Alþýðublaðið - 06.09.1977, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.09.1977, Síða 5
alþýöu- btadlö Þriðjudagur 6. september 1977 5 Björgvin Guðmundsson: - Ræðu þessa hélt Björgvin Guðmunds- son á borgarstjórnar- fundi sem fjallaði um skýrslu embættis- manna um atvinnumál. Enda þótt þessi fundur sé aukafundur, sem boöaöur er fyrst og fremst vegna breytinga á fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar, þá sé ég ástæöu til þess aö fara nokkrum oröum um skýrslu um atvinnumál, bæöi vegna þess hversu mikilvægur málaflokkurer hér á feröinni og einnig vegna þess, aö borgar- stjóri sá ástæðu til þess aö halda sérstakan blaðamannafund um þessa skýrslu áður en hún kæmi til umræðu hér i borgarstjórn. Það var i ársbyrjun 1976, aö borgarstjóri fól nokkrum embættismönnum Reykja- vikurborgar að mynda starfs- hóp til þess aö fjalla um at- vinnumál i borginni, og þá sér- staklega meö tilliti til nýrra at- vinnutækifæra og þá einkum á sviði iönaðar, þvi að það lá fyrir að samdráttur hafði orðið i sjávarútvegi i borginni. Nauð- syn var á þvi að efla nýjar framleiðslugreinar. Borgarstjóri mun ekki hafa ritað mönnum þessum neitt sérstakt skipunarbréf, þegar hann fól þeim þetta verkefni, heldur mun hann hafa óskað eftir þessu munnlega. Hins vegar hefur það komið f ram hér i borgarstjórn tvivegis, bæði á miðju ári ’76 að ég flutti hér til- lögu um eflingu iðnaðar i Reykjavik, og einnig nú i marz s.l. er ég bar fram fyrirspurn um, hvað liði þessari könnun embættismannanna, hvert væri verkefni þessa starfshóps. 1 þessum stafshóp voru borg- arverkfræðingurinn i Reykja- vik, borgarhagfræðingur for- stöðumaður Þróunarstofnunar, yfirverkfræðingur Rafmagns- veitu Reykjavikur og hafnar- verkfræðingur. Þarna var sem sagt um að ræða nokkra af æðstu embættismönnum borg- arinnar, þarna var um að ræða menn, sem hafa á að skipamiklu starfsliði þannig að þeir hefðu átt að geta unnið sitt verk fljótt og vel og skilað góðri skýrslu. Égverð að segja það, að mið- að við þann langa tima, sem þessir menn hafa haft til stefnu, eitt og hálft ár, og miðaö vif það, hversu góða aðstöðu þessii embættismenn hafa til þess aí vinna að verki sem þessu, þá finnst mér skýrslan nokkuð rýr og raunar hefur hún valdið mér verulegum vonbrigðum. Ekki einungis vegna þess að hún undirstrikar staðreyndir sem áður voru kunnar varðandi það, að framleiðslu hafi hnignað hér i borg, einkum á sviði sjávarút- vegs, heldur einnig vegna þess að hún svarar ekki þeim spurn- ingum sem borgarstjóri beindi til höfunda skýtrslunnar, þ.e.a.s. þeim spumingum hvernig helzt væri unnt að skapa ný atvinnu- tækifæri i Reykjavfk, og þá einkum á sviði iðnaðar. 1 rauninni kemur fátt eða ekkert nýtt fram i þessari skýrslu, sem nú hefur verið lögð fram. Eins og borgarstjóri segir i inngangsorðum með skýrslunni, þá undirstrikar hún aðeins staðreyndir sem kunnar voru áður, þ.e.a.s. þær staðreyndir að sjávarútv. i Reykjavik hafi hnignað og framleiðslugreinum ýmsum hafi hnignað, en aftur á mótifjölgað störfum I þjónustu- störfum. En eins og ég sagöi áð- an, þá finnst mér öllu verra, að skýrslan svarar þvi ekki hvern- ig eigi að mæta þessum vanda, þ.e.a.s. á hvaða sviði Reykvik- ingar eigi að hasla sér völl til þess að auka framleiðsluna á ný, hvaða nýiðnað eiga þeir að reyna að stofna i borginni. Þess- um spurningum er ekki svarað. En i örlítilli skýrslu, sem borgarverkfræðingur lagði fyrir borgarráð á árinu 1976, þá var minnzt á nokkur þessara atriða, minnzt á nokkra af þessum möguleikum ogég verð að segja það, að mér fannst sú skýrsla öllu áhugaverðari og athyglis- verðari heldur en sú sem nú hefur verið dreift tilf jölmiðla og meðal borgarfulltrúa. Mér kemur þessi skýrsla þannig fyrir sjónir að hún sé fyrst og fremst bollaleggingar höfunda um það, hvernig byggðastefnan hafi