Alþýðublaðið - 22.03.1978, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1978, Síða 5
Miðvikudagur 22. marz 1978. 5 SKOÐUN Vilmundur Gylfason skrifar: Úrslit frönsku þingkosninganna úrslit Frönsku kosning- anna 1 Frakklandi, eins og á ís- landi, er smárekstur i heiöri haföur. Miklum meirihluta frönsku þjóöarinnar, eins og miklum meirihluta islenzku þjóöarinnar, þykir hjal um þaö, aö allur ágóöi sé af hinu illa, heldur þreytandi en er fyrst og fremst ósammála þvi. Þaö kemur i ljós aö mikill meirihluti frönsku þjóöarinnar, eins og mikill meirihluti Islendinga, getur vel hugsaö sér aö hinn stærsti rekstur sé þjóönýttur, vill ekki auöhringa, hvort sem þeir koma fram i nafni einka- gróöa eða i nafni félagshyggju. Mikill meirihluti frönsku þjóö- arinnar vill hins vegar ekki aö rikið yfirtaki miölungsrekstur og þaöan af smærri rekstur. Og i þeim efnum treystir mikill meiri hluti franskra kjósenda komúnistum alls, alls ekki. Franskir kommar Franski kommúnistaflokkur- inn á sér sögu ósköp svipaöa öörum slikum flokkum. Hann er stofnaöur eftir lok fyrri heims- styrjaldarinnar og var Moskvu- hlýöinn. Slikur flokkur fékk eigi aö siöur verulegt fylgi, hefö- bundiö hefur hann haft um tutt- ugu af hundraöi. Franskir kommúnistar tóku virkan þátt i andspyrnunni gegn nasistum, og sem slikir unnu þeir aðdáun margra fyrir fórnfýsi sakir. Þeir, sem minnst höföu efnin, horföu á gegnumspillt peninga- valdiö i Frakklandi og þóttu aðrir stjórnmálaflokkar ekki taka nægilegt miö af hagsmun- um sinum, kusu kommúnista. Við bættist aö eftir striö lutu jafnaöarmenn forustu Guy Mollets, tóku þátt i margbreyti- legum samsteypustjórnum fjóröa lýöveldisins og glötuöu sérstæöi sinu. Þegar de Gaulle hófst til valda i Frakklandi lék hann leik, sem ekki var vitlaus frá hans bæjardyrum séð. Hann hamraöi stööugt á þvi, aö val franskra kjósenda stæöi ein- göngu um sig og kommúnista. Kjördæmaskipan og kosninga- fyrirkomulag i Frakklandi ýtti mjög undir þetta. 491 þingsæti eru kosin i tveimur umferðum. Nái enginn hreinum meirihluta i fyrri umferö veröur aö kjósa aftur, og þá mynda frambjóö- endur eölilega blokkir til þess aö ná þó einhverju af slnu fram. Þetta fyrirkomulag biður hins vegar upp á það aö gert sé upp á milli öfga, jafnvel þótt mikill meirihluti vilji ekkert af þess- um öfgum vita. En meö þvi aö hamra á þvi, að valiö stæöi milli sin og kommúnista, þá bjó de Gaulle sér til andstæðinga, sem hann réö auöveldlega við. Þetta styrkti frönsk peningaöfl varan- lega i Frakklandi. Þaö er raun- ar ekki fyrr en á allra siðustu árum, sem Frakkland hefur virzt stefna i aöra átt. Undir forustu Mitterands óx franski jafnaðarmannaflokkurinn mjög og eftir 1970 var hann orðinn stærri en franski kommúnista- flokkurinn. Þar kom margt til, bæði þaö aö æ fleirum var ljóst aö kommúnistaflokkurinn var ihaldssamur flokkur sem stjórnaö var aö utan, þrælbund- inn gamalli hugmyndafræði og aö öllu leyti óliklegur til þess aö geta leyst nútimaleg vandamál i nútimalegu Frakklandi. Þyngra vóg þó að æ fleiri franskir laun- þegar sáu, aö undir forustu kommúnista dæmdu þeir sig til eilifrar útivistar i frönskum stjórnmálum. Vonbrigöi með stúdentauppreisnirnar 1968 áttu drjúgan þátt i þessari breyt- ingu. Franskir kommúnistar höföu haft mikil itök meöal menntamanna 1 Frakklandi allt frá striöslokum. Þetta breyttist og menntamenn settu æ meiri svip á flokk jafnaöarmanna. Kommúnistaf voru aö ein- angrast, stöönun þeirra sem auövitaö hafði veriö lengi viö lýöi, varö æ’fleirum ljós. Hins vegar litu margir svo á að franska kosningakerfiö gerði þaö nauösynlegt aö mynda kpsningabandalag vinstri manna. Þetta kosningabanda- lag var myndaö áriö 1972. Kommúnistar féllu frá staliniskum slagoröum eins og alræöi öreiganna, og milduðu stefnuskrá sina, en allt kom fyr- ir ekki. Bæöi var, aö þarna héldu um valdataumana sömu gömlu mennirnir og höföu leitt flokkinn I gegn um refilstigu stalinismans, og eölilega treysti mikill meirihluti Frakka slikum mönnum ekki. Eins var hitt að það voru jafnaðarmenn sem juku fylgi sitt statt og stööugt og tóku ótviræöa forustu i þessu bandalagi, meöan komúnistar stóöu i staö eöa beinlinis misstu fýlgi- Þetta var vandamálið Fyrir sex mánuðum var bandalagi vinstri manna spáö ótviræöum sigri i þeim kosning- um, sem nú eru nýafstaönar. 