Alþýðublaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. september 1978 3 TILKYNNING til söluskattsgreiðenda Frá og með föstudeginum 15. þ.m. fellur söluskattur niður af ýmsum tegundum matvæla. Af þvi tilefni vill ráðuneytið vekja athygli söluskattgreiðenda á nokkr- um ákvæðum söluskattreglugerðar. Undanþágur Frá og með 15. þ.m. fellur niður söluskatt- ur af öllum þeim matvörum sem ekki eru þegar undanþegnar söluskatti öðrum en gosdrykkjum, öli, sælgæti og súkkulaði- kexi. Með matvörum teljast hvers konar vörur sem ætlaðar eru til manneldis svo sem kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkur- afurðir, fiskur, ávextir, grænmeti og aðr- ar nýjar og geymsluvarðar matvörur, sbr. nánar 2. tl. 1. gr. rgl. nr. 316/1978. Aðgreining viðskipta Þeir aðilar sem selja bæði söluskattskyld- ar og söluskattfrjálsar vörur skulu halda hinum söluskattskyldu og söluskattfrjálsu viðskiptum greinilega aðgreindum bæði i bókhaldi sinu og á söluskattskýrslum. Allir slikir aðilar skulu halda innkaupum á skattskyldum og skattfrjálsum vörum aðgreindum i bókhaldi sinu. Bókhald og söluskattuppgjör smásölu- verslana Þeim smásöluverslunum sem ekki hafa aðstöðu til að haida sölunni aðgreindri á sölustigi er heimilt að skipta heildarsöl- unni á hverju uppgjörstimabili eftir hlut- falli innkaupa af söluskattskyldum vörum annars vegar og söluskattfrjálsum vörum hins vegar á sama timabili. útsöluverð innkaupanna skal þá reiknað á öllum inn- kaupum og skal heildarsölunni siðan skipt i sömu hiutföllum og nemur hlutfallinu milli útsöluverðs innkaupanna i hvorum flokki fyrir sig. Ekki skal tekið tillit til birgða við upphaf eða lok timabils. Söluskattskil fyrir septembermánuð 1978 Þeir aðilar sem selja vörur, sem eru und- anþegnar söluskatti, skulu skila tveimur skýrslum fyrir septembermánuð. Skal önnur skýrslan varða timabilið 1.-14. september en hin timabilið 15.-30. septem- ber. Þeir smásöluaðilar, sem nota heimild til skiptingar á heildarveltu eftir útsölu- verði innkaupa skulu gera söluskattskil fyrir 1. til 14. september eftir eldri regl- um, þannig að frá raunverulegri sölu á þvi timabili skal draga innkaup söluskatt- frjálsra vara á timabilinu að viðbættri álagningu. Sölu á timabilinu 15.-30. september skal skipt i hlutfalli við skipt- ingu innkaupa milli söluskattskyldra og söluskattfrjálsra vara á þessu timabili. Söluskatt fyrir september skal þvi gera upp án tillits til birgða við upphaf eða lok timabilanna. Sérstök athygli skal vakin á þvi að engar birgðatalningar þurfa að fara fram vegna söluskattskila fyrir september. Varðandi undanþágur frá söluskattskyldu, bókhald og söluskattskil vísast að öðru leyti til reglugerðar nr. 169/1970 um söluskatt með áorðnum breytingum, sbr. sérstaklega reglugerð nr. 316 8. september 1978. Fjármálaráðuneytið, 11. september 1978 Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar - Alþýðublaðinu, strax í dag Ritstjórn Alþýðu- blaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 8-18-66 Húsvörður óskast Húsvörður óskast fyrir 30 ibúðir aldraðra i Lönguhlið 3. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörð- ur annast eða hefur umsjón með ræsting- um, og aðstoðar ibúa hússins eftir ástæð- um. Litil 2 herbergja ibúð fylgir starfinu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæðisfulltrúa, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar fyrir 20. september n.k. Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.