Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 3 Frumvarp Alþýduflokksmanna um verölagsmál landbúnadarins: Verðlagskerfinu verði breytt í áförigum — landbunaðarframleidslan þjóni ávallt innanlandsmarkaði Tveir af þingmönnum Alþýðu- flokksins, þeir Sighvatur Björgvinsson og Benedikt Gröndal, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðarvör- um- Er tilgangur þess sagður i greinargerð vera sá, að „benda á leið út úr þeim ógöngum sem þjóðarbúið er komið i vegna greiðslu verðábyrgðar úr rikis- sjóði á útfluttar landbúnaðar- afurðir (útflutningsbætur). t þeim efnum hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina að undanförnu uns i algert óefni er nú komið þegar flytja getur þurft út um eða yfir 30% af framleiðsluafurðum einn- ar búgreinar og greiöa úr rikis- sjóði i verðbætur af þeim sökum upphæðir, sem taldar eru i þús- undum milljóna króna”. I frv. er gert ráð fyrir að inn i 1. gr. laganna komi eftirfarandi kafli: „I fjárlögum hvers árs skal ráð fyrir þvi gert, að rikissjóður ábyrgist að tilteknu marki greiðslu á þeim halla, sem bænd- ur kunna að verða fyrir vegna út- flutnings á sauðfjárafurðum ann- ars vegar og nautgripaafurðum hins vegar. Verðábyrgð sam- kvæmt framansögðu skal miðuð við hvora þeirra. Á hverju verð- lagsári getur slik verðábyrgð mest orðið sem nemur 10% af framleiðsluverðmæti nautgripa- afurða vegna útflutnings á afurð- um þeirrar búgreinar og mest 12% af framleiðsluverðmæti sauðtjárafurða vegna útflutnings á þeim afurðum”. bá er og gert ráð fyrir bfrv. að rikissjóði sé heimilt að ábyrgjast greiðslu á þeim halla, sem bænd- ur kunna að verða fyrir vegna útflutnings á sauðfjárafurðum, allt að þvi marki sem hér segir: Fyrir verðlagsárið 1978/79 allt að 20% af framleiðsluverðmæti sauðfjárafurða. Fyrir verðlagsárið 1979/80 allt að 18%. Fyrir verðlagsárið 1980/81 allt að 16%. Fyrir verðlagsárið 1981/82 allt að 14% af framleiðsluverðmæti sauðfjárafurða. Of f ramleiðsla á sumum sviðum Fjárlagafrumvarpið fyrir 1978 gerir ráð fyrir að varið verði tæp- lega þremur milljörðum til þess að standa undir halla af útflutn- ingi, sem skapast vegna offram- leiðslu landbúnaðarvara, sér- staklega kindakjöti, en einnig mjólkurafurðum. Hefur orðið mikil aukning i greiðslu útflutn- ingsuppbóta á allra siðustu árum, bæði i krónum og raunverulegum verðmætum. Flutningsmenn leggja áherzlu á nauðsyn þess að breyta núgildandi verðlagskerfi landbúnaðarins og segja að ekki leiki á þvi vafi, að þetta kerfi hafi beinlinis, ásamt öðru, stuðlað að mjög óæskilegum framleiðslu- háttum i islenskum landbúnaði, þannig að framleiðslan fyrir inn- anlandsmarkað með eðlilegum og óhjákvæmilegum sveiflum milli ára, sökum árferðis og markaðs- afstæðna, hafi ekki reynzt það markmið framleiðslunnar sem eðlilegt og sjálfsagt væri. ,,Þann- ig hefur verið horfið frá þvi markmiði landbúnaðarfram- leiðslunnar, sem var fyrir gildis- töku ákvæðanna um verðábyrgð rikissjóðs frá 1959, að framleiðsla landbúnaðarafurða taki mið af þörfum innanlandsmarkaðarins og hefur framkvæmd verð- ábyrgðarinnar án efa átt stóran hlut að þvi máli”....,,Ljóst er áð ef snúið yrði við blaðinu i einu vetfangi og breytt um kerfi verö- ábyrgðar rikissjóðs vegna út- flutnings landbúnaðarafurða, þannig að útflutningsbætur lækk- uðu i einni svipan, þá myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bændur. Viðbrigðin yrðu jafnvel svo mikil og snogg, aö jafnvel enn alverlegri vandi Framhald á bls. 14. ----—-------r- — "'l*... ■ . OLIUVERZLUN ÍSLANDS HF. BENZ/N ggl m m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.