Alþýðublaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 1
Eftir þorsk- veiðibann: Á hádegi i gær rann út einnar viku þorskveiði- bann það, sem staðið hafði frá hádegi þann 21. marz. Alþýðublaðið átti í gær tal við þá Þórð Ásgeirsson hjá Sjávarútvegsráðuneyti, Kristján Ragnársson hjá LIÚ og óskar Vígfússon hjá Sjómannasambandi Islands, en við tvo þá sið- arnefndu var rætt vegna hugsanlegrar afskráning- ar sjómanna þessa daga. Þórður Asgeirsson sagöi að enn væri ekki alveg ljóst, hvernig gengiö hefði aö framfylgja þorsk- veiðibanninu, en sem kunnugt er liggja fjórir bátar i Vestmanna- eyjum undir grun um aö hafa misvirt banniö og komiö meö óleyfilegt magn af þorski aö landi. Þórður sagöi að Fram- leiöslueftirlit sjávarafuröa mundi gefa nánar gætur aö afla báta um land allt þessa viku, en margir bátar voru á sjó milli hátiðisdaga, páska ikuna. Þó sagöi Þóröur aö ýmsir minni báta hefðu vegna veðurs átt i örðugleikum meö að ná upp netum, og þvi yröi aö rannsaka vandlega, hvort um Deilt um heimild til afskráningar sjómanna í þorskveiðibanninu Sjómannasambandið kærir til Félagsdóms gæti verið að ræöa afla hjá þeim, fenginn úr netum, sem lögö hefðu verið fyrir bannið. og Uppsögn Afskráning sitt hvað. ,,Ég hef ekki fylgzt með þvi, hvort einhverjir útvegsmenn hafa notfært sér að afskrá menn þessa daga, sagði^ Kristján Ragnarsson hjá LIU, en lands- sambandiö gerði útvegsmönnum viövart um að þeim væri heimilt að afskrá sjómenn, þá viku, sem þorskveiðibannið stæöi. Hvað viö- véki þeim ummælum Óskars Vig- fússonar, að ekki væri heimilt að gera slikt, nema með sjö daga uppsagnarfresti, sagði Kristján, aö hann teldi mun á slikri af- skráningu og uppsögn, þar sem sjómenn ættu rétt á skiprúmi sínu að nýju að þessum tiltekna tima liðnum. Skagaströnd efst á lista Álvers konungs? Sjá baksíðu Símakerf i til Akureyrar biladi — hrökk sföan óvænt í lag aftur — örby lg juleiðin til Akureyrar bilaði skyndi- lega i fyrrakvöld, en hrökk siðan aftur i lag jafn skyndílega og hún bilaði, án þess við vissum ná- kvæmlega hvað var að, sagði Gústaf Arnar hjá Landsímanum, í samtali við Alþýðubiaðið í gær. — Viðsendum menn báðu megin við bilunarstaðinn i gær, en það fannst ekkert að þá. Það er þó hugsanlegt að þetta séu einhver Alþingi úr páskaleyfi Alþingi kemur saman i dag að afloknu páskaleyfi. Meðal þess sem menn biða með hvað mestri eftirvæntingu fyrir þinglok er frumvarp til nýrra skattalaga rikisstjórnarinnar, sem fjár- málaráðherra lofaði að lagt yrði fram fljótlega eftir páska. Vel fylgzt með afskráningamálum óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, sagðist ekki vita frekar en Kristján, hvort einhverjar af- skráningar hefðu verið geröar og gat sér þess til að ef til vill heföu útvegsmenn heykzt á öllu saman. Þó hefði hann tekið eftir að mikiö væri auglýst eftir mönnum á báta og kynni það að standa I sam- bandi við einhverjar þesslegar aðgerðir. óskar kvað þá hjá Sjó- mannasambandinu hafa reynt að fylgjast sem bezt með, ef sllkar afsícráningar yrðu gerðar og hvað sem öðru liði, yrði nú kæra send