Alþýðublaðið - 15.03.1977, Side 8

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Side 8
FRÉTTIB Þriðjudagur 15. marz 1977 WaSfó Islenzk skátahreyfing 65 ára á þessu ári — 250 erlendir skátar sækja landsmót skáta á Úlfljótsvatni í sumar 17. landsmót Bandalags is- lenzkra skáta veröur haldiö aö Úlfljótsvatni dagana 17.-24. júli næstkomandi. Mótiö er jafn- framt afmælismót þar sem 65 ár eru liöin frá stofnun skáta hreyfingarinnar á Islandi og skátastarf I heiminum á 70 ára afmæli. Mótiö stendur í 8 daga og mótsgjald veröur kr. 13.500 þar sem innifaliö veröur fullt fæöi, mótsmerki, dagskrárbók og þátttaka I fjölbreyttri dagskrá. Aö venju veröur veittur systkinaafsláttur, þannig aö fyrsta barn greiöir 100% gjald, annað barn 75%, þriöja barn 50% og ef fleiri eru greiöa þau 25% gjaldsins. Er þetta gert til aö létta skátafjölskyldum aö sækja mótiö. A mótinu veröur skipulag tjaldbúða þannig aö almennum þátttakendum veröur skipt niöur á 6 torg og f jölskyldubúöir veröa sjöunda torgið. Fjölskyldub'úöir eru ætlaðar eldri skátum meö fjölskyldur og foreldrum skáta sem hug hafa á aö dvelja á mótinu lengri eöa skemmri tíma. Gjald f fjöl- skyldubúöum veröur miöaö viötjaldog veröur tjaldgjald kr. 1000.00, sama hve* margir verða I tjaldi. Þeir sem i fjöl- skyldubúðum dvelja fá einnig mótsmerki og bók, svoog rétt til aö taka þátt f allri dagskrá. 1 fjölskyldubúöunum veröur verzlun sem selur mat. Á mótinu veröur pósthús meö sérstökum póststimpli, banki, minjagripaverzlun og heilsu- gæzlustöð f umsjá Hjálparsveit- ar skáta þar sem einnig veröur læknir. Mótiö munu sækja um 250 er- lendir skátar, flestir frá Noröurlöndunum, en mótiö hefur vakið verulega athygli er- lendis. —AB Guöbjörg Þorbjarnardóttir og Gunnar Eyjólfsson i hlutverkum sin- um i Endatafli. A myndinni má sjá hversu gffurlega vinna er I förö- un leikaranna. Þriðja nútímaverkið í röð flutt á Litla sviðinu: Endatafl frumsýnt á fimmtudag Þjóöleikhúsiö frumsýnir næst- komandi fimvntudagskvöld Endatafl eftir nóbelsverölauna- skáldið Samuel Becket. Endatafl er þar meö þriöja nútimaverkið I röö sem sýnt er á litla sviöinu i kjallara Þjóðleikhússins I vetur. Hin fyrri voru Nótt ástmeyjanna og Meistarinn. Hlutverk f Endatafli eru f jögur, I höndum Helga Skúlasonar, Gunnars Eyjólfssonar, Guöbjarg- ar Þorbjarnardóttur og Arna Tryggvasonar. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson en leikmynd geröi Björn G. Björnsson. Föröun annaöist Margrét Matthíasdóttir, og sagöi hún f samtali viö blaöamenn aö Endatafl væri eitt skemmtilegasta verk sem hún heföi unniö aö, enda hefur nún nóg að starfa, þar sem allir leik arar eru afskaplega mikiö „sminkaöir”. Sagöi Margrét þaö um tveggja tíma verk, fyrir fjór- Framhald á bls. 10 Félag grafískra teiknara: SEGIR UPP KJflRfl- SAMNINGUM FRfl OG MEÐ 1. MAI Aðalfundur félags grafiskra teiknara lýsir yfir andstööu sinni viö framkomnar tillögur félagsmálaráöherra um breyt- ingar á gildandi vinnulöggjöf, og telur aö þær yröu til aö skeröa réttindi launþega. Hvetur fundurinn allt launa- fólk til aö vera vel á veröi gagn- vart þessu máli og ljá ekki máls á auknum afskiptum ríkisvalds- ins af samningamálum laun- þega. Aöalfundur grafiskra teiknara samþykkti ennfremur aö segja upp gildandi kjara- samningum frá og meö 1. mai næstkomandi. —AB. Tíðarfar með eindæmum hagstætt í Ólafsvík ÓLAFSVÍKURBÁTAR MEÐ TÆP 2.200 T0NN — fyrstu tvo mánuði ársins Frá ólafsvlk. Afli Olafsvikurbáta fyrstu tvo mánuöi þessa árs hefur veriö sæmilegur. Róörar hófust þegar upp úr áramótum og hefur tiöarfar veriö meö eindæmum gott. Heldur betri afli hefur ver- iö h já línubátum en tregari i net. Um mánaöamótin janúar febrúar var tekin f notkun i ölafsvik ný bilavog og jafn- framt nýtt hafnarhús þar sem vigtarmaður veröur til húsa, hafnarveröir meö sina þjónustu og húsnæöi fyrir Haf- rannsókanrstofnunina, sem i framtlöinni mun hafa meö höndum rannsóknarstarfsemi i Ólafsvfk. Sföar er ráögert aö byggja viö húsiö undir blaut- fiskmatið. Aflahæsti bátur ólafsvíkinga 28. febrúar siöastliöinn var Garöar II, hann haföi þá farið 40 róöra og fengiö alls 256.290 kiló. Annar aflahæsti báturinn var Ólafur Bjarnason meö 218. 960 kfló. Steinunn var þriöji meö 211.060 kfló og fjóröi var Fróöi meö 200.900 kiló. Allir þessir bátar réru meö lfnu. Af netabátunum var Hag- barður hæstur meö alls 125.685 kiló, en annar varö Sveinbjörn Jakobsson með 107.800 kiló alls. Þriöji var Skálavikin meö alls 83.040 klló. —OA/AB Alþjóðaráðstefna um öryggð fiskiskipa Hjálmar R. Bárðarson varaforseti og framsögumaður ráðstefnunnar Hjálmar R. Báröarson sigl- skipa sem haldin er I Alþjóöasiglingamálastofnunar- ingarmálastjóri var kjörinn Torremolinos, Malaga á Spáni innar, IMCO. varaforseti og framsögumaöur á þessa dagana. —AB. alþjóöaráöstefnu um öryggi fiski- Ráöstefnan er haldin á vegum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.