Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 4
4 sSSwAu1 Miðvikudagur 19. apríl 1978 (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjdri: Éinar Sigurös- son. Aðsetur ritstjdrnar er i Siðumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsimi fíéttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krdnur I lausasölu Tvær ólíkar ríkisstjórnir Morgunblaðið og Tíminn hafa undanfarna daga skýrt nákvæmlega frá ýmsum þeim efna- hagsráðstofnunum, sem norska ríkisstjórnin hefur gripið til vegna hættu á vaxandi verð- bólgu og atvinnuleysi. Blöðin tvö hafa lagt á það áherzlu, að rauntekjur launþega muni ekki aukast næstu árin og að opinber útgjöld verði skorin niður. Siðan hafa stjórnar- blöðin borið saman starfshætti íslenzkrar verkalýðshreyf ingar, sem nú reynir að endur- heimta þær kjarabætur, sem af henni voru teknar með lagaboði, og afstöðu norsku verkalýðshreyf- ingarinnar til efnahags- ráðstafana norsku ríkis- stjórnarinnar. Blöðin tvö láta þess að engu getið, að kaupmáttur launaverka- manns í Noregi er mun meiri en hér á landi, og að laun hans eru auk þess hærri. Viljandi gleyma Morgunblaðið og Tíminn aðalatriði málsins. I Noregi er við völd stjórn Verkamannaf lokksins. Það er því sjálf verka- lýðshreyfingin, sem tekur ákvörðun um þær aðgerðir er gripið hefur verið til. Síðustu mánuði hafa verið nær daglegir f undir forystu norska Alþýðu- sambandsins og ríkis- st jórnarinnar. Norski forsætisráðherrann, Odvar Nordli, og forseti Alþýðusambands Noregs, Tor Halvorsen, hafa haft forystu um þær efnahagsaðgerðir, er ís- lenzku st jórnarblöðin hafa sagt frá. Norska ríkisstjórnin og verka- lýðshreyf íngin eru greinar af sama meiði. Þessa staðreypd mættu stjórnarf lokkarnir og kjósendur þeirra gera sér Ijósa. Hér skilur á milli feigs og ófeigs: íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem engin tengsl hefur við verkalýðshreyf inguna, og norsku ríkisstjórnar- innar, sem á rætur í verkalýðshreyf ingunni. Aðgerðir norsku stjórnarinnar eru ekki mælikvarði á ,,ábyrgðar- leysi" íslenzkrar verka- lýðshreyfingar. Þær eru miklu f remur mælikvarði á getuleysi íslenzku rikis- stjórnarinnar, sem ekki hefur borið gæfu til að leita samráðs eða sam- vinnu við verkalýðs- hreyfinguna í stjórnartíð sinni. Lausn norskra efnahagsvandamála byggist á nánu samstarfi ríkisstjórnar og laun- þega. Vandinn í íslenzkum efnahags- málum stafar meðal annars af sambandsleysi rikisstjórnar við þegna- ana. Glæpaverk öfgahópa Glæpamenn og öfga- fullir hópar ungs fólks, sem hefur mótað lífs- skoðanir sínar sam- kvæmt kommúnískum fræðum, fremja nú glæpaverk víða um heim, er vekja viðbjóð og hryll- ing,- Alda hryðjuverka, mannrána og morða gengur yfir Vestur- Evrópu og ógnar sam- félagi manna. Til eru þeir, sem mæla þessum glæpaverkum bót: segja þau þátt í auðvaldsskipulaginu. — Staðreyndin er hins vegar sú, að öfgar og óhæfu- verk af þvi tagi, sem heimurinn hefur orðið vitni að að undanförnu, eru aðeins til þess fallin að veikja lýðræðisskipu- lagið. Ofbeldi hvetur til ofbeldis, kröfur um meiri áhrif lögreglu og hers verða háværari og and- stæðir öfgahópar vaða uppi. Lög og regla í anda lýðræðis getur á skömmum tíma snúist í ofurvald stjórnenda lög- regluríkis. Það er engin fásinna að hvetja Islendinga til að vera á varðbergi gagn- vart hverskonar öfga- hópum til hægri og vinstri. Leiðin til betra þjóðfélags liggurekki um blóðdrifnar götur og of- beldi flýtir ekki fyrir. Ofbeldis- og glæpaverk fámennra hópa öfga- manna eru af sama toga spunnin og ógnarstjórn - Idi Amins í Uganda og , herforingjanna í Suður- Ameríku. Verk þeirra sýna og sanna hversu skammt maðurinn er kominn á þroskabraut sinni, hversu örðugt uppdráttar hún á, hug- sjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag. —AG Tekst að koma á staðgreiðslu skatta um IISDCtll — ekki eru allir jafnbjartsýnir á það þótt frumvarp IICC9III €Mm CllllUI ■ stjórnarirmar verði að lögum Svo scm frá var skýrt i Alþýöu- blaöinu i gær, lagði fjármálaráö- herra fram skattalagafrumvörp sin á mánudagskvöldið. Annars vegar lagði hann fram frumvarp til laga um tekjuskatt og eigna- skatt og hins vcgar frumvarp um staðgreiðslu opinberra gjalda. Frumvarpiö um tekju- og eignaskatt er að siofni til byggt á frumvarpi til laga um tekjuskatt og eignaskatt