Alþýðublaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 8
STYTTINGUR Samkeppni um íbúðabyggd í Kópavogi Kópavogskaupátaöur hefur nú ^fnt til samkeppni um ibúð^- oyggö i Astúnshverfi i Kópavogi. Verður lögö höfuöáherzla á svo- iallaöa þétta lága byggð, þ.e. 1-2 tiæða þar sem flestir ibúar hefðu yfir að ráöa einkalóðum. Gæti veriö þarna um aö ræöa a.m.k. 50- 50 ibúðir. Heimild til þátttöku hafa þeir sem réttindi hafa til aö skila teikningum til bygginganefndar Kópavogs svo og nemar i seinni hluta arkitektúrs. Heildar verðlaunaupphæö er 6 milljónir sem skiptist þannig: 1. verölaun 2,5 millj. 2. verölaun 2,0 millj. 3. verölaun 1,5 millj. Heimilt er að kaupa tillögur iyrir allt aö 1 millj. kr. ef dóm- nefnd sýnist svo. Dómnefnd er þannig skipuð: Magnús Skúlason, arkitekt, for- maður, Sverrir Norðfjörð, arki- tekt (kjörnir af Arkitektafélagi Islands), Kristinn Kristinsson, húsasmiðameistari, Loftur bor- steinsson, verkfræöingur og Sól- veig Runólfsdóttir, húsmóðir. Trúnaðarmaöur dómnefndar er Olafur Jensson. Keppnisgagna má vitja til trúnaöarmanns i Byggingaþjón- ustunni viö Hallveigarstig gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Ráðstefna um fullordins- frædslu Dagana 26. og 27. janúar 1980 verður haldin i Hamragörðum Hávallagctu 24, Reykjavik, ráö- stefna um fullorðinsfræðslu á ís- landi. Markmiö ráöstefnunnar er aö gera úttekt á fullorðinsfræöslu eins og hún hefur þróast til þess; dags i landinu og ræöa um hver. skal stefnt i þessum málum. Til ráöstefnunnar voru boöaðir þeir aöilar sem hafa fræðslu fullorðinna meö höndum og munu þátttakendur veröa um 40 talsins A ráðstefnuninni verður rætt um framkomin frumvörp er j varða fulloröinsfræöslu, Andri Isaksson mun fjalla um kennslu- og félagsfræöi i fræöslu fullorö- inna og Reynir Karlsson fulltrúi og Maj Britt Imnander rektor munu ræöa um Norrænu lýö- fræöslustofnunina i Kungalv i Sviþjóö. Boöendur ráðstefnunnar eru menntamálaráöuneytið og undir- búningsnefnd aöila að fullorðins- fræðslu. vara, þvi þannig má koma i' veg fyrir hræöslu við fjölda- uppsagnir, og óánægju. Einnig skyldu starfsmenn fá aö hafa áhrif á hvernig endurnýjunin verði skipulögö Aðlögun tækninnar. 1 skýrslunni segir, aö þaö sé engin ástæða til þess, að ætla að tæknilega fullkomin skrif- stofutæki, séu ekki aðlöguð kröfum einstakra fyrirtækja. Það er enn fágætt, aö viö hönn- un slfkra tækja sé tekið tillit til þæginda þess er starfar við þau. Aöeins i fáum tilfellum er slikt gert. Þess vegna notar skrif- stofufólk oft gömul skrifstofu- húsgögn til að koma hlutunum sem best fyrir, meö eðlilegum afleiðingum fyrir heilsu þeirra og vinnuhagræðingu. 1 Bajerska atvinnumálaráöu- neytinu, er til safn slikra muna, þar á meðal gamlir tréstólar og skrifborð af vitlausri hæð, og sjónvarpsskermur, sem lampi Skrifstofufólk dreymir um gömlu gódu dagana Þeim, sem vinna á skrifstof- um, finnst þeir vcra illa laun- aftir. undir of iniklu vinnuálagi, einmana og óöruggir. Þá er kvartaft undan einhæfni i vinnu og þvi, hvaft gengur hægt, aft vinna sig upp metorðastigann. bessar eru niðurstöður könn- unar, sem gerð var á vegum Atinnumálaráöuneytisins i Bæjaralandi, og var unnin af flokki fræðimanna frá Mannheim háskóla, undir stjórn Eduard Gaugler prófessors. Skrifstofufólk i dag lætur sig oft dreyma um gömlu góðu dagana, a.m.k. um dagana eftir strió, þegar velritunarstúlkur