Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMAL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 23. marz 1977 blaSið1 titgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. [ Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. NORRÆNA UNDRIÐ Þegar litið er á Norður löndin frá hefðbundnu, pólitísku sjónarmiði, eru þau fimm mismunandi ríki, auk Færeyja, Álandseyja og Græn- lands. Þrjú þeirra eru konungsríki og tvö lýð- veldi, en hin síðasttöldu geta án efa fengið full- vinnufrelsis, þar sem þeir njóta öryggis og mannréttinda, en mikil- væg löggjöf hefur verið samræmd og kemur öll- um kunnuglega fyrír sjónir. Þetta er ný tegund af ríkisheild, sem mun á komandi árum vekja komið frá fólkinu sjálfu, og hefur þvi aðeins getað orðiðað veruleika, að hún endurspeglar vilja norrænnar alþýðu til heiðarlegs samstarfs yf ir landamærin og höfin, án þess að nokkur ráði yfir öðrum. Sameiningin endurspeglar vilja til þessum löndum búa margar ólíkar þjóðir, sem tala óskyldar marg- ar tungur, og hafa ólíka stefnu í utanríkismálum, varnarmálum og verzlunarmálum sínum. Sé hins vegar litið á Norðurlöndin frá sjónar- hóli hinna einstöku borg- ara þeirra skógarhöggs mannsins í Finnlandi, iðnverkamannsins í Svíþjóð, embættismanns- ins í Noregi eða sjómannsins á íslandi, þá eru Norðurlöndin að mörgu leyti öll eitt ríki. Norðurlandabúar líta á lönd sin sem eina heild, þar sem þeir njóta algers ferðafrelsis án skilríkja, þar sem þeir njóta at- eining er, ásamt ein- hverjum beztu lífskjörum heims, einhverjum há- þróuðustu velferðarþjóð- félögum heims og auð- ugri menningu það, sem kalla má „norræna undr- ið." Norðurlöndin hafa áður verið sameinuð tvö eða fleiri í ríkisheild. Þetta hef ur gerzt í sögunni með duttlungum konungs- erfða og samruna fá- mennrar yfirstéttar. Slíka sameiningu þjóða, oft knúða fram með vopnavaldi, þekkir mannkynið alltof vel. En hin nýja sameining Norðurlandanna hefur lýðræðislegs þjóðfélags, vilja til að stuðla að friði og vináttu þjóðanna með góðu fordæmi. Við stefnum ekki að formlegri sameiningu norrænu þjóðanna. Við skiljum og virðum mis- munandi aðstöðu þeirra í utanríkis-, varnar- og við- skiptamálum. Við ætlum ekki að eyða þjóðlegum sérkennum, heldur efla þau og hlúa að minni- hlutahópum meðal okkar. Ef þetta væru aðeins pólitískar hugmyndir um samskipti ríkja, mundu f lestir segja, að þær væru óframkvæmanleg mót- setning. Þetta væri ekki hægt. En þetta er norræn staðreynd og ekki sízt árangurinn af 25 ára starfi Norðurlandaráðs, sem minnst er í dag. Væri ekki dásamlegt, ef mannkyninu tækist að efla Sameinuðu þjóð- irnar á þennan sama hátt? Er það ekki einmitt samstarf af þessu tagi, vinátta, gagnkvæmt traust, virðing fyrir hinu ólíka meðal manna og einlægur friðarvilji, sem eitt getur leitt til þess, að Sameinuðu þjóðirnar nái tilgangi sínum? fslendingar hafa sann- reynt, að engum er eins mikilvægt að vera aðilar að alþjóðlegum samtök- um og smáþjóðum. Þegar þær berjast fyrir hags- munamálum sínum, finna þær ávallt ein- hverja bandamenn í hópi annarra ríkja. Það reyndum við í landhelgis- málinu. fslendingum er þó sér- staklega mikilvægt að ástunda vel norrænt sam- starf, fyrst og fremst á vettvangi Norðurlanda- ráðs. Þetta er ekki aðeins fyrir sakir frændsemi eða vináttu, heldur vegna þeirrar stöðu fslands á jörðunni, að liggja í þjóð- braut tortrygginna risa- velda, sem vilja vingast við þennan dverg meðal sjálfstæðra þjóða. f þeim hildarleik er okkur íslendingum ómetanlegt að geta haldið okkur í hópi norrænu þjóðanna, sem hafa tengsl til vesturs og austurs, sem eru sumar háðar en aðrar óháðar bandalögum. Hjá þeim getum við leitað mótvægis gegn hinni kæf- andi vináttu risanna. Hjá þeim getum við fengið upplýsingar án þess að annarlegir hagsmunir séuaðbaki. íslanderallt önnur stærð í samhengi við hin Norðurlöndin en það gæti veríð eitt sér. Við viljum ekki verða annað frland. Því síður annað Hawaii. Við ætlum aldrei að verða banana- lýðveldi. Okkur fellur orðtak vina okkar í Lúxemburg: Við viljum vera það, sem við erum. Ein öruggasta leiðin til þess er náið samstarf við hin Norðurlöndin og virk þátttaka