Alþýðublaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1
Laugardagur26. jan. 1980— jd. tbl.61. árg. Frá Austurvelli til IVIeð þvi að hafna þátttöku i stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Benedikts Gröndals, hafa Framsóknarmenn bætt nýjum kapitula i þá kynlegu framhaldssögu, sem þessar stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar. Þessar viðræður eru nú hættar að snúast um málefni. Af hálfu Framsóknarflokksins snýst taflið nú aðeins um eitt. For- s ætis r áðher r as tólinn. Formaður Framsóknarflokksins virðist ekki vera til við- ræðu við aðra flokka nema tryggt sé fyrirfram, að hann setjist sjálfur i stól forsætisráðherra. En i ljósi viðburða seinustu vikna, gætir þó vaxandi efasemda, lika innan Framsóknarflokksins sjálfs, um að formaðurinn hafi til að bera þá pólitisku dómgreind, sem embættið krefst. Hof- móður Framsóknarmanna er nú orðinn slfkur, að efamál er að hann rúmist innan rikjandi flokkakerfis. Með skömmu millibili-er formaður Framsóknarflokksins búinn að hafna stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, Alþýðubanda- lagið og nú siðast, Alþýðuflokkinn. Eins og er, er ekki annað sýnna en að Steingrimur Hermannsson hafi gert þessa stjórnarkreppu óleysanlega, nema að tilkomu utanþings- stjórnar. Rökréttsamhengi i framferði Framsóknarmanna er vandfundiö. Það er alger nýlunda i þessum stjórnar- myndunarviðræðum, að einn flokkanna neiti fyrirfram að ræða málin. Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrirfram ,um mál- efnaágreining við Sjálfstæðisflokk, og siðan Alþýöubanda- lag, var Framsóknarflokkurinn i báðum tilvikum reiðu- búinn til viðræðna. Nú vir ðist annað vaka fyr ir honum. Litum nánar á samhengið i afstöðu Framsóknarflokks- ins. Framsóknarmenn lýstu þá ákvörðun Alþýðuflokks ins, að rifta fyrrverandi stjórnarsamstarfi, ástæðulausa og óábyrga. Þeir lýstu málefnaágreiningi samstarfsflokkanna sem óverulegum og auöleysanlegum. t kosningabaráttunni lýstu Framsóknarmenn fjálglega sáttasemjarahlutverki sinuoglýstuþviyfir, að þeir stefndu aftur að vinstri stjórn. Jafnframt lofaði Steingrimur Strandamönnum þvi, að hann gengi ekki til stjórnarsamstarfs yið Sjálfstæðisflokkinn. tn hann var fram borinn á fölskum forsendum og gegn betri vitund. Þessi áróður bar góðan árangur I atkvæða- veiðum fyrir kosningar. Eða hvers vegna er það, fyrst ágreiningur Framsóknar og Alþýðubandalagsins var svo óverulegur, sem Steingrimur vildi vera láta, að honum tókst ekki á hálfum mánuði að jafna misklíðina við Alþýðu- bandalagið? Eða hvernig stendur á þvi, loks þegar Alþýðu- bandalagið lagði fram sin úrræði, eftir hálfs annars árs bið, að það tók Framsóknarmenn ekki nema tvo daga að komast að niðurstöðum um það, að stjórnarsamstarf við AB væri útilokað? Eftir að Alþýðuflokkurinn hafði lagt fram efna- hagstillögur sinar i stjórnarmyndunarviðræðum undir forystuSteingrims,lýstiSteingrimur þviyfir aðþær „væru sér miklu nær skapi" en tillögur Alþýðubandalagsins. t kosningabaráttunni viðurkenndu framsóknarmenn, að til- tölulega litið bæri i milli þessara tveggja flokka, að þvi er var.ðaðistefnuíefnahagsmálum. Þær tillögur semBenedikt Gröndal hefur nú lagt fram, sem umræðugrundvöll milli flokkanna, byggjast að sjálfsögðu á stefnu Alþýðuflokksins, að þvi viöbættu, aö þar er að finna jákvæðar undirtektir við ýmsum hugmyndum annarra flokka. Hvers vegna bregður þá.allt ieinu svo við, að framsóknarmenn eru ekki einu sinni reiðubúnir að ræða málin, heldur hafna þvi fyrirfram? Það er ekkimálefnalegafstaða.