Alþýðublaðið - 22.03.1978, Side 6

Alþýðublaðið - 22.03.1978, Side 6
6 Miðvikudagur 22. marz 1978.^ % Af einfættri hetju og marskálki hennar Lestin nálgast Belgrad, eöa Beograd, borgin hvita eins og hún heitir víst á serbókróatlsku, máli serba og króata. Tveggja stærstu þjóöarbrota Júgóslaviu, er löng- um hafa eldað jrátt silfur saman. Annars er I þessu tilfelli sem mörgum öörum erfitt að segja til um hvaö er þjóö, þjóöir eöa þjóöarbrot. Serbar og króatar hafa þó aö baki sér óllka sögu og menningararfleifð þeirra ekki hin sama, þrátt fyrir að báöar þjóð- irnar séu suöur-slavneskir ná- grannar. Króatía var um aldir hluti austurriska keisaradæmis- ins,' þýsk og ungversk menn- ingaráhrif voru þvi rikjandi meöal króata. Samtimis kúguöust serbar undir járnhæl tyrkja, en héldu þó fast viö grisk-orþódox- iska trú sina, meöan króatar höll- uðu sér upp að brjósti Rómar- páfa. Trúarbragðadeilur hafa reyndar oftast verið undirrót átaka þessara þjóða. En vikjum nú aftur aö lestinni þar sem hún brunar eftir frjó- sömum sléttum Vojvodina, raun- ar eru þær framhald Ungverja- landssléttunnar miklu þar sem þær teygja sig inni norö-austur- horn Júgóslaviu. Það er ekki ýkja langt eftir til Beograd a.m.k. hefur ferðalangur kominn áleiðis alla leið norðan úr Danmörku það á tilfinningunni að höfuðborg þeirra suður-slava sé ekki langt undan. En fyrst nemur lestin stuðar i borginni Novi Sad, sem er reyndar ein stærri borga landsins og um leið höfuðsetur sjálfstjórn- arumdæmisins Vojvodina. En i þvi héraði búa reyndar margir ungverskumælandi, og þeir ku ekki Ieggja mikla öfund á landa sina norðan landamæranna. Þvi sá er t.d. munur á löndum þessum tveim aö i Júgóslaviu geta menn hvoru tveggja keypt gailabuxur og klámrit en slikt mun nokkuö meiri erfiðleikum bundið I Ung- verjalandi. Þegar komið er til Novi Sad er aöeins eftir nokkurra stunda lest- arferð til Beograd. A milli borg- anna er staðsettur fjallgarðurinn Fruska Goro, um 540 metrar þar sem hæst er. Sú var tið aö járn- brautarlestir máttu klöngrast yfir fjallgarð þennan, en nú hafa Júgóslavar verið svo myndarleg- ir aðgera göng gegnum hann fyrir lestirnar. Annaðslagið rikir þvi algjört myrkur i lestarklefanum þegar farkosturinn þýtur gegnum göngin, en séu þau löng, jafnvel nokkrir kilómetrar, kveikir lest- arstjórin ljósin. Það er miður dagur þegar lest- in staðnæmist i bænum Batajnica, ekki langt sunnan Fruska Goro, skammur vegur er þvi til Beograd. Farþegar láta sér fátt um finnast en vonast eftir að lagt verði sem fyrst af stað aö nýju. Það er heldur ekki dvaliö lengi, aðeins tvær mínútur. Skömmu eftir að lestin hefur lagt upp er rennihurðinni á klefa okk- ar ýtt til hliðar, milii gluggatjald- anna, sem dregin hafa verið fyrir glugga rennihurðarinnar, kemur hvitur plastpoki i krepptum hnefa, siðan sjáum við hvar hækjufót nokkrum er skotið innfyrir dyrnar. Einhver stendur upp og dregur gluggatjöldin frá. t dyragættinni stendur eldri mað- ur, kannski um sextugt, veöurbit- inn, kraftalega vaxinn, hann er órakaður. Maöurinn er klæddur einhverju sem likist her- mannabúningi, grænum að lit. Fötin eru gömul og snjáð. Þaö eftirtektarverðasta viö þennan mann er þó þaö sem okkur sýnist ekki betur, aö hann er einfættur og styöst viö tvær hækjur. Þó ekki sé þaö ýkja uppörvandi sjón aö sjá manninn gleöur samt augaö gyllt oröa næld á vinstra brjóstið, likast til úr gulli. Oröan er fest viö borða, einmitt i júgóslavnesku fánalitunum, þremur langrönd- um, blárri, hvitri og rauðri. En i hvaöa •erindagjöröum er maðurinn, skyldi hann vera farþegi á leið i bæinn, (að visu veit höfundur ekki hvort þaö heit- ir á serbnesku máli að fara i bæ- inn, það að skella sér til Beograd utan af landsbyggöinni, en ekki sakar aö kalla það svo)? Ætli hann eigi frátekiö sæti, varla þó i þessum klefa, hann er fullsetinn. Mér til mikillar furöu réttir maöurinn plastpokann aö fyrsta manni frá vinstri um leiö og hann segir eitthvað sem ég ber ekki kennsl á. Sá sem pokinn er réttur