Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 4
Laugardagur 29. október 1977 ISSS" 4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð 1500krónur á mánuði og 80 krónúr I lausasölu. þjóðin lætur Þegar gabba sig íslendingar láta stund- um gabba sig herfilega. Núverandi ríkisstjórn hefur t.d. tekizt að slá ryki í augu margra, og það svo um munar. — Þegar síðasta skattskrá var birt voru flestir til- tölulega ánægðir með skatta sína. Samt er fólk alltaf jafn hissa á því hve illa gengur að láta mán- aðarlaunin nægja fyrir lífsnauðsynjum. En mál- um hefur verið hagrætt svo, að beinu skattarnir eru ekki nema brot af þeim sköttum, sem al- menningur greiðir. Óbeinu skattarnir eru orðnir gíf urlega háir, en dagsdaglega veitir fólk þeim litla athygli. Erfitt reynist að fá tölur um hlutföllin, en á þennan hátt er hægt að telja al- menningi trú um að skattabyrðin sé ekki svo voðaleg. Fyrirbærið gengissig er annað dæmið um gabbið. Gengisfellinguihef ur ekki verið beitt í nokkurn tíma, enda talin neyðar- úrræði hverrar ríkis- stjórnar, sem til hennar þarf að grípa. En raun- veruleg gengisfelling á þessu ári er um 20 af hundraði. Gengið er látið síga þegjandi og hljóða- laust. Þannig verður al- menningur minna var við rýrnandi verðgildi krón- unnar. Á síðustu sex mánuðum hefur gengið sigið um 9 af hundraði gagnvart Bandaríkjadoll- ara og um eða yfir 10 af hundraði gagnvart gjald- miðlum ýmissa Evrópu- þjóða. Til að skýra þetta nán- ar má geta þess, að verð á bifreiðum hefur undan- farnar vikur hækkað um nær 1/2 prósent á viku. Vestur-þýzk bifreið, sem í apríl kostaði tvær og hálfa milljón króna, kost- ar nú þrjár milljónir og eitt hundrað þúsund krón- ur. Hækkunin nemur 24 af hundraði. Eitthvað af þessari hækkun má rekja til breytinga á vestur- þýzka markinu, en gengissigið hér á landi hefur mest áhrif. Þótt það beri að meta við ríkisstjórnina, að hún hef ur reynt að halda uppi f ullri atvinnu í landinu, er þar á ferðinni einskonar gabb: falskt öryggi. At- vinnan hefur að nokkru leyti verið tryggð með ó- eðlilega mikilli seðlaút- gáfu og erlendum lántök- um. Þannig verður full atvinna ekki tryggð til lengdar. Slík stjórn á þjóðmálum getur ekki borið góðan ávöxt. Þessi þrjú dæmi ættu menn að hafa í huga, þegar ríkis- stjórnin státar af því að hafa haldið uppi fullri at- vinnu, ekki þurft að fella gengið og að hafa haldið beinum sköttum innan hóflegra marká. Þetta er stjórnmálalegt gabb. —ÁG Gleymið ekki geðsjúkum Kiwanis-hreyf ingin á l'slandi efnir í dag til al- mennrar fjársöfnunar undir kjörorðinu „Gleymið ekki geðsjúk- um". Hreyfingin hefur áður safnað fé í sama til- gangi með góðum árangri. Vert er að vekja sérstaka athygli á þessu verkef ni. Málefni geðsjúkra á Islandi hafa til skamms tíma verið feimnismál. Fyrir nokkrum árum hófstopinber umræða um geðhei I brigðismál á islandi, sem hratt af stað hægfara byltingu. Hjá langflestum fslendingum hefur orðið hugarfars- breyting gagnvart þess- um f lokki sjúkdóma. Fólk með geðræna kvilla er ekki lengur huldufólk. Þessi hugarfars- breyting er þjóðinni til sóma, og eykur líkurnar á því að takast megi á við vandann af meiri krafti og alvöru en áður. Þess vegna ber að styðja hreyfingu þeirra Kiw- anis-manna, þegar þeir leggja sitt af mörkum til að fylgja eftir þeim breytingum, sem orðið hafa til batnaðar í geð- heilbrigðismaíum. —ÁG f I hringiðunni Eyjólfur Sigurðsson skrifar Að gleyma ekki ■ ■ ■ í dag fer fram umfangsmikil kynning á málefnum geðsjúkra, sem Kiwanishreyfingin á Is- landi stendur fyrir. Kjörorð hreyfingarinnar i þessari lands- söfnun er „Gleymum ekki geð- sjúkum”. Árið 1974 I október, fór fram fyrsta landssöfnun á vegum Kiwanishreyfingarinnar og gekk hún mjög vel. Lykill er merki líknarstarfs Kiwanis- hreyfingarinnar á Islandi, og seldust 40 þúsund lyklar 1974. Það var