Þar býr annaðaðbaki. Auðvitað er ágreiningur milli þessara tveggja flokka i þýðingarmiklum málum. Þar ber hæst stefnuna i land- búnaöarmalum og hina sjálfvirku fyrirgreiðslupólitfk, sem er samnjörvuð hagsmunum Framsóknarflokksins. En þetta er ekki nýtt. Það er hins vegar nýtt, að Framsóknar- flokkurinn sé ekki til viðtals viö aðra flokka um þessi sér- hagsmuna mál sin. Þá er vandséð, með hverjum yfirleitt þeir geta hugsað sér að starfa. /K göngum Alþingis stinga ráðvilltir menn nú saman nefjum, um „öfuga Stefaniu" — rikisstjórn allra flokka nema Alþýöuflokksins. Það er guð-velkomið að leyfa mönn- um að reyna það. Það kynni þó að vefjast fyrir forystu Sjálf- stæðisflokksins, i ljósi siðustu viðburða I alþjóða málum. Liklegast er þó, að formanni Framsóknarflokksins hafi nú endanlega tekizt að loka öllum útgönguleiðum úr þessari stjórnarkreppu — öðrum en utanþingsstjórn. Það er óglæsileg byrjun á formannsferli, að ný afstöðnum kosningasigri. Það er vissulega áfellisdómur yfir þeirri pólitisku forystu, sem þjóðin hefur kjörið sér. En ur þvi sem komiö er, er utanþingsstjórn ef til vill eini raunhæfi kosturinn. Þá skiptir mestu máli, að vel takist til um skipan hennar. Fyrirfram er ástæðulaust að ætla, að slik stjórn yrði svo veik og vanmáttug, að hún geti ekki komið fram nauðsynlegum umbótum. Ef Alþingi kýs að dæma sig úr leik, verður forseti Islands að taka i taumana, skv. þvi valdi, sem stjórnarskráin lér honum. Það er stutt leið til Bessastaða. —JBH Tillögur Alþýðuflokksins P um ( málefnasamning | ríkisstjórnar Sjá bls. 4-5 «ss((*a«w~*w-->-— Benedikt Gröndal á bladamannafundi:__________ Framsókn haf nar viðræðum fyrirf ram „Utanþingsstjórn í dyragaettinni »> Benedikt Gröndal forsætis- ráðherra upplýsti á blaða- mannafundi, sem haldinn var i Stjónarráðshúsinu, að bæði Fr a ms óknar flokkur inn og Alþýðubandalag hefðu hafnað umr æðugr undvelli Alþýðu- flokksins, án frekari skýringa. Það kom fram á fundinum með Benedikt, að Alþýðuflokkurinn hefði lagt fram umræðugrund- völl, gerandi ráð fyrir, að ein- stök atriði grundvallarins mætti semja um, einsog eðlilegt yrði að teljast, þegar um samstjórn nokkurra flokka væri að ræða. Hann tók fram, aö sérstaklega hefði verið á þetta bent, þegar hinum flokkunum hefði veriö af- hentar tillögurnar. Hann sagði ennfremur, að Alþýðuflokkurinn heföi viljað draga fleiri atriði inn i viðræðurnar en efnahagsmál eingöngu. En að sjálfsögðu yrðu þau mál að hafa algeran forgang fyrstistað. Tillögurnar einkenn- as t lika af þvi, að þær er u lagðar fram sem umræðugrundvöllur til myndunar rikisstjórnar fjögurra flokka, enda bauð Bene- dikt Gröndal formönnum allra flokkanna til viðræðnanna. Lúðvík afneitaði þrisvar Eins og fram kemur i fyrir- sögn hafnaði Lúðvik Jósepsson tillögunum alfarið. Lúðvik mætti Benedikt Gröndal kynnir tillögur Alþýðuflokksins einsamall á fund Benedikts Gröndals, neitaði tillögunum án þess að lesa þær eða ræða þær efnislega við nokkurn mann. Benedikt kvaðst hafa boðið Lúðvik upp á fjögurra flokka stjórn, en hann hefði kveðið nei við, Þá hefði Benedikt viðrað hugmyndir um nýsköpunar- stjórn Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfs tæðis flokks, en Lúðvik hefði aftur neitað að takaþáttislikristjórn. Um þetta sagði Benedikt Gröndal orðrétt: „Alþýðubandalagið viröist þar með vilja draga sig út úr islenskri pólitik i miðri stjórnarkreppu." Fulltrúar Framsóknarflokks- ins, þeir Tómas Arnason og Steingrimur Hermannsson, höfnuðu umræðugrundvelli Alþýðuflokksins án frekari skýringa, en buðust i staðinn til þess að leggja fram sinar tillög- ur til viðræðna um stjórnar- myndun. