Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. júní 1978 3 Giinter Wallraff í Osló: „Bild Zeitung” var hálf- gert „Þriðja ríki” Vestur-Þýski Rit- höfundurinn Gunter Wallraff var á ferð f Noregi nýlega og hélt þá blaðamannafund i tilefni af útkomu bókar eftir hann hjá PAX-forlaginu. Þessi bók heitir ,/Uppljóstrunin" og fór mjög i pirrurnar á vestur- þýskum yfirvöldum. Ekki færri en 12 réttarhöld voru haldin vegna bókarinnar og jafnoftvar bókinni breytt og hún endurútgefin. Að siðustu var algerlega tek- ið fyrir útgáfubókarinnar i Vestur-Þýzkalandi og að baki banninu er útgáfu- hringurinn Springer, sem meðal annars á sorpblað- ið Bild Zeitung. Gunter Wallraff starf- aði reyndar sjálfur hjá Biid Zeitung og skrifaði undir nafninu „Hans Ess- er". — Ég hef víða unnið sem launamaður og get vel hugsað mér að stunda launavinnu áfram. En ég er feginn að hafa hætt hjá Bild Zeitung — það er mesta skitastarf sem ég hef unnið, sagði Wallraff m.a. á blaðamannafundi í Osló. — Draumaheimur Bild Zeit- ung er sambland af lygum og útúrsnúningi á raunveruleikan- um. Fréttahugmyndir koma of- an frá, frá fáum voldugum mönnum. Almenningurinn fær ekkert til málanna aö leggja. Táknrænt er fyrir BZ aö blaö- iö afneitar allri gagnrýni og aö- finnslum. Aldrei er leyft aö birta lesendabréf. Einnig er táknrænt aö blaöamenn eru ekki sérhæfðir á einstaka málasviö- um, og ekki er reynt að sérhæfa þá. Þeir bókstaflega eiga aö hafa mjög takmarkaða vitneskju um það sem þeir skrifa og þeir eiga að skrifa yfirboröslega um málin, en ekki „fara niöur i kjölinn”. Einu blaöamennirnir sem eru sérhæfðir eru þeir sem skrifa um iþróttir. Gifurleg útbreiðsla Bild Zeitung er i einokunaraö- stöðu meö sinar 12 milljónir les- enda, þar af lesa 80% engin önn- ur blöð. Verkalýöshreyfingin i Vestur-Þýskalandi hefur tekiö upp baráttu gegn BZ-lestri. Safnaö hefur verið nöfnum 80.000 manna i lesendahópnum sem lýsa þvi yfir að hér eftir muni þeir ekki lita i Bild Zeit- ung. — Mér fannst ég, vera i einhvers konar „Þriðja riki”, algerlega lokuðu samfélagi þar sem þú ert utan viö öll mannréttindi, og sem að þú gazt ekki losnað út úr nema aö hætta vinnu á blaöinu, segir Wallraff um veruna á BZ. Vinnubrögö Wallraffs við bókina „Uppljóstrun” voru á þá leiö, að hann undirbjó veru sina á Bild Zeitung vandlega til aö afla sem beztra upplýsinga um starfiö á blaðinu, haföi siöan augun opin fyrir öllu sem hann sá og heyröi og safnaöi skjölum og gögnum.- Siöan vann hann i fjóra mánuöi og vann bókina eftir þaö og gaf út. — Aö þetta skuli hafa heppnast hefur fyllt mig slikri bjartsýni aö ég hef hugsað mér að halda áfram á sömu braut. Hverjum þjónar þessi „blaðamennska"? Spurningunni um það hvort starfsaðferðir Wallraffs flokkuðust ekki frekar undir njósnir en blaöamennsku, svar- aði hann þannig: — Þetta er ekki eiginleg rannsóknaraðferð, heldur aöferð sem valdhafarnir i samfélaginu beita alltaf gegn hinum virkari, og þegar við beitum sjálf þessari sömu aðferð er það miklu frekar sjálfsvörn. Eftir útkomu bókarinnar „Uppljóstrun” var hafin ofsaleg herferð og persónuofsóknir gegn Wallraff i heimalandi hans. Andstæöingur hans var voldugur: Springer-hringurinn i öllu sinu veldi. Þrátt fyrir þaö er hann bjartsýnn. Springer hefur ekki tekist aö knésetja alla and- stæðinga sina. A sinum tima reyndi Springer að fá sænska rikisútvarpiö til aö hætta viö aö sýna kvikmynd um fyrirtækiö — án árangurs. Hins vegar lagöi fyrirtækiö sem framleiddi umrædda kvikmynd (sjónvarpsstöö i Vestur-Þýska- landi) ekki i að sýna hana þar! Gunter Wallraff skilgreinir sjálfan sig sem lýðræöissinnaö- an sósialista, án flokksaöildar. Hann greinir Austur- og Vestur- Þýskaland sem mismunandi samfélög meö mismunandi vandamál,_en telur ástæöu til aö rannsaka nánar undirokun fólksins i Austur-Þýzkalandi frekar. Hann er i sambandi viö fólk i Ungverjalandi og Austur- Þýzkalandi sem veitir honum upplýsingar og hluti af þeim