Vísir - 04.01.1969, Síða 4

Vísir - 04.01.1969, Síða 4
uammsm EF AÐEINS GÆTU SÉÐ FORSYTARNIR SOAMES NÚNA! Fleiri gjósa en Surtur og Heklu Cerro Negro-eldfjallið í Nicar- agua gaus í jólamánuðinum og þá var þessi mvnd tekin. Mjög ítarlegar rannsóknir fara fram á gosinu og öllu samfara því. Sér- stakt fyrirtæki þar í Nicaragua hefur gert fjögurra mánaða samn ing upp á 100.000 dollara um að annast rannsóknimar. Einn liður i þessu er að ijósmynda eldfja'líð í bak og fyrir og kvikmynda einn- ig- Annars nær þessi rannsókn yf- ir meira. Hún er reyndar land- fræöikönnun, því þetta litla fjaHa- land veröur allt kannaö og um leið ljósmyndað. Tekin verða jarð vegssýnishorn og dregin verða upp ný landabréf, en kort eru ekki til yfir alla landshlutana, eða að minnsta kosti ekki ná- kvæm. Tilgangur rannsóknanna er meðal annars að kanna náttúm legar auðlindir landsins, en bessi könnun er gerð á vegum Banda- ríkjanna, sem liður í aðstoð við Mið-Ameríkuríkin. Enginn vafi gæti leikið á því, að einhverjir Forsytanna hefðu haft eitthvaö að segja um þetta at- hæfi Soames. Já, það er eins og ykkur sýn- ist! Þetta er gamli góði Soames Forsyte, sem krýpur þarna á hnjánum fvrir framan nöktu stúlk una. (Góði Soames, því svo ein- kennilega vill til, að í ljós hefur komið, að Soames nýtur mikillar hylli meöai ^rezkra sjónvarps- áhorfenda — kvenkyns). Þarna er Eric Porter (sá, sem leikur Soames) kominn í nýtt hlut verk, nefnilega aðalhlutverkið í „Dr. Faust“, sem hið konunglega Shakespeare leikféiag hefur sett á svið. Konan? Hún er Helena fagra úr Tróju. Sú, sem fer með hlut- verk hennar er Maggie Wright, fyrrverandi dansmær. Bölvuð flensan. Nú herjar flensan víða, enda verður þess vart að á sumum vinnustöðum gerist þunnskipað. Sumir telja þó, að flens- unni sé kenndur alls konar krankleiki, því ýmsir eru fljót- ■ir að slá því föstu að nú séu þeir orönir veikir, ef þeir eru ilia upplagðir, en einmitt að Ioknum áramótum vilja menn gjaman kenna alls konar „slapp elsis", þó það sé ekki allt flens- an. Stöðvun jólatrésskemmtana er orðin næstum alger, þó sam- komustöðvun á næstum öllum ððram sviðum hafi alls ekki orð ið. Þykir mörgum að þarna hafi orðið nokkuð elnhliða ráðstöfun. Stundum er talað um að fátt sé gert fyrir bömin, að þau hafi fátt af hollum verkefnum úr að velja. Vart er hægt að hugsa sér hollari skemmtun en að dansa í kringum jólatré og hlusta á jólasvein. Var það ekki fljótræði að stööva jólatrésskemmtanir bama og unglinga, þegar allt annað samkvæmislíf gengur sinn vanagang? Skemmtanahald handa bömum er svo fábreytilegt, að það er hætt við því, að það sé frek- ar skaöi en gagn að því að taka svo einhliða ákvörðun að stöðva þetta skemmtanahald á meöar. ilensan er þó ekki alvar- jólatrésskemmtunum, Innan margra félaga er það orðin hefð að halda slika skemmtun fyrir böm félaga þeirra, en auðvitaö er áhuginn misjafn hiá forráða- mönnunum, þó þetta skemmt- anahald hafi talizt orðið skylda. Jfefeufr&íGötii Hætt er Við, að í þessu til- felli hafi verið um fljótfærnis- lega ákvörðun að ræða, sem hafi minni tilgang en henni sé ætlaöur því allflestar samkomur fara fram eins og ekkert hafi í skorizt, nema jólatrésskemmt- anir bama, en þeim er aflýst. legri en hún er, þegar þessar línur eru ritaðar. Meira að segja má ætla að í sumum tilfellum ráði letin innan hinna ýmsu félaga, því að for- ráðamenn margir hverjir voru fljótir að gleypa við þessari á- tyllu til að aflýsa þessum ágætu Hjá þessum neikvæöu aðilum var þvi átyllan gripin fegins hendi. Hætt er við að flensufarald- urinn eigi eftir að ganga yfir, hér sem annars staðar, án til- lits til samkomuhalds og ann- ars, því í sambýli borga og bæja er óhjákvæmilegur samgangur fólks svo mikill, að erfitt verður að hefta útbreiðsl- una á þann hátt. Hins vegar er það lán í óláni, að faraldurinn er ekki harður, ef fólk fer sómasamlega með sig og það fólk, sem sóttina tekur gætir þess að vera ekki á ferli fyrr en það hefur jafnað sig. Það yrði ánægjulegt, ef ein- hverjir tækju rögg á sigoghéldu barna- og unglingaskemmtanir í tilefni jólanna, þó komið sé að þrettánda. Það ætti varla að vera meiri skaði að slíku en bannsettu sjoppu-hangsinu, en næstum hvar sem litið er í borg inni fylla böm og unglingar nær allar svokallaðar sjoppur til að drepa tímann, en slikt „sam- komuhald“ dettur engum hag að trufla. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.