og ritarar unnu saman i þægi- legum kompum fyrir tvo, með blóm á boröinu og kaffibrúsa út i horni. Ekkeil ..Gemútlichkeit” Tækniframfarir i skrifstoiú- vinnslu, hafa eyðilagt allt „gemutlichkeit”, og persónu- sambandmilli þeirra sem vinna slik störf. Við rannsóknina, voru tekin sem dæmi, tvö iðnfyrirtæki, tveir bankar, og eitt trygginga- félag.en öll þessi fyrirtæki beita nýjustu tækni sem fáanleg er. i bókhaldi sinu. b.e. tölvuvinnsla, og afleiðing hennar, að vinnu- kraftinum er öllum ýtt saman i einn stóran sal, þar sem fólk sit- ur þétt saman og glápir i sjónvarpsskerma. Meir en 550 manns svöruðu spurningalistum, sem dreift var. 1 viðbót, voru fulltrúar starfsmannafélaga, starfs- mannastjorar og framkvæmda- stjórar fengnir til að svara spurningunum. Tilgangur könnunarinnar var sá að komast að þvi hvernig maðurinn heldur jafnvægi, i heimi sibreytilegrar tækni og breytinga á vinnufyrirkomu- lagi. Arið 1950 voru skrifstofumenn 35% af vinnuafli á vinnumark- aðnum. Siðan þá hefur fjöldi þeirra aukist um 10%, og fer hækkandi. Skrifstofuvinna er i hægagangi, miðað viö þá vinnuhraðaaukningu sem hefur orðiðannarsstaðar. Þetta stafar af þvi, að á þessu sviði hefur gengið hægar að nýta tækni- framfarir siðustu ára. Hæg þróun. Þegar framleiðni i iðnaði eykst um 1000% frá aldamótum, hefur hún ekki aukist um nema 150% i' skrifstofuvinnu. Þetta má best sýna með dæmi úr bif- reiöaframleiðslu. Siðustu 20 ár hefur sá timi sem þarf til að smiða einn bil lækkaðúr 587 i 98 tima. Bóhaldsvinna i kringum þessa framleiðslu, er sú sama og áður. Framfarir i skrifstofuvinnu og skrifstofuvinnutækni hafa verið mjög hægar. Þannig liðu 160 ár frá þvi ritvélin var fundin upp.þar til byrjað var að fjölda- framleiða hana. Þróunin frá venjulegum ritvélum til raf- magnsritvéla tók hinsvegar ekki nema 50 ár, og fimm árum eftir rafmagnsritvélina, voru komnar borðtölvur. A sama tima hefur skrifstofufólk dregist inn i hringiðu tækniframfar- anna. Siðasti kafli rannsóknar- skýrslunnar fjallar um úrbætur, semskulugangaiþá átt, að gera vinnuumhverfið manneskju- legra. Ein mikilvægasta tíl- lagan er sú að starfsfólki skuli sagt af öllum hugmyndum um endurnýjun, með góðum fyrir- er latinn skina á, sem gerir manni nær ómögulegt að lesa á skerminn. Sjötiu prósent spuröra kvörtuðu undan lélegri vinnuað- stöðu og loftræstingu, þriðji hver maður kvartaði undan lýs- ingu, 42% kvörtuöu undan hávaða og meir en helmingur sagðist gjarna vilja hafa sérstakt hvíldarherbergi. Starfsmenn kvörtuðu einnig undan þvi að erfitt væri að hafa persónulegt samband viðaðra á skrifstofunni, og undan þvi' að erfitt væri að ná stöðuhækkun. Mörgum fannst eins og þeir væru aðeins litill hluti i stórri vél, og að vinna þeirra skipti engu máli. Þessa vaxandi óánægju mætti minnka með þvi að gefa meira rúm til persónuframtaks, sem ogmeð þvi að útbúa nýtt starfs- mat, sem gera mætti samhliða kja ras amnin gum. Fyrir flest skrifstofufólk skiptir aðstaða meira máli en laun. Þegar spurt var um hvað skipti mestu máli þegar þeir væru að leita að nýju starfi svaraði meir en helmingur spurðra eitthvað á þá leið, að starfið yrði að vera áhugavekj- andi, eöa að þeir yrðu að fá að vinna s jálfstætt og meðábyrgð, eða aðgóðurandi yrði aðrikja á vinnustaðnum. Atriði eins og laun, atvinnu- öryggi og þess háttar komu i neðstu sætin á listanum. Sölumaður.sem segði