá Fri- verzlunarsamtökum Evrópu,- EFTA, nam 20,8% af heildar- innflutningi, og er þar einkum um innflutning frá Sviþjóð og Noregi aö ræða, eú hann nam tæpum 17% af heildar- innflutningi. Innflutningur frá löndum Efnahagsbandalags Evrópu minnkaði um 8,5% og nam um 45% af heildarinnflutn- ingi. Mest breyting varö á innflutningi frá Vestur-Þýzka- landi, en hann minnkaöi um 19% frá 1974. Innflutningur frá Pól- landi nam 705 milljónum króna, en var 2 milljaröar 148 milljónir 1974. Þessi háa tala 1974 stafar af skuttogarakaupum, en þá voru keyptir 5 skuttogarar en enginn 1975. Innflutningur frá Rússlandi var svipaður 1975 og 1974. Arið 1975 nam hann 7 milljöröum 781 milljón króna og var 10,4% af heildarinnflutningi. Af öðrum Evrópulöndum er helzt aö nefna innflutning frá Spáni, sem nam 702 milljónum króna 1975. Innflutningur frá Bandarikjun- um nam 9,3 af hundraði af heildarinnflutningi 1975, og var um 6,6% aukningu að ræða frá árinu áður. Ctflutningur til EFTA landa dróstsaman um 23% 1975. Eink- um minnkaði útflutningur til Noregs og Sviss, — til Noregs um 47% og til Sviss um 13%. Af EFTA-löndunum fer mestur út- flutningur til Portúgals, eöa um 11,8% af heildarútflutningi. Otflutningur til EFTA land- anna nam 19% áriö 1975 og var það 3% minni hlutur en 1974. Þá minnkaöi útflutningur til Efna- hagsbandalagsins um 21%. Þessi samdráttur stafaði af minni útflutningi til Danmerk- ur, sem minnkaði um 38% og til Vestur-Þýzkalands, sem minnk- aði um 33%. Hins vegar jókst útflutningur til Bretlands um 7%. Útflutningur til Rússlands jókst um 29% frá árinu 1974 og var 10,8% af heildarútflutningi. Útflutningur til Bandarikjanna jókst um 22% og var 29,2 af heildarútflutningi. — A.þessari töflu má sjá breytingar á inn- og útflutningi lsleijdinga til og frá Efnahags- bandalagi Evrópu, Friverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA), Austur-Evrópulanda, Bandarikjanna og annarra landa á árabilinu 1971 til 1975. EFNAHAGSBANDALAG EVRÓPU (EEC) §V-ÞÝZKALAND BRETLAND ÖNNUR LÖND FRIVERZLUNAR- BANDALAG EVRÓPU (EFTA) §5VÍÞJÓÐ BRETLAND ÖNNUR LÖND AUSTUR-EVROPU- LÖND H RÚSSLAND □ ÖNNUR LÖND ÖNNUR LÖND H BANDARÍKIN □ ÖNNUR LÖND y ■ 11 ■ — m 0. T 'M 1 v '//Ss l i I ÚTFLUTNINGUR IBðHI '71 '72 '73 '74 '75 HHBgg INNFLUTNINGUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.