Alþýðublaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 29. marz 1978, SKSu'
Otgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurþs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla H, slmi 81866. Kvöidsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeiid,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur f iausasölu.
Sýndarmennska
í skattamálum
Núverandi ríkisstjórn
hefur alla sína tíð lofað
þjóðinni veigamiklum
umbótum í skattamálum.
Þetta loforð byggist að
sjálfsögðu á þeirri vit-
neskju, að á sviði skatt-
lagningar ríki eitthvert
mesta misrétti, sem til er
í íslensku þjóðfélagi, og
er þá langt jafnað.
* Allir vita, að stórfelld
skattsvik eru framin, en
ríkisstjórnin hefur í fjög-
ur ár ekkert gert til að
draga úr þeim.
* Allir viðurkenna, að
tekjuskattur er að lang-
mestu leyti lagður á al-
mennar launatekjur, og
ríkisstjórnin lofaði í
stefnuskrá sinni að
breyta þvi. Enn er það
óbreytt, ekkert hefur
gerst nema síður sé, til
dæmis með svikum með
skattvísitölu.
Allir vita, að skatta-
hlunnindi eru hin óréttlát-
ustu samkvæmt núgild-
andi lögum, og einlægar
baráttukonur fyrir jafn-
rétti viðurkenna, að þetta
sé hvað verst varðandi
helmings skattafrádrátt
á tekjum giftra kvenna.
Ekkert hef ur gerst.
Allir þekkja htð
gamla íhaldskerfi, sem
gerir einstaklingum
kleift að blanda einka-
f járhag sinum saman við
fyrirtæki. Þeir geta fært
f jölskyIduútgjöld á fyrir-
tækin, tekið þaðan laun,
gert fyrirtækin bókhalds-
lega upp með tapi og end-
að skattlausir. Ríkis-
stjórnin hef ur ekkert gert
varðandi þetta.
Þannig mætti lengi
teija vankanta skatta-
kerfisins og hið hróplega
misrétti, sem þar á sér
stað ár eftir ár. Þetta
misrétti er smitandi sjúk-
dómur í þjóðarlikaman-
um. Almenningur, sem
sér þetta löglega og ólög-
lega svindl ár eftir ár,
getur varla borið mikla
virðingu fyrir lögum og
rétti.
Ríkisst jórnin hefur
hvað eftir annað lof að að
bera fram frumvörp um
leiðréttingu þessara mála
innan fárra mánaða.
Sjálfur forsætisráðherr-
ann, grandvar og ærukær
maður með afbrigðum,
hef ur gef ið loforð á þessu
sviði, sem hafa horfið
eins og dögg fyrir sólu
sérréttinda og svika.
Samt hefur ekkert verið
gert.
Það skortir ekki hug-
myndir og tillögur um úr-
bætur. Alþýðuflokkurinn
og Alþýðubandalagið
hafa hvort i sinu lagi lagt
fram víðtækar tillögur.
Sjálf stjórnin hefur lagt
fram frumvörp, en siðan
hefur risið ósamkomulag
og stjórnarherrana hefur
skort manndóm til að
standa við frumvörp sin
og knýja fram afgreiðslu
þeirra. Svindlararnir og
sérréttindafólkið hefur
einhvern veginn getað
hrætt stjórnarf lokkana
frá nokkrum aðgerðum.
Fyrir páska barst sú
frétt til þjóðarinnar, að
ríkisstjórnin hefði í
hyggju að flytja þegar
eftir hátíðina frumvarp
um stórfelldar umbætur í
skattamálum, og myndi
verða nægur tími til að
afgreiða það sem lög
fyrir þinglausnir.
Kunnugir menn hlógu, er
þeir heyrðu þessa frétt.
Þing kemur saman í
dag og því lýkur ekki síð-
ar en um næstu mánaða-
mót. Trúi því hver sem
vill, að ríkisstjórn, sem
ekki hefur getað eða vilj-
að koma við teljandi um-
bótum i skattamálum á
hálfu f jórða ári, muni nú
gera það á 3-4 vikum.
Þetta er eins augljós
sýndarmennska og hugs-
ast getur. Ráðherrar,
sem ekki hafa haft
manndóm eða sannfær-
ingu til að fá afgreiddar
umbætur á skattakerf inu
munu ekki gera það. á síð-
ustu vikum kjörtímabils-
ins. Hins vegar getur
þeim þótt óhjákvæmilegt
að sýna frumvarp, og
kenna svo einhverjum
öðrum, samstarfsf lokki
eða stjórnarandstöðu, um
að ekkert varð úr málinu.
Þessi vinnubrögð sæma
ekki ábyrgum ráðherr-
um, þetta er sýndaf-
mennska.
Þjóðin býr við efna-
hagsvanda, sem ekki
verður leystur án þess að
miklar fórnir verði lagð-
ar á flesta landsmenn.
Það vita reyndir menn,
að íslenska jájóðin er lik-
leg til að taka á sig nauð-
synlegar fórnir, en því
aðeins, að henni finnist
réttlæti ríkja og sérrétt-
indahópar ekki sleppa við
byrðar skatta eða gjalda.
Þess vegna er sýndar-
mennska í skattamálum
nú þjóðinni stórhættuleg.
Ríkisstjórnin er komin í
ógöngur í efnahagsmál-
um. Hún bætir ekki mál-
stað sinn með sýndar-
frumvörpum síðustu vik-
ur þings fyrir kosningar.
