Alþýðublaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. marz 1978 7 Hann var ritstjóri „Afríka og Asfa í dag” f Moskvu: ,,Afríkustefna Sovét er andstæd hagsmun- — Stefna Sovétrikjanna i málefnum Afriku er al- gerlega ósamræmanleg hagsmunum fóiksins þar. Sovét flytur þangað herbila og napalmsprengjur i staðinn fyrir plóga og þekkingu. Sá sem mælir þessi orð, veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Hann hefur verið félagi i flokki Bresnevs í 15 ár og ritstjóri hins opinbera sovéska timarits ,,Afríka og Asia i dag”. Hann heitir Arkadij Bolischuk, 48 ára og hefur verið visað úr landi i Sovét. Arkadij Bolischuk yfirgaf Sovétrikin fyrir 6 mán- uðum. Hann var orðinn „óæskilegur borgari” i Sovét, þ.e. illa séður af yfirvöldum. Allt i einu kom jákvætt svar við fjögurra ára gamalli umsókn hans um að flytjast úr landi og Bolischuk fékk vegabréfs- áritun til ísraels, þrátt fyrir að hann i raun kærði sig ekki um að flytjast þangað. Þetta var gert til þess að stimpla hann „sionista” i augum Sovétborgar- anna. um fólksins” Hann ræðir um þann tima sem tók hann að sjá í gegn um þjóðfé- lagskerfi Sovétrikjanna. A meðan á námsárunum i Moskvu stóð varð fyrsti árekstur tmyndar og raunveruleika. Marxisminn sem kenndur var við háskólann var kenndur sem bók- stafstrú, en ekki sem visindaleg kenning til að nota lstarfi,að þvi er honum og nokkrum félögum hans fannst. Hann veit um stú- denta sem risu upp gegn ein- hverjum þáttum istefnuflokksins á meðan á námi stóð og þeir hurfu undantekningarlaust úr háskól- anum og voru sagð- ir vera annaö hvort „hættir i skólanum” eöa „veikir”. A þeim tima velti Arkadij þessu ekki frekar fyrir sér. Sáning með engu útsæði 1 umræðuhóp i háskóladeildinni hóf hann umræðu um þær aðferð- ir sem beitt er við samyrkjubú- skapinn i sovéskum landbúnaði, en það hefði hann ekki átt að gera. Þegar hann ætláði að taka próf sin árið 1954 var hann skyndilega ekki i stakk búinn til þess oghann þurfti að ganga lengi manna ámillii skrifræðisbákninu áður en tilskilin leyfi voru veitt. Þrátt fyrir þetta var hann þó álit- inn áfram stuðningsmaður stjórnvalda, fjandmaður „hinna óánægðu” og hatursmaður Vesturlanda. Ólikt flestum stúdentum fór hann af fUsum og frjálsum vilja tilstarfa Uti i sveit að loknu námi, á stað sem heitir Kostroma við Volgu, þar sem hann aðstoðaöi við að byggja upp dagblaö á veg- um Komsomol (samtök ungra stuðningsmanna Bresnjev- flokksins). A þessum tima gekk hann einnig i flokkinn. — Raunveruleikinn utan við borgartakmörk Moskvu var allur annar en ég haföi gert mér i hug- arlund. Þar sá ég eins ljósa mynd af arðráninu á sovéskri alþýðu og menn geta yfirleitt fengið. Ariö 1957 var ég til dæmis serídur i 10 daga ferð til að fylgjast með sán- inguaðvori til á samyrkjubúi. En þar var ástandið á þá lund, að bændafólkið átti ekki mat og ekk- ert útsæði til að sá. Logið i fyrsta sinn — Þegar ég kom til baka á rit- stjórnina, þá sagði ég aö okkar hlutverk ætti fyrst og fremst að vera það að reyna að koma bændafólkinu til hjálpar, en ekki að rita litaðar greinar um bU- skapinn. En ritstjórinn sagði nei. Þar sem landbúnaöur gekk vel — opinberlega — i öörum landshlut- um, þá var hann einnig i góðu gengi i Kostroma. Mér var skipaö aö skrifa grein um dráttarvélar- ökuþór sem hugsaði vel um dráttarvélina sina og gættí þess aöhUn væri ætið i góöu ásigkomu- lagi. Þar laug ég i fyrsta sinn. — Ég trUði þvi innra með mér að Sovétrikin væru ennþá brjóst- vörn friðarins og væru það afl sem gæti komið i veg fyrir nýja heimsstyrjöld. — Eftir tveggja ára starf við Komsomol-blaðið var ég rekinn. Ég hafði skrifað grein i „Litera- turnaja Gazeta” um þrjá léleg- ustu rithöfunda héraðsins. En þá vissi ég ekki að þeir voru góðir vinir flokksritarans i Kostroma, sem siðar varö landbUnaðarráð- herra i sovétlýðveldinu RSFSR. Undir smásjá KGB — Kunningjar minir hættu að heilsa mér á götu, þar sem þeir óttuðust að vera settir i samband við mann sem nú var undir eftir- liti KGB — öryggislögreglunnar alræmdu. Ég sneri aftur til Moskvu, en þar vissi nú hver maður á ritstjórnum blaðanna að ég var „grunaður”. Ég fékk alls Kostroma var ekki undantekning heldur regla. — Með aðstoð persónuiegra sambanda fékk ég meðmæli tii starfa á timaritinu „Afrika og Asia i dag” sem gefið er Ut af vináttustofnun og — nefndum fyrir samstöðu með fólkinu i Afriku og Asiu, samtökum sem skipuleggja sambönd við öli Sovétholl öfl i