Alþýðublaðið - 22.03.1978, Side 9

Alþýðublaðið - 22.03.1978, Side 9
'saar AAiðvikudagur 22. marz 1978. 9 Hér sitja tveir nemenda Þroskaþjálfaskólans við söng og spil, en það að syngja og spila er einn þáttur i starfi þroskaþjálfans, á þann hátt má ná betra sambandi við þroskahefta. Meðan sá þriðji vinnur að uppsetningu Ijósmynda, teknum i starfi skólans, er sýnast skulu á sýningu skólans að Kjarvalsstöðum. hefur einnig verið stofnað. Þá eru haldin námskeið fyrir starfandi þroskaþjálfa af og til, en eitt hlut- verka skólans er að sjá um endur og — nýmenntun þeirra. Einnig eru stundum sýndar fræðslu kvik- myndir tengdar þroskaþjálfun. Starfar samkv. lögum um fávitastofnanir. Þroskaþjálfaskólinn er starf- ræktur samkv. lögum um nr. 53 frá 1967 um fávitastofnanir en siðan hafa verið gerðar nokkrar breytingar á lögum þessum. Sem fyrr segir heyrir skólinn undir Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið en ekki Mennta- málaráðuneytið, það gera einnig ýmsir aðrir skólar er mennta fólk til starfa i heil- brigðisgreinum t.d. Ljósmæðra- skóli fslands. Skólanum er sett, samkv. reglugerð, sérstök stjórnarnefnd til þriggja ára i senn i henni eiga fimm sæti. Þrir þeirra eru skipaðir af ráðherra, án tilnefningar, einn tilnefndur af félagi þroskaþjálfa og annar af nemendum Þroskaþjálfaskólans. Þeir er nú eiga sæti i stjórnar- nefnd skólans eru Ingimar Sig- urðssondeildarstjóri i Heilbrigðis og —tryggingamálaráðuneyti, Alda Halldórsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Einar Hólm Olafsson forstöðumaður Skálatúns, Rann- veig Traustadóttir tilnefnd af þroskaþjálfum og siðan fulltrúi nemenda. Skólastjóri sér siðan um daglegan rekstur skóians. Aðspurð sagði Björg Einars- dóttir fulltrúi að sér þætti það fremur óviðkunnanlegt að nefna lög þau er skólinn starfar eftir lög um fávitastofnanir. En stað- reyndin er sú að það hefur ef til vill ekki þótt neitt athugavert við orðanotkun þessa fyrst þá er lögin voru sett. Orðið fáviti hefur nú allt annan hljóm i eyrum fólks en þá. Þessi breyting endurspeglar vafalaust þá afstöðu er oft virðist, þvi miður, rikja meðal almenn- ings til vangefinna og annarra þroskaheftra. „Starf sem krefst mik- illar þolinmæði.” Næst hittum við að máli Rann- veigu Traustadóttur en hUn er verknámskennari við skólann jafnframt þvi sem hUn er mennt- uðsem þroskaþjálfi. Við spurðum hana nokkurra spurninga varð- andi starf þroskaþjálfans. Rann- veig fræddi okkur um það m.a. að þroskaþjálfar ynnu nU á hinum ýmsu stofnunum, áður var starf- semi þeirra nær eingöngu bundin við umönnun vangefinna. Viða þyrfti á að halda fólki sem þroskaþjálfum er hefði skilning á þörfum afbrigðilegra yfirleitt. Þroskaþjálfar ynnu nU t.d. á elli- heimilum, barnageðdeildum og við Heyrnleysingjaskólann. Starf þroskaþjálfans væri m.a. fólgið i þvi að þjálfa einstakling- inn undir það að verða meðtæki- legur fyrir kennslu. Svo nefnd ADL þjálfun, en ADL mun skammstöfun fyrir: athöfn dag- legs lifs, er eitt meginverkefni þroskaþjálfans. Meðþvi er átt við þjálfun þroskaheftra svo þeir megi aðlagast eðlilegum þjóð- félagsaðstæðuin, auka skilning sinn á sjálfum sér og öðrum. Oft verður að byrja á þvi að koma viðkomandii skilningum sitt eig- ið sjálf (ego), láta hann uppgötva sjálfan sig, hér er m.a. hreyfi- þjálfun eitt atriði t.d. það að geta hreyft hendur og augu á réttan hátt. Rannveig sagði þetta ákaflega mikla þolinmæðisvinnu, stundum þyrfti að byrja frá grunni við þroskaþjálfun þeirra einstaklinga er aðrir hefðu gefiztupp á að