Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 29. nóvember 1977' Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. (Baukne cht ^ veit hvers konan þarfnast SAMBAND ISLENZKI 1 f JL ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900 hennar fór á vertíö á veturna, sá hún að miklu leyti um skepn- urnar. Sem elsta barn gætti hún þeirra yngri og hafði sterka ábyrgðartilfinningu gagnvart systkinum sinum, sem entist alla æfi. Amma mundi vel jarð- skjálftana miklu 1896, þegar jörðin skalf um allt suðurlands- undirlendið og margir bæir féllu. Var þá litlum börnum hugsað til heimsendis, en jarð- skjálftanóttina var búið urn börnin i Gljúfurholti undir ber- um himni i nýhirtu heyi og brekán breytt yfir. Gljúfurholt stendur i þjóð- braut og var þar tiður gesta- gangur, enda vel tekið á móti hverjum, sem að garði bar, þótt börnin væru mörg og þröngt um fólkið. Þar var oft hlúð að svöngum og köldum ferðalöng- um, sem voru á leið úr veri eða suður til Reykjavikur. Amma vann að búi foreldra sinna þar til hún var þritug. Arið 1919 gekk hún að eiga Simon Simonarson frá Bjarnastöðum i Hjallahverfi i Ölfusi. Þau höfðu þekkst frá barnæsku, þvi vinskapur hafði verið með feðrum þeirra, og þeir verið skipsfélagar. Simon hafði ungur farið til róðra og eignast skip, og gerði út frá Herdisarvik. Var hann seinasti formaðurinn þar. Þegar þau gengu i hjónaband, tókst þeim að fá húsnæði á Eyrarbakka, og bjuggu þar fyrstu árin. Þótt hugur ungu hjónanna hafi stefnt til landbúnaðar, var ekki um slikt að ræða, þar sem jarðnæði lá ekki á lausú. Fljótlega fluttu þau til Reykjavikur, þangað sem straumurinn lá, og afi réðst á togara. Eitt sinn var hann hætt kominn, er togarinn Asa, sem hann var á, strandaði undir Svörtuloftum, en mannbjörg varð. Árin sem i hönd fóru voru erfið, börnin fimm , kreppa, þröngur húsakostur, veikindi og vinnuþrælkun. Amma réðst i fiskvinnu til að hjálpa upp á sakir og vann i fiski i 10 ár. Sim- on afi minn hætti brátt á sjónum og 1931 keypti hann vörubil og hóf akstur. Lét hann smiða boddi á bilinn og flutti fólk i skemmtiferðir á sumrum. Var hann einn af stofnendum vöru- bilstjórafélagsins Þróttar. Arið 1934 hófu þau hjón að reisa hús að Þorfinnsgötu 8. Var það reist af stórhug og framsýni, en litl- um efnum. Upp úr þessu fór að hægjast um, börnin að komast upp og efnahagurinn varð betri. Þau bjuggu svo að Þorfinnsgötu 8 upp frá þvi. Simon lést 24. ágúst 1960, en amma min bjó þá áfram i húsinu ásamt tveim dætrum sinum og þeirra fjöl- skyldum. Börn þeirra eru Giss- ur, Ingunn, Margrét og tvibur- arnir Kristin og Simon Þór- oddur. Amma sagði okkur krökkun- um stundum sögur frá bernsku- dögum sinum, frá smala- mennskunni, frá þeim kynlegu kvistum sem gistingar beiddust i Gljúfurholti og frá lifinu i torf- bæjunum gömlu, fátæktinni, og þeirri glaðværö, sem rikti þar þrátt fyrir allt. Sem elsta barn foreldra sinna var hún vön að stjórna hópnum, og ráöagóð þótti hún, þegar taka átti mikil- vægar ákvarðanir, margir leit- uðu til hennar i nauðum sinum. Eftir að amma fluttist á Þor- finnsgötuna, skaut hún oft skjólshúsi yfir ættingja sina og aðra, sem húsnæði vantaði og bjuggu lengst tvær systur hennar á háaloftinu. Amma tók virkan þátt i öllu félagsstarfi eftir komuna til Reykjavikur. Ber þar fyrst að nefna verkalýðshreyfinguna, en hún var virkur félagi i verka- kvennafélaginu Framsókn fram á siðustu ár. Bar hún hag þess félags mjög fyrir brjósti, og sat á timabili þing Alþýðusam- bandsins, sem fulltrúi þess. Stéttarvitund ömmu skipaði henni i stjórnmálum i flokk með jafnaðarmönnum, og starfaði hún mikið i kvenfélagi