Alþýðublaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 3
■JjJj*"' Sunnudagur 11. september 1977 w . \ Oddur Sigurjónsson ræðir við Sigurd Helgason, hæstaréttarlögmann „Stefna Sjálfstæðisflokksins á undanhaldi og völdin að mestu hjá sérhagsmunahópum” „Þú drapst aúeins á þaö, Sig- uröur, í fyrra samtali okkar, aö ágreiningur heföi veriö upp kominn milli þfn og forystu Sjálfstæöisflokksins. 1 hverju var hann fólginn einkum?” „Hérveröég aö segja nokkra forsögu, enda veröur sitthvaö til allra sagna aö bera. Um 14 ára aldur fékk ég mik- inn áhuga á Sjálfstæöisflokkn- um, einkum formanni hans, Ólafi Thors, sem ég dáöi mjög. En þátttaka mln i stjónmálum hófst raunar ekki fyrr en I Há- skólanum. Vaka, félag lyöræöissinnaöra stúdenta klofnaöi i reynd i inn- byröis átökum. Um nokkurt skeiö haföi komiö fram veruleg tilhneiging til myndunar þröngra hópa meö ýmis sér- sjónarmiö. Þetta leiddi tilklofn- ings 1954 og niöurstaöan varö, aö listi hennar fékk aöeins 42% greiddra atkvæöá. Ég haföi á fundi varaö mjög ákveöiö viö þessari þróun og taldi árangur útilokaöan, ef haldiö væri áfram á sömu braut. Niöurstaöan varö svo sú, aö fulltrúar sérhagsmunahópanna leituöu til min um aö taka aö mér formennsku i Vöku fyrir næstu kosningar til Stúdenta- ráös. Vaka vann svo sinn stærsta kosningasigur, fékk 57% at- kvæöa og hélt meirihluta I ráö- inu næstu þrjú ár.” ,,Og þetta var þin eldskim?” „Já, og vel má vera — enda trúlegast — aö þessi reynsla min af poti sérhagsmunahópa hafi haft veruleg áhrif á vinnu- brögö min æ stöan.” „Hvaö hefur þú lengi veriö starfandi Sjálfstæöismaöur?” „1 full 30 ár, og hefi þaöan margs ánægjulegs aö minnast.” „Frekar um flokksstörfin?” „Ég hefi áöur drepiö á störf mlníHeimdalli.stjórnS.U.S. og Veröi. A þeim tima haföi ég náiö samstarf viö Bjarna Benedikts- son og fór jafnanvel á meö okk- ur: Ég hefi ætiö haft fyrir leiö- arljós i flokksstarfi, aö vera málefnalegur 1 umræöum, en jafnan veriö ómyrkur I máli. Aö flokksstörfum mínum I Kópa- vogi hefi ég áöur vikiö og þykir ekki ástæöa til aö endurtaka, eöa árétta þaö nú.” „En þá er þaö ágreiningur- inn.” „A flokkssráösfundi I Sjálf- stæöisflokknum 1971, eftir próf- kjör I Reykjavik og i Reykja- neskjördæmi, bent ég I einarö- legri ræöu á, aö ég teldi þróun- ina innan flokksins i sérhags- munahópa aö undanförnu vera ills vita. Ég leiddi rök aö þvi, aö þetta gæti «tofnaö framtiö flokksins I hættu og nefndi til mörg dæmi, sem brytu 1 bága viö lýöræöisleg vinnubrögö. Slö- arkom égaö þessu sama á kjör- dæmisráösfundi á Reykjanesi.” „Hvaö dæmi tókstu helzt?” „Fyrst vil ég taka fram, aö ég er mjög fylgjandi þvi, aö átök getioröiöum forystu flokks eöa sæti á listum. Ég hefi ætlö veriö fylgjandi prófkjörum og stuölaö aö framgangi þeirra. En próf- kjörin leysa ekki vanda.ef ann- arleg sjónarmiö leynast á bak viö þau. Og athugasemdir mln- ar snerust einmitt um slikt. Ég vil láta reyna á frambjóö- endur I prófkjöri áöur en til at- kvæöa er gengiö. Þeir eiga aö skýra baráttumál sin og þaö, sem er mikilsvert, aö þeir ræöi saman á fundum og standi fyrir svörum. Þá fyrst geta kjósend- ur valiö eöa hafnaö, þegar þeir hafa fengiö skýra grein fyrir málefnum og myndaö sér skoö- un samkvæmt