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þegar fundurinn var haldinn enn ekki látið frá sér heyra en mun hafa fjallað um máliö á sama tima og Benedikt hélt fundi með blaðamönnum. Framhald á bls. & íslandsdeild Amnesty International: Skora á stjórn Sovétríkjanna ad endurskoda afstödu sína til Sakharovs Frá þvi i október s.l. er samtökin Amnesty International birtu opið bréf til Leonids Brezhnevs, forseta Sovét- rikjanna, hefur handtökum og fangelsunum fremur fjölgað en fækkað. Að visu hefur ein- hverjum föngum verið veitt uppgjöf saka i tilefni alþjóðlega barnaársins, en ekki er vitað til þess að neinir pólitiskir fangar hafi verið meðal þeirra, sem nutu góðs þar af. Stjórn islandsdeildar skorar á stjórn Sovétrikjanna að endur- skoða afstöðu sina til mannrétt- indamála. tslandsdeild Amnesty Inter- national afhenti á fimmtudag Mikhail Streltsov eftirfarandi bréf, vegna handtöku sovéska andófsmannsins og visinda- mannsins Andrei Sakharoff. Sendiráð Sovétríkjanna Herra Ambassador Mikhail Streltsov Garðastræti 33 , Reykjavik. Reykjavík, 24. janúar 1980 Islandsdeild Amnesty International harmarþá frelsis- sviptingu, sem sovésk yfirvöld hafa beitt hinn viðkunna baráttumann mannréttinda, Andrei Sakharov og konu hans, meðþviaðflytjaþaunauðug frá Moskvu til útlegðar i' borginni Gorky. Islandsdeild Amnesty International vekur jafnframt á þvi athygli, að i fréttatilkynn- ingu frá aðalstöðvum alþjóða- samtakanna i London, sem birt var 15. þessa mánaðar, yar frá þviskýrt. að svo virtist sem yfir stæði viðtæk herferð gegn andófsmönnum i Sovét- rikjunum. Hefðu meira en fjörtiu þeirra verið handteknir þar á sioustu þremur mánuðum fyrir að reyna með friðsamlegu móti að færa sér viðurkennd mannréttini I nyt. Á sama tima hafa talsmenn aukinna mann- réttinda hlotið þunga fangelsis- dóma og vitaðerum a.m.k. tvo, sem lagðir hafa verið i sérstök geðsjúkrahús. Með virðingu, Margrét R. Bjarnason, form. íslandsdeildar Amnesty International. Nýtt f iskverð ákvedið A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs Sjávarútvegsins á fimmtu- dagskvöld náðist samkomulag um nýtt fiskverð, er gildir frá áramótum. Samkomulagið felur i s ér hækkun á s kiptaver ði helz tu botnfisktegunda, sem nemur að meðaltali 11%. Verö á þorski hækkar um 11%, á ýsu og keilu um 16%, ufsa og löngu um 10%, steinbiti um 13%, karfa um 7% og grálúðu um 4%, en jafnframt var ákveðið að greiða skuli linuupp- bót á grálúðu og að greidd skuli 25% verðuppbót úr nýstofnaðri deild við aflatryggingarsjóð á karfa og ufsa á árinu 1980, þó ekki ufsa veiddan I mánuðunum marz, aprfl og mái. Meðal mikilvægustu for- sendna þessa samkomulags eru þrenn lög, sem samþykkt voru á Alþingi i dag: 1. Lóg um timabundið oliugjald • til fiskiskipa, þar sem gjald þetta er lækkað úr 9% I 5%. 2. Lög um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávaraf- urðum og um ráðstöfun tekna af þvi. 3. Lög um breytingu á lögum um Aflatryggingasjóð sjávarút- vegsins, þar sem m.a. er stofnuö sérstök verðjöfnunar- deild við sjóöinn, sem 'm.a. skal standa undir verðupp- bótum á fisktegundir eins og ufsa og karfa. Þegar tillit hefur verið tekið til áhrifa þessarar lagasetningar, má lýsa niðurstöðu fiskverðs- samninganna að þessu sinni á eftirfarandi hátt. 1. Skiptaverð til s jómanna hækk- ar um 11%. 2. Hlutur útgerðar i fiskverði hækkar um 5,5%. 3. Hráefniskostnaöur fiskvinnsl- unnar hækkar um 7,3%. Verðið gildir til 31. mai 1980 en er uppsegjanlegt með viku fyrir- vara frá og meö 1. marz. Verðið var samþykkt sam- hljóða. t yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Arni Benedikts- son og Eyjólfur Martinsson af hálfu kaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnars- son af hálfu seljenda. Reykjavfk,24. janúar 1980. Ver ðlags r áð s já var útvegsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.