Alþýðublaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. maí 1978
5
>
Fræðsluskrifstofur og hlutverk þeirra
ítjóri:
(ur aðkall-
i verkefni
stenst ekki nema framkvæmd
hennar verhi mannúöleg. Þaö má
alveg eins og engu siöur setja
fram kenninguna um jafnrétti
foreldratil alhliöa uppeldis barna
sinna — heimilunum má ekki
gleyma.
Lausnin er fremur fólgin i
stuðningi viö litlu skólana i dreif-
býlinu, þannig að i staö þess að
aka um langan veg og börn fari of
ung i heimavistir verði komið á
raunhæfum stuðningi við litlu
skðlana t.d. með heimsóknum
kennarafrá næsta stóra skóla og
auknum tengslum við námsstjóra
þeirra greina, sem erfiðast eiga
uppdráttar i litlum skólum.
Meðþeim hætti yrði leitast við,
að börnin sætu við sama borð i
námi án þess að slita þau of
snemma úr tengslum við foreldra
og heimili.
Oft er slikur móðurskóli sú
stofnun, sem tekur hvort sem er
við börnunum um fermingarald-
urinn.
Ég hygg það vera kröfu for-
eldraalmennt, að börn þeirra fari
ekki til langdvalar i heimavistir
fyrr en eftir 12 ára aldur og finnst
mérhún sanngjörn. í þessum efn-
um má ekki einblina um of á
kostnaðarhliðina.
öryggi barnsins er fyrir öllu og
ábyrgðarleysi að taka óþarfa á-
hættu i þeim efnum. Sá, sem ætl-
ar sér að setja fram ákveöna
stefnumörkun i þessum málum,
verður að þrautkanna möguleika
til þess að framkvæmá hana svo
vel fari.
Framhaldsnám
Tengsl grunnskóla við
framhaldsskóla
t beinu framhaldi af þessum
hugleiðingum um skólaskipan er
ekki úr vegi að fara örfáum orð-
um um möguleika nemenda til
framhaldsnáms að loknu grunn-
skólanámi.
Ljóst er, að þar stendur dreif-
býlið höllum fæti og þvi mikil
nauðsyn á að finna leiðir, sem
tryggja sem best má verða jafn-
rétti þegnanna til skólagöngu.
Engum vafa er það undiropið, að
farsælasta leiðin tilþess er sveig-
janlegt fjölbrautaskólakerfi á
framhaldsskólastigi, fyrirkomu-
lag, sem lokar ekki leiðum, en
metur fyrra nám nemendans
honum i hag eftir föngum. tþessu
sambandi er vert að benda á þá
þróun, sem þegar er fyrir hendi,
að nemendur stundi a.m.k. eins
árs framhaldsnám I heimabyggð
þar setn þvi verður við komið.
Það þarf og verður að gerast i
tengslum við hið almenna og
breytta framhaldsskólakerfi, svo
að nemendur og forráðamenn
þeirra hafi tryggingu fyrir eðli-
legu framhaldi og námsmögu-
leikum. Einnig er það mikill
sparnaður fyrir nemendur og for-
eldra, ef hægt er að stunda nám i
heimabyggð.
Þessi mál þarf að kanna gaum-
gæfilega og styrkja þessi tengsl
með ráðum og dáð. Til þess er á-
fangakerfið áreiðanlega best fall-
ið.
Hnitmiðað nám i áföngum með
námsbrautarkjarna og valgrein-
um innan sveigjanlegs skólakerf-
is er eitt mesta hagsmunamál is-
lenskrar æsku i dag.
Þeir sem áhrif vilja hafa á upp-
eldis- og skólamál þjóðarinnar,
farsæla atvinnuuppbyggingu og
lifshamingju einstaklingsins
hljóta þvi að einbeita kröftum
sinum m.a. að uppbyggingu
framhaldsskólastigsins og beina
geirisinum gegn glundroða þeim,
sem þvi miður einkennir þetta
skólastig i alltof rikum mæli.
Það er höfuðnauðsyn að veita
skólunum ráðgjöf, bæði nemend-
um þeirra, kennurum og stjórn-
endum. Breytingar taka tima og
menn verða að vita hvert stetnt
er. Breytingar mega ekki verða
breytinganna vegna, heldur af
þviaðþæreru sannanlega til bóta
og miðast við islenskar aðstæður
og þarfir þjóðfélagsins. Marka
þarf langtum skýrari stefnu I
málefnum framhaldsskólans og
ræða þau enn meira en gert er Uti
á landsbyggðinni. Það er meira
nauðsynjamálen margir gera sér
ljóst. Mér býður nefnilega i grun,
að afleiðingar af glundroðanum i
málefnum framhaldsskólans séu
m.a. þær, aðfjölmargir unglingar
hætti námi við lok grunnskólans
og það sé algerlega undir hælinn
lagt, hvað framundan sé hjá
þeim.