að hann gæti útvegað tölvu, sem ynni verk tólf manna, yrði liklega svaraðþvi, af starfsfólki, að það vildu heldur hafa tólf mennina áfram. (Þýtt ogendursagt úr ThcGerman Tribune) Ó.B.G. Á ratsjánni Leyndardómur prófessorsins Það hefur heldur sljákkað i Ólafi Ragnari Grimssyni upp á siðkastið. bað mun mönnum enn i fersku minni, hversu hávaðasam- ur hann var i siöustu kosninga- baráttu, (sumireruennmeð hellu fyrir eyrunum) og þess vegna spyrja menn nú, hvað veldur hinni skyndilegu minnkun hávaðaframleiðslu hjá Ólafi. Undirritaður gerðist rannsóknar- blaðamaður, og eftir langar og timafrekar rannsóknir, get ég nú frætt landslýð á þvi, hvað veldur fálæti prófessirs Ólafs. Það mun vera öllum kunnugt, (hvernig gætum við hafa komist hjá þvi að frétta það?) að Ólafur Ragnar Gri'msson er prófessor i félagsvisindum viðH.l. (hi,hi,hi,) Þvi embætti náöi hann i krafti fræðimennsku sinnar, en Ólafur hefur doktorsnafnbót i fræðigrein sinni, sem honum var veitt i Manchester, af ihaldssömum kollegum sinum i fræðigreininni. 1 félagsvisindasögu tslands, hefur doktorsritgerö Ólafs sömu stöðuog Gaukssaga Trandilsson- ar i bókmenntasögunni, þ.e. við vitum aö hún var til, en enginn hefur lesið hana. Það þarf ekki að taka fram, að það hefur ekki ver- ið venja hingað til i fræðistörfum að leyna niðurstöðum rannsókna sinna. 1 rannsóknum minum, komst ég aö þvi, að Ólafur hefur gert stórmerkilega uppgötvun á sviði félagsfræðinnar, uppgötvun, sem mun hafa mikil áhrif i framtið- inni. Nú ætla ég að skýra frá rannsóknum minum i réttri tima- röð, til þess, að lesendur finni fyrir, þó ekki væri nema litlum hiuta spenninnar, sem þvi fylgir. að vera rannsóknarblaðamaður. Á kosningafundum, sem ég sótti i nýliðinni kosningabaráttu, tók ég eftír þvi, að Ólafur hafði með sér ókennilegt tæki, með mörgum hnöppum og skifum, sem hann skoðaði i sifellu. Ég tók lika eftir þvi, að hann átti það til, aðdraga fram vasatölvu, og gera áhenni fiókna útreikninga. Þetta athæfi prófessorsins vakti athygli mina, og forvitni. Ég spurði sjálf- an mig: Hvað er maðurinn að gera? Hvaða útreikningar eru þetta, sem hann er i sifellu að gera? Ég beið færis, að kikja á pappira prófessorsins, og að lok- um tókst mér það. Það sem ég sá, hafði djúp ahrif á mig! Á blaði, sá ég linurit.sem titlað var, ,,Deci- belitic influence on voting patt- erns.” (,,Ahrif háv'aða á atkvæða mynstur). takið eftir klassiskri fræðimanna enskunni) Mér brá. Þetta gat aðeins merkt einn hlut, prófessorinn hafði i krafti fræði- mennsku sinnar og kunnáttu, komist að þvi, að ákveðin fylgni er á milli hávaðaframleiðslu og atkvæðaf jölda! Ég fylitist aðdáun. Hvað annað gat ég gert, kæru lesendur? Með þessu hafði prófessorinn breytt venjulegri kosningabaráttu i stórmerkilega visindalega til- raun! Ég beið með óþreyju eftir ko sningaúrslitun um. Við vitum öll hvernig kosn- ingarnar fóru. Flokkur prófessorsins missti fylgi: Kosn- ingarnar urðu ekki sá fræði- mennskusigur, sem við Ólafur höfðum búist við. Ólafur hefur nú dregið úr hávaðaframleiðslu sinni og einbeitir sér að endurbótum á kenningu sinni. Visindasigrar eru ekki unnir án erfiðleika, áður en kenningin verður fullkomnuð. munu liðamargar kosnigar, og prófessorinn, mun taka þátt i þeim öllum af fraðilegum ástæð- um einum saman. og framleiða mörg désibel. En þar til kenning- in er þrautreynd, mun hún ekki koma fyrir augu