Alþýðublaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 7. september 1978
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Eitst jóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, slmi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur f lausasöiu.
Bragð er að þá
barnið finnur
í leiðara sinum í fyrradag
gerði Morgunblaðiö ýmis fram-
tíðarverkefni Sjálfstæðisflokks-
ins að umræðuefni og er þaö
ekki vonum fyrr. Kennir þar
ýmissa grasa og skrautblóma,
sem vert er að gefa gaum að.
Svo sem eðlilegt er hefst leið-
arinn með nokkrum harmagráti
yfir örlögum og giftuleysi Sjálf-
stæðisflokksins. Hann sitji bara
uppi eins og hver önnur horn-
kerling, utan rikisstjórnar, utan
borgarstjórnar i Reykjavik, auk
þess sem hann sé nú I minni-
hlutaaðstöðu í ýmsum sveitar-
stjórnum, þar sem hann hafði
meirihluta áður.
Það á ekki að fara fram hjá
landsmönnum, að Morgun-
blaðinu rennur eymd og um-
komuleysi Sjálfstæðisflokksins
til rifja.
Siðan fer Morgunblaðið að
huga að þvi, hvernig helst megi
tjasla upp á það hrófatildur,
sem Sjálfstæðisflokkurinn er
orðinn i dag. Og þá er hvorki
leitað á grunnmiðin né djúp-
viskan spöruð.
Ein aðalniðurstaöan sem
Morgunblaðið kemst að i
þessum hugrenningum sinum
um Sjálfstæðisflokkinn er, að
hann þurfi að endurskoða alla
afstöðu sina til alþýðunnar i
landinu, til verkalýðssam-
takanna! Já, bragð er að þá
barnið finnur, segir máltækið.
Jafnframt segir Morgun-
blaðið, að Sjálfstæðisflokknum
gangi eitthvaö svo illa að haga
rétt samskiptum sinum við
verkalýðshreyfinguna þegar
hann sé i stjórnaraðstööu!
Þettaþurfivel að hugleiða nú,
þegar Sjálfstæðisftokkurinn sé
kominn i stjórnarandstöðu. Það
er ekki annað að heyra á
Morgunblaðinu, en að nú þegar
þeir Geir, Gunnar og
Matthlasarnir séu lausir frá
ráðherrastólunum, þá geri þeir
ekki annaðþarfarameð timann,
en að fara að huga ofurlitið aö
kjörum og áhugamálum laun-
þeganna i landinu.
Langt er orðið siöan Morgun-
blaðið hefur löðrungað foringja
sina á svo háðulegan hátt, eða
talað svo berlega um það hvern-
ig umhyggjan og viðhorfin hjá
Sjálfstæðisflokknum fyrir mál-
efnum verkalýðssamtakanna
eflist og magnast, þegar flokk-
urinn er utan valda og áhrifa, —
en hverfur og dvin eftir þvi sem
flokkurinn fær meiri völd og
áhrif.
Af þessari hreinskilni
Morgunblaösins ættu allir
landsmenn að draga rétta lær-
dóma, þ.e. aö láta Sjálfstæðis-
flokkinn aldrei fá nein völd né
áhrif framar. Með þvi vinnst
tvennt.
Annaö það að Sjálfstæöis-
flokkurinn gerist þvi meiri
verkalýðsftokkur sem völd hans
og áhrif eru minni. Hitt er
það, að Sjálfstæðisflokkurinn
beitir sér ekki gegn verkalýðs-
hreyfingunni svo lengi sem
hann hefur hvorki ráð né völd.
Svona getur jafm'el Morgun-
blaðinu ratast sá'tt a munn.
Sumum þótti Sjálfstæðis-
menn farailla með þá Guðmund
Garðarsson og Pétur Sigurðsson
fyrrverandi alþingismenn,
þegar þeir voru settir I vonláús
sæti á framboðslistum Sjálf-
stæðisflokksins I vor. Þetta voru
þó trúnaðarmenn hjá verka-
lýðshreyfingunni úr röðum
Sjálfstæðisflo kksins.