til Félagsdóms vegna þessa, og væri Arnmundur Bachmann, lög- fræðingur, að vinna að frágangi kærunnar. ,,Falli dómur Félagsdóms ekki sjómönnum i vil, verður laga- breyting að koma hér til”, sagöi Óskar Vigfússon. Hann hafði ann- an skilning á sjö daga uppsagnar, fresti en Kristján Ragnarsson og spurði hvað skyldi þá kallast upp- sögn, þar sem hér væri um kaup- sviptingu i tiltekinn tima að ræöa. Enn vék óskar aö rétti skipshafna á þeim bátum, sem nú liggja undir grun um aö hafa komið meðóleyfilegtaflamagn aö landi, en samkvæmt lögum um slikt frá fyrra ári, er augljóst að skipshafnir missa hlut sinn úr afh anum, gagnstætt þvi sem gerist við landhelgisbrot, en þar eiga skipsmenn óskertan aflahlut, að skipstjóra og útgerð frátalinni, en skipstjóri telst einn ábyrgur fyrir landhelgisbröti. Sagöi Óskar aö hér yrði og að verða breyting á. AM útleiðsluskilyröi, sem hafa veriö svona erfið þessa dagana. En þaö hefur veriðafar slæmt veður fyrir norðan, eins og vitaö er. I bili er þetta sem sagt 1 lagi, en hvort það dettur út aftur, vitum við náttúr- lega ekki, sagði Gústaf Arnar ennfremur. — Þessi lina til Akureyrar ber um eitt hundraö rásir og það munar um minna. Stór hluti af þvi er sjálfvirkir simar, eins og sjálfvirka simstöðin á Akureyri sem fer i gegnum Skálafell, sem ber um 30 linur, svo að viö verð- um sem betur fer ekki alveg sam- bandslausir þótt þessi lina bili, en það verður ansi erfitt fyrir fólk aö ná sambandi að norðan til Reykjavikur fyrir bragðiö, sagði Gústaf Arnar. — Nú siðan kemur mest allt Austurlandið i gegnum Akureyr- arrásirnar, fyrir utan nokkrar linur sem við höfum i gegn um Höfn I Hornafiröi, svo að þetta getur komið illa niður á Austfirö- ingum, ekki siður en Norölend- ingum, sagði Gústaf Arnar að sið- ustu. ö.B. Mörgum þykir gott að fá sér heitt bað i læknum f Nauthólsvikinni. Þar sitja menn löngum stundum og ræða vandamál lands og þjóðar. Þessa skemmtilegu mynd tók GEK við lækinn. Fremst á mynd- inni steypist litill foss fram úr einum bollanum I þessu vatnsfalli, sem nú orðið má teija einn af meiri háttar samkomustöðum höfuðborgarinnar. (AB mynd -GEK) Tveir létust í srijó- flóði í Norðfirði Snjóflóð varð tveimur ungum Norðfirðingum að bana i Gunn&lfsskarði upp af Neskaupstað á páska- dag. Þeir hétu Sævar Ás- geirsson og Hólmsteinn Þórarinsson, báðir 18 ára gamlir. Piltarnir, sem báðir voru vanir fjallaferöum, hugöust fara að Reykjum I Mjóafirði um Gunnólfsskarð. Lögðu þelt upp frá bænum Þrastarlundi innan kaupstaðinn. Um kvöldið kom I ljós, að ekkert hafði spurzt til þeirra Mjóafjarðarmegin og var þá leit hafin þegar. Fjórir menn úr björgunarsveit- inni Gerpi, sem hófu leitina, fundu fljótlega snjóflóð sem virt- ist nýfaliið. Þá var kallaö út aukið lið og þegar mest var munu um 80 manns hafa leitað i snjóflóðinu með stöngum. Einnig fóru menn á bát yfir til Mjóafjarðar og leituðu þeim megin, ásamt heimilisfólk- inu á Reykjum. Piltarnir tveir fundust i snjó- flóðinu um 10 leytið i fyrradag. Voru þeir báöir látnir. . V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.