Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 254. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Vísitölubreyting gæti þýtt uppsögn samninga Sambands- stjórnar- fundur ASÍ: „Forystumenn stjórn- arfiokkana hafa undan- farið haft í hótunum um að skerða árangur júnisamninganna. Leggja verður áherzlu á að sam- kvæmt samningunum eru þeir uppsegjanlegir/ ef stjórnvöld breyta ákvörð- unum um verðbótavísi- tölu eða fella gengi islenzku krónunnar"/ segir i ályktun sem fund- ur Sambandsst jórnar Alþýðusambands Islands gerði um kjaramál á fundi sínum nú um helg- ina. t ályktuninni er bent á að verðbólgan hér á landi, sem verið hefur 30-40% undanfarin ár hafi mjög skert kaupmátt launa frá árinu 1974 fram á mitt þetta ár. Með júnisamningunum hafi tekizt að snúa þessari þróun yið og siðari hluta þessa árs hafi kaupmáttur taxtakaups verka- fólks verið nokkru hærri en hann var að meðaltali árið 1974. Þess er getið að i kjölfar mik- illa kauphækkana velti atvinnu- rekendur kostnaði vegna þeirra út i verðlagið, fái þeir aðstöðu til þess: Þvi sé mikils aðhalds þörf. Siðustu mánuði hafi gengissig og veröbólga aukizt og sé þvi ljóst að mikið vanti á að stjórn- völd hafi náð tökum á efnahags- vandanum. Fundurinn bendir á að þjóð- hagslegar forsendur hafi batnað frá þvi sem gert var ráð fyrir þegar samningarnir voru undir- ritaðir og svigrúm sé þvi meira en áætlað var. Gert var ráð fyrir 5% aukningu þjóðartekna milli áranna 1976 og 1977, en nú sé spáð 7-8% aukningu. Aukin hagkvæmni Krafizt er hagkvæmni i rekstri opinberra fyrirtækja jafnt og fyrirtækja i einkaeign. Einnig að fjárfesting sú sem ráðizt er i i landinu nýtist til atvinnuuppbyggingar og auk- innar framleiðslu og við ákvarðanatöku sé ekki einungis miðað við afkomu eigenda fyr- irtækja heldur og starfsfólks og mikilvægi starfseminnar fyrir þjóðarbúið i heild. Verkalýðssamtökin með í ráðum 1 ályktun Sambandsstjórnar ASl er farið fram á að allar breytingar á skattamálum verði gerðar i nánu samráði við verkalýðshreyfinguna. Stefna verði að þvi að draga úr sveifl- um' i efnahagslifi þjóðarinnar. Verðbólguvandann verði að leysa og treysta gengi krónunn- ar. Úrlausnir veröi að miðast viðaðvaranlegt jafnvægi náist i efnahagsmálum. Varað við svikaáróðri Sambandsstjórnin telur að veröi ekki i einu og öllu staðið viö gerða samninga frá þvi i sumar hafi rikisstjórnin og atvinnurekendur fyrirgert þvi trausti sem til þeirra hefur ver- ið borið sem heiðarlegra við- semjenda og það þvi fremur sem engar aðstæður hafi breytzt til hins lakara frá þvi að samn- ingarnir voru gerðir. Verkalýðsfélögin og allur almenningur er hvattur til að vera á verði gagnvart þeim svikaáróðri sem tekið er að örla á og til að vera viðbúin aö hrinda öllum tilraunum sem gerðar kynnu að vera til að eyðileggja þann ávinning sem náðist i júnisamningunum verkalýðsstéttinni til handa.ES — varað vid svikaáróðri limræður utan dagskrár á Alþingi: Hugmyndir um herflugvöll á Austurlandi? LÚÐVIK JÓSEPSSON (AB) kvaddi sér hljóðs ut- an dagskrár á þingi í gær og gerði að umtalsefni ræðu þá er Geir Hallgríms- son héltá fundi flokksráðs Sjálfstæðisf lokksins s.l. föstudag. Þar f jallaði Geir Hallgrímsson um veru is- lands í NATÓ og dvöl bandariska hersins hér og spurninguna um gjaldtöku af Bandaríkjunum vegna dvalar hersins. Hann sagði siðan: „Æskilegt væri, að við hættum þó að deila um þessi einföldu grundvallaratriði og gætum heilshugar snúið okkur að hinu, sem ávallt á að vera ihugunar- og umhugsunarefni, hvort gera þurfi frekari ráðstafanir til varnar i landinu en nú er. Verði niðurstað- an sú, t.d. eftir slikt mat, að byggja þurfi nýjan fiugvöll , t.d. á Austurlandi eða annars staðar og leggja vegi sem tengi flugvellina, verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, aö við verðum að sætta okkur við aukin umsvif varnar- liðsins. Slikur flugvöllur, reistur i varnanna þágu, kallar á lið og herbúnað til þess að hann komi að gagni. Allar aðrar þjóðir hafa i raun og veru þurft að fram- kvæma slikt mat og meta hve mikil umsvif og höft þær vilja