þessum álfum. — Eftir þriggja ára starfvar ég skipaður ritstjórnarfulltrúi, sem í reynd var ritstjórastaða viö tima- ritið. Það átti vel við mig að skrifa greinar um t.d. kynþátta- kúgunina i Suður-Afriku, greinar sem stönguðust ekki á við mina eigin afstöðu og vitund. En I hverri grein og hverri bók var mér uppálagt að geta um afstöðu flokksins og rikisins til hvers máls. — Ég skrifaði til dæmis for- málsorðað bók um Ródesiu eftir Per Wastberg. Eftir að ég yfirgaf Sovétrikin, hvarf þessi bók úr búðum þar. Nafn manns sem hef- ur „strokið” úr landi, má ekki sjást i þvi sem þar er gefið út eða selt, jafnvel ekki í formálsorðum. — En lifið lék við mig og ég fór að skrifa greinar i Izvestija, Pra vda og koma fram sem frétta- skýrandi um afrisk málefni i sjónvarpinu. En þetta var sjálfs- blekking. Ég fór að sjá hvernig linur lágu i stefnumunstri Sovét- rikjanna. Við studdum aðeins þær frelsis- hreyfingar i Afriku sem studdu Sovétrikin. Aðrar hreyfingar átti að fordæma. Khadaffi i Lýbiu, sem i lok siðasta áratugs var stimplaður andkommúnisti og trúlaus ofstækismaður er nú orð- inn „mikill byltingarmaður” i sovéskum fjölmiðlum. 1 sðvéskum fjölmiðlum er idi Amln I Gganda ýmist kallaður góður eða slæmur, allteftir þvi hvaða afstöðu hann hefur tekið til afskipta Sovétrikjanna af málefnum Afrikuþjóða. „Khadaffi I Lýbiu var stimplaður trúlaus ofstækismaður fyrir 10 ár- um i Sovét, segir Arkadij Bolischuk. Hann hcfur skoðað valdakerfi i Sovét innan frá. Hernám Tékkóslóvakiu fyllti bikarinn hjá honum. Sér-geymsla staðar neitun um starf og aðeins fyrir persónuleg tengsl fékk ég vinnu á blaði fyrir blinda, „Lif hinna blindu”. 1 eitt ár gat ég ekiö um i Sovétrikjunum til að viða að mér efni í blaöið. Þá uppgötvaði ég að það sem ég hafði séö i Npmeiri i Súdan, Idi Amin i Úganda ogSiad Barre i Sómaliu hafa allir gengið i gegn um ham- skipti — yfirleitt til hins verra — allt ef tír þvi hvernig stefna þeirra gagnvart Sovétrikjunum hefur verið. — Ekki aðeins fjölmiðlar Vesturlánda voru álitnir „and- sovéskir”. Leiðtogar lands mins hafa einnig neyöst til þess að stínga undan eldri árgöngum af sovéskum ritum og sumir ár- gangar fást ekki til aflestrar i Sovét. A blaðinu minu var sér- stakt læst herbergi þar sem eldri árgangar voru geymdir. — Hernám Tékkóslóvakiu varð dropinn sem fyllti bikarinn. Frá þvi sá atburöur gerðist gat ég ekki fengið mig til þess að leggja orku i starf mitt. Ég hætti að um- gangast vini mina þar sem ég gat ekki verið ærlegur i garð þeirra. Það gat jafnvel verið hættulegt fyrir þá að umgang- ast mig. Arið 1974 sagöi ég upp störfum og hætti, en gekk i þess stað i neðan- jarðarhreyfingu þá sem berst fyrir auknum mannréttindum, en þekktustu baráttumenn i röðum hennar eru Andrej Sacharov og Jurij Orlov. Ofsa- fengin undirokun kristinna gerði það meðal annars að verkum að ég gekk til liðs við þessa hreyf- ingu og i dag er ég kristínn. Innilokaður — Nú hófst ofcóknaraldan fyrir alvöru. Ég var tekinn og læstur inni i Lefortovo-fangelsinu sem KGB starfrækir i Moskvu. Ættíngjar minir fengu heimsókn- ir KGB-manna sem þóttust vera „blaðamenn frá APN (Novosty)”. — 1 dag finnst mér það vera mitt höfuðhlutverk aö vara fólk i Evrópu við Sovétrik junum. Þetta riki er i öllu sinu eðli árásar- gjarnt. Þvi er stjórnað af mafiu sem veröur að berjast fyrir þvi að lifa eða deyja ella. — Trúleysi i marxisma þeirra er augljóst, þegar maður t.d. les veggblöð út um allt sem á stendur: „Kenningar Lenins eru ódauðlegar”. Hver kenning á sér fæðingardag, þróun og dauða, svo er einnig um kenningu Lenins. Á bandi ísraels? — Stefna Sovétrik janna i Afriku hefur afhjúpaðþau. Hún er i and- stöðu við hagsmuni rikisins. Alþýðan þarfnast plógs og þekk- ingar, en Sovét lætur af hendi rakna herbila og napalmsprengj- ur. Ef það á eftir að verða nauð- synlegt, þá munu Sovétrikin ganga i bandalag nieö ísrael. Það er eðli hvers heimsvaldasinnaðs stórveldis að hafa eins mikil og viðtæk áhrif og mögulegt er. Rammafturhaldssamar og fasiskar stjórnir eru engin hindr- un fyrir bandalagi við Sovétrikin. —- Hjá sovéskum leiðtogum er allt framsækið sem styður Sovét- rikin, en allt afturhaldssamt sem er andstætt Sovét. Hafið gát á Sovétrikjunum! Það er það sem ég vil tala um, en blaöamenn hafa alltaf mestan áhuga á persónunni mér. En ef til vill nær boðskapur minn eyrum einhverra. (Endursagt úrGnistan) -ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.