Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 13
i Miðvikudagur 19. apríl 1978 13 Allt ad verda vitlaust í f jósinu? órói á kærleiksheim- ilinu! Timarit Máls og menningar hefur nokkuð borið á góma og verið opinberlega rætt undan- farið. Sér nú á, að þar er ekki lengur ein hjörð og einn hirðir! Til eru þeir, sem fagna þessu, en svo eru aðrir, sem þykir að hlýrra hafi forðum verið undir arnarins væng. 1 sjálfu sér er ástæðulítið að blanda sér i þessar deilur, enda eigist þar þeir einir við, sem litlu máli skipti hverjir drepist eða skrimti. öðrumáli kann að skipta um félagiðsjálft—Mál og menning — sem á sínum tima var merki- legt framtak og mætti vel verða lengra lifs auðið, þó ekki væri nema vegna fyrri gagnsemdar. Engan þurfti að furða þótt framgangur sliks félags yrði talsverður i árdaga. bar gafst mönnum kostur á að eignast lesefni á bærilegu verði. Ýmsar nýtilegarbækursáu þar dagsins ljós, þó innanum fyndust aðrar hrútleiðinlegar og næsta litils virði, hvortheldurfræðilega eða bókmenntalega séð. Fyrst i stað gætti litt i vali út- gáfú bókanna, að annað væri markmið félagsins en að mæta lestrarþörf almennings. Þó vár ein útgáfubókin, sem strax hafði nokkra sérstöðu, tímaritið. Það þurfti ekki lengi að fletta blöðum til að sjá, hvar skötu- selur kommúnismans lá undir steini. Ritstjóri þess og aðalráða- maður útgáfunnar var frá önd- verðu Kristinn E. Andrésson. Hann var vel að sér og ritfær i bezta lagi, en á hinn bóginn svo ofstopafullur kommúnisti, að fyrir þá skuld eina reyndist hann litil heillaþúfa um að þreifa i' menningarmálum. Eflaust mun sagan — þegar lengra liður frá — eiga eftir að kveða upp dóm sinn um þátt hans.Ereinsættaðbiðaþess, þó timabært sé nú þegar, að rekja þar nokkur atriði. Þvi verður ekki mótimælt, að með tilkomu hans i dómarasæti um listir og bókmenntir, urðu nokkur straumhvörf. bvi heldur varð það áberandi, að slikir dómarar voru ekki á hverju strái, en af þvi leiðir að vandi þeirra varað meiri. Sjálf- sagt er hógværð i þeim efnum góður kostur að sama skapi og afdráttarleysi til lofs eða lasts er hið gagnstæða. Orkar og oft tvimælis þá sagtereða gert.En það kom fljótt i ljós i bók- mennta- og listadómum Krists- ins, að þar var alber einstefnu- akstur. Þannig hófst hin fræga — en þó gamalkunna úr öðrum efnum — flokkun hans á lista — eða listiðjumönnum i sauði og hafra. Brátt varð bert, að krafa hans til sauðahópsins var engan veginn sú, að þeir væru einstak- lega „lagðprúðir né fagur- hyrndir”! Þar skipti það eitt máli að þeir hefðu einkað sér hin einu sáluhjálplegu trúar- brögð og væru meira en fúsir að elta sinn góða hirði. Gleggsta vitnið um þetta var viðhorfið til höfuðskálda okkar, sem meira mátu list sina en til- beiðslu við hinn nýja páfadóm. Nægir að nefna Davið frá Fagraskógi og Tómas Guðmundsson, sem urðu svo hart úti, sem páfinn annars þorði að láta á þrykk út ganga. Og hverjar voru svo dómsfor- sendurnar? Jú þær, að þessir listamenn hefðu ekki einkað sér hina „endurfrjóvguðu list” kom múnismans, enda væri þeim einum sem það hefðu gert, fært að sjá heiminn i réttu ljósi! Helzt var svo að skilja, að ef menn endurfrjóvguðust þannig, kæmu listaverkin bunandi frá þeirra höndum, rétt eins og bil- arnir frá Fordverksmiðjunum eftir að timi færibanda var genginn i garð! Hér þótti ýmsum ungum mönnum, sem höfðu einhvern- tima — þó ekki væri nema i draumi — haft einhverskonar mökvið bliðlega kvenveru, sem þeir trúðu að væri