mjög ánægulegt er við heimsóttum landsmenn 1974 hversu vel fólk tók beiöni okkar um að láta af hendi rakna and- virði lykilsins. Það var okkur ljóst að kvöldi þessa dags, aö fólk haföi skilning á þeim vandamálum sem við höfðum vakið athygli þess á. Að loknum þessum degi kom i ljós að safnast höfðu nettó 3.2 millj. Þessum peningum var siöan varið þannig að 2.6 millj- ónir fóru til tækjakaupa i nýja verndaða vinnustofu I Klepps- spftala og 0,6 milljónir til kaupa á tækjum vegna geðdeildar Akureyrarspltala. Báðar þessar framkvæmdir gjörbreyttu aðstöðu og mögu- leikum i þessum stofnunum. 1 upplýsingum frá forstöðumönn- um á Kleppsspitala segir m.a. um vinnu fyrir geðsjúka: Þvi miður tekst ekki alltaf svo vel til og er þá nauðsynlegt að geta séð sjúklingunum fyrir vernduöum vinnustöðum þar sem tekið er tillit til örorku þeirra og þeir geta fengið vinnu til langframa. 1 þessum hópi eru margir, sem eiga við geðræn vandamál að striða og eiga erfitt með að aðlaga sig vinnu- tima, vinnuhraöa og vinnufélög- um. Vinnulækningar, eða iöju- þjálfun, eru snar þáttur, ekki aðeins i endurhæfingu, heldur i allri meðferð geðsjúkra. Þess vegna hefur alla tið veriö lögð mikil áhersla á slíka starfsemi við geðsjúkrahús. Iðjuþjálfun er og veigamikil f framhaldsmeð- ferð þeirra sem dvalið hafa I geödeildum. í þessum efnum er þó engan veginn nóg að gert. Vantar mikið á að fullnægt sé þörfum geösjúklinga og þeirra, sem eru öryrkar af völdum geð- sjúkdóma, fyrir iðjuþjálfun og verndaða vinnustaði. Geösjúk- dómar eru örorkuvaldur að meira eöa minna leyti hjá a.m.k. þriðjungi örorkullfeyris- þega. Með bættri aöstööu til iðjuþjálfunar og endurhæfingar mætti eflaust gera iif margra þessara einstaklinga miklum mun fyllra og bærilegra en nú er. Þáttur Kiwanis. A árinu 1975 gáfu Kiwanis menn Kleppsspltaianum hluta af ágóða merkjasölu sinnar frá 3ESS 1974 til þess að bæta aðstööuna fyrir arðbæra starfsþjálfun. A vorinu 1976 komst framleiðsla á veggjahlutum á skrið í Bergiðj- unni, en svo er nefnd starfsemi Kleppsspitalans, sem veitir sjúklingum tækifæri til að þjálf- ast við verksmiðjuvinnu. Geð- verndarfélag íslands lagöi einn- ig fram fé til að greiöa stofn- kostnaö við þessa starfsemi. A þvi rúma ári, sem verksmiöjan hefur starfað hefur framleiöslu- verðmæti hennar numið 14 millj. króna og 46 sjúklingar hafa starfað við hana I mis- munandi langan tima, aö jafn- aði 8-121 senn. Laun eru greidd I samræmi við afköst, allt upp I 60% af Iöjutaxta. Framleiösla veggjahlutanna hefur einnig oröið lyftistöng undir ýmsa aðra þætti iðjuþjálfunarinnar og sjúkiingarnir hafa fengið ýmis fleiri verkefni, svo sem hreins- un og þvott á bilum, frágang á iðnvarningi og i athugun hefur verið að koma á fót smáiðnaði I viðbót við það sem fyrir er, en þar er aöallega um að ræöa heimilisstörf ýmis konar, smlö- ar, vefnað, leirmunagerð, hann- yrðir og föndur. Eins og áður segir ber brýna nauösyn til að auka þessa starf- semi á spítalanum, en jafn- framt að koma á fót starfsemi utan spitalans i tengslum við það, sem þar er fyrir, til þess að þjálfa sjúklingana nær hinum almenna vinnumarkaði. En eins og er eru örðugleikar á aö koma sllkri starfsemi af stað vegna fjárskorts. Kiwanishreyfingin hefur hér brotið blað I sögu geðsjúkra. Hreyfingunni hefur tekist aö fá menn til að leiöa hugann að vandamálum geðsjúkra og þaö var nauösynlegt. Vandamál geðsjúkra eru ekki eingöngu vandamál þeirra, okk- ur koma þau við. Almenningur verður að vera sá bakhjarl sem tryggir geðsjúkum þá aðstoö sem þeim ber, bæöi læknisað- stoð og félagslega aðstoö. Keyptur lykill I dag er stuðn- ingur við lausn þessara vanda- mála en viö verðum um alla framtlð að vera vakandi um hag þessa fólks og annarra sem eru sjúkir og þurfa á aöstoö okkar að halda. : ^gc.,ie

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.