Alþýðublaðið - 22.03.1978, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 22.03.1978, Qupperneq 16
alþýöu- blaöiö C'tgefandi Alþýöuflokkurinn MIÐVIKUDAGUR Kitstjorn Alþyðublaösmns er aö Siöumula 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarslmi 14900. 22. MARZ 1978 Eldsvodi að Arnarholti Eldvarnartæki heimamanna komu í gódar þarfir Kl. 11.30 i gærmorgun var slökkviliö kvatt aö vistheimilinu aö Arnarholti á Kjalarnesi. Sendi slökkviliðið fjóra bfla sinna á vettvang, en þegar þangaö kom, höföru heima- menn lokiö viö aö slökkva eld- inn, sem logaöi i gamalli álmu, sem áður var íverustaður vist- manna, en var nú veriö aö breyta I fönduraöstööu. 1 viötali viö slökkviliðsmenn i gær kom fram að það, að svo vel tókst til, mátti þakka þvi, að fyrir mánuði hafði slökkviliöiö unnið að þvi i samstarfi við heimamenn I Arnarholti að koma fyrir nýjum slökkvibún- aði, slöngum, sem tengja mátti við brunahana. Höfðu hand- slökkvitæki verið reynd nú, en ekki hrokkið til, þar sem dyr voru opnar á herbergi þvi, þar sem eldurinn logaði og hann þvi tekinn að berast út um ganga hússins. Hinn nýi búnaður réöi þvi úr- slitum I þessu dæmi og lögðu slökkviliðsmenn áherzlu á að þetta sannaði að heimavarnir væru jafnan drýgsti kosturinn, þegar eldur kemur upp. AM 35 milljóna gróði hjá Sam vi n n u ban kan um Heildarinnl. 6.888 millj.í árslok Aöalfundur Samvinnu- bankans var haldinn 18. marz s.l. Formaður banka- ráös/ Erlendur Einarsson/ forstjóri/ flutti starfs- skýrslu bankans fyrir áriö 1977 og sagði að árið hafi verið „að mörgu leyti hag- stætt". Aukning innlána var hlutfallslega hin önnur mesta frá stofnun bankans og mikill vöxtur í öllum viðskiptum. Haldið var áfram framkvæmdum og endurbótum á húseignum bankans. Hins vegar var rekstrarafkoman ekki eins góð og áður. Heildarvelta Samvinnu- bankans 1977 var 150 millj- arðar kr., eða 37.2% aukn- ing frá fyrra ári. Við- skiptareikningar bankans í árslok voru rúmlega 50.000 og fjöldi starfsfólks 114. Samvinnubankinn starfrækti 11 útibú viða um land og tvö i Reykjavik. Fjölgaði þeim um eitt á árinu, þegar opnað var útibú að Suðurlandsbraut 18 i Rvik. Heildarinnlán námu „6.888 millj. kr. I lok ársins, sem er nær helmings aukning frá fyrra ári, heildarútlán voru 5.503 millj. kr., sem er 38.8% aukning. 1 árslok 1977 var innstæða bankans á viðskiptareikningi viö Seðlabankann 345 millj. kr. samanborið við 242 millj. yfir- dráttarskuld i upphafiárs. Lausa- fjárstaðan batnaði þvi um 587 milljónir á árinu. Inneign á bundnum reikningi nam 1.427 millj. kr. i árslok. Tekjuafgangur. til ráðstöfunar var 35 milljónir, sem er verri af- koma en fyrri ár, þegar tillit er tekið til aukningar hlutafjár og rýrnunar krónunnar. Aðalfundur- inn samþykkti að greiða hluthöf- um 10% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf. Við stjórnarkjör voru endur- kjörnir I bankaráð þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Hjörtur Hjartar, frkvstj. og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj. Til varaHall- grímur Sigurðsson, Hjalti Páls- son og Ingólfur Ólafsson. Endur- skoðendur þeir Óskar Jónatans- son, aðalbókari og Magnús Kristjánsson, en Asgeir G. Jó- hannesson skipaður af ráöherra. Kirkjukvöld í Dóm- kirkjunni Hið árlega kirkjukvöld Bræðra-' félags Dómkirkjunnar verður á skirdagskvöld kl. 20.30 I Dóm- kirkjunni. Efni kvöldsins að þessu sinni veröur „Kærleikur og mannleg samskipti”. Hilmar Helgason formaöur S.A.A. verður aöal- ræöumaöur kvöldsins. Kristinn Bergþórsson syngur sálmalög eftir Sigfús Halldórsson tónskáld með undirleik Jónasar Dag- bjartssonar fiðluleikara. Lokaorð og bæn flytur séra Hjalti Guömundsson, dómkirkju- prestur. Sklðamenn flykkjast til Akureyrar um páskana „Hér fyllist allt af fólki yfir páskana,” sagði tvar Sigmunds- son, hótelhaldari i Skiðahótelinu á Akureyri i gær, þegar blaðið ræddi við hann. tvar sagði að allt hótelpláss á Akureyri mundi nú upppantað og að á morgun væru ráðgerðar tiu eða ellefu flugferðir frá Reykja- vik norður. A Akureyri er nú mik- ill og góður snjór og veður hefur verið þokkalegt. „Þvi er likast sem páskarnir hafi byrjað strax nú siðustu helgi”, sagði Ivar, því skólafri væru byrjuð og urmull af fólki viö skiðaiðkanir i Hlíðarfjalli. A Skiöahótelinu munu um pásk- ana gista um það bil 60 manns og átti tvar von á að kátt yrði á hjalla, þvi margt væri af ungu fólki, allt Reykvikingar, sem ferðast á vegum ferðaskrifstofu tilfars Jacobsen. Var tvar von- góður um skemmtilegt páska- leyfi, en sem fyrr byggöist allt á þvi, að veðurguðirnir litu náöug- um augum á þessá hraðfleygu daga. * AM Hljóðfæra- leikarar sömdu Félag Isl. hljómlistarmanna af- lýsti i gær verkfalli hljómlistar- manna hjá tslandsdeild Alþjóða- sambands hljómplötuframleiö- enda, en verkfall hafði þá staðið siöan 10. marz. Nýr kjarasamn- ingur hljómlistarmanna var und- irritaöur I fyrradag, en Bókaút- gáfan Iöunn hafði áður samið við Framhald á 14. slðu ■ m I Bláfjöllum er útivistarsvæði fjölskyldunnar um páskana ... Lyftur eru opnar alla páskadagana (frá Skírdag — 2. páskadags) frá kl. 10.00 — 18.00 Aðgangskort eru seld við lyfturnar. Göngubraut 5 km. er merkt fyrir þá sem iðka skíðagöngu. Sætaferðir eru farnar frá Umferðarmið- stöðinni alla dagana kl.10.00 og13.30. Frekari upplýsingar eru hjá B.S.Í. í síma 22300. Upplýsingar um ástand og verður í Bláfjöllum er í símsvara 85568 ATH: Snyrtiaðstaða er í Bláfjöllum, en engar veitingar. Verið vel klædd og takið með ykkur gott nesti og eitthvað heitt að drekka. Sýnið tillitssemi við lyfturnar og í skíða- brekkunum, og gætió að eigin öryggi og annarra. HVERADALIR: Lyfturnar veröa opnar alla páska- dagana frá kl. 10.00—18.00. Veitingasala er í Skíðaskálanum alla hátíöardagana. Sætaferðir frá B.S.Í.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.