Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. mars 1978 3 Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gislason í hlutverkum sinum I leikriti Leikfélags Akureyrar Alfa Beta. LeikféBag Akur- eyrar sýnir Alfa Beta í Þjódleik- húcimi stjóri er Brynja Bene- ■ I ■ ■ U diktsdóttir. Um helgina kemur Leikfélag Akureyrar til Reykjavikur með gesta- leik og sýnir i Þjóðleik- húsinu i boði þess. Sýnt verður breska leikritið ALFA BETA eftir E.A. Whitehead, en leikritið hefur verið sýnt nokkr- um sinnum á Akureyri við góðar undirtektir. Þýðingu verksins gerði Kristrún Eymundsdótt- ir, leikmynd er eftir Þráin Karlsson en leik- Leikritið gerist i Liverpool og spannar 9 ára timabil i lifi hjóna, sem þau Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gislason leika. Verkið er i þrem þáttum og á milli þátta eru sýndar skyggnimyndir úr fjölskyldualbúmum og hefur Ás- grimur Ágústsson ljósmyndari séð um þann þátt verksins. Leik- rit þetta vakti mikla athygli i London, þegar það var frumsynt þar fyrir nokkru árum. Þetta er i fyrsta skipti sem Leikfélag Akureyrar sýnir i Þjóð- leikhúsinu og raunar er það ný- breytni að leikfélög utan Reykja- vikur sýni þar. Fyrsta sýning verður á sunnudag kl. 15, önnur á þriðjudagskvöld og sú þriðja á miðvikudagskvöld. Sýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins Storkaupmenn hvetja til f rjálsrar gjald- eyrisverzlunar A aðalfundi Félags is- lenzkra stórkaupmanna er haldinn var 18. febrú- ar s.l. samþykktu stór- kaupmenn m.a. ályktun þar sem hvatt er til þess að leyfð verði frjáls gjaldeyrisverzlun. Aðal- fundurinn telur að gjald- eyrisviðskipti séu sjálf- sögð og eðlileg starfsemi allra banka og útibúa. A fundinum voru auk þessa samþykktar ályktanir um t.d. lánsfjármál þar segir m.a. „Sök- um útlánsþaks viðskiptabank- anna á heildverzlun i verulegum erfiðleikum með fjármögnun eðlilegra vörukaupa sem dregur úr lána- og vöruskiptaþjónustu neytendum til tjóns. ,,Þá var i annarri ályktun fagnað skipan nefndar til endurskoöunar laga um tollheimtu og tollaeftirlit. Jafnframt þvi sem hvatt er til þess að greiðslufrestur verði veittur af tollum. Skattamál ber einnig á góma i ályktunum stórkaupmanna, mót- mælt er mismunun samvinnufél- aga og annarra fyrirtækja hvað ágóöasköttun varðar. 1 ályktun- um er og andmælt 10% skyldu- sparnaði skattskyldra tekna fyrirtækja. í stjórn FIS voru kjörnir: Einar Birnir, Richard Hannesson og Sverrir Sigfússon, fráfarandi for- maður er Jón Magnússon. Þá var kosið i fastanefndir félagsins þ.e. hagrannsóknar- og hagræöingar- nefnd, skatta- og tollanefnd, skuldaskilanefnd, útbreiöslu- og fræðslunefnd og útflutningsnefnd. Kjördæmishátið Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi verður haldin i Skiphóli i Hafnarfirði föstudaginn 10. marz n.k. Kl. 7.00 Húsið opnað Hljómsveitin Dóminik leikur fyrir dansi. Kl. 9.30 Hátiðin sett. Stutt ávarp frambjóðanda. Fjöldasöngur Kl. 10.30 Miðnæturverður reiddur fram Stutt ávörp frambjóðenda. Skemmtiatriði. Kl. 2.00 Hátiðinni slitið. Tryggið ykkur miða hjá formönnum félaganna. Verð miða aðeins kr. 3500.- SKEMMTINEFND. Borgarafundur á Akureyri Borgarafundur verður haldinn i Borgarbiói á Akureyri i dag 4. marz klukkan 14:00. — Alþýðuflokkurinn situr fyrir svörum Árni Gunnarsson, Bragi Sigurjónsson og Vilmundur Gylfason flytja stuttar framsöguræður og svara síðan fyrirspurnum. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ford Fiesta er rúmgóður 4 manna bíll með 3 dyrum og sameinar þvi alla kosti fólks- og stationbíla. Ford Fiesta er hannaður með hagkvæmni og ódýran rekstur í huga. Árangur þess kemur best í Ijós í lítilli bensíneyðslu og sérstaklega góðri nýtingu á rými. Ford Fiesta: Helmilisbillinn með framhjóladrltinu KR. 2.190.000 60 BÍLAR A SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI: FIESTA 1100L CA M/RYÐVÖRN Sveinn Egi/sson hf. FORD HÚSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.