Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 19. apríl 1978 Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða i gerð gatna og lagna i nýju iðnaðarhverfi v/Reykjanesbraut, útboðsgögn verða af- hent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 27. april kl. 11. Bæjarverkfræðingur Símaskráin Afhending simaskrárinnar 1978 hefst mánudaginn 24. april til simnotenda. í Reykjavik verður simaskráin afgreidd á Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austur- stræti, dagiega kl. 9-18 nema laugar- daginn 29. april kl. 9-12. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á Póst-og simstöðinni við Strandgötu. í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Heimsendingin hefst mið- vikudaginn 19. april n.k. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskráin aðeins afhent gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin 1978 gengur i gildi frá og með sunnudeginum 7. mai 1978. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1977 vegna fjölda númberabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. Póst og simamálastofnunin. RARIK 1 Jónsson alþingismaður, Akri, A- Húnavatnssýslu (liklega er hann þvi sveitamaður auk þess að vera alþingismaður). Pálmi þessi, al- þingismaður, hefur verið skipað- ur formaður stjórnarinnar. Aðal- steinn Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, Reykjavik, er skipaður i stjórn Rafmagnsveitnanna sam- kvæmt tilnefningu Sambands is- lenskra rafveitna. Axel Kristjánsson forstjóri, Hafnar- firði á einnig að vera i stjórninni. Auk ofantaldra skulu og sitja þar Hjalti Þorvarðarson, sá er raf- veitustjóri, Selfossi og Jón Helga- son, alþingismaður,• Seglbúðum, Véstur-Skaftafellssýslu (að öllum likindum er hann því einnig sveitamaður eins og hinn þing- maöurinn i stjórninni þ.e. sá sem er formaðurinn). J.A. Tekid ad 4 Rikisstjórnin hefur sem kunn- ugt er lagt fram á þinginu frum- varpum staðgreiðslukerfi skatta. Aætlaðerað verði frumvarpið að lögum, taki kerfi þetta gildi um næstu áramót. Ekki eru þó allir jafnbjartsýnir á að það takist og kunnáttumaður i skattakerfinu, sem Alþýðublaðið ræddi við i gær, taldi af og frá, að slikt kæmi til greina. Ef tækist að ganga frá þessu kerfi fyrir áramótin yrði það svo illa úr garði gert að eflaust myndi allt fara i handa- sko lum. I staðgreiðslufrumvarpinu er SKIPAUTG€RB KIMSINS. M/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 25. þ.m. vestur um land i hring- ferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, Akureyri, Húsavik, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakka- fjörð, Vopnafjörð og Borgar- fjörð-Eystri. Móttaka: alla virka daga nema laugardag til 24. þ.m. Ws Baldur fer frá Reykjavik miðvikudaginn 26. þ.m. til Þingeyrar og Breiða fjarðahafna. Vörumóttaka: alla virka daga nema laugardag tií 25. þ.m. gert ráð fyrir þvi að i byrjun hvers árs séu tekjur einstaklings áætlaðar og spá sú grundvölluð á tekjum hans árið á undan. Skatt- greiðandi greiði siðan jafnt og þétt skatt af þessari áætluðu fjár- hæð uns i lok hvers ársaðskatt- greiðslur hans á árinu eru gerðar upp og bornar saman við þær tekjur sem hann i raun hafði Mismunurinn er siðan leiðréttur. Hafi tekjur greiðanda verið van- metnar er hann krafinn um þann mismunsem af þvi leiðir i skatt- greiðslum, en hafi tekjurnar verið ofmetnar greiðir skatt- heimtan honum til baka. Akvæði frumvarpsins um stað- greiðslukerfið gilda um eftirtalin gjöld: Tekjuskatt, álag á tekju- skatt samkvæmt ákvæðum laga um Húsnæðismálastofnun rikis- ins, útsvar, kirkjugarðsgjald, sóknargjald, launaskatt, lifeyris- og slysatryggingagjöld, atvinnu- leysistryggingagjald, iðnaðar- gjald, aðstöðugjald, iðnlána- sjóðsgjald, iðnaðarmálagjald, landsútsvar, orlofsfé og skyldu- sparnað. Frumvarpið er samið með hlið- són af frumvarpi um tekju- og eignaskatt, sem lagt er fram samhliða. —GEK—ES Horfurnar 16 arinnar i fyrrasumar og var af þeim sökum meðal annars lokað fyrir vatn á bilaþvottastæðum borgarinnar. Er Þóroddur var inntur eftir þvi hvort menn mættu eiga von á svipuðum sparnaðarráðstöfunum nú i sumar, sagðist hann ekkert geta um það sagt að svo komnu, þvi brugðið gæti til beggja vona. Þannig var febrúarmánuður ákaflega vatnslitill, en úrkoma i þeim mánuði nam, samkvæmt upplýsingum Veðprstofunnar, aðeins 31% af meðal úrkomu i þeim mánuði. Á hinn bóginn voru janúar og marzmánuðir nokkuð sæmilegir hvað úrkomumagn varðaði og meiri snjór er nú i fjöllum en á sama tima i fyrra. —GEK Sex skip syni, skrifstofustjóra i Sjávarút- vegsráðuneyti, og sagði hann að hérhefðifyrstog fremst verið um aðræða fund heldur almenns efn- is,einsográðuneytið boðar tiðum til með útvegsmönnum, þar sem málefni sjávarútvegs eru rædd. Hefði meðal annars verið fjallað á fundinum um loðnu og spærlingsveiðar, auk kolmunna- veiðanna. Þórður sagði nú ljóst, að til kolmunnaveiðannahéldu sexskip og yrðilagtupp i næstu viku, ef að likum lætur. Þessi sex skip munu verða að veiða kolmunnann með stóru flottrolli og þarf til þess mikinn vélarkraft, svo ekki koma nema fá skip úr íslenzka fisk- veiðiflotanum til greina, til þess að stunda veiðarnar. Skipin sem sótt hafa um eru Vikingur, Sigurður, (sem nú er að koma úr langri og mikiUi við- gerð), Börkur, Narfi, Bjarni Ólafsson, og Grindvikingur. Þórður Asgeirsson kvað veiðar ekki hafnar á kolmunna enn við Færeyjar, en auk Fæareyinga sjáUra vissi Þórður ekki nema Sovétmenn hefðu að einhverju leyti notið veiðiheimilda á þess- um miðum undanfarin ár. Isl. skipin munu að öllum likindum landa afla sinum i heimahöfn, jafnvel þau tvö skip úr hópnum, sem sigla þurfa alla leið til Akraness. AM Vinnum aft eflingu Alþj ðuflokksins með þvi að gera Alþýðublaðið að sterku og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaðarstefnuna á Éslandi. Gerizt áskrifendur i dag. Fyllið út eftirfarandi eyðublað og sendið það til. Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavik eða hringið i sima 14-900 eða 8-18- 66. c/> cts a> íao ra | «3 = CO £ M= 'O a_ OA C/> alþýóu' ihellhí. Siðumúla 11 Reykjavik

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.