Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 16
Skjaldhamrar Jónasar Ámasoriar frumsýndir í Texas: Sýningin sögð mikill sigur og verkinu spáð miklum frama í USA Á föstudaginn var leikrit Jönasar Arnasonar, Skjald- hamrar, frumsýnt i Midland I Texas. 1 skeyti, sem Leikfélagi Reykjavikur hefur borizt um sýninguna segir, að sýningin hafi veriö „great success” eða mikill sigur. Jónas var viðstaddur frum- sýninguna og að henni lokinni var haldin 200 manna veizla honum til heiðurs. Forstjóri leikhússins kynnti Jónas fyrir gestum, en siðan ræddi Jónas um stöðu íslar.ds i heiminum. Hann hefur einnig komið fram i sjónvarpi og útvarpi, og segir i skeytinu, að tsland hafi verið i sviðsljósinu fyrir bragðið. Þá segir, að vafalaust sé að leikrit- ið eigi „mikla möguleika” i Bandarikjunum. Það var forstjóri Midland- leikhússins, Art Cole, sem átti frumkvæöið að þvi að Skjald- Skjaldhamrar hafa veriösýndir f Iðnóá annaðár. Hér er þauHelga Bachmann og Kjartan Ragnarsson f hlutverkum sfnum. hamrar urðu fyrir valinu, en hann sá það i Dundalk á Irlandi i fyrravor. Hann mun einnig hafa hug á þvi að láta gefa verkið út á vegum Sambands háskóla- og áhugaleikhúsa, sem eru mjög virkar stofnanir i Bandarikjun- um. Margir munu fá að sjá og heyra Skjaldhamra á næstunni. Verkið verður flutt i útvarp i Finnlandi i mai, Norbotten-leik- húsið i Sviþjóð tekur það til sýn- ingar á næstunni og leikritiö kemur út i pólskri þýðingu í vor. Varnarliðsmálið: Utanríkisráðuneytid hefði leyft losun Utanrikisráðuneytinu hefur nú borizt greinargerð varnarliðsins á Keflavikurflugvelli vegna ios- unar i sjóinn á hyfkjum af hlust- á hylkjum þessum, ef eftir sliku leyfi hefði verið leitaö eins og vera beri. U tanrikisráöuneytið hefur hins vegar mótmælt þvi við varnarlið- ið, að ekki hafi verið i þessu til- felli sótt um leyfi til réttra aðila ogmun. varnarliðið héreftirfara að réttum lögum i þessum efnum. Skjálftavirknin virðist í rénum unarduflum, sem fleygt var i sjó- inn 17. þessa mánaðar. Utanrikisráðuneytið segir, að hylkjum þessum, sem eru úr ryð- frlu stáli, sé nákvæmlega lýst i greinargerðinni, jafnframt þvi að eitt hylki hafi veriö látið fylgja meö til skoðunar. Ráöuneytið segir það fullyrt, að þessihylkiséualgerlega skaðlaus og sýnist ekki ástæöa til að rengja þá staðhæfingu. Hefði ráðuneytið þvi væntanlega leyft losun I sjóinn Á siðustu mæiiönn komu 116 skjálftar fram á mælum skjáiftavaktarinnar i Reynihiið i Mývatnssveit. Viröist þvi sem skjálftavirknin sé aftur i rénun , en á mæliönninni sunnudag- mánudag mældust 133 skjálftar og sólarhringinn þar á undan 140. Af þeim 116 skjálftum sem mæidustá siöustu mæliönn voru 8 yfir 2 stig á Richter að styrk- leika og sá sterkasti mældist 2,4 stig. Að sögn vaktmannsins á skjálftavaktinni virðist sem heldur hafi dregið úr hraða landrisins á svæðinu, en þær mælingar sem fram fóru á ris- inu i gær, væru varla marktæk- ar, þareð sól sem skein á suður- gafl stöðvarhússin hefur trúlega haft áhrif á nákvæmi mæling- anna. r.EK Karin Söder, utanríkis- radherra Sviþjodar: Ekki viss um að stjórnin falli $ — þrátt fyrir deilur innan stjórnarflokkanna — Ég er ekki svo viss um aö þetta deilumál verði rikisstjórn okkar að falli, þetta hefur meira verið deiluefni i blöðum en á þingi, sagði Karin Söder utan- rikisráðherra Sviþjóðar á blaðamannafundi i gær, þegar hún var spurö hvort hún áiiti að deilur rikisstjórnarfiokkanna þar i landi um kjarnorkuver myndu fella stjórnina næstu daga. Eins og kunnugt er hafa verið deilur um það innan sænsku rlkisstjórnarinnar hvort leyfa skuli að halda áfram smiði þeirra kjarnavera sem þegar hefur veriö hafin smiði á, eða, eins og Miðflokkurihn krefst, að hætt verði viö allar frekari smiðar þar til það er sannað að slik ver séu með öllu hættulaus. Utanrikisráðherranr. kvaö