sem flutt var á siðasta þingi, en náði ekki af- greiðslu. Hafa siðan veriö gerðar margvislegar breytingar á frum- varpinu á grundvelli þeirra um- ræðna og athugasemda sem gerðar voru við frumvarpið sem flutt var i fyrra. Helstu stefnubreytingar frá gildandi tekjuskattslögum sem i frumvarpinu felast eru: 1. Frádráttarliðum frá tekjum manna utan atvinnurekstrar ér fækkað verulega og skatt- aðilum heimilað að eigin vali að nota fastan frádrátt, sem er ákveðinn hundraðshluti af launatekjum, i staö frádráttar vegna iðgjalda af lifeyri, iðgjalda til stéttarfélaga, vaxtagjalda og gjafa til menningarmála. Að þessu leyti er frumvarp þetta þvi verulega frábrugðið frumvarpinu i fyrra en þar var lagt til að flestir frá- dráttarliðir væru felldir niður með öllu eða þeim breytt i af- slátt frá skatti. 2. Aðferð við skattlagningu hjóna er breytt. Tekin er upp tak- mörkuð sérsköttun hjóna með heimild til millifærslu þess hluta persónuafsláttar sem öðru hjóna nýtist ekki yfir til hins hjóna. Sérstakur frá- dráttur gildandi laga vegna launatekna giftrar konu er felldur niður. Skattstigi og persónuafsláttur er hinn sami fyrir alla menn án tillits til hjú- skaparstöðu þeirra. Barna- bótum er skipt til helminga milli hjóna. 3. Skattmeðferð einstaklinga, sem fást við atvinnurekstur, er breytt verulega. Rekstrarút- gjöld atvinnurekstrar og þar með tap af slikum rekstri yrði samkvæmt frumvarpinu ekki frádráttarbært frá öðrum tekjum mannsins. Hann gæti þannig t.d. ekki nýtt fyrningar i atvinnurekstri sinum til að firrasig skattgreiðslu af launa- tekjum sem hann kann að hafa. Aðauki gerir frumvarpið ráð fyrir þeirri breytingu frá gild- andi lögum, að maður, sem stundar atvinnurekstur i eigin nafni eða sjálfstæða starfsemi, verði án tillits til afkomu rekstrarins skattlagður eins og honum væru greidd laun frá öðrum. Er með þessum hætti stigið skref til aðgreiningar á atvinnurekstrinum sjálfum og þeim sem hann rekur. 4. Veruleg breyting er ráðgerð á fyrningarreglum og reglum um skattlagningu söluhagnaðar. Að þvi er varðar fyrningar munar mest um þá ráðgerðu breytingu að' reikna fyrningar af endurmatsverði með lægri hundraðshlutum en samkvæmt gildandi lögum. Endurmatið er byggt á breytingum á visitölu byggingarkostnaðar og reikn- ast eins fyrir allar eignir. Fyrningarákvæðum frum- varpsins er ætlað að koma i stað fjölmargra fyrningar- ákvæða gildandi laga, þ.á.m. verðstuðulsfyrninga. Þá eru i frumvarpinu ákvæði um skerðingu fyrninga þegar f jár- mögnun fyrnanlegra eigna byggist að nokkru eða öllu á lánsfé. Frumvarpið gerir ráð fyrir að söluhagnaður verði alltaf skattskyldur án tillits til eignarhaldstima, en við ákvörðun söluhagnaðar er upphaflegt kaup- eða kostn- aðarverð framreiknað til sölu- árs eftir verðbreytingarstuðli. Hagnaður af sölu ibúðarhús- næðis verður þó áfram skatt- frjáls eftir ákveðinn eignar- haldstima. Söluhagnaður sam- kvæmt gildandi lögum er yfir- leitt skattfrjáls eftir tiltekinn eignarhaldstima. Breytingum á fyrninga- og söluhagnaðarreglum er m.a. ætlað að koma i veg fyrir að unnt sé að skapa nýjan fyrningargrunn með kaupum og skattfrjálsri sölu eigna eftir tiltekinn tima með mála- myndagerningum milli aðila. 5. t þeim köflum laganna sem fjalla um framkvæmd skatt- lagningar og viðurlög eru gerðar nokkrar veigamiklar breytingar. Framlagningu skattskrár er seinkað þar til meginhluti úrskurða skatt- stjóra um kærur hefur farið fram, þannig að skattskrá verði réttari en sú frumskatt- skrá sem lögð er fram sam- kvæmt gildandi lögum. Rikisskattanefnd er breytt samkvæmt frumvarpinu i fastan úrskurðaraðila, eins konar skattadómstól þriggja manna sem ætlað er að hafa setu i nefndinni að aðalstarfi. Loks eru viðurlög við skatt- svikum samkvæmt frum- varpinu verulega þyngd, t.d. ákveðin há sektamörk. Veiga- mesta stefnubreytingin i þessu efni er þó að heimilað er, við i'trekuð brot eða miklar sakir, að dæma auk sektar varðhald eða fangelsi allt að 6 árum eins og nú gildir um þjófnað, fjár- drátt og önnur auðgunarbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Ætlast er til að frumvarpið öðl- ist gildi þann 1. jan. 1979 og koma til framkvæmda við álagningu á tekjur og eignir þess árs á árinu 1980. Framhald á 14. siðu t mm * ' * 4 % V*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.