þvi. Gagnstætt þessu er, ef ein- stakir sérhagsmunahópar semja I laumi sin á milli um fylgi viö eöa útilokun á einstök- um frambjóöendum. Þaö er jarövegur fyrir þá, sem tala eins og hver vill heyra, og efndir á slikum oröræöum þarf sjaldnast um aö ræöa. öllu verra er þó, ef mennn komast óátaliö af forystunni upp meö aö brjóta settar leik- reglur, eru jafnvel verölaunaöir fyrir!” ..Viö vitum nú oröiö um skoö- un þina á klikuskap. En hvaö um stefnuágreininginn?” „Ég hefi alla tib abhyllzt stefnu Sjálfstæðisflokksins, en verið ómyrkur I máli um frávik frá henni. A landsfundum flokksins hefi ég oft flutt tillög- ur, sem stuöluöu fyrst og fremst aö framgangi stefnunnar. Þar hefiég varaöalvarlega viö hinni miklu yfirbyggingu þjóbfélags okkar, m.a., veriö andvígur op- inberum rekstri um skör fram og einnig lagzt hart og ákveöiö móti einokun og auöhringa- myndun, og viljaö setja löggjöf þar um. Annar hluti Mesta áherzlu hefi ég lagt á réttlátara áhrifavald kjósenda og beina kosningu þingmanna. Þaö atriöi I stefnuskrá flokks- ins um árabil, sem var aö flokk- urinn ynni aö þjjóölegri um- bótastefnuá grundvelli athafna- og einstaklingsfrelsis og meö hagsmuni allra stétta fyrir aug- um, heillaöi mig mjög. Þetta atriöi var fellt niöur úr stjórnmálaályktunum tveggja siöustu landsfunda, sem ég sat, þrátt fyrir andmæli mln og fleiri. 1 raun telég, aö ef Sjálfstæöis- flokkurinn er ekki þess umkom- inn, aö samræma sjónarmiö allra stetta, veröi lltið úr vigorði hans: Stétt meö stétt. Þann'ig myndihannsmáttog smáttfær- ast I hóp annarra stéttarflokka, og glata slnu upphaflega frum- kvæöi sem sameinandi afl. Mestu máli skiptir þó, aö stefnan sé framkvæmd i reynd. Flokkurinn veröur aö stuöla aö þvl, aö meö réttlátri tekjujöfn- um dreifist verömætin til fólks- ins, sem hefur skapað þau. Frjálst markaöskerfi myndi, að mlnu mati, stuöla mjög aö þessu, ef rétt er á haldiö. Hér kem ég enn aö þvi, að hin auknu völd sérhagsmunahópa innan flokksins vinna ekki aö neinni málefnalegri baráttu heldur fyrir auknum eigin völd- um. Hefi ég oröiö var viö slvax- andi tilhneigingu til þess innan flokksins.” „Hvaöa rök villtu nefna fyrir þessum dómi?” „Hér er af mörgu að taka, þótt fátt verði talið. Þaö er þá fyrst, aö I framkomnum tillög- um um skattamál, eru ákvæöi, sem gang I berhögg viö stefnu flokksins. Þar á ég viö, hve fólki ertorveldaö, aö eignast þak yfir höfuöiö. Skattlagning smáfyrir- tækja er ekki háð afkomu þeirra, og fjárhagsvanda ein- staklingaerlitill gaumur gefinn. A hinn bóginn kemur þar fram stóraukinn áhugi á hagsmunum umfangsmestu fyrirtækjanna, aö mi'nu mati.” „Eru þá taldar orsakirnar fyrir þvi, aö þú yfirgafst flokk- „1 aöalatriöum, já. Þessu vil ég þó við bæta. Enda þótt ég telji mig hafa staöiö á stefnu flokksins og barizt málefnalega, hefi ég hlotið litla þökk og hljómgrunn fyrir og oft hefur andaö köldu til mín frá ýmsum flokksklikum. Aöur fyrr var landsfundur Sjálfstæöisflokksins haldinn til ab marka stefnu og samræma hin ýmsu sjónarmið. Mér er ó- gleymanlegt hvernig þeir Ólaf- ur Thors og Bjarni Benedikts- son náöu oft árangri i þvi, og gátu beinlinis lyft flokknum yfir ófrjótt dægurþras. Viö fráfall þeirra hefur oröið mikil breyt- ing til hins verra