Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 9
MsSm** Miðvikudagur 23. marz 1977 Nýtt verzlunarhúsnædi a Austurstræti 8-10 Einnig kaffistofa, þar sem meðal annars verður boðið upp á kakó og heit rúnnstykki Um þessar mundir er veriö aö leggja siöustu hönd á breytingar og endurbætur aö húseigninni Austurstræti 8-10.1 Húsunum sem áöur var bókaverzlun tsafoldar, veröur nú komiö «pp nokkrum verzlunum og þjónústufyrirtækj- um. Heildarskipulag og útfærslu á öllum breytingum innanhúss og utan annaöist Litla teiknistofan i Hafnarfiröi, arkitektar voru Lo- visa Christensen og Óli Þóröar- son. Meöal þjónustufyrirtækja i Verzlanasamstæöunni veröur fjölritunar- og ljósritunarstofan Rúnir. Fyrirtækiö veröur meö nýjar vélar af fullkomnustu gerö og getur meöal annars ljósritaö á löggiltan pappir, plasthúöaöan pappir og fleira. Þá annast fyrir- tækiö .offsetprentun. á eyöublöö- um, leikskrám og öörum og tekur afrit af húsateikningum. Ljósrit- að er meöan beöiö er á staönum. Verzlunin Linan hefur fært út' kviarnar og opnað nýja verzlun i Austurstræti. Linan selur létt húsgögn, aðallega itölsk, svo og ýmsa smáhluti úr tágum og bambus. Snyrtivöruverzlunin Isadóra verzlar meöal annars meö nýjar franskar snyrtivörur Sothys og Amaud. Eigandi verzlunarinnar, Ragnheiöur Harvey snyrtisér- fræöingur, hefur unniö við snyrt- ingu i 10 ár, meðal annars hjá sjónvarpinu og leggur hún áherzlu á að veita viöskipavinum sinum persónulegar ráöleggingar viö val á snyrtivörum. Tizkuverzlunin Sonja verzlar meö tiskufatnaö fyrir konur á öll- um aldri, buxur, skyrtur, kápur og annaö. Heimaey er flutt úr Miöbæjar- markaönum i Austurstræti 8. Verzlunin er meö á boöstólum fjölbreytt úrval af gjafavörum frá Bing og Gröndal, og fjölmarg- ar tegundir lampa og skerma. Djásn, er skartgripaverzlun og gullsmiöavinnustofa, sem leggur sérstaka áherzlu á sölu og smiöi innlendra skartgripa úr gulli og silfri, ásamt fullkominni viögerö- arþjónustu i skartgripum. Allar minniháttar viðgerðir veröa af- greiddar samdægurs. Daviö Jó- hannesson er eigandi en hann hefur hingað til starfaö hjá fööur sinum Jóhannesi Leifssyni gull- smiö. 1 Austurstræti 8 er einnig svo- nefndur Kynningarbás, ætlaöur fyrir ýmis. konar sölu- og kynn- ingarstarfsemi, og verður hann leigður út til lengri eöa skemmri tima. Upplýsingar veitir Eigna- miðlunin. . Fyrsti leigutaki kynningar- bássins.Hiö íslenzka bókmennta- félag,kynnir nú meðal annars Hin 14 lærdómsrit bókmenntafélags- ins, Sögu íslands Islenzkar gátur og íslenzkar æviskrár. 1 þessari viku opnar Kökuhúsiö Konditor i fyrrverandi húsakynn- um Isaföldar. A Konditor veröur boöiö upp á heitt kaffi, kakó, heit rúnnstykki og vinarbrauö svo eitthvaö sé nefnt. Gert er ráö fyr- ir aö kaffistofan veröi opin út á Austurvöll, þannig aö hægt veröi aö fá sér kaffisopa úti undir ber- um himni, til móts viö Jón Sig- urösson. —AB Ráðstefna Orlofs húsmæðra: Lög um orlof húsmæðra verði endurskoðuð Ráðstefna Orlofs hús- mæðra var haldin að Hótel Esju um siðustu helgi. Á ráðstefnuna mættu ails 80 þátttak- endur og urðu umræður fjörugar um hin ýmsu málefni. Aöalmál ráöstefnunnar var breyting sem gerð var á lögum húsmæöra, i þá átt aö rikiö sé ekki lengur meö fjárveitingu til starfseminnar, heldur sveitarfé- lögin ein. Annaö aöálmál fundar- ins var Rekstur Orlofsheimila og sumarstarfiö 1977. I framtlðinni er stefnt aö auk- inni samvinnu þannig aö hinar fá- mennari byggöir fái aöstööu og stuöning frá þeim fjölmennari og þá sérstaklega Reykjavik. í lok ráöstefnunnar var kosiö I Landsnefnd: Formaöur var kos- inn Steinunn Finnbogadóttir og stjórnaöi hún ráöstefnunni. Aörir I stjórn eru Hulda Siguröardóttir gjaldkeri, Anna Siguröardóttir ritari og Sigrún Matthlsen og Brynhildur Skeggjadóttir meö- stjórnendur. Ræöumenn á ráöstefnunni voru meöal annars Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráöherra, og gat hann þess i ræöu sinni aö hann teldi ekki aöeins ástæöu til aö styöja orlof húsmæöra, hann