1 þvi bandalag áttu jafnaðar- menn, samkvæmt spám, aö veröa miklum mun stærri og þar meö hiö ráöandi afl. Þessu undu kommúnistar ekki, og hófu látlausan áróöur gegn jafnaðar- mönnum. Aö þeim var sótt, bæöi frá peningaöflunum, sem hafa meira eöa minna stjórnaö Frakklandi frá striöslokum, og frá kommúnistum. Jafnvel þótt kosningasamvinnan væri end- urnýjuö i seinni umferö kosn- inganna, þá segir sig sjálft aö slik samvinna var byggö á sandi. Og þvi fór sem fór, hægri blokkin fékk meirihluta atkvæða og mikinn meirihluta þingsæta. Mitterand, foringi jafnaöar- manna, kennir kommúnistum um, hvernig fariö hafi. Senni- legt er, að samvinna jafnaöar- manpa og kommúnista i Frakk- landi veröi aldrei söm eftir þetta áfall. Þaö varð ljóst löngu fyrir kosningarnar, aö kommúnistarætluöu sér ekki aö lúta forustu jafnaöarmanna, treystu þeim ekki. Sú skoöun er rikjandi, aö engu sé likara en þeir hafi ekki viljað stjórnar- samstarf viö jafnaöarmenn og þess vegna hafi þeir hagaö sér svo sem raun ber vitni siöustu mánuöina fyrir kosningar. Þeir viröast heldur vilja halda utan um sinn fámenna kjarna i fámennri stjórnarandstöðu en þurfa aö hlita þvi aö starfa und- ir forustu jafnaðarmanna. Lærdómar Islenzkir jafnaöarmenn geta marga lærdóma dregiö af þróun mála i Frakklandi. Meöan kommúnistar fóru meö forustu á vinstri væng — höföu aö visu sæg frambærilegra mennta- manna en beittu sama gamla frumstæöa skruminu, voru pen- ingaöflin i Frakklandi örugg um sig. Þaö var ekki fyrr en jafnað- armenn undir forustu Mitterands blésu aö nýju til sóknar upp úr 1970 sem sigur virtist vera i nánd. En sá sigur gat ekki orðið ööru visi en undir forustu jafnaöarmanna. Þessu undu kommúnistar ekki, marg sviku samkomulagiö og þvi fór sem fór. Launþegavængurinn I islenzkri pólitík hefur fram- stæöan drösul aö draga, engu siður en launþegavængurinn i franskri pólitik. Okkar draugur segist hafa fundið Evrópu- kommúnismann upp á undan þeim frönsku og itölsku. Þaö kann vel aö vera. En frumstæö- iö er iöulega þaö sama, rót- tæknin blendin og einatt skorö- uö viö þjóönýtingu, meöan ann- ars konar róttækni i lifsviöhorf- um kemst ekki aö. Franskir jafnaðarmenn hafa litiö haft út úr samstarfi sinu viö kommún- ista. Þetta hafa veriö rýtings- stungur aftan frá, og þegar leiö aö kosningum þar var sam- starfiö oröið svo ótrúveröugt aö svona hlaut aö fara. Lausnin er ékki sú aö fylkja liöi meö kommúnistum, hvorki þar né hér.Lausnin ersú aö til forustu eflist upplýstur flokkur jafnað- armanna, sem spannar vitt svið, lætur vinda lýöræöis leika um sjálfan sig, og hafnar þar af leiðandi stöönuðu hatri á ágóöa og stöðnuöum hugmyndum um aö þjóönýta alla skapaöa hluti, en tekur þess i stað upþ nútima- lega hugmyndafræði sem á er- indi til nútimalegs fólks. Nái slikur stjórnmálaflokkur ótviræðri forustu á launþega- væng stjórnmálanna, þá gæti stöönuð imynd islenzkra stjórn- mála gerbreytzt. Þe,tta mistókst i Frakklandi að þéssu sinni. Auövitaö var þaö kosningakerfið i Frakklandi og bandalag hægri manna sem þvingaði Mittarnd til þess aö taka upp þá samvinnu viö kommúnista, sem jafnaöar- menn kenna nú um ófarir sinar. Lærdómurinn er samt sá, aö flokkur kommúnista reyndist þröngsynn og hræddur um aö missa stööu sina, hræddur viö breytingar. Og franskir kjós- endur sem ætluöu aö kjósa jafn- aðarmenn yfir 30 prósent fyrir nokkrum vikum kusu I stórum stil heldur miðflokka undir forustu forsetans. Og margir treystu ekki samvinnunni viö kommúnista. 1 Frakklandi er mikill smá- rekstur, alveg eins og á Islandi. Þessar litlu einingar eru snar þáttur af franskri þjóöarsál. Kommúnistar leggja auövitaö ekki lengur til aö þjóönýta þenn- an rekstur, hvorki á Frakklandi eöa á Islandi. En þjóönýtingar- vofan, þessi kalda og hranalega hugmyndafræöi, svifur þar um of yfir vötnum. Kópavigskaupstsður n Útboð Tilboð óskast i þakklæðningu úr stáli á iþróttahús Digranesskóla við Skálaheiði. útboðsgögn afhendast á skrifstofu bæjar- verkfræðingsKópavogsfrá og með þriðju- degi 28. mars. Tilboð verða opnuð á Skrifstofu bæjar- verkfræðings þriðjudaginn 11. aprilkl. 11. Bæjarverkfr.æðingur Kópavogs MÖMDLUIS® MEÐ EKTA CALIFORNÍU MÖNDLUM JbRDhRB€RJh IS MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM P€RU IS® RÖNDÓTTUR VANILLAÍS MEÐ PERUBRAGÐI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.