Alþýðublaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 1
\
alþýðu
blaðiö
Miðvikudagur ll.október 1978 192. tbl. 59. árg.
100. löggjafarþing sett
Alþingi íslendinga,
100. löggjafarþing var
sett í gær. Það þing sem
nú er hafið er að ýmsu
leyti nokkuð sögulegt
þing. Ekki bara veana
Erfitt þing fer nú í bönd
— segir Sighvatur Björgvínsson
form. þingflokks Aíþýðuflokksins
,>Þetta verður sjálf-
sagt á margan hátt tals-
vert erfitt þing og von-
andi starfsamt. í fyrsta
lagi er þetta fyrsta þing
nýrrar rikisstjórnar og i
öðru lagi tekur núver-
anái rikisstjórn mjög
mikla efnahagserfið-
letka i arf, og menn
þurfa áreiðanlega að
leggja sig mjög fram við
starf til lausnar þeim
vanda. Þetta gæti líka
orðið stormasamt
þing.”
Þetta sagði Sighvatur Björg-
vinsson, formaður þingflokks
Alþýðuflokksins, er Alþýðublaðið
innti hanneftirþvi i gær, hvernig
nýbyrjað þing legðist i hann. Þá
var Sighvatur að þvi spurður,
fyrir hvaða mátum hann mundi
helst beita sér á þingi.
,,Ég mun auðvitað beita mér i
þeim málum, sem þingflokkur
Alþýðuflokksins felur mér að
taka sérstaklega til meðferðar,
en þau meginmál, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur áhuga á aö lausn
þess að um er að ræða
100. löggjafarþingið,
heldur kannski fyrst og
fremst vegna þeirra
miklu breytinga sem
orðið hafa á þing-
^ mannaliði f lokkanna frá
síðasta þingi.
Óvenju margir ungir þing-
menn taka nú sæti á þingi, og
liklegt er að meðalaldur þing-
manna hafi aldrei verið lægri
en nú. Samkvæmt upplýs-
ingum frá skrifstofu Alþingis
er meðalaldur þingmanna rétt
rúm 40 ár, og sagði Friðjón
Sigurðsson skrifstofustjóri Al-
þingis að sér væri ekki kunn-
ugt um að meðalaldur hafi
fyrr verið svo lágur hjá þing-
mönnum.
Meðal ráðherranna eru lika
ungir menn sem taka nú sæti á
Alþingi i fyrsta sinn. Ráðherr-
arnir slá þingmennina út hvað
meðalaldurinn varðar, þvi hjá
þeim er hann aðeins 48 ár. Og
ef máltækið gamla um að nýir
vendir sópi best stenst, ætti
ekki að þurfa að kviða fram-
takssemi ráðherranna okkar.
Þetta þing fær ærið nóg af
verkefnum að glima við. Þar
ber að sjálfsögðu hæst giiman
við efnahagsvandann og verð-
bólguna. Nýju þingmennirnir
lenda þvi ef að likum lætur
strax i eldlinunni, ef svo má að
orði komast.
Margir þingmenn vilja
meina að þetta veröi átaka-
þing. Ungum þingmönnum
fylgja nýjar og jafnvel bylt-
ingakenndar hugmyndir, sem
brjóta i bága við staönað og
gamalt kerfi, sem hér er við
liði á svo mörgum sviðum.
Það má þvi búast við að kerfið
bregði hart við breytingum,
sem búast má við að verði
krafist.
Fjórtán þingmenn Alþýðu-
flokksins taka sæti á þessu
þingi. Mikil ábyrgð hvilir á
herðum þeirra eftir þann
mikla kosningasigur sem
flokkurinn vann i sumar.
Alþýðuflokkurinn tók þá á-
kvörðun að ganga til stjórnar-
samstarfs við Alþýðubanda-
lag og Framsóknarflokk.