vildi efla þaö og bæta starfsaöstööu þess verulega. Þá fluttu ræður Sigrlöur Thor- lacius formaöur Kvenfélagasam- bands íslands, Magnús E. Guö- jónsson framkvæmdastjóri.Sam- bands islenzkra sveitarfélaga og formaöur Landsnefndar sem flutti framsögura^i. A ráöstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun: 2. ráöstefna um orlof hús- mæöra, haldin I Reykjavik dag- ana 19. og 20. mars 1977, harmar þær lagabreytingar, sem geröar voru á Alþingi 19. des. 1975 á lög- um um orlof húsmæöra, þ.e.a.s. aö fellt var niöur framlag rikis- ins, en sveitarfélögunum einum ætlaö aö veita þvi fé. Ráöstefnan litur svo á, aö meö þessari lagabreytingu hafi veriö stigiö óheillaspor, og veröi ekki snúiö viö hiö bráöasta muni starf- semi orlofsins leggjast niöur. Ráöstefnan telur eölilegast og hagkvæmast, aö fjárveitingin komi frá einum og sama aöila. Orlof húsmæöra er viöurkenning fyrir störf i þágu þjóöarheildar- innar, og ætti rlkiö þvl aö vera rétti greiöandinn, og leggur ráö- stefnan rika áhersluá mikilvægi þess. Ráöstefnan minnir á, aö hver, sem veitir eöa hefir veitt heimili forstööu án sérstakrar greiöslu fyrir þaö starf, á rétt á aö sækja um orlof húsmæðra. Ráðstefnan vill benda á, aö or- lof húsniæöra er þvil eöli sinu alls ekki sveitarstjórnarmálefni, enda éru framkvæmdir þess hvergi i höndum sveitarstjórna og hafa aldrei veriö. Fram- kvæmdin er i höndum orlofs- nefnda, sem kosnar eru af hér- aössamböndum innan Kvenfé- lagasambands Islands, starfa þær þarsjálfstætt, en eru ólaun- aðar. • • Ráöstefnan telur brýnt, aö f jár- veitingin til orlofs húsWæöra sé verötryggö og fylgi gildandi verö- lagi á- hverjum tima. Þar til end- urskoðun laganna hefir fariö fram, skuli fjárveitingin þvi eigi vera minni aö verögildi en hún var I fjárlögum 1973, áriö eftir aö lögin frá 1972 gengu i gildi. ' Ráöstefnan telur mikilvægt, aö skipting á fjárveitingu til hvers byggöarlags miöist viö ibúaf jölda I árslok áriö á undan, en fari ekki eftir fjölda húsmæöra, enda var framkvæmdin sú hjá félagsmála- ráöuneytinu á undanförnum ár- um. Ráöstefnan skorar á Alþingi og rlkisstjórn aö láta endurskoöa lögin um orlof húsmæöra hiö allra fyrsta, og aö minnsta kosti tvær konur úr landsnefnd orlofs hús- mæðra veröi kvaddar þar til. Ráöstefnan heitir á Alþingi og rikisstjórn að bregöast skjótt og vel viö þessari málaleitan. —ab SINFÓNIUHLiÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 24. marz kl. 20.30. Stjórnandi Páll P. Pálsson Einleikari Manuela Wiesler. Efnisskrá: Páll P. Pálsson — Hugleiðing um L (nýtt verk) Stamitz — Flautukonsert Rivier — Flautukonsert Beethoven — Sinfónia nr. 8. Aðföngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og Bokav. Sig- fúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. SlMONÍI HUOMSVMT ÍSLANDS |||| iHklSl I\ARÍ’H) Kau pf élagsst jóri Starf kaupfélagsstjóra við Pöntunarfélag Eskfirðinga er laust til umsóknar. Skrif- legar umsóknir ásamt upplýsingum um fjölskyldustærð, menntun, fyrri störf og meðmæli, ef fyrir hendi eru, sendist Bald- vini Einarssyni, starfsmannastjóra Sam- bandsins, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 31. þ.mán. Pöntunarfélag Eskfirðinga. Laus staða Rafmagnsveitur rikisins auglýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar: 1. Staða forstöðumanns tæknideildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og verkfræðimenntun. Laun skv. 26. launaflokki rikisins. 2. Staða forstöðumanns fjármáladeildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynsiu og hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða samsvarandi. Laun skv. 26. launaflokki rikisins. 3. Staða forstöðumanns rekstrardeildar Mikil áhersla er lögð á, að umsækjendur hafi starfsreynslu i rekstri raforkuvirkja og raforkukerfa. Laun skv. 26. launaflokki rikisins. Umsóknarfrestur er til 14. april 1977. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir rafmagnsveitustjóri rikisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.