Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 1
alþýou- FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1977 12J^TBL. — 59. ÁRG. Ritstjórn blaðsins er til húsa í Sídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Forsetinn ræddi við stjórnmáiaforingjana LÚÐVÍK OG BENEDIKT RÆDDUST VIÐ f GÆR Forseti Islands kallaði formenn stjórnmála- flokkanna fjögurra/ sem skipa nýkjörið Alþingi/ á sinn fund í gærmorgun. Ræddi hann við þá hvern fyrir sig og hefur án efa verið fjallað um úrslit kosninganna og horfur á myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Engar frekari fréttir var að hafa í gær af þvi sem fór á milli stjórnmálaforingjanna og forsetans/ enda allar tillögur hinna fyrrnefndu trúnaðarmál. Þó spáðu menn i eyður i gær, m.a. sagði Visir að Alþýðu- bandalagið hafi lagt til að Lúð- vik Jósepsson fengi fyrstur að reyna rikisstjórnarmyndun. Þá sagði Visir að Geir Hallgrims- son hafi ,,bent á Benedikt Gröndal”, sem fyrsta mann til að reyna stjórnarmyndun. Eng- ar yfirlýsingar var að fá hjá flokkunum eða formönnum þeirra i gær um spjallið við forsetann. Fundahöld þingflokkanna fara nú vaxandi, en auk þeirra eru hafnar óformlegar viðræður einstakra foringja. Þannig ræddust þeir við i gær, Benedikt Gröndal og Lúðvik Jósepsson, en Lúðvik kom i bæinn i fyrra- kvöld. Þess má geta að i dag kl. 16 kemur þingflokkur Alþýðu- flokksins saman i annað sinn. Þá mun framkvæmdastjórn flokksins koma saman á mánu- daginn. Þingað er i valdastofn- Benedikt Gröndal hittir Kristján Eldjárn aðmáli f gær (mynd: Gunnar) unum annarra flokka þessa væntanlega hið sama á öllum að loknum kosningum og mynd- dagana og er umræðuefnið fundum: stjórnmálaviðhorfið un nýrrar rfkisstjórnar. Matvælum hent í stórum stíl Sími Neytenda- samtakanna rauðglóandi Úánægðir neytendur létu undrun og reiði sina í Ijós, vegna Dagblaðsfréttarinnar Rætt við Reyni Ármannsson form. Neytendasamtakanna í tilefni af þeirri fréttatilkynningu er Neytendasamtökin hafa sent frá sér, hafði blaðið samband við formann Neytendasamtakanna Reyni Ármannsson og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Aðspurður sagði Reynir að þaö væri alveg óforsvaranlegt og óskiljanlegt aö svona lagaö gæti gerstog geröist hér á landi. Benti hann á, að Islendingar heföu á sinum tima gagnrýnt Bandarikin og ýmsar aðrar þjóðir, fyrir það að fleygja matvælum. Til dæmis væri frægt, hvernig Brasiliumenn fleygðu kaffinu ef um offram- leiðslu væri aö ræða. Þá hefðu Is- lendingar bent á þá kaldhæðnis- legu staðreynd, að á meðan milljónir manna dræpust úr hor, væru fleiriþúsund tonnum af alls kyns mat fleygt á hauga og siöan brennt. Reynir sagði, að nú væri sama staða komin upp hér á landi, varöandi það að fleygja mat, ef um offramboð vörunnar væri að rasða, en Islendingar hefðu ekki litiö hneykslast á þvi á slnum tima. Sölufélag garöyrkjumanna hefði nú tekiö upp á þeirri vit- leysu að henda fleiri bilhlössum af tómötum og gúrkum, I stað þess að reyna að fara eftir þeim ráðum, sem Neytendasamtökin bentu þeim A i fyrra. Ef hinsvegar hefði ekki veriö hægt að fara eftir þeim ráðum, þá hefði verið betra, aö gefa einhverjum elliheimilum eða þeim, er á þess- ari fæðu þyrftu að halda. Það væri ófýrirgefanlegt að fleygja þessari dýru fæðu, en eitt kg kostaði yfir þúsund krónur. Benti Reynir einnig á að Sölufélag garðyrkjumanna