skáldgyðjan sjálf, hnifur sinn komast i feitt. Undir þennan verndarvæng safnaðist svo ærið mislit og all eintakamörg hjörð. Formúlan virtist heldur ekki svo ýkja margbrotin. Hér kenndi alls- konar grasa, svo sem eins og vel okatækra manna og niður i alls- konar stumparamenni en viðast var gyðjan Leirgerður inni á gafli. Af þvi leiddi auðvitað, að þó framleiðslan ykist verulega varð hún ekki að sama skapi aðlaðandi. Til eru þeir, sem enn lita svo á — þeim mun nú raunar fara fækkandi — að um þessar mundir hafi orðið einskonarfsa- brot f skáldferli landsmanna. Um það má endalaust deila og hrein þarfleysa að hengja sig i orð. Hafi svo annars verið, mætti sá þáttur vorieysinga, þegar.stærri og smærri vatna- föll blandast i meira lagi alls- konar jarðefnum, hafa verið aðaleinkennin! Nú var tekið-að framleiða hin svokölluðu órimuðu ljóð baki brotnu innan þessarar hjaröar. Og fjölda hinna nýju skálda mátti helzt jafna við siðari tima dæg urla gas öngvar a. Allt var þetta hástöfum lofað, svo fremi að hið aumkvunar- verða merkingarleysi jaðraði eitthvað við „endurfr jóvg- unina”. En ekki nóg með þetta. Auðvitað gat ekki hjá þvi farið,að i kjölfar alls þessa flyti ekki upp á yfirborðið ný stétt - manna — hinir svokölluðu menningarvitar — sem rembd- ist eins og rjúpur við staura að varpa glætu anda sins yfir leir- hafið, helzt með skringilegu orðafari og upphafinni innlifun! Vissulega áttu og eiga allir i þessum hópi ekki óskilið mál. En eitt atvik má vera nokkuð minnissamt um andlegan mátt hinnar nýju stéttar. Fyrir nokkrum árum tóku tveir gamansamir ungir menn sig til og höfðu að gamni og dægrastyttingu að setja saman „ljóðabók” samkvæmt þessari nýju ljóðhefð. Varð sá afrakstur allmörg „kvæði”, sem nema mundi lengd á bók af þvi tagi sem einkurti lengist við eyður. Sendur vár maður á vit hinna alvisu ritdómara, með bókar- kornið, sem i skirninni hafði hlotið nafnið Þokur, — og var hið markvisasta af fram- leiðslunni. Við þessu agni ginu menningarvitarnir i umsögnum sinum aliflestir nema Sigurður frá Brún. Létu þeir sem bókin ætti gott erindi á þrykk og luku yfirleitt á hana lofsorðum. Þegar upp komst um þetta bellibragð, varð siður en svo að vitringarnir þættust ósvinnir orðnir. Meir var, að þeir þættust þurfa að berja höfðum við steininn, að vist hefði dómur þeirra verið réttmætur! Verður nú frá þessu horfið um sinn, en áður langir timar liða þykir við hæfi að minnast nokk- urra skálda undan handarjaðri Kristins meistara. í HREINSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson Kjördæmisþing í Reykjavík - 1. Formaður fulltrúaráðsins, Sigurður E. Guðmundsson setur ráðstefnuna 2. Stutt framsöguerindi um eftirfarandi málaflokka: Atvinnumál, Björgvin Guðmundsson, félagsmál: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, húsnæðismál: Sigurður E. Guðmundsson, skólamál: Helga Möller, æskulýðsmál: Omar Morthens,atvinnulýðræði: Bjarni P. Magnússon 3. Hópstarf og matur snæddur á Esjubergi 4. Um kl. 14.00 umræður og ráðstefnunni síðan slitið um kl. 16.00 Rétt til setu á þinginu eiga allir fulltrúaráðsmeðlimir, aðalmenn og varamenn, allir frambjóðendur flokksins til Alþingis og borgarstjórnarkosninga. Fulltrúar Alþýðuflokksins i verkalýðsfélögum í Reykjavik sem sátu siðasta þing ASÍ, svo og fulltrúar flokksins innan aðildarféiaga BSRB i Reykjavík, sem sátu siðasta þing sambandsins. Formaður fulltrúaráðsins Sigurður E. Guðmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.