almenníngs, frekar en dortorsritgerðin. LUövík og verðbólgan t framhjáhlaupi, vil ég aðeins minnast á yfirlýsingu, sem er höfð eftir Lúðvik Jósepssyni i Morgunblaðinu i gær. Þar er hann spurður um álit sitt á möguleik- um Benedikts Gröndal, til þessað mynda stjórn. Lúðvik telur frá- leitt, að Benedikt takist að fá Alþýðubandalagið til stjórnar- samstarfs, og segir: ,,Ég skýrði þar frá, aft ég teldi fráleitt aft tala um nýsköpunar- stjórn vift okkur. vegna þess, aft Alþýftuflokkurinn lýsir þvi yfir aft markniiö hans meft stjórnar- myndun sé aft ná verulegum árangri gegn vcrftbólgu. Þaft sé böfuftatriftið. A þvi ináli hefur sprungift okkar á inilli i vinstri viftræðum og þvi hlýtur þaft aft endurtaká sig i sambandi vift ný- sköpun." Þar höfum við það, Alþýðu- bandalagið vill ekki fara i stjórn, ef á að ráðast gegn verðbólgunni. Það er nú svo og svo er nú það. -Þagall alþýöu n~TT' Laugardagur 26. janúar KÚLTÚRKORN Myrkir músfk- J Bústaftakirkja. ■Sunnudagur 27.1.1980, kl. 20.30. 1 Kammcrmússikklúbburinn. iFlytjendur: iManuela Wiesler: flauta. jllelga Ingólfsdóttir: semball. jjoh. Mattheson: Sónata i c-moll, Adagio, Allegro, Allegro, Giga. jueifur Þórarinsson: DA, fantasia fyrir semball, (frumflutning- ur). j Páll P. Pálsson: Stúlkan og vind- urinn. Hlé. Leifur Þórarinsson: Sonata per Manuela. J.S. Bach: Sónata i h-moll, Adante, Largo e dolce, Presto. Johan Mattheson (1681-1764) skildi dýpstu sporin eftir sig sem tónfræðingur, gagnrýn- andi og tónlistarsagnfræðing- ur. Flest verka hans voru krikjutónsmiðar, og þau fáu hljóðfæraverk, sem varðveist hafa, samdi hann oftast sem „dæmi um það hvernig gera átti hlutina”. Sónötuna i c-moll samdi hann svo aö leika mætti hana jöfnum höndum á flautu eða fiðlu. Leifur Þórarinsson (f. 1934) samdi fantasiuna fyrir Helgu Ingólfsdóttur og lauk verkinu i vikunni fyrir jól 1979. Einkenn- andi er stef smástigrar tónrað- ar og stökks um minnkaða fimmund. Mishröð atriðaskipti eru ör. Höfundur gefur þá skýr- ingu á heitinu, að „da” þýði ,,já” á rússnesku, auk þess, sem það er helmingur orðsins „dada”. Leifur samdi Flautu- sónötu fyrir Manúelu til flutn- ings á sumartónleikum i Skálholti s.l. sumar. Sónatan hefur svipaða stefjagerð og fantasian. Má jafn- vel U'ta á þessi tvö verk sem „tvi- bura”. Hugmyndina að samningu „Stúlkunnar og vindsins” sótti Páll P. Pálsson (f. 1928) i sam- nefnd ljóð Þorsteins Valdi- marssonar. Verkið var samið tilflutnings á sumartónleikum i Skálholti 1979, og frumflutt þar. J.S. Bach (1685-1750) samdi 3 sónötur fyrir flautu og sembal. Þessi verk eru frá „Cöthen- timanum” 1717-1723), sem gat af sér helstu veraldlegu hljóð- færatónsmiðar hans. Flautu- sónöturnar eru sögulegar sér- kennilegar fyrir það að vera i raun trió-sónötur samþjappaðar fyrir tvö hljóð- færi, svo að hlutur sembalsins magnast um helming: það verður bæftiundirleikshljóðfæri ogeinleikari móti flautunni. Af flautu og sembalssónötunum þremur er sú i h-moll mest völundarsmiðin. B0LABAS Núorftift fær enginn maöur svo stjórnarmyndunarumboft, aft ekki sé rcynt að fá Alþýftu- bandalagsmenn til aö vera meft. Þetta eru menn sifellt aft reyna, þótt ekkcrt gangi, aft fá þá til samstarfs. Skýringin á þvi.ersú, aft Alþýftubandalag- ift vill ekki eiga aftild aft stjórn, Alþýðubandalagift vill afteins eiga aftild aft óstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.