Þrátt fyrir það eru skoðanir
nokkuð skiptar meöal þing-
manna flokksins um það
stjórnarsamstarf. Það hefur
vakið nokkra athygli og um-
tal, enda er það nýlunda i is-
lenskum stjórnmálum að
þingmenn leyfi sér þau sjálf-
sögðu mannréttindi að hafa
sjálfstæðar skoðanir.
Það er þvi margt sem gerir
það að verkum að þetta 100.
löggjafarþing þjóðarinnar
vekur meiri athygli en mörg
undanfarin þing. Orö og at-
hafnir þingmanna verða þvi
kannski meir til umræðu nú en
oft áður, og þaö eitt er mjög
jákvæð þróun sem skapar
kannski þingmönnum meira
aðhald en áður. -L
fáist á i þinginu eru auðvitað þau
sömu og hann hefur áhuga á að
leystverði i rikisstjórninni. Þarna
er f yrst og f remst um það að ræða
að vinna bug á þeirri verðbólgu-
þrótm, sem verið hefur i landinu
og koma á jafnvægi i efnahags-,
fjár- og kjaramálum þjóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn mun einbeita
sér að þessum verkefnum, sem
hann telur skipta sköpum um
framtið þjóðarinnar.
Auk þessara mála hefur hver
þingmaður flokksins sin sérstöku
áhugamál á ýmsum sviðum, sem
þeirmunu bera upp, og ég er þar
ekkt undan skilinn. Þannig mun-
um við auk þessara efnahags-
mála berjast fyrir þvi að gerður
verði uppskurður á ýmsum
kerfisvandamálum og að tekinn
veröi upp ný vinnubrögð bæði i
starfsemi alþingis og stjórnsýslu
landsins.”
— Hvernig leggst það i þig, Sig-
hvatur, að vera oröinn formaöur
svona ungs og óreynds þing-
flokks?
„Það leggst bara vel i mig. Ég
býst við þvi að það geti orðið
býsna skemmtilegt starf, en það
er allt undir því komiö, hvernig
samstarf tekst innan þingflokks-
ins. Ég vona að það samstarf geti
orðið gott”.
— Hvað er þér annars efst i
huga á þessari stundu?
,,Ég vona að þetta hundraöasta
skráða löggjafarþing geti orðið til
aö snúa við þeirri óheillaþróun,
sem verið hefur i landinu siöast-
liðin sjö ár. Ef það tekst, að snúa
aftur á rétta braut, þá verður
þessaþings minnst f þingsögunni
i tvennum skilningi: bæði sem
hundraðasta þingsins, sem er
talsverður viðburður út af fyrir
sig, og ennfremur sem þess þings,
sem markað hefur timamót i
efnahagsmálum Islendinga þenn-
an áratug. Ég vona að það geti
orðið.”
— Eitthvað aö lokum, Sighvat-
ur?
,,Ég vildi hvetja alla þá sem
kusu Alþýðuflokkinn i siðustu
kosningum að veita okkur þing-
mönnum flokksins bæöi aðstoð og
aðhald með þvi að hafa samband
viðokkur og láta okkur vita, hvað
þessum kjósendum likar vel og
hvað illa bæði i þjóðmálum og þvi
sem alþingi aöhefst og þvi sem
þingmenn Alþýðuflokksins hafa
afskipti af”.
-k
Erum við ósammála?
Þing-
menn-
irnir
skrifa:
Ætlunarverk núver-
andi ríkis^tjórnar er
fyrst og fremst að kippa
efnahagsmálum okkar i
lag. Árangurinn mun
verulega kominn undir
þvi, hvort stjórnarflokk-
unum takist vel að vinna
saman, hvort tekst sam-
hugur og samstarf um
úrræði og úrlausnir. Sá
ótti er nokkuð áberandi,
að ágreiningur um
ástæður vandans og úr-
lausnir á honum sé all-
djúpstæður milli Al-
þýðuflokks og Alþýðu-
bandalags og þann
ágreining kunni að
verða erfitt að brúa. En
er þetta ekki að veruleg-
um hluta tilbúningur,
byggður á misskilningi
eða notkun ólikra orða
yfir skyld hugtök?
