Alþýðublaðið - 11.09.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 11.09.1977, Side 1
alþýóu- blaðió Fjögur ár frá valdaráninu í Chile: Vid munum sigra — segir Miriam Bell, chilenskur flóttamaður, sem starfað hefur hér á landi frá því í júní 1 dag, sunnudaginn 11. september, eru fjögur ár liöin frá þvi aö herforingjaklika Pinochets hrifsaöi völdin i Chile, myrti réttkjörinn forseta landsins, Salvador AUende og fjölda fylgismanna hans, og læsti landiö i þær járngreipar fasisks einræöis og haröstjórnar sem þar hefur rikt allar götur siöan. Lýöræöisunnendur um heim allan hafa frá þvi aö valdarániö I Chile var framiö barizt gegn þvi á allan hugsan- legan hátt, myndaö félög og hreyfingar til aö gefa út upplýs- ingar um ástandiö og reynt aö senda fé og aörar nauösynjar til chileanskar alþýöu, sem lifir viö haröræöi og sult, auk þess ófrelsis sem herforingjaklikan hefur hneppt hana i. Meöal þessara samtaka er Chile Solidarity Campaign i Englandi, en það eru samtök chileanskra flóttamanna og áhugamanna um endurreisn lýðræðis i Chile. Einn af félög- um þessarar hreyfingar er nú staddur hér á landi, og hefur raunar verið i allt sumar. Það er Miriam Bell, ung stúlka, sem flúði frá heimalandi sinu fyrir tveimur árum. Miriam mun flytja erindi á samkomu sem haldin verður i Félagsstofnun stúdenta i dag kl. 15 en auk hennar mun Ingibjörg Haraldsdóttir flytja ávarp og sýnd verður kvikmyndin Félagi Viktor Jara. Alþýðublaöið ræddi stuttlega við Miriam Bell i gær, og sagðist hún vera við nám i Essex i Englandi, en hefði dvalið hér á tslandi siðan i júni. Hún er hér meö skólasystur sinni, Guðrúnu Tulinius, sem raunar mun túlka mál hennar á fundinum á morg- un. Faöir minn var i fangelsi um margra mánaða skeið, eftir valdaránið, sagði Miriam, — en viö hin urðum að fara huldu höfði, hundelt af lögreglunni. Við vorum tvær systurnar, þrir bræður og móðir okkar. Hins vegar var okkur að lokum leyft að fara úr landi fyrir tveimur Miriam Bell árum, og þá vegna þrýstings frá brezku stjórninni, vegna þess að afi minn er brezkur og viö syst- kinin þar af leiðandi af brezkum ættum. Miriam er elzt systkina sinna og fór hún til Englands með yngri systkinin en móðir þeirra varð eftir i Chile til að biöa eftir fööurnum. Sú biö varð fimm mánuðir og þá komu þau til Englands þar sem fjölskyldan býr nú öll. — Ég hef þá trú að barátta okkar muni bera sigurávöxt að lokum, sagði Miriam. — Að visu er ástandið i Suöur-Amerik’i oröið þannig, að hver fasista- stjórnin eftir aðra hefur tekið þar völd. En viö höfum timann með okkur og munum sigra að lokum. Og þá er ég staöráðin i aö flytja aftur til Chile og taka þátt i þvi uppbyggingarstarfi sem þar á eftir aö vinna. Mér hefur fundizt gott að vera hér á tslandi og fundizt fólk sýna málefni heimalands mins mikinn skilning. Þaö er mikils- vert fyrir okkur, sem stöndum i þessari baráttu, aö finna baráttufélaga og stuðnings- menn hér á landi. —hm wmmmmm—mmm—mmm—mmmmmmS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.