flytti nú inn flugleiðis frá Ameriku rándýr bláber sem fólk hefði varla efni á að kaupa, en ein krukka kostaði um 760 krónur. Það væri þvi ekki mikið verið að hugsa um að spara, hvorki gjaldeyri né þann mat sem fleygt hefði verið. Reynir sagöi að grunur léki á þvi aö fleiri matvælaframleið- endur hérá landi, stunduðu þenn- an ósóma, og myndu þvi Neytendasamtökin beita sér fyrir þvi af alefli aö koma i veg fyrir þetta og reyna aö fylgjas t með þv I hvaða aðÚar það væru sem fleygðu matvælum. Er Reynir var spurður um Kristveig Halldórsdóttir afgreiðslustúlka f Dalmúla afhendir Reyni Armannssyni formanni Neytenda- samtakanna tvo poka af tómötum. Hver veit nema þeim hefði verið hent? framtið Neytendasamtakanna sagöi hann, aö hann gerði sér miklarvonir nú þegar svo margir ungir og nýir þingmenn væru komnir inn á þing. Vonaöist hann til þess, að þeir sýndu Neytenda- samtökunum meiri skilning i verki, heldur en verið hefði und- anfarin ár. Sagðist Reynir vera búinn að starfa fyrir Neytenda- samtökin á þriðja ár og teldi að fólk á miöjum aldri hefði ekki nægan áhuga að endurvekja það starf sem þarf aö vinna. Það væri þvi nauðsynlegt að reyna að ná til unga fólksins ef brjótast ætti út úr þeim vítahring sem Neytenda- samtökin væru nú i. Þvi hefði stjórn Neytendasamtakanna afl- að sér gagna frá dönsku Neytendasamtökunum, sem væri námsefni fyrir grunnskóla. Væri meiningin að stjórnvöld hér á landi færðusér þetta námsefni i nyt svo hægt yrði að taka upp kennslu um neytendamál i skól- um landsins. Það væri aö minnsta kosti byrjunin. I lokin sagði Reynir að vegna Dagblaðsfréttarinnar um tómat- ana sem fleygt heföi verið, hefði siminn bæði heima hjá sér og nið- ur á skrifstofu Neytendasamtak- anna verið rauðglóandi. Heföu það veriö reiðir neytendur sem urðu að láta undrun og óánægju sina i ljós. gbk Fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum. Reykjavik, 29. júnll978 Vegna forsiöufréttar i Dagblað- inu i dag um eyðileggingu á tó- mötum og gúrkum vill stjórn Neytendasamtakanna leyfa sér að birta hér bréf, sem sent var Sölufélagi garðyrkjumanna 21. júli 1977. Neytendasamtökin hafa tekið eftir fréttum l fjölmiðlum um eyðileggingu á gúrkum og tómöt- um. Sé tekiö tillit til þess, að Islenzkur matur er heldur snauð- ur af vitamlnum og að verð á gúrkum og tómötum I verzlunum ersvo hátt, aðmargar fjölskyldur geta ekki keypt nægilegt magn af þessum vörum, er eyðileggingin ekki forsvaranleg. Þar að auki er nauösynlegt aö hafa i huga, aö niðursoðiö gúrkusalat og asiur á háu verði er flutt inn erlendis frá. Vilja NS þvi vinsamlega benda yður á eftirfarandi möguleika varðandi fullnýtingu þessara vara. 1) Selja aftur i verzlunum gúrkur og tómata 2. flokks á lágu verði eins og fýrr. 2) Frysta niður skornar gúrkur og selja á vetri. 3) Selja á heildsöluverði og með afslætti kassa af gúrkum og tómötum beint til neytenda og auglýsa slika sölu vel. 4) Leiöbeina neytendum varö- andi frystingu og niðursuðu græn- metis. Til hliðsjónar mætti hafa þær leiðbeiningar, sem Sölufélag garðyrkjumanna gaf út fyrir nokkrum árum um notkun og meðferö grænmetis, enda var sú hugmynd mjög til fyrirmyndar. Viljum við vinsamlegast biðja yður um skriflegt svar sem allra fyrst. Viröingarfyllst, f ,h. stjórnar Neytendasamtak- anna Reynir Armannsson, formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.