I athyglisverðri grein, sem
Lúðvik Jósefsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, skrifar i Þjóð-
viljann 1. okt. sl., kemst hann
m.a. þannig að orði:
„Takist að skapa trú á stöðug-
leika og á festu i atvinnu- og pen-
ingamálum, er það besti grund-
völlurinn að byggja á ráðstafanir
i efnahagsmálum”. Þetta er
hverju orði sannara, og hér er
markmið, sem Alþýðubandalag
og Alþýðuflokk á ekki að þurfa aö
greina á um. Þá ræðir L.J.
allitarlega um visitölubætur á
laun og peningavexti, en bæði Al-
þýöuflokltsmenn og Alþýðu-
bandalagsmenn mikla fyrir sér
ágreining sin i milli i þessum
málum. Verulegur hluti ágrein-
ingsins finnst mér stafa af van-
Bragi
Sigurjónsson
v skrifar: J
skilningi á þvi, hvað fyrir hinum
aðilanum vakir. Varðandi kaup-
gjaldsmál vilja báðir flokkarnir
tryggja kaupmátt launanria, þ.e.
stefnumarkið er hið sama, en Al-
þýðuflokkurinn ákveðnari i þvi,
en Alþýðubandaiagið, að núver-
andi visitölukerfi sé verðbólgu-
hvetjandi, enbáðir telja það gall-
aö. Má þá ekki ætla, að með góð-
um vilja finnist samkomulags-
leið, sem farsæl reynist?
Alþýðuflokkurinn hefir þá skoð-
un, að það sé þjóðhagslegaog sið-
ferðilega háskastefna i peninga-
málum, að sparifjáreigandi fái
ekki sannvirði fyrir sparifé sitt,
en lántakandi endurgreiði lán sin
með verðminni krónum en
gilda, þegar lán er fengið. Þvi
talar Aiþýðuflokkurinn um raun-
vexti. Alþýðubandalagið, eða
a.m.k. L.J. telur háa vexti verð-
bólguhvetjandi, en virðist þó vilja
tryggja hag sparifjáreigenda. Er
hann ekki að gera mun á þvi, sem
hann kallar vexti og svo verð-
tryggingu? En vextir og verð-
tryggingmá samanlagt fela i orð-
inu raunvexti, og er þá stefnu-
munurinn ekki orðinn fyrst og
fremst orð?
Þetta eiga samstarfsftokkar að
athuga af góðvild og samstarfs-
hug, en ekki mikla fyrir sér, vit-
andi ekki með vissu, hvað hvor
aðilinn leggur i orð sin.
Hitt er svo allt annað mál, að
stjórnun peningamála okkar hefir
farið svo tröllslega úrskeiðis um
fjölda ára, að þar verður ekkert
áhlaupamál úr að bæta, en þar
verður tafarlaust að hverfa af
þeirri braut, að ræna sparifjár-
eigendur milljörðum króna ár-
lega, eins og lengi er búið að gera
og alveg er að eyðileggja alla til-
trú einstaklinganna á sparnaði og
ráðdeild i meðferð fjármuna. Þá
þarf aö taka stjórn útlánamála til
gagngerrar samrýmingar, þvi að
þar nkir alltofmikið handahóf og
skipulagsleysi. Þá þarf aö skipu-
leggja upp á ný og samræma
vaxtamál atvinnuveganna og
koma kerfi á það, hvort og þá hve
mikið og hvernig niðurgreiða eigi
fjármagn til þeirra, og strangt
eftirlit þarf að hafa meö þvi, að
þaðkerfi verði ekki misnotað, en i
sliku virðumst við Islendingar
orðnir sérfræðingar.
Þetta eru nokkrar ábendingar
til að ýta af staö umræöum um
þessi mál, en að tokum endurtek-
in spurningin til Alþýöubanda-
lagsmanna og Alþýðuftokksfólks:
Erum við svo ósammála i visi-
tölu- og vaxtamálum, þegar
grannt er skoðað?
V