leikið at- vinnulif Reykvikinga. Það er rauði þráðurinn i þessari skýrslu.að sú stefna rikisvalds- 'ins að efla atvinnulif úti á landsbyggðinni, þ.e.a.s. þessi svokallaða byggðastefna i at- vinnumálum, hafi leikið at- vinnulif Reykvikinga svo grátt, að nú séu tekjur hér orðnar lægri heldur en meðaltalið á landinu öllu, og nú sé raunar fólksfjölgunin orðin minni i Reykjavik heldur en meðaltalið á landinu öllu. Byggðastefnan er talin vera aðalástæðan fyrir þvi, að Reykjavik hefur ekki haldið sinum hlut f framleiðslu- greinum, og ekki haldið sinum hlut 1 tekjuöflun landsmanna. Ekki skal ég draga úr þvi, að þessi stefna rikisvaldsins — þessi byggðastefna rikisvalds- ins hún hefur vissulega komið riíður á Reykjavik, og á nokk- um þátt I þvi hvernig komið er atvinnumálum hér i borg. Hins vegar ereinnig um að ræða aðra ástæðu og hún er sú, að borgar- stjórn Reykjavikur hefur verið algerlega aögerðarlaus i at- vinnumálum s.l. 10 ár ef ekki lengur. Það er búið að flytja hér á hver ju einasta ári tillögur ýmist af borgarfulltrúum minnihluta- flokkanna allra eða einstökum minnihlutaflokkum um aðgerðir iatvinnumálum. Þessar tillögur hafa allar verið drepnar — þeim hefur öllum verið visað frá. Það hefur aldrei mátt gera neitt af hálfu borgarstjórnar til þess að efla atvinnu i borginni, en vænt- anlega verður nú breyting á, þegar borgarstjóra og meiri- hlutanum er orðið það ljóst, eft- ir að hafa lesið þessa skýrslu þessara embættísmanna, að á- standið i framleiðslugreinum hér i' Reykjavik er alvarlegt. En þetta eru ekki neinar nýjar staðreyndir fyrir okkur borgar- fulltrúa minnihlutaflokkanna, ekki að minnsta kosti fyrir mig, þvi að ég hefi flutt hér á undan- förnum árum ýmist einn eða i samvinnu við borgarfulltrúa hinna minnihlutaflokkanna fjöl- margar tillögur um aðgerðir i atvinnumálum, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur yfirleitt drepið allar með sárafáum und- antekningum. A miðju ári 1976 þá flutti ég hér I borgarstjórn nokkuð itar- lega tíllögu um aðgerðir til þess að efla iðnað i borginni. Helztu atriði þessarar tillögu voru þessi: Að borgin kannaði hvaða ráðstafanir væri unnt aö gera til þess að auövelda iönfyrirtækj- um að koma upp húsnæði yfir starfsemi sina. Aö borgin at- hugaði hvaða smáiðnaður hent- aði bezt i nýjum Ibúðarhverfum, og : þriðja lagi, aðathugað yröi hvaða nýiðnaður myndi heppi- legastur i höfuöborginni, með tillití til þess að auka sem mest atvinnu. Og i þvi sambandi skyldi sérstaklega athugað, hvort borgin ætti að stuðla að stofnun skipasmiðastöðvar i Reykjavik. Lagt var til, að atvinnumála- nefnd yrði falið að kanna þessi atriði og önnur sem skiptu máli i sambandi við atvinnuuppbygg- ingu I borginni. Það er skemmst frá þvi að segja, að borgarstjóri brást mjög illa við, þegar ég lagði þessa tillögu fram og sagði að ég hefði greinilega fengið hugmyndina að þessari tillögu frá vinnuhópum — starfshóp- um, sem væri að starfa á hans vegum að atvinnumálum. En eins og ég sagði þá, og hefi sagt siðan og segi enn, þá var þessi tillaga min um ýmis önnur atriði. Hún fjallaði um ýmis af- mörkuð atriði, sem starfshópur borgarstjóra hafði ekki til með- ferðar, eins og nú er komiö á daginn.Þviþaðerekki minnztá þessi atriði i þessari skýrslu, sem nú hefur veriö dreift um at- vinnumál i Reykjavik. En það er komið rúmt ár siö- an ég flutti þessa tillögu, og það var þá unnt aö drepa hana á þeim grundvelli, að verið væri að athuga öll þessi atriði af starfshóp um atvinnumál á veg- um borgarstjóra, en ég sé ekki minnzt á þessi atriði i skýrslu embættismannanna, utan eina loðna málsgrein, sem f jallar um nýiðnað i borginni, en það er ekkert farið nánar út I það þar, hvaða greinar myndu henta hel'zt hér i borg. Nú, það eru fjölmargar aðrar tillögur, sem við höfum flutt hér á undanförnum árum