Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 7
sss- Miðvikudagur 19. apríl 1978 7 Sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn og unglinga Reykjavikurborg boðaði til blaðamanna- fundar i gær til að kynna sumarstarfið fyrir börn og unglinga þetta árið. Það er með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Einu nýjungarnar eru þær að haldin verða dagnám- skeiði siglingum i Naut- hólsvik og opnaðir verða starfsvellir á barna- skóla völlunum við nokkra barnaskóla borgarinnar. Þar gefst börnunum m.a. tækifæri til að föndra og smiða. Þegar skólanum lýkur ávorin, vantar börnin sem dvelja i borg- inni yfir sumartimann, eitthvað til að stytta sér stundirnar við. Borgin býður upp á þó nokkuð fjölbreytta starfssemi s.s. siglinganámskeið, reiðnámskeið, sundnámskeið, iþrótta- og leikj- anámskeið, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðaformið virðist vera mjög heppilegt form fyrir starf- - semina og eftir að skipulagningin varð fastari i sniðum, nýtist starfiðmunbetur bæði fyrir þátt- takendur og stjórnendur nám- skeiðanna. Börnunum er boðið upp á kynnisferðir út i sveit, svoeru Skólagarðarnir með sína starf- semi eins og undanfarin sumur og Vinnuskólinn tekur við eldri börnunum i unglingavinnuna. Þá mun einnig verða haldið uppi skemmtunum fyrir unglingana t.d. diskótek á föstudagskvöldum, að Bústöðum og i Fellahelli. Starfsemi borgarinnar nær til barna allt frá tveggja ára aldri og uppi 14 ára, en litið til þeirra sem eldri eru. Reiknað ermeð að það fólk sé komið út á almennan vinnumarkað. Það er oft erfitt fyrir þessa krakka að fá vinnu yfir sumartimann, sérstaklega fyrir stelpurnar. Einhvern veginn rætistþó úr og endar yfirleitt með þvi að allir fá eitthvað að gera. Þátttakan í sumarstarfinu- hefur verið mjög góð undanfarin ár og ekki ástæða til að ætla annað en svo muni einnig verða í þetta sinn. Borgin gefur út bæk- ling um sumarstarfið, og verður honum dreift i skólana á höfuð- borgarsvæðinu i dag. Þar eru nánari upplýsingar um nám- skeiðin, á hvaða tima þau verða, kostnað og þvi um likt, en inn- ritun i sumarstarfið hefst 2. mai. Það er mjög heppilegt að for- eldrar innriti börn sin sem fyrst. E.I. List þeirra sem standa höllum fæti á einnig erindi til okkar — sérstæð sýning á Lauga- vegi 42 á Sumardaginn fyrsta í Sumardaginn fyrsta verður lialdin listsýningað Laugavegi 42, þriðjuhæð. Sýningin opnar kl. 15:00 og stendur aðeins yfir þenn- an eina dag. Um kvöldið kl. 20:30 verða einnig flutt þarna frum- samin Ijóð og leikið á ýmis hljoð- færi. Að sýningunni stendur hop- ur sem kallar sig RAWA. Ahugamenn um list hafa mynd- að hóp sem þeir kalla RAWA (Reanissance Artists and Writers Association). Hópurinn var myndaður að erlendri fyrirmynd, en slikir hópar munu vera starf- andi i Þýzkalandi, Hollandi, Ind- landi, Astraliu og viðar. Markmið þessara hópa er að gefa öllum möguleika til að koma list sinni á framfæri, sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti i samkeppninni t.d. vegna fjárskorts. Það kostar sitt að koma upp sýningu á verkum sinum hér á íslandi sem annars staðar, og vill RAWA með sýn- ingu sinni á Sumardaginn fýrsta Mumð • alþjóðlegt hjálparstarf Rauóa krossins. RAUÐI KROSS tSI.ANDS gefa áhuga- og listamönnum tækifæri til að kynna þar list sina fyrir almenningi. Guðrún ösp er ein þeirra sem tekur þátt i sýningu þessari en hún er búin að fást við að mála I 20 ár. Guðrún er mikill náttúru- unnandi og þykir gaman að mála myndirúr þjóðlifinu ogmyndir af horfnum búskaparháttum. Hún málaði mikið af náttúrumyhdum i fyrstu en lenti siðan i slysi sem hefur gert það að verkum að ferð- irnar út i náttúruna urðu erfiðari viöureignar.