Þá þróun verður að stöðva, og
það geristekki nema með hvatn-
ingu til ungmenna um gildi náms
og menntunar og með aðstoð við
þau um náms-og starfsval. Þann-
ig þarf að haldast i hendur
fræðslaog upplýsinginnanfrá viö
markvissa uppbyggingu fram-
haldsskólans á öllum sviðum.
Sálfræði- og ráð-
gjafarþjónusta.
Sérkennsla.
Málefni þroskaheftra.
Enda þótt óteljandi og mjög að-
kallandi verkefni biði úrlausnar
hvert sem litið er, tel ég þó mál-
efni seinfærra, sjúkra og þroska-
heftra barna einna brýnust.
Hvaða skoðun sem menn kunna
að hafa á grunnskólalögunum i
heild, eru I þeim og hlutaðeigandi
reglugerðum hin merkustu á-
kvæði varðandi þessi mál, sbr.
VI. og IX. kafla laganna og reglu-
gerð um sérkennslu nr. 270/1977.
Skipuleg framkvæmd sam-
kvæmt áðurnefndum köflum og
reglugerð er raunhæfasta barna-
verndin i hinu tæknivædda þjóö-
félagi.
Málefni þroskaheftra standa á
timamótum, viðhorf eru að breyt-
ast og skilningur á rétti þeirra og
þörfum fer vaxandi meðal al-
mennings, en það skortir frum-
kvæði og forystu af hálfu hins op-
inbera.
Réttur þroskaheftra er skýlaus
og laga- og reglugerðarákvæði
skýr.
Má minna á 50., 51. og 52. gr.
grunnskólalaga og i 1. gr. reglu-
gerðar um sérkennslu segir m.a.:
„Skólaskyldir nemendur, sem
taldir eru vikja svq frá eðlilegum
þroskaferli að þeir fái ekki notið
venjulegrar kennslu i einni eða
fleiri námsgreinum, eiga rétt á
sérstakri kennslu við sitt hæfi
Auk þess skal þessi réttur taka ti
nemenda undir og ofan skóla
skyldualdurseftir þvi sem segir i
reglugerð þessari”.
Hér vantar ekki lög og reglu
gerðarákvæði, heldur viljann í
verki, skipulegar framkvæmdir
Hið fræga ákvæði grunnskólaiag
anna um 10 ára umþóttunartima
varðandi framkvæmd þeirra get-
um við ekki endanlaust notað
okkur til afsökunar þvi aðgeröar-
leysi, sem verður okkur þeim
mun dýrkeyptara sem það varir
lengur.
Hér biða fræðsluskrifstofanna
mörg og vandasöm verkefni.
Ljóst er, að þær fá alltof htlu á-
orkaö, ef ekki verður hið fýrsta
tekið til hendinni um framkvæmd
Frh. á bls. e
lana
um viðburði á æfi hennar/
en það er hún. Hún segir frá
fangelsum og þrælabúðum
yfirvalda Chile. DINA,
leynilögregla Chile, lagði á
sínum tíma undir sig aðal-
stöðvar sósíaldemókrata í
Santiago. Þar í kjallara eru
fangar pyndaðir og skelf-
ingaróp fórnarlamba fasis-
mans heyrast ekki i gegn
um þykka múrveggina...
ingjaklíkunnar
Læknarnir hafa, þremur árum
siðar, geta staöfest frásögn henn-
ar, Hún hefur verið rannsökuð
nákvæmlega og læknar segja ó-
liklegt að hún muni t.d. nokkurn
tima lifa eðlilegu kynllfi vegna
pyndinganna I fangelsum fasista-
stjórnarinnar i Chile.
„Meðferðin"
-— Við fangarnir þekktum
„listann” yfir pyndingaraðferð-
irnar og vissum alltaf hvað biöi
okkar næst, segir Moreno. Þetta
hafði misjöfn áhrif. Sumir skulfu
eins og hrislur I vindi fyrir „yfir-
heyrslurnar”, aðrir hertust aö
mun og stóöu af sér pyndingarn-
ar. Hvað sjálfa mig varðar, var
eins og ég yfirgæfi likama minn.
Mér fannst stundum sem allt önn-
ur manneskja væri pind og kval-
in.
Pyndingaraðferðirnar urðu
harðari og skelfilegri stig af stigi.
1 byrjun vorum við skömmuö og
ausið yfir okkur sóðaorðbragöi.
Siðan tóku við spörk og hnefahögg
og þá rafmagnsstuð. Höfuðin,
kynfærin og opin sár voru vinsæl-
ir staðir fyrir rafskautin.
„Talaðu rauða
skækjan þín".
Oft voru fangarnir bundnir við
Nieves Moreno ásamt föður sfnum og bróður, sem losnuðu úr fanga-
búðum I Chile um leiö og hún sjálf...
nokkurs konar rúm, sem var
járngrind á fótum. Poki var dreg-
inn yfir höfuðið, að öðru leyti voru
fangarnir naktir. 5—6 menn voru
viðstaddir yfirheyrsluna, oft sér-
hæfðir chileanskir eða brasiliskir
pyndingameistarar.