um að- gerðir, ekki sizt til þess að efla Bæjarútgerðina. Við höfum bent á það, að það þyrfti að koma til aukning á fiskiskipastól höfuð- borgarinnar, og svo langt sem aftur til ársins 1969 man ég það, að Alþýðuflokkurinn flutti hér mjög ítarlega tillögu einmitt um eflingu BÚR og uppbyggingu sjávanltvegs i Reykjavik, með sérstöku tilliti til þess, aö þá lágu fyrir tölur um það, að sjáv- arútvegi hefði hnignað i borg- inni. Það eru 8 ár siðan, þannig aö menn þurfa ekki að reka upp stór augu i dag, þó aö undir- strikað sé af embættismönnum, að framleiðslugreinum hafi hnignað hér i borg og þá sér- staklega á sviði sjávarútvegs. Þetta var ljóst fyrir áratug sið- an, þessi þróun hefur verið að gerast á löngum tima, ai borg- arstjórn — eða réttara sagt meirihluti borgarstjórnar hefur ekki viljað gera neinar ráðstaf- anir til þess aö reyna að snúa þessari þróun viö. Þær tillögur, sem við höfum verið að flytja hér t.d. um efl- ingu Bæjarútgerðarinnar, hafa yfirleitt mætt andstöðu og það hefur þurft að hamra á þeim lengitilþess að berjaigegn brot af þeim. Brot hefur komizt i gegn, en meira ekki. A sama tima og þetta hefur gerzt i Reykjavlk, þá hafa aðrir staöir eins og t.d. Akureyri skotið Reykjavik aftur fyrir sig á sviði sjávarútvegsmála og raunar einnig á sviði skipasmiða. Ct- gerðarfélag Akureyringa er orðið þróttmikið útgeröarfyrir- tæki, sem var efst á blaði á s.l. ári að þvi er varðaði fram- leiðsluverðmæti fiskafurða. Frystihús Ctgerðarfélags Akur- eyringa var númer eitt yfir allt landið. Þar er aðstaða mjög góö til fiskvinnslu, aðstaða fyfir verkafólkið mjög góð, vinnslu- salir mjög góðir og bærinn — Akureyrarbær á meirihluta i Otgerðarfélagi Akureyringa og hefur haft skilning á þvi að efla þetta fyrirtæki á sama tima, sem okkar fyrirtæki hefur verið að drabbast niður. Og Akureyrarbær er einnig stór hluthafi i Slippstöðinni, sem hefur framleitt stór stálskip. Reykjavik byrjaði að framleiða stálskip langt á undan Akureyr- ingum. Hér höfðum við mjög góða iðnaðarmenn, sem gátu framleittstálskip, það þurfti að- eins að koma til örlitið frum- kvæði af hálfu Reykjavikur- borgar til þess að leiða stál- smiðjurnar i Reykjavfk til sam- starfs um að mynda myndar- lega og öfluga skipasmiðastöð. Þetta var ekki gert. Þetta var gert á Akureyri. Þar kom bæði bærinn og rfkið inn i myndina til þess að koma upp myndarlegri skipasmiðastöð, sem nú fram- leiðir myndarlegustu og ágæt- ustu fiskiskip. Asama tima sem ekkertergert á þessu sviðihér i Reykj avik. Þannig mætti áfram telja. öflug iðnfyrirtæki hafa hrökkl- azt burt úr Reykjavik til ná- grannasveitarfélaganna, Kópa- vogs og Garðabæjar, vegna þess að þau hafa ekki getað fengiö lóðir undir starfsemi sina i Reykjavik. Er það byggðastefn- unni að kenna? Ég segi nei. Þeir fá ekkert betri fyrirgreiöslu úr Byggðasjóði i Kópavogi og Garðabæ heldur en þeir geta fengið hér i Reykjavík. Þeir hafa hrökklazt héðan burtu vegna þess að Reykjavikurborg — meirihlutinn — hefur ekki sýnt þessum fyrirtækjum skiln- ing og ekki getað látið þeim I té hagkvæmar lóöir undir sinn stórrekstur þannig að þeir geti haft hann allan t.d. á einni hæð og komið við hagræðingu eins og þeirgeta t.d. i Garðabæ. En gott dæmi um þetta er verksmiðjan Frigg, sem var búin að starfa lengi hér i borg — og hrökklaðist burtu vegna þess að hún fékk ekki almennilega lóö undir sina starfsemi I Reykjavik. Hún fór ekki út af neinni byggðarstefnu. Hún fór út af skilningsleysi meirihluta borgarstjórnar á at- vinnumálum. Og ég segi það enn og aftur, aö enda þótt ég viðurkenni það, að byggöastefn- an hefur — átt sinn þátt i þvi að Reykjavík hefur dregizt aftur- úr, þá á borgarstjórnarmeiri- hlutinn einnig stóra sök á þessu ástandi með algjöru skilnings- leysi á atvinnumálum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.