leggja á daglegt lif sitt á friðar- timum til þess að vera viðbúnar árás eða ófriði eða koma i veg fyrir ófrið”. Lúðvik krafði forsætisráðherra skýringa á þessum ummælum sinum. Geir Haligrimsson (S) sagði enga beiðni varðandi aukin um- svif bandariska hersins hafa komið til stjórnvalda og engar umræður farið fram hjá rikis- stjórninni. Hann kvað hugmyndir um flugvöll á Austur- eða Norð- austur-landi hins vegar ekki nýj- ar, þær hafi til dæmis komið fram i skrifum Sigurðar Lindals fyrir fáeinum árum. Þá sagði forsætis- ráðherra að i ræðu sinni á flokks- ráðsfundinum hafi verið fólgin aðvörun til manna sem vilja fá vegi og flugvelli i skiptum fyrir afnot af landi undir herinn. Ef til þess kæmi að NATO teldi sig þurfa að auka viðbúnaö á Islandi, þá myndu óskir þar að lútandi verða metnar af rikisstjórn ís- lands og Alþingi og teknar til greina aðeins ef þær væru taldar þjóna öryggis- og varnarmálum landsins. Kjartan Ólafsson (AB) gerði ummæli annars ráðherra Sjálf- stæðisflokksins á flokksráðsfund- inum að umræðuefni. Vitnaði hann i Visi i gær, þar sem haft er eftir Gunnari Thoroddson, iðnaðarráðherra, að „Islendingar geti ekki lagt varanlega vegi af eigin rammleik”. Benti þing- maðurinn á að ummæli Geirs, sem fyrr eru rakin, kæmu nú opinberlega fram aðeins fáeinum dögum eftir prófkjör Sjálfstæðis- flokksins, þar sem „aronskan” hafi hlotið fylgi um 7.000 flokks- manna. Lúövik Jósepsson (AB) sagði að rétt væri að rætt hefði verið um flugvallargerð á Austurlandi áð- ur, en þá hefði aðeins verið talað um varaflugvöll fyrir alþjóðlegt flug en ekki hernaðarflugvöll, eins og forsætisráðherra hefði rætt opinskátt um. Taldi Lúðvik að það hafi verið „slysni” hjá Geir að nefna þetta mál, en „ég á bágt með að trúa þvi að ekki sé meira á seyði”, sagði þingmaður- inn. Einnig tóku þátt i þessum um- ræðum þingmennirnir Jónas Arnason(AB), Magnús Kjartans- son (AB) og ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, en hann gegnir nú störfum utanrikisráð- herra i fjarveru Einars Agústs- sonar. Frumvarp Alþýduflokks- manna um verdlagsmál land- búnadarins Verðlags- kerfinu verði breytt Sighvatur Björgvinsson og Benedikt Gröndal hafa lagt fram á þingi frumvarp tij laga um breytingu á lögum um framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðl- un og sölu á iandbúnaðarvör- um. Er tilgangur frumvarps- ins sagður sá að visa á leiðir til þess að komast út úr þeim ógöngum sem rikissjóöur er kominn i vegna greiöslu út- fiutningsbóta á landbúncðar- vörur. Með frumvarpinu fylg- ir itarleg greinargerð til skýr- ingar frumvarpinu og er þar greint frá núverandi skipan verðábyrgðar og þeirn leiðum sem frumvarpið geri ráö fyrir. „Með frumvarpi þessu er bent á færa leiö með breyting- um á núverandi kerfi verð- áby rgðar (útflutningsbóta) sem er i senn varfærnisleg og tekin i áföngum á talsvert löngum tima. Af ummælum ýmissa þingmanna má ætla, aö skilningur hafi nú loks skapaztáþeim /anda.sem við er að etja, og vilji sé fyrir skynsamlegum úrbótum. Vilja þingmenn Aiþýðuflokks- ins þvi iáta á það reyna með flutningi þessa frumvarps”, segir i greinargerð. Sjá bls. 3. Rúmar 6 milljónir hafa safnazt í A-77 Söfnuninni lýkur 15.desember Fjársöfnun Alþýðu- flokksins/ A-77/ hefur gengið vonum framar og er nú að mestu lokið. Þeg- ar hafa safnazt rúmlega 6 milljónir króna/ sem allt eru frjáls framlög stuðningsmanna flokks- ins. Formlega lýkur söfnuninni 15. desember. Lokaátakið verð- ur gert 1. til 15. desember, og eru allir, sem hafa hug á þvi að leggja eitthvað af mörkum, beðnir að hafa samband við flokksskrifstofuna i sima 29244. Söfnunin er mjög nærri þvi marki, sem sett var við upphaf hennar. Söfnunarfé hefur verið varið til að greiða gamlar skuldir flokksins og hefur nú tekizt að borga verulegan hluta þeirra: Þessar skuldir hafa leg- ið eins og mara á flokknum og fært flokksstarfið i fjötra. Eftir þessa söfnun og greiðslu skulda eru bjartari dagar frám- undan i flokksstarfinu og er öll- um þakkað, sem þegar hafa lagt hönd á plóginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.