Alþýðublaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL
Ritstjórn hladsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta
vaktar (91)81976
RauðSnúpur
Þrjú íslenzk
tilbod komin
í vidgerdina
Hördur í Sandgerdi, Stálsmidjan
o.fl. bætast viö fyrra tilbod
— Stálvík lækkar sig
í gærmorgun kl. 10.30 um tryggingum, og aö sögn
voru opnuð tilboð í viðgerö ólafs S ig u r ðsson a r,
á Rauðanúp hjá Almenn- deildarstjóra, eru þar með
komin fimm tilboð í verk-
ið, þar af þrjú islenzk.
Sem kunnugt er var verkbann á
bráðabirgðaviðgerð á skipinu
ekki siztsett til þess að islenzkum
aðilum gæfist kostur á að bjóða i
verkið, en einnig til þess að hamla
gegn að slik vinna flyttist úr land-
inu, þegar innlendar stöðvar
vantar verkefni.
Þegar fyrstu tilboð vorú opnuð,
var þar aðeins eitt islenzkt tilboð,
ásamt tveimur erlendum, frá
Englandi og Hollandi og reyndist
islenzka tilboöið hæst. Nú, þegar
betri frestur hefur gefizt til að
athuga skemmdirnar, hafa tveir
innlendir aðilar bætzt við og sá
innlendi aðili, sem áður hafði boð-
ið, sent inn nýtt og verulega lægra
tilboð, en það er Stálvik hf.,
ásamt fleirum.
Olafur Sigurðsson sagði að auk
hins nýja tilboðs Stálvikur, sendu
nú Stálsmiðjan, Héðinn og Hamar
inn sameiginlegt tilboð og loks
Hörður i Sandgerði. Eru tilboðin
þar með orðin fimm alls og sagði
Ólafur enn óvist hvenær athugun
á þeim lyki og hvenær ákveðið
yrði hvaða aðili fær verkið.
Eins og kom fram i viðtölum
við forsvarsmenn Héðins og Stál-
smiðjunnar i Alþýðublaðinu i
gær, mun miklu ráða við þá
ákvörðun, á hve skömmum tima
er hægt að framkvæma verkið en
þar hafa erlendu stöðvarnar all-
mikla yfirburði, sem eftir er að
sjá hve islenzkir aðilar geta stað-
iö gegn, með að leggja nótt við
dag. AM
Iðju-fólk í
verkföll 3., 5.
og 8. maí nk.
Samþykkt á
fjölmennum
fundi í
Alþýðuhúsinu
„Þessi aðgerð var sam-
þykkt á f jölmennum fundi
Iðju-fólks í Alþýðuhúsinu
á mánudag", sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson, vara-
formaður félagsins, þegar
blaðið innti hann tiðinda af
fyrirhuguðum verkföllum
sem Guðmundur sagði
hafa verið undirbúin að
undanförnu á tveimur
fundum í trúnaðarmanna-
ráði og á fundum með
trúnaðarmönnum á vinnu-
stöðum.
Guðmundur sagði að nú hefði
verið ákveðið að verkföllin yröu
þann 3.^5. og 8. mai. Varir verk-
falliö i einn dag ( hverri starfs-
grein i senn og á eftirfarandi
lista, sem blaðið aflaði sér hjá
Guðmundi má sjá hverjar grein-
ar leggja niöur störf þessa þrjá
daga: Frh. á 10. siðu
Grásleppuveiöar hófust fyrir Suöuriandi þann 18. þessa mánaðar. Eins og fiestum mun kunnugt
ieggja grásleppukariar snemma I róðra sina, þeir fyrstu jafnvel miili klukkan 5 og 6 á morgnana.
Þessa ágætu mynd tók ljósmyndari blaðsins — ATA að morgni annars sumardags, en þá brugðu
Alþýðublaðsmenn sér i róður meö feðgunum frá Göröum. Frásögn og myndir úr þessari f erð er að
finna i opnu blaðsins I dag.
Snorri Jónsson
IÐJU-verkfallið brýning til
annarra verkalýðsfélaga
„Ég tel að verkföll þau,
sem Iðja hefur nú boðað
til, séu brýning til annarra
verkalýðsfélaga um að
sýna á allan hátt sem bezt
hug sinn til kjaraskerð-
ingarinnar og i samræmi
og í beinu áframhaldi af
áskorun tiu manna
nefndar til aðildarsam-
takanna," sagði Snorri
Jónsson, forseti ASI, þegar
blaðið átti tal af honum i
gær.