En Morgunblaðinu i fyrradag
finnst þó sýnilega ekki nóg að-
gert I þeim efnum, þvi að það
segir orðrétt:
„t þriðja lagi þarf Sjálfstæðis-
flokkurinn að leggja áherslu á
meiri endurnýjun i röðum for-
ystumanna flokksins i verka-
lýðssamtökunum og stuðla að
þvi að ungir menn, sem að-
hyllast stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, fáist til trúnaðarstarfa i
röðum verkalýðssamtakanna.”
Þarna segir Morgunblaöið
skýrt og skýlaust að leggja beri
áherslu á endurnýjun i röðum
forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins i verkalýðssamtök-
unum. Um þetta á við að segja :
Gjafir eru yðar gefnar.
Þeir fara væntanlega að
verða varari um sig meðal
flokksbræðra sinna þeir
Guðmundur Garðarsson, Pétur
Sigurðsson, Björn Þórhallsson
og aðrir Sjálfstæðismenn, sem
gegnt hafa forystumannastöð-
unni undanfarin ár, þegar
Mogginn segir þeim, án þess að
blikna eða blána, að nú sé kom-
inn timi til aö endurnja verka-
lýðsforystu Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þá kemur það lika fram i
þessum fyrrnefnda leiðara
Morgunblaðsins, að lukku-
riddarinn Lúðvik Jósepsson •
hefúr gert dálitla lukku hjá
þeim Morgunblaðsmönnum og
að þeir eru farnir aö renna til
hans hýru auga.
Morgunblaðið segir þaö
algerlega óþarft, að Fram-
sóknarflokkurinn einn geti
samið til allra átta. NU hafi
stefnubreyting Alþýðubanda-
lagsins í varnarmálunum, sem
innsigluð hafi verið með þátt-
töku þess i rikisstjórn, gert það
að verkum, að afstaða Sjálf-
stæðisflokksins til þess hafi
breyst. Eða eins og Morgun-
blaðið segir orðrétt:
„Sjálfstæðismenn þurfa að
huga að þeim tækifærum með
opnum huga.”
Það fer þvi ekkert á milli •
mála, að Sjálfstæðisflokkurinn
og Morgunblaðið eru farin að
renna ástaraugum til Lúðviks
og Alþýðubandalagsins. Það er
engu likara en að þessir aðilar,
þ.e. Morgunblaðið og Sjálf-
stæöisflokkurinn, hafi fundið til
skyldleika, samkenndar og
samstarfsvilja i þeim hrá-
skinnaleik, sem LUÖvik Jóseps-
son hefur leikið öðru hverju upp
á síðkastiö. Það ætti að verða
þeim að nokkru umhugsunar-
efni, sem vilja af heilindum
vinna að samstarfi verkalýðs-
flokkanna i rikisstjórn islands.
H.
Brauð handa
hungruðum heimi
LANDSSÖFNUN FYRIRHUGUÐ I DESEMBER
í Höndinni, frétta-
bréfi Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar sem ný-
komið er út, er skýrt
frá þvi að i desember
muni hefjast lands-
söfnun til hjálpar þvi
fólki i heiminum sem
býr við hungur og sjúk-
dóma sem af þvi leiða.
í Höndinni kemur
fram að íslendingum
hafi verið úthlutað
langtimaverkefni i
Suður-Súdan. Um
þetta nýja verkefni
Hjálparstofnunar
kirkjunnar segir i
Höndinni.
„Framkvæmdaráð hjálpar-
deildar lUtherska heimssam-
bandsins mæltist mjög eindreg-
ið til þess á fundi sinum 8.-12.
maf s.l. að við íslendingar tækj-
um þátt i sameiginlegum
hjálparaðgerðum I Suður-SUd-
an, og hefur islenska hjálpar-
stofnunin ákveðið að verða við
þeim tilmælum. Hjálparstarf
það sem unnið hefur verið i
Suður-SUdan undanfarin 6 ár og
haldið verður áfram enn um
skeið er mikið í sniðum.