Svia eiga i erfiöleikum meö orku, enda hefðu þeir ekki úr slikum orkulindum að spila sem til dæmis íslendingar. Þá var ráðherrann spuröur um þær deilur sem eru uppi i Sviþjóð um inngöngu Svia i Alþjóða þróunarbankann, en sá banki veitir aðallega lán til Suður-Ameriku og vann sér það meðal annars til „frægðar” að neita stjórn Allendes i Chile um lánafyrirgreiðslur, en styður hins vegar nú heilshugar her- foringjastjórn Pinochets þar i landi. Þykir ýmsum Svium sá félagsskapur ekki kræsilegur sem þeir lentu i með aðild að þessari stofnun, enda hafa aö minnsta kosti 15 þingmenn Miöflokksins hótað aö greiða at- kvæði gegn þátttöku Sviþjóðar i bankanum, enda sé það á engan hátt nauðsynlegt sænskum stór- iönaði að fá aðstöðu i Suður- Ameriku. En lánum þessa banka fylgja mjöggjarnan heimildir til aðildarrikja hans um vinnslu i viðkomandi fjár- þurfandi löndum. Ráðherrann kvaðst ekki vita, hvort rikisstjórnin yrði fyrir Karin Söder. einhverju áfalli á þingi vegna þessa máls. Tillityrðiað taka til þess, að sum aðildarriki hans hefðu breytt um stefnu I af- gerandi málum, og nefndi hún þar meöal annars stefnu Banda- rikjanna i mannréttindamálum. Hins vegarbæriá það aö lita, að á þinginu yrði ekki samþykkt þátttaka I bráðina, heldur aðeins að hefja viðræður una hugsanlega aðild. Að sögn Karinar Söder ræddu þau Einar Agústsson utanrikis- ráðherra um öryggismál Evrópu og undirbúninginn fyrir fund þann sem haldinn verður i Belgrad i september nk., en sá fundur er I framhaldi af Helsinki fundinum um frið i Evrópu. Þá hefðu málefni Suður-Afriku boriö á góma, landhelgismál og fleira. Hins vegar sagði hún, að þessi mál yrðu rædd nánar á fundi utan- rikisráöherra Norðurlandanna sem hefst I dag. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 alþýöu HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Séð: 1 frétt frá APN-frétta- stofunni sovézku, að upp- finningamenn i bænum Kalinin hafi búið til kerfi til að framleiða „lyktir” I kvikmyndahúsum. Ilmandi loftið berst eftir pípum úr sérstökum geymum og við hvert sæti i kvikmyndahús- inu er komið fyrir útbún- aði, sem gerir áhorfandan- um kleift að stjórna sjálfur stefnu og styrkleika loft- straumsins. Ilmurinn er auðvitað i samræmi við at- burðina, sem eru aö gerast á hvita tjaldinu. • M Lesið: I VIsi i gær, að mikil átök hafi orðið á fjölmenn- asta fundi, sem haldinn hafi verið i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i Reykjavik. Hópur manna hafi þar reynt að koma Kristni Finnbogasyni úr formannssætinu, og hafi átt að tefla Sverri Bergmann lækni gegn honum. Sverrir hafi hins vegar staðiö upp og lýsti stuðningi slnum við Kristin. Þá hafi verið stungið upp á Þorsteini Ólafssyni, kennara. At- kvæöagreiðsla fór svo, að Kristinn fékk 98 atkvæði en Þorsteinn 58. Helztu and- stæðingar Kristins á fund- inum voru Guðmundur G. Þórarinsson, Kristján Benediktsson, Helgi H. Jónsson og Eirikur Tómas- son. Sé það nú mál manna, að hægri öflin i flokknum hafi farið með sigur af hólmi i þessari lotu. ★ Lesið: I Frjálsri verzlun: „Afkoma útvegsbankans hefur verið mjög til um- ræðu manna á meðal und- anfarið. Er ljóst, að bank- inn hefur um áraraðir verið að sligast undan þungum byrðum vegna fyrir- greiðslu við fyrirtæki I sjávarútvegi. Sjaldan mun staða bankans þó hafa ver- ið jafn slæm og nú. Þaö vakti athygli, að Albert Guðmundsson, alþingis- maður, sem þekkir manna bezt til viðskipta og fjár- mála i landinu, lýsti yfir þvl á fundi nýverið, að Út- vegsbankinn yrði gjald- þrota innan skamms. ★ Tekið eftir: Aö Brautin I Vestmannaeyjum skýrir frá þvi, að Vestmannaeyja- bær hafi nýlega samþykkt að gerast styrktarfélagi i Steinsteypufélagi íslands. Hlutverk þessa félags er að vinna að framþróun stein- steyputækni á íslandi. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.