1 flestum tilfellum höfðu fang-
arnir ekkert að segja.Þeir voru,
eins og 90% þjóðar Chile, svarnir
fjandmenn fasistaklikunnar og
félagar I ýmsum vinstri sinnuð-
um samtökum og flokkum, sem
stjórnin bannaöi. Aðeins fáir
höfðu þess vegna litla möguleika
til að fræða pyndingameistarana
um andspyrnuhreyfinguna.
Þá var tekið til að sparka I og
berja fangana: Fastur liður var
lika aö binda reipi i handleggi og
fótleggi og toga Iþaus itt I hverja
átt.
t svona aðstöðu hrópaði ég á
sjálfa mig — inni i mér:
— Þettaertekki þú, þetta er allt
önnur manneskja. Mér fannst
þeir rifa mig i stykki, én ég reyndi
alltaf að halda meðvitund.
t reynd eru 90% pyndinga á
kvenföngum kynferðislegs eðlis.
Hermennirnir brenndu mig á
brjóstum með logandi sigar-
ettum, sex hermenn stilltu sér -
upp I röö með buxur á hælum og
mér var þröngvað til aö fullnægja
þeim með höndum og munni.
Ein mesta auðmýkingin var svo
sú, að þeir neyddu pabba og
bróður minn til að hafa við mig
kynferöismök.
Einn daginn var mér nauðgað
af ótal hermönnum, hverjum á
eftir öðrum. Ég missti
meðvitund, en samt hættu þeir
ekki. Þegar ég komst til meðvit-
undar á ný, kom til min hermaður
og sagöi að i dáinu hefði ég „af-
greitt” 11 menn.
— Talaðu rauða skækjan þin,
talaðu eða við skjótum föður þinn,
öskraði argentinskur óþokki, sem
dró pabba og bróður minn fram á
gólfið. Þeir settu skammbyssu-
hlaup að gagnauga hans, en hún
var sem betur fer óhlaðin.
Næsta dag léku þeir sama leik-
inn við 17 ára dreng. I það skiptið
var byssan hlaðin og dauðsærður
stundi hann:
— I guös bænum talaðu Ayres,
annars drepa þeir þig lika. Dag
nokkurn var skotið af skamm-
byssu rétt við eyrað á mér og
hljóðhimnan sprakk. Ég hef ekki
fengiö fulla heyrn siðan. Síðar
kom I Ijós aö ég var ófrisk eftir
hermennina, en ég fékk fóstur-
eyöingu með hjálp góbs læknis.
Terjas Verdes
Siðan var ég send frá Calle
Londres til Terjas Verdes-fanga-
búðanna. M.a. „páfagauksferð-
inni”. Hún var þannig, ab fanginn
var bundinn saman á höndum og
fótum og hengdur upp á járnslá.
Síöan var viðkomandi laminn
sundur og saman með trékylfum.
Dögum saman var ég læst inni i
litlu járnbúri, þar sem einnig
voru 3 rottur. Þær höfðu ekki
fengið matarbita vikum saman.
Ein pyndingaraðferöin var svo
sú, aö þrýsta einhverjum stórum
hlutum eins langt upp i kynfærin
og mögulegt var — stundum
lengra.
Rottan
— Verst fóru þeir meö móðurlif
mitt, þegar lifandi rottu var
troðiö upp i skeiöina og siöan var
hleypt rafstraumi i rottuna og
hún ærðist. Rottan reyndi aö
Nieves Ayres Moreno: — Talaðu rauða skækjan þln, eða við skjót-
um pabba þinn, öskraði argentinumaður einn á mig...
komast i skjól inni i mér og beit
frá sér sem óð væri.
Til þess að lifa þessa skelfingu
af, varð ég að reyna aö yfirgefa
likama minn eins og áður, sagði
Moreno.
Rauöi krossinn reyndi ákaft að
fá hana lausa úr Terjas Verdes.
Eitt sinn var hún læst inni, þegar
erlend sendinefnd kom i heim-
sókn til fangabúðanna.
Þegar hún svo loks var látin
laus, ásamt föður sinum og
bróður, var reynt að þvinga hana
til að skrifa undir skjal á flug-
vellinum i Santiago. A skjalinu
var yfirlýsing um aö hún hefði
notið góðrar umönnunar I fang-
elsi og hefði ekki yfir neinu að
kvarta!
— Ég neitaöi að skrifa undir,
en komst samt úr landi, segir
hún.
Nú á Nieves Ayres Moreno
heima i Berlin og vinnur við kvik-
myndir.
— Mörg þúsund kilómetrar
skilja aö mig og Chile, og ég ber
tiltölulega litil merki um hörm-
ungarnar sem yfir hafa dunið,
segir hún. En hins vegar get ég
aldrei hætt að hugsa um þaö
hvern einasta dag, að fjölmargir
landar minir i Chile þurfa að þola
það sem ég losnaöi frá.
(Endursagt úr Aktuelt)