Súdanska rikið hefur gert áætl-
un um þróun suðurfylkjanna en
ræður ekki við að lyfta þvi
grettistaki án utanaðkomandi
aðstoðar. Mikið liggur við að
veltakist, einkum vegna þess aö
sámismunur sem var á kjörum
manna og möguleikum i
Suður-SUdan og mun betri að-
stæðum i mið- og norður-
héruðum landsins hefur áður
valdið borgarastyrjöld og gæti
gert það aftur, séu mannsæm-
andi lifskjör ibUanna ekki
tryggð til frambUðar. Fyrsta
framlag okkar Islendinga til
hjálpar þessu fólki og til að
tryggja friðinn I landinu hefur
þegar verið sent og er það að
upphæð um 26 miljónir
islenskra króna. Meginmark-
miðþeirrar hjálpar sem veitter
er að lagður sé traustur grund-
völlur sjálfsbjargar fyrir hinn
almenna borgara. Ramma-
samningur um framkvæmd
hjálparaðgerðanna hefur verið
gerður við sUditosk yfirvöld, en
að öðru leyti koma innlendir að-
ilar hvergi nærri ákvarðana-
töku um ráðstöfun fjárins.
1 þessu tölublaði fréttabréfs-
ins segjum viö lltillega frá til-
drögum þess að hafist var
handa með hjálparstarf i strjál-
býlum héruðum Suöur Súdan,
og siöar munum við flytja frétt-
ir af þvi sem þegar hefur áunn-
ist, því sem verið er að gera og
þvi sem gera þarf.
27. febrúar 1972 var saminn
friður I borgarastyrjöld þeirri
sem geisað hafði samfleyttt I 17
ár I Suður-Súdan. Baráttan
hafðiverið langvinn og hörð, en
vestrænir fjölmiðlar sögðu þó
fáar frettir af henni fyrr en árið
1971. Reynt hafði veriö að
sporna við þvi að fréttir af átök-
unum bærust umheiminum til
eyrna, en þegar ljóst var um
siðir hvað þarna var að gerast
brá svo viðaðfréttir þaðan fylltu
forsiöur blaðanna um skeið.
Gagnrýnin á viðbrögð stjórn-
valda i norðri við kröfum ibúa
suðurhéraðanna varð að lokum
svo hávær aö faliist var á að
vopnaviðskiptum skyldi hætt og
friðsamlegra lausna leitað.
Kveikjan að átökunum hafði
verið sú að ibúum suður-héraö-
anna var mismunað i svo mörgu
að þeir gátu ekki unað þvilengur
og gripu til vopna. Noröur- og
miðhéruð landsins voruundir á-
hrifavaldi arabiska þjóðar-
brotsins, semréði þar lögum og
lofum. Suðurhéruðin, um 5 mil-
jónir manna af negraættum,
höfðu lengi veriö iátin sitja á
hakanum i allri áætlanagerö um
framfarir og voru, þegar landið
varð sjálfstætt riki 1. janUar
1956, orðin langt á eftir i öllu
sem laut að heilbrigðis-, menn
ingar- og landbUnaðarmálum.
tbUar suðurhéraðanna voru
með öliu áhrifalausir i stjórn-
málum landsins. Þar hctfðu ara-
bar náð undirtökum og virtust
virða allarkröfur sunnanmanna
að vettugi. Allarhorfur virtust á
aö ófremdarástandinu lyki ekki
með fengnu frelsi heldur væru
miklu fremur versnandi dagar
framundan. Sunnanmenn lögðu
þvi ekki niður vopnen jukuiþess
stað andspyrnuna og hugðust
berjast til þrautar fyrir rétti
sinum til aðskilnaðar frá SUdan
eða til jafnréttis innan vébanda
þess. Þegarfriður loks komstá,
áttu fulltrUar alkirkjuráðsins og
samkirkjuráðs kristinna kirkna
i Afriku drjúgan þátt i að samn
ingaviðræðurnar voru farsæl-
lega til lykta leiddar. Sunnan-
menn höfðu fullyrt að þeim væri
mismunað að hluta fyrir þá sök
að þeir væru ekki múhameðs-
trúar, heldur ýmist kristnir eða
andatrúar. Stjórnvöld i Khart-
oum, með Nimeiri forseta
landsins I broddi fylkingar, féll-
ust á friösamlega skipan mála
ekki sist fyrir þá sök að kristnar
hjálparstofnanir lögðust á eitt
og hétu aðstoð við endurreisn
suðurhéraöanna. Hætt er við að
án þeirra ihlutunar hefðu þel-
dökkir íbúar suðurhluta lands-
ins mátt þola ósigur og jafnvel
útrýmingu. A meðan á borgara-
styrjöldinni stóð hafði fjöldi'
manna flúið heimkynni sin og
leitaðhælis I nágrannarikjunum
Zaire, Úganda og Eþiópiu eða
farið i felur á óbyggðum land-
flæmum Suður-Súdan. Fyrstu
tvö árin eftir friðarsamningana
sneri 1 milljón flóttamanna
afturáheimaslóðirog seristþvi
starf hjálparstofnananna I byrj-
un að mestu um að sjá þeim
fyrir mat og læknishjálp og að-
stoða þá við að lifa af og festa
rætur. Móttökustöðvum fyrir
flóttamenn var komið upp og
þeim, aukdaglegra nauöþurfta,
séðfyrir verkfærum, svoaðþeir
gætu komiðyfirsig þaki, og sáð-
korni, svo að matvælafram-
leiðslan gæti hafist aö nýju.