að, en hann er júgóslavi nokkur þýskumælandi, á leið heim i sumarleyfi frá Vestur-Þýska- landi, tekur þegar fram nokkra ávexti úr nestistösku sinni og gefur manninum einfædda meö oröuna, I plastpokann. Siðan er pokinn látinn ganga hringinn, all- ir gefa eitthvað úr mal sinum og ég sé mér þann kost vænstan að gera slikt hiö sama. Það er mér nú ljóst aö þarna er betlari á ferð- inni sá fyrsti raunverulegi er ég ber augum um ævina. Að visu hafði maður oft verið sleginn um fimmkall eöa tikall af vissum mönnum i Reykjavik, en aldrei fyrrveriö beðinn matgjafa og það af manni sem virtist hafa raun- verulega þörf fyrir slikt, enda varla matvinnungur einfættur. En þessi betlari er þó með orðu eina gylta i barmi sér og sú virö- ist ekki neitt plat. Þar aö auki tek ég eftir aö förunautar minir taka vel máli hans og aö ekki er laust viö að ákveðin viröing skini úr augum þeirra gagnvart þessum manni sem þó viröist ekki vera nema aumur betlari, a.m.k. úr augum innfæddra. Þegar plastpokinn hefur veriö látinn ganga hringinn þakkar hækjumaðurinn enn einu sinni fyrir sig, eöa allavega giska ég á það, lagfærir hækjurnar undir handarkrikunum, snýr frá dyrun- um og haltrar fram ganginn, lik- lega meö klefann viö hliö okkar sem næsta áfangastað. Þegar sá einfætti er farinn sný ég mér að júgóslavanum þýsku- mælandi, á heimleið til ættborgar sinnar Nis I suðurhluta Serbiu, en við höfðum átt nokkur oröaskipti á leiðinni. Ég spyr hann hverju þetta sæti að betlara sé hleypt hingað inn þar eð ég hélt með tilliti til þess litla er mér var kunnugt um betl og betlara aö heldur þættu þeir hvimleiðir og væru viöast hvar illa séðir. Edvard, en svo hét maöurinn fræddi mig á þvi, aö þarna hefði verið ein af hetjum júgóslava úr seinni heimsstyrjöldinni, vist hefði hann misst fótinn þar. Siðar heföi þessi partisan, en svo nefn- ist þjóöfrelsishetja á fleiri tungu- málum, hlotið að launum oröuna þá gyltu er hann bar, fyrir frammistööu sina i baráttunni fyrir föðurlandiö gegn fasisman- um. Orðan sem i það minnsta væri guilhúðuð, heföi hetjunni að öllum likindum veriö veitt per- sónulega af Jósip Bros marskálki forseta júgóslavneska sambands- rikisins, viö hátiölega athöfn meö lúörablæstri og bumbuslætti, i lok striösins, eða af sjálfum Titó. Betlarinn var þá hetja eftir allt saman eða réttara sagt, hetjan orðin betlari. Einhvers staöar segir aö menn muni uppskera sem þeir sái. Þessi hetja haföi sáð vélbyssukúlum i þýskara, uppskeran liklega veriö þýsk jarðsprengja eöa eitthvað álika. Ég vék nú talinu að marskálk- inum sjálfum og forsetanum, Jósipi Bros Titó. Edvard sagöist ekki llta upp til þess manns neitt lengur, eftir dvöl sina á vestur- löndum, eiginlega væri hann þ.e. Edvard einhvers konar kommi. í Vestur-Evrópu heföi sér skilistaö I rauninni væri Titó, forseti Sósialiska sambandslýöveldisins Júgóslaviu engu betri en margur hver kapilalistinn hinum megin við járntjaldið. Titó sagði hann lifa i velíystingum mestan hluta ársins á einkaeyju sinni úti fyrir Dalmatiuströnd og njóta sjóbaða i Adriahafi, fagra sólskinsdaga. Meðan hetjur hans einfættar sem eineygðar höltruöu um betl- andi meöal landslýös er ekki væri þó miklu rikari en betlararnir sjálfir. Að visu var ég ekki viss I minni sök hvaö sannleiksgildi oröa hans varöaði, en enginn var þarna nærstaddur er veitt gæti frekari upplýsingar, þannig aö ég gæti gert mig skiljanlegan viö þann. Ég geröi mér þetta þvi aö góöu, að sinni, hvaö viö kom svölun fróöleiksfýsnar minnar. En lét heldur hugann liða til sólbakaöra stranda Svartahafs, hinum megin Balkanskagans, gegnt Titó. Ljónshjarta Reyndu reykostinn með r'' ávöxtum - eða brauðmat. Rcvkostur cr réttncfndur fulltrúi Norðurlanda í ábætisostaflokknum okkar - þakinn dillfræjum og gefið reykbragð með reyksalti. Hvor tvcggja ævaförn hcfð í norrænni matrciðsiu (samanber íslenska hangikjötið og sænska gravlaxinn). Jafnvígur á veisluborðinu scm hversdags. íSlÍál

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.