Alþýðu- flokksins. Kvenréttindamál lét hún einnig til sin taka, var i Kvenréttindaíélagi Islands, og einnig sýndi hún Kvennadeild Slysavarnarfélagsins mikla ræktarsemi. Vil ég leyfa mér að halda að Ingibjörg hafi verið eftirsótt i öllum félögum, þvi skyldu sinni brást hún ekki, og var óspör á að leggja sitt af mörkum, ef málefnið var gott. Simon og Ingibjörg voru mjög kirkjurækin, og man ég það sem litil stúlka, er amma og afi voru á leið til kirkju á sunnudögum. Klæddist hún þá jafnan peysu- fötum, og bar þau höfðinglega. Málefni Frikirkjusafnaðarins voru þeim hugleikin, og störf- uðu þau mikið að þeim, hún i kvenfélaginu en hann i bræðra- félaginu. Er aldurinn færðist yfir, börnin búin að stofna sin eigin heimili og tómstundirnar orðn- ar fleiri, var setið við og prjónað hverja stund sem gafst. Barna- börnunum fjölgaði ört, svo nóg var af smáfólki, sem hafði not fyrir framleiðsluna. Margar litlar hendur hafa vettlingarnir hennar ömmu yljað. Stundum spann hún á rokk og kamba átti hún, og hafði hún gaman af stór- um forvitnisaugum barnanna, er hún vann ullina, eins og gert hafði verið i hennar ungdæmi. Amma lét sér mjög annt um okkur barnabörnin. Aldrei vant- aði hosur eða vettlinga, og þeg- ar leið að jólum hvildi mikil leynd yfir henni, er hún kom heim úr bænum hlaðin pinklum. Allir skyldu fá jólagjöf, ekki að- eins ömmubörnin, heldur einnig langömmubörnin , þegar þau svo bættust við. Nú er komið að leiðarlokum, amma horfin af sjónarsviðinu, en eftir lifir minningin um lit- rika konu, stórlynda og rausnarlega, dgglega og kraft- mikla. Viö, sem ólumst upp undir hennar verndarvæng, geymum með okkur minningar um ömmu i starfi, lif og fjör allt i kring, þar sem hún stendur i sláturgerð á haustin, að basar- undirbúningi i skámmdeginu, i veisluhöldum um jólin og i kartöflurækt á vorin. Blessuð sé minning hennar. Lára. VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Minning Ingibjörg Gissurardóttir f. 30.8. 1888 — d. 20.11. 1977 I-karaur Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smffiaðar eftir beiðni. CLUGGASMIÐJAN Síðumúla 20 — Simi 38220 í dag, þegar Ingibjörg Gissur- ardóttir er öll og verður senn til moldar borin, til hinstu hvildar, er undirrituðum efst i huga þakklæti til hennar fyrir ánægjulega og lærdómsrika samfylgd. Þessi samfylgd var ekki löng, þvi að Ingibjörg var komin talsvert á niræðisaldur- inn, þegar fundum okkar bar að i fyrsta sinni. Hafði hún þá þegar gengið langan veg og strangan. Má lesa um þá vegferð i bókinni ,,5 kon- ur” eftir Vilhjálm S. Vilhjálms- son, sem gefin var út árið 1962. 1 þessari bók á Vilhjálmur tal viö 5 konur, þar á meðal Ingi- björgu. Segir hún þar frá ævi sinni, tæpitungulaust, frá þvi að hún var i föðurhúsum og þar til hún er flutt i hús sitt viö Þorfinnsgötu 8. Mér er ennþá i fersku minni dagurinn, þegar þessi lágvaxna en snarlega kona birtist i dyrun- um á miðhæðinni á Þorfinns- götu og bauð mig velkominn i húsið. Ég hafði áður vitað um aldur hennar og ýmislegt, sem á daga hennar hafði drifið og undraðist yfir, hversu létt hún var i fasi og skýr i hugsun. Þetta var á miðju sumri, þegar sól er hæst á lofti og náttúran öll i sinu fegursta skarti. Eftir að hafa spurt mig um ætt mina og uppruna eins og hennar var háttur, þegar hún átti tal viö ókunnuga, barst tal okkar fljótlega að góða veörinu og hinni islenzku náttúru, sem hún þreyttist aldrei á að dásama. Hafði ég strax yndi af að hlusta á hana segja frá heimahögum sinum og hinum mörgu stöðum á landinu, sem hún hafði ferðast um. Atti ég siðar eftir að komast að þvi, hversu góður og skemmtilegur feröafélagi Ingi- björg var. Fórum