Sumarið 1974 litu menn svo á
að þessum fyrsta áfanga
hjálparstarfsins, neyðarhjálp-
inni, væri l&kið. Flóttafólkið
hafði snúiö heim, og friöur hélst
áfram; En nú reyndi fyrst veru-
lega á hvort takast mundi að
varðveita friðinn. Menn höfðu
snUið heim fullir vonar um
frjálst og sameinað Súdan. Von-
ir þeirra máttu ekki bregðast.
Borgarastyrjöldin hafði skollið
á vegna þess djúps sem var
staðfest milli aðstæðna i mu-
hameðsku héruðunumog þeirra
lifskjara sem suður-sUdanir
urðuaðsætta sig við.Þetta djúp
varð að brúa. Friðinn sem kom-
isthafði á varð að tryggja með
raunhæfum aðgerðum til veru-
legrabóta á lifskjörum manna.
Að öðrum kosti mátti alveg eins
gera ráð fyrir að menn yndu
ekki hag sinum og óeirðir bioss-
uðu upp að nýju. Þessa afstöðu
meðbræðra okkar I Suður-SUdan
ættum við Islendingar að eiga
hægt með að skilja. Okkur er
það kappsmál að geta séð fýrir
okkur sjálfir og vera ekki bón-
bjargarmenn háðir öðrum um
lifsafkomu liðandi stundar og
framtiðarhag. Betlistafur yrði
fljóttaðbarefliihöndum okkar.
Væri okkur meinað að nýta þau
landsins gæði sem okkur hefur
verið trUað fyrir, væri gleið-
brosið ekki svarið sem við gæf-
um. Og með fullum rétti full-
yrðum viðaðþarséekki hrokiá
ferð, heldur heilbrigt stolt.
Áframhaldandi friöur I
Suður-SUdan viröistaö verulegu
leyti undir þvi kominn að vel
takist að tryggja mannsæmandi
afkomu ibúanna, og aö þvi er nú
starfað af fullum krafti. Við
mjög og ærið erfið vandamál er
að eiga. Enmeö samstilltu átaki
ætti að vera von til að takast
megi að leysa þau eitt af öðru.
Það er ekki ætlun hjálparstofn-
unannaaðfæra ibúunum „góm-
sætan kalkún á silfurfati”. Hér
er um þaö að ræða að bUa svo
um hnUtana, að fólki sem búið
hefur við þröngan kost árum og
áratngum saman sé tryggður
möguleiki til sjálfsbjargar og
mannsæmandi lifs við þær að-
stæður sem það býr við en hefur
fram að þessu ekki getað nýtt
sér nógu vel vegna fátæktar og
ónógrar þekkingar. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar á Islandi
hefur samþykkt aðild að lausn
þessa verkefnis i trausti þess að
réttsýnir og mannelskandi
Islendingar vilji vinna verkið.
Hvernig væri að við neituðum
okkur um ýmsar svokallaðar
„nauöþurftir” og létum með-
bræður og meðsystur i SUdan
njóta góðs af? Eða skærum
„toppinn” af gnægtum okkar og
lifðum heilbrigðara lifiþeim og
okkur sjálfum til heilla? Slikt
væri verðugt svar við hrópinu
frá Suður-Súdan.”
Alþýðublaðiðhvetur fólktil að
taka vel undir beiðni Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar um fram-
lög, þvihérerum að ræðamikið
og þarft verkefni.