í Norðurianda- ráði. Þess vegna minn- umst við þess með þakklæti á 25 ára afmælinu. BGr Ásgeir Guð- mundsson kosinn formaður stjórnar Félaga skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi Fyrri stofnfundur fé- lags skólastjóra og yfir- kennara á grunnskóla- stigi var haldinn laugar- daginn 5. marz sl. að Hótel Loftleiðum, eins og komið hefur fram i Alþýðublaðinu. A fundinum voru lögö fram drög aö lögum fyrir félagiö og þau samþykkt meö nokkrum breyt- ingum. Þá var kosin stjórn, sem sitja á til siöari stofnfundar en hann skal boöa fyrir 1. október n.k. A fyrsta stjórnarfundi mánu- daginn 7. marz skipti stjórnin meö sér verkum. Formaöur Asgeir Guömunds- son skólastj. Hlíöaskóla R. Vara- formaöur Björn Jónsson skólastj. Hagaskóla R. Ritari Pétur Orri Þóröars. yfirk. Hvassal.sk. R. Gjaldkeri Þorvaldur óskarsson yfirk. Breiöh.sk. R. Bréfritari Ólafur H. Óskarsson skólastj. Valhúsaskl. Seltj.n. Meöstj. Vil- bergur Júliusson skólastj. Barnask. Garðabæjar. Meöstj. Böövar Stefánsson skólastj. Ljósafossi. Varastjórn Þráinn Guömundsson skólastj. Lauga- lækjarskl. R. Hans Jörgensson skólastj. Vesturb.skóla R. Har- aldur Finnsson yfirkl. Hagaskóla R. A sama fundi var skipað I launamálanefnd og mun hún veröa i forsvari fyrir félagsmenn i komandi samningum. A næstunni veröa send út gögn til allra skólastjora og yfirkenn- ara sem starfa á grunnskólastigi og þess fastlega vænzt aö þeir fylki liöi i hinu nýja félagi. Kópa- vogi verk Gerðar Helga- dóttur Erfingjar Geröar Helgadótt- ur, myndhöggvara hafa tilkynnt bæjarráöi Kópavogs.aö þeir séu sammála um aö gefa Lista- og menningarsjóöi Kópavogs lista- verk Geröar, sem i dánarbúinu eru, þ.e. allar frummyndir og eitt eintak af afsteypum, sem tii eru i búinu, ásamt skissum, teikningum og tillögum. Gjöf þessi er háö þvi skilyröi aö reist veröi listasafn i Kópa- vogi, sem beri nafn Geröar Helgadóttur og geymi listaverk hennar og sýni, og gegni aö ööru leyti heföbundnum verkefnum listasafns. Meö gjöfinni er gert ráö fyrir aö höfundarréttur aö þeim verkum Geröar, sem gefin verða, fylgi og aö erfingjar Geröar framselji þann höf- undarrétt til stjórnar hins fyrir- hugaöa safns, sem gert er ráö fyrir aö veröi tilbúiö á árinu 1983. t gjafabréfinu er gert ráö fyr- ir stofnun sjóös, erveröi i vörzlu stjórnar safnsins og hafi þaö meginmarkmiö aö koma fleiri af verkum Geröar i varanlegt efni. 900 félagar í Sjálfsbjörg 1 félaginu Sjálfsbjörg, félagi fatlaöra eru nú 901 félagi, 519 aöalfélagar og 382 styrktarfélag- ar. A aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega var kosinn i stjórn. Sigurður Guömundsson, sem veriö hefur formaður undan- farin 15 árt baöst undan endur- kjöri og einnig báöust Arni Sveinsson, gjaldkeri og Hlaögerö- ur Snæbjörnsdóttir, vararitari undan endurkjöri. Stjóm félags- ins skipa nú Rafn Benediktsson, formaöur, Siguröur Guömunds- son, varaformaöur, Vilborg Tryggvadóttir, ritari, Ragnar Sigurösson, gjaldkeriog Guöriöur ólafsdóttir vararitari. Félagiö hefur starfaö meö svip- uöu sniöi nokkur undan farin ár, þaö hefur gengizt fyrir Spilavist, opnu húsi föndur- og bazarvinnu, skemmtikvöldum og námsskeiði I matreiöslu og sföast en ekki sízt árshátiö. 1 júni siöast liönum var fariö i 3ja daga skemmtiferö austur aö Skaftafelli i öræfum og var sú ferö fjölmenn. Aöaltekjulind félagsins er hinn árlegi bazar, sem haldinn er I byrjun desember ár hvert, en einnig hefur félagiö tekjur af minningarkorta- og merkjasölu. Dagana 8.-13. júni á siöasta ári var niunda þing fatlaöra á Noröurlöndum haldiö I fyrsta sinn hér á landi og sátu þingið 10 full- trúar frá félaginu. Þá sátu 22 full- trúar félagsins þing samtakanna sem haldiö var i Sjálfsbjargar- húsinu dagana 8.-10. október s.l. —GEK flthugasemd 1 fréttatilkynningu til fjölmiöla um starfsemi Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra i tilefni 25 ára starfsemi félagsins 2. marz s.l. féll niður aö geta þess, aö á árunum 1957 til ársloka 1962 var Sveinbjörn Finnsson, hag- fræöingur, framkvæmdastjóri félagsins. Er hér með beöiö vel- viröingar á þessum mistökum. Stjórn Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.