gera nokkuð fyrir. Staða þroskaheftra væri æði misjöfn, hér væri bæöi um að ræða fólk er ákaflega skammt væri á veg komið þ.e. til dæmis það er ekki væri ljóst sitt eigið sjálf, hefði ekki tilfinningu fyrir sjálfu sér. Þá væri það fólk er ekki vildi viðurkenna fyllilega að það væri i raun og veru þroskaheft»en fyndist það standa heilbrigðum jafnfætis. Það vildi t.d. fá að gifta sig o.s.frv. Rann- veig sagði þessa tvo hópa þ.e. þá er skemmstværuá vegkomnir og svo hina er aðeins væru litt þroskaheftir erfiðasta að starfa með. 40 stundir I skólanum viku hverja. Að lokum heilsuðum við upp á skólastjóra Þroskaþjálfaskólans Bryndisi Viglundsdóttur þarsem hún var stöddá skrifstofu sinni og ræddi við Ingimar Sigurðsson deildarstjóra i Heilbrigðisráðu- neytinu og jafnframt formann stjórnarnefndar skólans. Við inntum Bryndisi eftir nánari upp- lýsingum varðandi námið og námstilhögun við skólann. Hún sagði mikla áherzlu lagða á upp- eldisgreinar og aðferðafræði varðandi uppeldi og þroskaþjálf- un. Þroskaþjálfar ættu að geta komiðþeim upplýsingum tilskila til þroskaheftra er þeir gætu ekki aflað sér af sjálfdáðum. Til þessa mætti nýta bendingar, myndir, t.d. væri mikilvægt að þroska- Rannveig Traustadóttir verknámskennari við skólann og jafnframt . fulltrúi þroskaþjálfa i stjórnarnefnd segir blaðamönnum frá starfi þroskaþjálfa, þegar námier lokið og alvara lifsins byrjar. Bryndfs Vfglundsdóttir skólastjóri Þroskaþjáifaskólans frá þvf f haust, áöur var hún umsjónarkennari með skóianum. Hún sagði okkur m.a. að: ,,Aherzla er lögð á uppeldisgreinar þvf eitt hiutverka þroskaþjálfans er að koma tii skiia hugmyndum tii þroskaheftra sem þeir eru ekki færir um að tileinka sér sjálfir.” þjálfi gæti komið einföldum hug- myndum á blað. Svipbrigði og leikræn tjáning væru einnig miðl- ar er kæmu að notum, brúðuleik- húsið væri m.a. einn þáttur þess, en einnig leikræn tjáning i söng. Þá væri og mikilsvert atriði i námi nema i þroskaþjálfun að þeir væru undirbúnir undir að vinna með og undir stjórn ýmiss sérmenntaðs starfsfólks á sviði þroskaþjálfunar. Þarna kæmi til talkennsla, sjúkraþjálfun o.s.frv. Einnig skulu þroskaþjálfar geta stjórnað hinum ýmsu stofn- unum eða deildum innan þeirra er fjalla um málefni þroska- heftra. Enn sem komið er hefur ekki tekizt að uppfylla kröfuna um fullmenntun þroskaþjálfa- nema hvað stjórnunarstörf varð- ar,en úr þvi mun nú verða bætt á næstunni. Það var samróma álit þeirra Bryndi'sarog Ingimars að kröfur þær er skólinn gerði á hendur nemendum væru þær ströngustu hvað nám snerti. Um 40 stunda vinnuviku væri að ræða i skólan- um fyrir utan talsvert heima- nám. En þetta kæmi þó ekki að sök þvi nemendur sýndu námi sinu óskiptan áhuga og drægju ekki af sér, sem t.d. undirbún- ingsvinna þeirra undir sýninguna að Kjarvalsstöðum sýndi. Það er kannski rétt að ljUka frásögn þessari af Þroskaþjálfa- skóla Islands einmittmeð þessum orðum þeirra Bryndisar og Ingi- mars um áhuga nemenda. Það fór heldur ekki fram hjá blaða- mönnum að þarna var við nám fólk sem ekki var þangað komið bara af þvi að þvi að það varð að vera þar. Annaðhvort sem skóla- skylt, vegna þess að það væri áfangi á leið þess til ástundunar einhvers annars náms eða ein- faldlega til þess að gera eitthvaö. Heldur voru þarna nemendur sem vissulega höfðu áhuga fyrir þvi sem þeir voru aö fást við og virtust gera sér fulla grein fyrir þvi i hvaða tilgangi þeir voru staddir þarna. Myndir Axel Ammendrup um *st eru

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.