hefur oröið fyrir ofsóknum vegna þessa, segir hann. Wallraff hefur gefiö út fleiri bækur sem komið hafa illa við kaun valdhafa. Hann var i Grikklandi og skrifaöi bók um grisku herforingjaklikuna sem þar sat. Fyrir þá bók var hann handtekinn og pyndaöur. Einnig gaf hann út bók þar sem afhjúpaðar voru hugmyndir um að steypa Spinola af stóli i Portúgal. Bókin „Uppljóstrun”, á norsku „Avslöringen”, kemur út hjá Pax-forlaginu i upprunalegri útgáfu. Agóðinn af sölu bókarinnar rennur til þess fólks sem á um sárt aö binda vegna ofsókna Bild Zeitung. Það er hreint ekki litill hópur manna sem er i þeirri aðstööu, um 100 manns hafa þegar sótt um aö- stoð úr sjóðnum! 179. deild frelsishers alþýðunnar í Kína Fáeinum kílómetrum utan við bæinn Nanking heldur til 179. deild Frelsishers alþýðunnar í Kína. Norskir blaðamenn voru gestir deildarinnar einn dag og greina hér frá hinu og þessu sem fyrir augun bar. „Á leiðinni sáum við marga hermenn við störf á ökrunum. I Kína eru her- menn nefnilega ekki að- eins hermenn, heldur einnig verkamenn Þeir vinna við hlið bænda og verkafólks árið um kring. Þeir segja að þannig sé kínverskur hermaður stöð- ugt í nánu sambandi við það fólk sem hann kemur til með að verja síðar. Lík- lega er ekki hægt að rengja það.... ...í hvíldarherbergi hermannanna var kyrrð, afslöppuð stemmning. Enginn kjaftagangur og stígvélaskellir í yfirmönn- um eins og í norskum herbúðum. Við hugsuðum um hverjir af hermönnun- um væru yfirmenn, þar sem enginn munur var sjáanlegur á þeim og óbreyttum. Þeir stikuðu ekki um með strípur á yf ir- höfnum, það eina sem var frábrugðið var einn auka vasi á jakkanum þeirra! Ekki var mögulegt að geta sér til um gráðu yfir- mannanna Á það er lögð áhersla að yfirmenn skilji sig ekki frá undirmönnum. Eftir stutta landskeppni i borötennis, sem viö töpuöum glæsilega, litum viö á veggblööin. A veggjum héngu þrjár töflur meö útskrifuöum blööum. Þetta var tákn um þaö sem Klnverjar kalla „lýöræöi á hinum þremur höfuðsvipum”, þ.e. á pólitisku, hernaðarlegu og efnahagslegu sviði þjóðlifsins. Pólitískt lýðræði 1 kinverskum herbúðum er ekki bannað að ræöa stjórnmál. Þvert á móti þá taka stjórnmálaumræö- ur um það bil fjórðung af tima mannanna. Mikil áhersla er lögð á að kinverskur hermaður sé meðvitaöur um við hvern hann kemur til meö aö berjast. Hann á að þjóna fjöldanum. Mikill timi fer i að ræða sögu kinversku byltingarinnar, um pólitisku baráttuna eftir byltinguna og nám i verkum Maós formanns. En pólitiska lýðræöið er meira en þetta. Mánaðarlega eru haldnir fundir með öllum búðunum. Þar kemur sá sem ábyrgur er fyrir stjórn þeirra og flytur skýrslu um starfið undanfarinn mánuð. Siöan er orðið gefið frjálst og menn ræða saman, vega og meta. Hver flokkur i deildinni heldur fund einu sinni I viku. Þar leggja her- mennirnir fram gagnrýni og mat á starfinu og ööru. Verkefni eru leyst i starfi og umræöu. Mikil áhersla er lögö á aö fá fram alla gagnrýni, og þeir sem taldir eru hafa gert á hluta annarra eöa brotiö reglur hersins fá tækifæri til aö skýra mál sitt og gera sjálfsgagnrýni reynist þeir hafa gert rangt. Refsingum er beitt i mjög litlum mæli og aðeins fyrir mjög alvarleg brot á aganum. Hernaðarlegt lýðræði Þá er þaö hernaðarlega lýöræö- ið. í kinverska hernum eru það ekki yfirmenninir einir sem taka hernaöarlegar ákvarðanir, held- ur ekki á striöstimum. Hermenn og foringjar taka ákvarðanir i sameiningu. I Kina segja þeir aö eining forystu og fjölda sé nauð- synleg til að ráöa við óvininn. Aö sjálfsögðu veröa allir að beygja sig undir ag^hermennirnir segja að aginn geti þvi aðeins orðið traustur og gagnlegur aö hann sé af fúsum og frjálsum vilja. Efnahagslegt lýðræði t þriöja lagi er þaö efnahags- lýðræðiö. Hermennirnir eiga rétt á þvi aö vita til hvers peningarnir eru notaðir og hinir ábyrgu veröa stööugt aö leggja fram reikninga Framhald á 6- siöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.