við oft saman i ferðalög um nærliggjandi sveitir og var hún óspör á að miðla okkur ferðafélögum hennar af fróðleik sinum. Fannst okkur stundum eins og hún þekkti öll örnefni á náttúr- unni og heiti á bæjum og ibúum þeirra. Minnisstæð er mér ferð, sem ég og dóttir hennar fórum með hana austur i Mýrdal og skyldi haldið að rótum Sólheimajökuls. Ingibjörg var þá orðin 84ára gömul. Taldi hún sig aldrei hafa komið nógu nærri jökli og átti nú að bæta úr þvi. Þegar við höfðum keyrt eins nærri jöklinum og hægt var og stigið út úr bilnum til að horfa á hann, var það eigi nóg. Urðum við að ganga með hana upp að jökulröndinni til að hún næði að koma við hann. „Þetta er mér nóg”, segir hún siðan, ,,og nú get ég þó sagt, að ég hafi komið við jökul”. Þannig var Ingibjörg, heil og sönn I öllu, sem hún sagði og gjörði. Ingibjörg fylgdist með öllu, sem var að gerast i kringum hana fram á siðustu árin, sem hún lifði. Lét sig allt mannlegt varða og tók þátt i hvers konar umræðum um menn og málefni. Hafði áhuga á stjórnmálum og skipaði sér i raðir félagshyggju- manna. Hún var trúrækin og virkur meölimur i Frikirkjusöfnuðin- um i Reykjavik. Aldrei varð maður var við neina beiskju i frásögn hennar, þegar hún var að lýsa kjörum fólks eða sinum á uppvaxtarár- um hennar i Gljúfurholti. Þvert á móti var frásögn hennar á þann veg, að maður veltist um af hlátri. Var stundum ekki laust við, að maður skammaðist sin fyrir að kvarta yfir þvi, sem i hennar augum hlytu að vera smámunir. Ingibjörg og maður hennar, Simon Simonarson, sem lézt ár- ið 1960, byggðu stórt hús við Þorfinnsgötu. I þvi húsi ólu þau upp börnin sin 5 og komu þeim til manns. Sum þeirra byrjuðu þar sinn búskap. Ættingjar og vinir þeirra margir áttu þar griðland um lengri eða skemmri tima. Margir hafa séð þar dagsins ljós i fyrsta sinn og aðrir hafa gengið þaðan á vit feðra sinna. Af þvi, sem hér að ofan er sagt, er augljóst, að oft hefur verið erilsamt i kringum Ingi- björgu, en þannig vildi hún hafa þaö. Ég sakna þess að hafa ekki náð að kynnast eiginmanni hennar, Simoni Simonarsyni, meðan hann lifði. Af frásögn Ingibjargar og annarra, sem til Simonar bezt þekktu, má mér vera ljóst, aö hann hefur verið mikilhæfur maður og drengur góður. Nú þegar Ingibjörg hefur lok- ið vegferð sinni og henni búinn hvila við hlið mannsins hennar, vil ég endurtaka þakklæti mitt fyrir samfylgdina. Börnum hennar, barnabörnum og systr- um ásamt vinum votta ég mina dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Gisli Kristjánsson. 1 dag fer fram útför Ingi- bjargar Gissurardóttur, sem lést i sjúkrahúsi þann 20. þessa mánaðar. Ingibjörg, amma min, var fædd að Reykjum i ölfusi 30. ágúst 1888, og voru foreldrar hennar hjónin Margrét Jónína Hinriksdóttir og Gissur Guðmundsson, búendur að Gljúfurholti i ölfusi. Foreldrar hennar voru af kjarnaættum i Arnessýslu, Bergsætt og Reykjakotsætt. Þau hófu bú- skap árið eftir að amma fædd- ist, og fengu til ábúðar Gljúfur- holt á móti öðrum bónda. Bú- stofninn var rýr og fátæktin mikil, en bjartsýnin á lifið og framtiðina óþrjótandi. Amma min var elst 17 barna þeirra hjóna, og má segja að barn hafi fæðst i Gljúfurholti á hverju ári. Af börnunum i Gljilfurholti dóu þrjú i bernsku, en 14 barnanna komust upp. Amma fór ung að vinna og hjálpa til við störfin á heimilinu. 1 hennar hlut féllu fljótt ýmis skylduverk, og þá sérstaklega útistörfin, hún vakti ung yfir fénu, og þegar faöir Frystiskápar og kistur í úrvali frá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. * Einangraðar að innan með áli. * Eru með inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.