I flokknum” „Þú minntist lauslega á, Sig- uröur, aö þú værir ósáttur viö á- standiö i kjördæmamálinu og kosningafyrirkomulagi. Viltu útlista þaö nánar?” „Þaö er eindregin skoöun min, aö meö kjördæmabreyt- ingunni 1959 hafi veriö stigiö ó- gæfuspor.” „t hverju liggur þab?” „Tilgangur laganna, aö jafna kostningarréttinn, var eölilegur og sjálfsagöur. Þar skorti þó á- kvæöi til aö halda jöfnun réttar, ef fólk flyttist til i stórum stil. Þá tel ég einnig aö fráhvarf frá persónulegu kjöri þingmanna hafi verulega rýrt stööu þeirra gagnvart kjósendum, og aö sama skapi aukið flokkavaldiö. Þetta hefur reynslan sýnt þegar, maöal annars meö þvl aö aöhald kjósenda hefur aö sama skapi veikzt. Við slíkar aðstæöur sem þess- ar þjappast völdin svo innan flokkanna á fárra hendur og sjálfstæðir einstklingar meö sjálfstæöar skoöanir eiga erfiö- ara uppdráttar. Kosning þingmanna á órööuö- um listum, sem allir formenn flokkanna, nema kommúnista, hafa lýst stuöningi viö, er ef til vill til bóta, en þó allsendis ó- nógt, aö mlnu mati. Ég vil benda á, aö Vestur- Þjóöverjar hafa fariö miklu heilbrigðari leiö þar sem helm- ingur þingmanna er kosinn persónulega, en hinn sam- kvæmt eöa meö hlutfallskosn- ingum.Þar fá einnig allir flokk- ar, sem ná minnst 5% af heildar atkvæöamagni, þingmenn I samræmi viö kjósendafylgi sitt. Kjósandi kýs samtlmis persónu og greiöir atkvæöi á flokkslista, en persónukjörið er óbundiö viö flokksatkvæöiö. Flokkavaldið hefur þýttóljósariskiptinu milli hins þrihliöa valds (löggjafar- framkvæmdar- og dómsvalds) meira en góöu hófi gegnir, og fráleitt er, aö þingmenn eigi aö falla inn I embættiskerfið, sem þeir eiga aö veita aöhald, eins og nú er hér i reynd.” „Hvaö viltu segja um núver- andi stjómarfar?” „Mér.eins ogflestum sem um þaö ræöa I alvöru, er efst I huga efnahagsvandinn nú. Ég tel okkur vera aö stefna efnahags- legu sjálfstæöi okkar i fullkoma tvlsýnu meö óhóflegri skulda- söfnun erlendis og Evrópumeti 1 veröbólgu. Bágt er aö sjá aö mikil alvara fylgi þegar menn eru aö hamast á móti veröbólg- unni I orði, en stuöla aö henni á boröi. Staöreyndin er, aö þjóðartekj- ur hafa ekki vaxiö ab raungildi siöasta áratug, sem er gagn- stætt allri heilbrigöri efnahags- þróun. Samfara þessu þrffast alls- konar fjármálaspilling og si- aukinátök millistétta. Aö minu mati verður þvl aöeins mögu- legt aö snúa þessari framvindu til betri vegar, aö fundinn veröi breiöur samstarfsgrundvöllur gegn veröbólgunni, og aö viö gerum okkur I einlægni grein fyrir, aö þjóöin veröur aö snúa bökum saman rétteins og þjóöir gera þar sem styrjaldarástand rikir.” „En ertu nú alveg setztur á friöstól, Sigurður?” „Ég vilsegja, aö hjá mér hef- ur orðið talsverö lifsvenjubreyt- ing nú um tveggja ára skeið. Allir vita, aö allskonar stjóm- málavafstur gefur fáar fri- stundir og fjölskyldulífiö liöur oftast við þaö. Ég hefi verib svo lánsamur, aö hafa ekki þurft aö hafa á- hyggjur af uppeldi barnanna. Þaö á ég minni góöu eiginkonu aö þakka. En svari ég spumingunni um friðstólinn beint, vil ég segja þetta. Þaö er ebli og vani gam- alla bardagahesta aö sperra eyrun, þegar þeir heyra striös- bumburnar taka aö hljóma.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.