Þáfórhún að mála á silki og málar hún bæði eftir tón- list og ljóðum, sinum eigin og annarra skálda s.s. Hannesar Hafstein og Einars Ben. Ljóðin fylgja myndunum á sýningunni. Myndir Guðrúnar eru yfirleitt náttúrumyndir þar sem hlfinn- ingin fyrir náttúrunni og landinu kemur sterklega i ljós. Sjálf segir Guðrún: „Stærsta áhugamál mitt er verndun islenzkunnar, ég safna sjálf islenzkum orðum og tala við herrana sem vinna að Orðabók Háskólans, i svo til hverri viku. Þeir eru svo skemmtilegir og fróðir. það er andleg hressing að tala við þá. Það sem ég elska heitast er ts- land, islenzk tunga og allt sem islenzkt er”. Meðfylgjandi myndir eru af verkum Guðrúnar. E.I. 33. leikvika —leikir 15. april 1978 Vinningsröð: 1 1 X- 12 2'— 2X1 — 1X1 — 1. vinningur: 10 réttir — kr. 31.000.- 79 6000 31087 33002 33584 40736 166 6497 32142 33145(2/10) 40075 40921 1363 8738 32211 33374(2/10) 40188(2/10) 41145 4065 9214 32649 33462 40429(2/10) 41257 4931 31026 32972 33580 40630 41273 2. vinningur fellur niður, þar sem vinningsupphæð á röð með 9 réttum féll niður fyrir lágifiarksvinning. Vinningsupphæð- inni er jafnað á raðir með 10 réttum. Kærufrestur er til 8. mal kl. 12 á liádegi. Kærur skulu vera skriflegar Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og aðalskrif- stofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, er kærur verða teknar til greina. GETRAUNIR — 1 þróttamiðstööin — REYKJAVIK Vornóttin kallar vinina aila, voldug er orka hins komandi lifs Hundasýning í haust Þann 1. april s.l. var aðalfundur Hundaræktarfélags íslands hald- inn i Tjarnarbúð. Þar var lýst yfir stuðningi við varnarorð yfirdýra- læknis um hættu þá sem stafar af óleyfilegum innflutningi hunda til landsins. 1 ráði er að hefja útgáfu fréttabréfs til félagsmanna um ýmis mál er varða hundaeigend- ur, s.s. heilbrigðismál o.fl. Einnig hyggst félagið halda hundasýn- ingu i haust. Markmið félagsins er að stuðla að hreinræktun þeirra hunda- kynja sem til eru i landinu. 1 félaginu eru 59 manns og formað- ur þess er Guðrún Sveinsdóttir. Nýtt söng- lagahefti eftir Sigurd Águstsson Út er komið sönglagahefti sem nefnist „Sönglög 1” og er eftir Sigurð Agústsson i Birtingarholti. 1 hefti þessu eru 20 lög, 18 ein- söngslög og 2 tvisöngslög. Fyrir- hugað er að gefa út annað söng- lagahefti með lögum eftir Sigurð „Sönglög 2”. Það eru lög fyrir samkóra og karlakóra og kemur það væntanlega út næsta haust. „Sönglög 1” er til sölu i bóka- verzlunum i flestum kaupstöðum landsins. t Reykjavik fæst það hjá Islenzkri Tónverkamiðstöð, Lauf- ásvegi 40. Getraunaspá Alþýdubladsins: Kr. 100 © The Football League Hæsti vinningur vannst á 10 rétta Lolklr 22. april 1978 Blrmingham - Man. City Chelsea - Wolves....... Coventry - Nott'm Forest Derby - Lelcester .. Ipswlch - Bristol Clty Leeds - Arsenal ..... Llverpool - Norwlch ., Man. Utd. - West Ham Middlesbro - Everton Newcastle - Q.P.R. . W.BA. - Aston Vllla . Luton - Southampton i siðustu leikviku fékk enginn 12 rétta og tieiaur enginn 11 rétta. Hins vegar voru 34 raðir með 10 rétta Vinningur