Snorri sagði að i gær kl. 16
myndi hefjast miðstjórnarfundur
hjá Alþýðusambandinu og yrði
þar margt rætt, þar á meðal
frumvarp félagsmálaráðherra
um sáttaumleitanir i vinnudeilum
og enn um skattalagafrumvarpið.
A morgun kl. 16 sagði Snorri að
hæfist svo viöræðúfundur Verka-
mannasambandsins og VSl, en
áður yrði haldinn fundur i tiu
manna nefndinni og verður hann
kl. 14 á morgun.
Vestf irðingar
hafa sérstöðu
Blaðamaður spurði Snorra
Jónsson um fyrirhugaö alls-
herjarverkfall á Vestfjörðum, og
sagði Snorri að vestfiröingar
hefðu lengi haft sérstöðu, áöur
samiö sér og siðar breytt sinum
samningumtil samræmis viö
heildarsamninga. Þannig væri
það sizt neitt nýnæmi nú að
Vestfirðingar færu eigin leiö,
sagði Snorri og benti á aö raunar
væri þaö aðeins Baldur eitt af
vestfirzkum verkalýösfélögum,
sem, væri i Verkamannasam-
bandinu ,,En þeir telja þessa aö-
ferö henta sér bezt og ég óska
þeim alls brautargengis i þessum
átökum,” sagði forseti Alþýöu-
sambands aö lokum.
AM.
Kokhreysti í Kröfluskýrzlu:
fpTilraun í marktækri
— hvað kostar „þekkingar-
^w ■ öflunin” marga milljarda?
Áætlaður heildar-
kostnaður við Kröflu-
virkjun er 11.2
milljarðar króna, sam-
k v æ m t s k ý r z 1 u
iðnaðarráðuneytisins
um Kröfluævintýrið.
Þessi 220 blaðsiðna
skýrzla er öðrum þræði
ein allsherjar rétt-
læting á framkvæmda-
mátanum á Kröflu-
svæðinu. Július Sólnes,
skýrzluhöfundur, segir
svo á einum stað
(undirstrikun AB):
,,A þvi er vart lengur neinn
vafi að jarðgufan á háhita-
svæðum landsins getur i fram-
tiðinni orðið einn mikilvægasti
orkugjafi okkar. Fram að þessu
höfum við ekki hafist handa viö
nýtingu þessarar orku i
nokkrum mæli. Þetta er nýtt
svið og það virðist miklu vanda-
samara tæknilega að beizla
orku háhitasvæðanna en lág-
hitans, þar sem við höfum
öðlazt mjög góða reynslu meö
hitaveitum viöa um land. Þaö
gefur þvi auga leið að við fyrstu
meiriháttar framkvæmdina á
háhitasvæði rækjust menn á
ýmislegt, sem ekki var auðvelt
að sjá fyrir. I fréttabréfi Verk-
fræðingafélags Islands er ný-
lega vikið aö þessu. Þar er bent
á að virkjunin við Kröflu sé
öðrum þræði tilraun i
marktækri stærð, sem nauösyn-
leg sé til öfiunar þeirrar þekk-
ingar, er forsenda sé fyrir nýt-
ingu orku háhitasvæöanna.
Hluta kostnaöar Kröfluvirkjun-
ar ætti íraun ogveru aö afskrifa
strax scm kostnaö viö öflun
þekkingar, er nýtast mun við
aðrar framkvæmdir á háhita-
s væðunum”.
Frh. á 10. siöu
1. maf-
nefndin
klofin
,,Þaö mun nú ljóst, aö verka-
lýöshreyfingin gengur klofin til
1. mai enn einu sinni”, sagöi
Kristvin Kristinsson hjá Dags-
brún i samtali viö Alþýöublaöiö
igærkvöldi, en Kristvin er jafn-
framt formaöur 1. mai nefndar-
innar.
1 gær kom upp ósættanlegur
ágreiningur i nefndinni um dag-
skrá þá, sem verkalýðsfélögin i
Reykjavik munu standa að
fyrsta mai. Nefndin, sem eir.s
og Kristvin orðaði þaö, er póli-
tisktskipuö aö nokkru leyti. hélt
fund i gærmorgun og neitaði þá
sjálfstæðismaöurinn i nefnd-
inni, Kristján Haraldsson, múr-
ari, aö samþykkja tillögu um
dagskrá sem borin var upp. Al-
þýöuflokksmennirnir og Al-
þýöubandalagsmennirnir
greiddu tillögunni hins vegar
allir atkvæði sin.
Kristvin sagöi. að ágreining-
urinn væri það mikill aö sam-
komulag væri útilokað. Þannig
að verkalýðshreyfingin. sem
stendur að 1. mai nefndinni
gengur klofin til l. mai aðgerða
eina feröina enn.
—ATA