-ó-
«R*IWSUM ATTIHWI
Hundaæði, hefur verið allmikið
til umræðu hér á landi að und-
anförnu, og það ekki að ástæðu-
lausu. Sjúkdómurinn— sem er
algerlega ólæknandi hefur herj-
að um stóran hluta Evrópu
siðustu áratugina, og þrátt fyrir
miklar og fjárfrekar aðgerðir til
varnar útbreiðslu hefur ekki
tekizt að halda honum i skefj-
um.
Enn sem komið er, hefur
hundaæði ekki borizt til Bret-
landseyja og Norðurlandanna.
Læknayfirvöld i þessum löndum
eru þó orðin talsvert uggandi
um framvindu mála, einkum
vegna þess hve smygl á gælu-
dýrum er orðið algengt.
Samkvæmt viðtölum sem
fjölmiðlar hafa átt við lækna-
yfirvöldin hér á landi, er talið
fullvist, að fólk flytji inn gælu-
dýr eftir ólöglegum leiðum i
miklum mæli. Virðist vera
nokkur ásókn i að koma hinum
ýmsu dýrategundum inn i land-
ið og berast viðkomandi aðilum
fjöldinn allur af umsóknum þar
aðlútandi árlega. En sem gefur
að skilja verður að synja flest-
um þessara umsókna, m.a.
vegna þess, að engin aðstaða er
hér til að hafa dýrin i einangrun
tilskilinn tima. Enn heldur eru
þær ráðstafanir,, sem gerðar
eru, varla taldar fullnægjandi
til að fyrirbyggja að hundaæði
geti borizt til iandsins, vegna
þess að sjúkdómurinn getur dul-
iztsvoog svolengiidýrununván
þess að hans verði vart. Er það
algjörlega komið undir árvekni
eigenda hvernig tekst til með
ein angrun.
ÍJtbreiðsla hundaæðis hefur
veriðmjögör i Evrópu á siðustu
áratugum, eins og hér sést
gjörla. Sjúkdómurinn er ólækn-
andi og mjög mannskæður, en
það ættu þeir að hafa I huga,
sem gera sér leik að þvi að
smygla dýrum inn i landið. Og
það er einmitt eftir þeim
leiðum, sem hann hefur borizt
hvað örast miili Ianda.
• tBC
FRA
C'< SWI
J--A
En þrátt fyrir að ástandið sé
slikt, sjúkdómurinn geysar við
túnfótinn hjá okkur, án þess að
vörnum verði við komið, virðist
smyglið halda áfram i siaukn-
um mæli, ef eitthvað er.
Það er vægast sagt ótrúlegt,
að þeim, sem gera sig seka um
slika hluti, skuli þykja hund- eða
kattarræksni þess virði, að
farsótt sem hundaæði, sé hleypt
inn i landið.
Ef til vill er i einhverjum til-
fellum um þekkingarleysi og
hugsunarleysi að ræða. Eftir þá
umræðu, sem fram hefur farið i
fjölmiðlum, ætti þó sliku varla
að vera til að dreifa lengur.
Þvi þyrfti svo sannarlega að
taka til athugunar eftirlit með
dýrahaldi i þéttbýli, svo og
herða refsingar við að brjóta
lögin á þennan hátt. Að öðrum
kosti er það aðeins timaspurs-
mál, hvenær við þurfum að fara
að kljást við þennan illræmda
sjúkdóm á heimavelli.
Lengi
er von
á einum
Alltaf öðru hverju taka fjöl-
miðlarsig til og hafa samband
við það merka „apparat” Jafn-
réttisráð. Einkum er þetta gert
vegna auglýsingabardagans
margfræga, sem nú hefur verið
háður um nokkurt skeið, án
verulegs árangurs að þvi er
virðist. (Sjá t.d. auglýsinga-
dálka Mbl. páskablað)
Þegar ráðið var fyrst sett á
laggirnar, munu allmargir hafa
litið það hýru auga, og hugsað
með bjartsýni til starfsemi
þess. Það fór lika hressilega af
stað, með fundahaidi fyrir fjöl-
miðla o.fl. En svo fór að bera
minna á bramboltinu, auk þess
sem kynningarfundum fækkaði.
Enn brostu þó hinir bjartsýn-
ustu og töldu,aðþetta væri bara
einhver barnaveiki sem hrjáði
fyrirtækið. Það ætti áreiðanlega
eftir að hjarna við aftur.
Nú er aftur svo komið, að al-
menningi virðist Jafnréttisráð
sem steindauð sto&iun. Þar
virðast tiltölulega sömu málin
vera að velkjast mánuð eftir
mánuð, án þess að nokkru fáist
þokað. Að visu er stöðugt hazast
i auglýsingarmálunum, sem
vist er búin að fá á sig þreyttan
en þóhálfkómiskan blæ, einkum
vegna orðskripa, sem orðið hafa
til i hita baráttunnar.
En það er lengi von á einum,
og má vel vera að Jafnréttisráð
risi tvieflt upp frá dauðum. Er
vonandi, að kröftunum verði þá
beint inn á raunhæfari brautir
og almenningi gefinn kostur á
að fylgjast með og gleðjast yfir
þeim sigrum, sem þar kunna að
vinnast.