fyrir hverja röð voru 31.000 krónur. Sérfræðingur Alþýtublaðsins fékk aðeins 6 rétta og hefur hann fengið miklar ákúrur fyrir. Hann hefur nú stundað sjálfsgagnrýni um skeið og hyggst bæta ráð sitt. Enda ekki seinna að vænna/ því nú eru aðeins tvær leikvikur eftir. Birmingham-Manchester City. Birmingham hefur staðið sig með ágætum undanfarið en samt sem áður getur sérfræðingur vor ekki setið á sér að spá liðinu tapi. Útisigur. Chelsea-Wolves. Skyndilega er Wolves komið i mikla fallhættu. West Ham og QPR sem hingað til hafa barizt mikilli innbyrðis baráttu um að lenda ekki i 34ieðstasætinu vinna nú hvern leikinn á fætur öðrum og skyndilega situr Wolves á botninum með Leicester og Newcastle. Auk annars leikur liðið illa og á þvi skilið að falla. Heimasigur Coventry-Nottingham Forest Þetta verður leikur vikunnar. Forest er nú svo gott sem búið að sigra i 1. deildarkeppninni. Leikmennirnir eru þvi ef til vili með kærulausasta móti. Auk þess er lið Coventry með mjög sterktlið. Viðspáum þvi jafntefli en útisigri til vara. (Fyrsti tvö- faldi leikurinn) Derby- Leicester. Leicesterer þegarfallið i aðra deild. Leikmenn eru þvi áhuga- lausir og Derby innbyrðir auðtekin stig. Heimasigur. Ipswich-Bristol City. Þessi leikur er mjög tvisýnn, flest bendir þó til jafnteflis. Þetta veiðurkennir sérfræðingur vor fúslega en hann sættir sig ekki við að gefa Bristol liðinu stig. Heimasigur. Leeds-Arsenal. Arsenal leikur nú beztu knattspyrnuna i Englandi Leeds er einnig sterkt lið, sérstaklega á heimavelii og er erfitt að hirða stig af liðinu þar. Við spáum þvi útisigri en jafntefli til vara. (Annar tvöfaldi leikurinn) Liverpool-Norwich. Arangur Norwich á útivelli er ótrúlega lélegur. Liverpool bérst nú fyrir að ná öðru sætinu i deildakeppninni en það veitir liðinu rétt til að leika i Evrópukeppninni. Allt stefnir i öruggan heima- sigur. Manchester United-West Ham. West Ham hefur verið i miklum ham (Ham) undanfarið og hefur liklega bjargað sér frá falli. Liðið er þvi til alls liklegt og við spáum útisigri en jafntefli til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn) Middlesbro-Everton. Þessi leikur er erfiður. Middlesbro er ekki auðunnið lið á heimavelli og Everton hefur heldur fatast flugið. Samt gerumst vér svo djarfir að spá útisigri. Newcastle-QPR. Newcastle er þegar fallið i aðra deild. QPR hefur leikið vel að undanförnu og halað inn stig. Við spáum útisigri. WBA-Aston Villa Getraunasérfræðingur voru spáir WBA sigri i þessum leik með grátstafinn i kverkunum, þvi eins og kunnugt er er hann mikill Villa-aðdáandi. Rétt svona til málamynd spáir hann jafntefli til vara. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn) Luton-Southampton. Southampton má helst ekki tapa þessum leik vilji liðið vera öruggt um sæti i fyrstu deild að ári, þvi Brighton fylgir fast á eft- ir. Luton er sterkt lið og við spáum þvi að liðið nái að krækja i annað stigið. Jafntefli. —ATA Starf íþróttafulltrúa Starf iþróttafullrúa Siglufjarðarkaupstað- ar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. Laun samkvæmt launafl. S.M.S. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað að iþrótta- og félagsmálum. Upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstof- unni i sima 96-71315 og hjá Bjarna Þor- geirssyni i sima 96-71662. Bæjarstjórinn Siglufirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.